Vísir - 27.01.1964, Page 15

Vísir - 27.01.1964, Page 15
75 VÍSIR . Mánudagur 27. janúar 1964. aSBHHHHi — Hvers vegna þegið þið? spurði Paroli. Ég vil heyra álit ykkar — einn getur mælt fyrir munn ykkar allra. Læknaneminn, sem álitinn var duglegastur, steig fram eitt .eða tvö skref og sagði: — Herra læknir, ég er nokk- um veginn viss um, að það er efi, sem við vildum láta í ljós, næstum vissa —. — Um hvað? , — Að hér verði engri lækn- ingu við komið. - - Og hver hefir sagt ykkur það? — Höfundar þeirra læknis- fræðilegu rita, sem við höfum lesið, og kennararnir okkar. Paroli brosti háðslega og sneri sér að Grisky: — Og hvar er þessi kona? — Ég lét fara með hana í sjúkrastöfu númer 12. Hún bíð ur þar með syni sínum, herra de Gevrey. Þegar Paroli heyrði þetta nafn, kipptist hann við. Herra de Gevrey, sagði hann við sjálfan sig og minntist frétt ar, sem hann hafði gluggað í, er hann beið í biðstofu Griskys læknis, en fréttin hafði fjallað um morðið í hraðlest nr. 13, og var í henni sagt frá því, að de Gevrey hefði málið með hönd- um. - Það er rannsóknardómari með þessu nafni í París, sagði hann svo með spurnarhreim í röddinni. Og ef svo er —- er hann sonur þessarar konu? — Já. Paroli hugsaði um hve ein- kennilegt það væri, að spor hans og þessa manns skyldu hafa |g Nýtt! Nýtt! Vatnsþéttum regnfrakka og allan annan' ytri fatnað. Sendum — sækjum Efnalaugin LINDIN Skúlagötú 51 . Sími 18825 Hafnarstræti 18 . Sími 188° legið til húss Grisky, en upp- hátt sagði hann hressilega: — Eigum við þá að koma, kæri læknir? Og þið, herrar mín ir, komið líka. Og svo var lagt af stað í átt- ina til stofu nr. 12. De Gevrey stóð við hlið móð- ur sinnar, þegar þeir komu inn. Grisky gekk til hans og sagði, er hann hafði heilsað honum: - Þér eruð stundvís sem jafnan, herra de Gevrey — kom- ið jafnvel fullsnemma, eins og núna. — Já, afsakið, en ég er óeir- inn, get ekki um annað hugsað en að fá þetta afstaðið nú þeg- ar, svo að móðir mín fái fulla sjón aftur. Þér hafið gefið mér von um að uppskurðurinn heppn ist og hún fái sjónina aftur. — Ég er ekki sá eini, sem ber ábyrgð á þessari aðgerð. Leyfið mér að kynna stéttar- bróður minn og eftirmann, Ang- elo Paroli lækni. - Eftirmann? spurði de Gev- rey undrandi. — Þessi stofnun hefir verið hans stofnun seinustu tfu dag- ana. Það verður þannig hann, sem verður að taka ákvörðun- ina — hvort hyggilégt er eða ekki, að gera þessa djarflegu til- raun., því, lífi móður yðar gæti verið teflt í hættu. Frú de Gevrey reis skyndilega á fætur. — Ef svo er, sagði hún titr- andi röddu, held ég að bezt sé að hætta við þetta. Ég vil ekki yfirgefa þig, sonur minn. Ég vil heldur vera blind hjá þér en verða að fara frá þér. Þótt ég geti ekki séð þig, heyri ég til þín, veit af þér, nýt umönnunar þinnar. Það mun veita mér næga lífshamingju. — Ég bið yður, kæra frú, að varðveita ró yðar, sagði Paroli, og ég bið yður hins sama, herra de Gevrey. Eigum við ekki að hugsa sem svo,. að minn kæri stéttarbróðir kunni að vera var- færinn um of — og vilji forð- ast að vekja of miklar vonir. Ég vona fastlega, að það eigi eftir að koma í ljós, að hann hafi verið óþarflega svartsýnn. Ef ég, að undangenginni rannsókn á augum frúarinnar, tel líkur fyr- ir að hún fái bata, mun ég ekki hika við að framkvæma aðgerð- ina og ég tek einn á mig alla ábyrgð. — Hvað gagnar mér, þótt þér takið á yður alla ábyrgð, sagði Richard de Gevrey með áherzlu. Ég krefst þess, að lífi móður minnar verði ekki ... — Til þess kemur ekki. Ég legg heiður minn að veði. Ég framkvæmi ekki uppskurðinn, nema ég sé hárviss um, að lífi móður yðar sé engin hætta bú- in. — Hvernig getið þér verið viss? — Ég veit vissu mína, þegar ég hef rannsakað augu hennar og ég bið yður nú leyfis, að mega rannsaka augu hennar. — Er það að þínum vilja, móð ir mín? spurði de Gevrey. — Að sjálfsögðu, til þess er ég hingað komin. Og sjónin er í rauninni þegar farin. - Gerið þér þá svo vel og framkvæmið skoðun yðar, lækn ir. Paroli tók í hönd konunnar og leiddi hana að hægindastól úti við gluggann. Hann lét hana setjast þannig, að birtan féll á andlit hennar. Allir viðstaddir mynduðu hring um þau og menn horfðu á áhugasamir og fullir eftirvæntingar. Paroli tók hin bláu- gleraugu frúarinnar, hóf athugun sína á augunum og var að þessu um það bil fimm mínútur. — Hve gömul eruð þér, frú? spurði hann. — Fimmtíu og sex ára. — Og þér eruð hættar að geta séð? — Já, svo má heita. — Hafið þér leitað til sér- fræðinga? — Já. .— Og hvert var álit þeirra? spurði Paroli og var vottur- háðs í rödd hans. - Enginn vildi gefa mér neina von um, að uppskurður myndi koma að gagni. — Það er rétt, uppskurður mundi ekki koma að gagni. De Gevrey fölnaði. — Og móðir mín er þá dæmd til þess að vera blind ævilangt? — Það sagði ég ekki. Þótt uppskurður gagni ekki, er veg- ur til heilbrigði. — Þér — þér búizt þá við, að geta hjálpað móður minni? — Það vona ég fastlega. — Þá mundi ég yður þakklát- ur ævilangt og fúslega láta yður fá allt, sem ég á, að launum. — Þakklæti yðar mundi nægja, sagði Paroli brosandi — og ég get ekki einu sinni gert kröfu til þess. Ég geri aðeins skyldu mína — og — ég lofa yður, að móðir yðar skal geta séð á ný. — Þökk, þökk, sagði de Gev- rey hrærður. Það er klettasylla hérna sem hefur klifrað upp i klettana til bara augunum og bið. Og hið er rammur að afli, en þetta er á- ætti að vera sæmilega örugg fyr- að rannsaka allar aðstæður. — erfiða ferðalag upp klettavegg- kaflega þreytadi þolraun, og hann ir okkur bæði, kallar Tarzan sem Hífðu þá, hrópar stúlkan, ég loka nn hefst einu sinni enn. Tarzan verður að taka á öllu Hárgreiðslustofan I HÁTÚNI 6, sími 15493. I Hárgreiðslustofan SÖLEY i Sólvallagötu 72. | Sími 14853. * Hárgreiðslustofan I P I R O L A | Grettisgötu 31, sími 14787. I Hárgreiðslustofa IVESTURBÆJAR I Grenimel 9, sími 19218. | Hárgreiðslustofa iAUSTURBÆJAR (Marfa Guðmundsdóttir) ' Laugaveg 13. sími 14656 Nuddstofa á sama stað. 1 Hárgreiðslu- og snyrtistofa I STEINU og DÓDÓ i Laugaveg 18 3. hæð flyfta). Sími 24616. I Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stígs og Hverfisgötu). Gjörið i I svo vel og gangið inn. Engar I sérstakar pantanir, úrgreiðslur. 1 P E R IVI A, Garðsenda 21, sfmi , | 33968 — Hárgreiðslu og snyrti- | stofa. Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi 'TJARNARSTOFAiy, I Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- I megin. Sími 14662 Hárgreiðslustofan Háaleitisbraut 20 Slmi 12614 , MEGRUNARNUDD. Dömur athugið. Get bætt við I 1 mig nokkrum konum I megrun- I arnudd Snyrtistofa Guðbjargar | Guðmundsdóttur, Laugavegi 19. i sími 12274. SNYRTISTOFAN MARGRÉT j 1 Skólavörðustíg 21, sími 17762 i i Snyrtistofa - Snyrtiskóli. Eldhúsbarð — iBdhússtólar Miklatorgi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.