Vísir - 18.02.1964, Side 1

Vísir - 18.02.1964, Side 1
VISIR 54. árg. — Þriðjudagur 18. febrúar 1964. — 41. tbl. Risavélin Canadair Teikningarnar hér á síðunni sýna ljóslega stærðarhlutföllin milli Canadair og þeirra flug- vé'a, sem fslenzku flugfélögin nota í milliiandaflugi sínu, Vis- count 759 og DC-6B. Eru allar tölur og stærðir Canadair risa- vélarinnar tvö og brefaldar, ef miðað er við Viscountrnn og DC -6B. Þannig er Canadair um 41 nretri á lengd, en DC-6B 32 metr ar og Viscount 24 metrar, laus- Iega reiknað úr fetum. Flugtaks þyngd Viscount má t. d. hæst vera um 64 þús. ensk pund, en Canadair 210 þús. ensk pund. Þyngd Canadair-vélarinnar tómr ar er um 89 þús. ensk pund, eða talsvert meira en fu'Ihlaðinn Viscount. Steinolíumagn það, sem tankar vélarinnar rúma, er um 60 þúsund pund. Sýnir þetta gjörla þá miklu þróun, sem orðið hefur i fluginu undanfarin ár. Myndirnar: Efst DC-6B — þá Viscount og neðst Canadair. Ffigjum með í þróun fíugmálunnu — segir formaður Loftleiða Kristján Guðlaugsson í samtalinu í morgun. Blaðið í dag Bls. 3 Myndsjá um Canad- air flugvélarnar. — 4 Hvernig verður alu- niinium til. — 7 Leikdómur um Mjall hvíb og dvergana sjö. — 8 Afmæli Hvitabands- ins. — 9 Samtal við Magnús Sigurðsson um heim ili fyrir ólánssamar stúlkur. — Með kaupunum á Canadair-flugvélunum erum við að fylgja með í eðlilegri þróun flugmál anna, sagði Kristján Guðlaugsson, formaður Loftleiða, í samtali við fréttamann Vísis í morg un. Kristján Guðlaugsson sat f skrifstofu sinni þegar við kom- um þar til hans og báðum hann að rekja gang málanna, en kaup in á Canadair-flugvélunum 2 er stærsti samningur, er íslenzkur einkaaðili hefur nokkru sinni gert. Hann er upp á 400 millj. króna. — Það er freistandi við slíkan atburð, sagði fréttamaður Vísis, að biðja yður að rekja nokkuð hvemig Lofleiðir hafa vaxið svo að bolmagni, að geta gert slfkan risasamning, án þess að leita eft ir nokkrum stuðningi frá ríkis- valdinu. — Þetta er aðeins eðlileg þrð- un, sagði Kristján. Eftir því sem getan og traustið eykst, eftir því ráðumst við í stærri verk- efni. — En einhver sérstök ástæða hlýtur þó að vera fyrir þvf, hve uppgangur Loftleiða hefur verið mikill. — Eins og ég segi, þá er það fyrst og fremst þróunin í flug- Framh. á bls. 6 A ðstoðcrforstjóri SAS kemur / dag ARNE WICKBORG, aðstoðar- forstjóri SAS, fer til Reykjavík- ur á þriðjudag sem formaður skandinavisku sendinefndarinn- ar f viðræðunum við íslendinga um flugfargjöldin yfir Atlants- haf. Samkvæmt gildandi loftferða- samningum fljúga flugvélar Loft leiða á IATA fargjöldum milli íslands og hinna Norðurland- anna. En samkvæmt sérsam- komulagi við Bandarfkin hafa Loftleiðir getað flogið á fargjöld um, sem eru lægri en fargjöld IATA á leiðinni New York Reykjavík. Á nýafstöðnum fundi fuiltrúa lslands og hinna Norð- urlandanna í Stokkhólmi var komið á fót nefnd, sem halda á sinn fyrsta fund I Reykjavík. Óstaðfestar fregnir segja, að öll vandamál í sambandi við sam- keppni Löftleiða og SAS verði rædd á fundinum. Flugmálastjóri, Agnar Kofoed Hansen, er enn erlendis, en Sig- urður Magnússon fulltrúi Loft- leiða skýrði Vfsi frá þvf í morg- un, að fyrsti fundur norrænu nefndarinnar yrði haldinn i fyrramálið. Viðtal við Stokkhólm um fund Norðurlundurúðs: íslenzk málefni vekja mikla athygli Samkvæmt viðtali í morgun við Pál Ásgeir Tryggvason, sendiráðu- naut, sem veitir sendiráði islands í Stokkhólmi forstöðu, hefir þátt- taka forsætisráðherra og fjármála- ráðherra íslands á Norðurlandaráðs fundinum og ýmis ummæli þeirra vakið mikla athygli, svo sem gagn- rýnin á SAS, og hafa sænsk blöð I við alla forsætisráðherra Norður- ekki tekið henni óvinsamlega, held-1 landa í sjónvarpinu, 15 mínútur við ur virðast þau sýna málstcð ís- hvern, og hefði frammistaða forsæt lands og Loftleiða skilning eins og isráðherra islands vakið óskipta at oft áður. Aftur á móti hefir SAS hygli. Hefði Bjarni Benediktsson rekið gífurlegan áróður undanfarið, | haldið einarðlega mjög á málstað sagði Páll Ásgeir. 1 íslands gagnvart samkeppni hinna Hann sagði, að rætt hefði verið Norðurlandanna á sviði flugmál- anna, og lagt áherzlu á það að við keyptum miklu meira af þeim en þau af okkur, þótt þau væru „stóri bróðirinn". Auk þess ætluðu hin Norðurlöndin að knésetja okkur fyr ir milligöngu SAS. Ummæli þessi hafa áreiðanlega mikil áhrif, þar Framh. á bls. 6

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.