Vísir - 18.02.1964, Page 6
6
VlSIR . ÞriBjudagur 18. febrúar 1984.
in sé meiri til Keflavflmr, eftir
a6 vegurinn hefur veriB stein-
steyptur. Þa8 mun taka 40 min.
aö aka hann, en afgreiflsla flug
farþega og akstur til flugvallar-
ins getur tekifl sama tlma og
afgreiflslan á Reykjavíkurflug-
velii áður.
Hvítabandið —
Framh. af bls. 8
læknir og siflast en ekki sizt
Þorbj'örg Magnósdóttir svæf-
ingalæknir.
„Þetta fólk mælir allt mefl
sér sjálft," sagði yfirlæknir,
„en mér finnst ég vera með
góðu fólki."
Meðal annars starfsliðs sem
átti eða á mikinn þátt í því
áliti sem sjúkrahúsið nýtur: E1
isebet Gudjohnsen, sem var yf-
irhjúkrunarkona mörg erfiðustu
árin, núverandi yflrhjúkrunar-
kona Ragnhildur Jóhannesdótt-
ir og Margrét Þorsteinsdóttir
matráðskona.
Canadair —
Framhald af bls 3.
inga þurfa að vera lengri en
þær, sem ReykjavíkurflugvöU-
ur hefir, en þess vegna er gert
ráð fyrir að flugvélar þessar
hafi viðdvöl á Keflavíkurflug-
.velli í ferðum um ísland milli
meginlanda Norður-Ameríku og
Evrópu, og mun allur flug-
rekstur félagsins fluttur frá
Reykjavík til Keflavfkurflugvall
ar I næstkomandi maímánuði.
Gert er ráð fyrir að ný teg-
und mjög þægilegra sæta verði
sett í CL-44 vélar Loftleiða. Þá
má það einnig teljast til ný-
breytni, að heitir réttir verða
framreiddir á öllum þeim flug-
leiðum, þar sem Loftleiðir munu
halda uppi ferðum með hinum
nýju CL-44 flugvélum sfnum.
Engin ákvörðun hefir enn
verið tekin um sölu á þeim
fimm vinsælu Cloudmaster flug
vélum, sem fyrir eru nú f eigu
Loftleiða.
Slíkur áróður —
Loftleiðir —
Framh. af bls. 16.
liðsins hins vegar. í nefndinni
sem rætt hefur við Loftleiðir
eiga sæti: Hörður Helgason, for-
maður, Jóhannes Sölvason,
Hörður Bjarnason, húsameistari
Pétur Sigurðsson, flugvallar-
stjóri og Ásgeir Einarssoij, skrif
stofustjóri. Af hálfu Loftleiða
hafa tekið þátt f viðræðunum:
Kristján Guðlaugsson, Gunnar
Helgason og Jóhannes Guð-
mundsson.
Breytingarnar sém koma til
greina eru einkum á sjálfri inn-
réttingu hótelslns, en einnig hef
ur mikið verið rætt um viðbygg
ingu, þar sem töllvörugeymsla
yrði til húsa, einnig hefur ver-
ið rætt um að byggja kálf út úr
flugstöðvarbyggingunni, fyrir
farþega.
Farþegamir ættu þvf að ge»
stigið svo til beint út úr flug-
vélunum og gengið efir „kálf-
inurn" inn í sjálfa tollafgrelðsl-
una. Frumteikningar hafa verið
gerðar að breytlngunum og bú-
ast má við að þær verði mjög
kostnaðarsamar.
Eftir þeim upplýsingum sem
Vfsir hefur aflað sér, hafa við-
ræðurnar við yfirmenn varnar-
liðsins verið jákvæðar og mjög
sterkar líkur eru taldar á því að
gengið verðí frá samninguniim
bráðlega.
Norðurlandaráð ---
Framh. af bls. 1
sem þeim er ætlað að hafa áhrif,
sagði Páll Ásgeir Tryggvason, og
vekja samúð almennlngs með Is-
lendingum. Þá lýsti forsætisráð-
herra yfir því, að samstarfið með
núverandi stjómarflokkum á !s-
Iandi væri traustara stjómarsam-
starf en verið hefði hér á landi um
árabil.
Fundur Norðurlandaráðsins var
settur í Stokkhólmi á laugardaginn
með mikilli viðhöfn og var sjón-
varpað frá athöfninni og almenn-
um umræðum, sem stóðu þann dag
og á sunnudaginn. Nefndir störf-
uðu f gær, en f dag hefjast al-
mennar umræður að nýju, er málin
koma úr nefndum.
í gærkvöld hafði fslenzka sendi-
ráðið í Stokkhólmi boð inni fyrir
fslenzku fulltrúana og hóp hinna
sænsku þátttakenda, um 40 manns,
og voru sams konar veizlur þá
haldnar í öllum sendiráðum Norður
landa f Stokkhólmi.
Kristján —
Framh. af bls. 1
málum, hún hefur verið mjög
hagstæð fyrir okkur. Við áttum
mjög erfitt uppdráttar fyrst f
stað.
Ég minnist þess t. d. að árið
1953, þegar við vorum að hefja
þetta flug skorti okkur jafnvel
fé til þess að klassa upp Sky-
master DC-4. Þá er þess að
minnast, að norski útgerðar-
maðurinn Ludvig Braathen
veitti okkur mikilvægan stuðn-
ing og margskonar fyrirgreiðslu
á þessum erfiðu árum. Hins veg
ar fékk hann viðhald flugvél-
anna svo að báðir hafa grætt á
viðskiptunum.
— Hvenær fór þá að rofa til
í rekstrinum?
— Það var þegar við tókum
upp nýjar og stærri flugvélar
árið 1959. Skymasterflugvélarn
ar DC-4 voru ágætar vélar, en
dýrar í rekstri miðað við flutn-
ingagetu sem var 50-60 farþeg-
ar. Okkur hafði lengi langað til
að eignast flugvélar af tegund-
inni DC-6B, sem þá voru komn-
ar í notkun, en þær kostuðu
nýjar um 1,6 millj. dollara og
það var okkur þá algerlega ó-
viðráðanlegt.
En um 1959 gerðist það,
að þotu-flugvélarnar komu
skyndilega á markaðinn og olli
það því að DC-6B flugvélarnar
féllu skyndilega f verði um 1
milljón dollara. Keyptum við all
ar þær fimm DC-6B vélar, sem
við eigum nú á 550 — 600 þús.
dollara og er það geysihagstætt
verð. Þannig var það eins og ég
sagði, að við fylgdum með f
þróuninni og það erum við líka
að gera núna með kaupunum á
Canadair. i
I -3.nív. tts:K
Hafa fylgzt vel með.
— Er þá hægt að segja, að
það sé fyrir tilviljanir einar sem
uppgangur Loftleiða hefur orðið
slíkur?
— Það vil ég ekki segja. Það
hefur mjög mikla þýðingu,
hvað stjórn félagsins hefur ver-
ið samhent. Aðalatriðið er, að
við höfum fylgzt mjög vel með
öllu sem er að gerast í flug-
málunum og við höfum notað
öll tækifæri sem gefizt hafa. Og
svo verður að nefna sérstak-
lega eitt, að við höfum einbeitt
okkur að því að vinna upp
markað. Á þá hlið verður að
leggja mikla áherzlu. Sölumið-
stöðin hefur t.d. unnið upp
markað f Bandaríkjunum og við
höfum gert það sama, það ó-
venjulega er aðelns að það er
gert f fluglnu. Það er ekki sfður
þýðingarmikið að byggja þann
markað upp en fiskmarkaði. Við
höfum unnið að þessari kerfis-
bundnu markaðsöflun allan tfm-
an frá ’53. Við höfum samb. við
urmul af ferðaskrifstofum í
Bandarfkjunum og Evrópu og
fasta starfsmenn I stærstu borg
unum.
Stórt stökk.
— Þið áttuð orðið fimm DC-6
flugvélar. Þær hafa eftir þeim
tölum, sem þér gefið, kostað
samtals um 3 millj. dollara. En
finnst ykkur það ekki stórt
stökk að hoppa upp og fara upp
f 10 millj. dollara eða um 400
millj. króna.?
— Þvf er til að svara, að flug
ið er mjög fjárfrekt og stóru
flugfélögin velta ekki aðeins
hundruðum milljóna dollara,
heldur milljörðum. Af því að við
njótum trausts og höfum staðið
við allar skuldbindingar okkar,
þá verður okkur kleift að eign-
ast flugvélarnar. Auðvitað leggj
um við undir allar eignir okk-
ar, en eftir þvf sem getan og
traustið eykst, eftir því ráðumst
við í stærri verkefni. Við heyrð
um þær raddir, þegar SAS hóf
samkeppnina við okkur, aö
þetta væri vonlaust hjá okkur,
nú mættum við fara að draga
okkur út úr fluginu. En þetta
hefur aldrei hvarflað að pkkur.
Þörf íslendinga.
— En hvernig lfkuðu yður hin
frægu ummæli Hildreds á þeim
tfma, að Islendingar væru svo
fámennir, að þeir ættu ekki rétt
á að fljúga?
— Þessi ummæli voru að
sjálfsögðu endileysa. Það leiðlr
af legu lslands, að engin þjóð
hefur meiri þörf fyrir örar sam-
göngur til að rjúfa einangrun
og halda uppi viðskiptum við
aðrar þjóðir. Þess vegna má
ekki eingöngu miða við flutn-
ingaþörfina. Sá hluti farþega,
sem við tókum af Norðurlönd-
um er hverfandi lítill af flutn-
ingamagni SAS og SAS lifir
einnig á þvi að taka farþega frá
öðrum Iöndum, hjá þvl félagi
eru Skandinavamir hverfandi
lítill hluti farþeganna. Sama er
aö segja um brezka félagið
BOAC að 3/ hlutar farþeganna
eru frá öðrum löndum en Bret-
landi.
Svar til IATA?
— Er hægt að segja, að kaup
ykkar á Canadair flugvélunum,
sé svar við lækkun IATA á far-
gjöldum með þotum.
— Við hðfum áður lýst því
yfir, að við teljum fargjalda-
lækkun IATA á engan hátt
neina atlögu eða árás á okkur.
Þetta var aðeins liður 1 þróun
flugmálanna. En þvf er ekki að
neita, að það hefur haft áhrif
á okkur og átt sinn þátt f því,
að við ráðumst í kaupin á Can-
adair. Við hefðum ekki getað
lækkað fargjöldin til samræmis
með DC-6 flugvélunum, eins og
við höfum nú ákveðið. Fargjalda
lækkun okkar nú byggist fyrst
og fremst á þvf að reksturinn
verður hagkvæmari við komu
þessara nýju véla.
Hagkvæmasta vélin.
— Hvenær beindist athygli
ykkar fyrst að þessari flugvél-
artegund?
— Það er langt síðan, en
kannski sérstaklega slðustu 6
máhuðina. Við höfum haft marg
ar ölíkar flugvélategundir í huga
m.a. vorum við um tíma að
hugsa um að kaupa 4 þotur, en
hurfum frá þvf af vissum á-
stæðum. Við kaupum þessar
vélar af þvi að þær eru hag-
kvæmari í rékstri fyrir okkur
en allar aðrar vélar. Þær eru
t.d. 12% hagkvæmari en ef við
hefðum keypt þotur.
Flugið flyzt frá
Reykjavik.
— Og nú hefur þessi ákvörð-
un ykkar það f för með sér, að
þið hættið að nota Reykjavíkur
flugvöll. Teljið þér að það eigi
að leggja hann niður?
— Persónulega Ift ég svo á,
að það sé mjög illa farið, að
flugið flytjist frá Reykjavik,
einfaldlega vegna þess, að fyrir
borgarfélagið svarar flugvöllur-
inn til hafnar. Hitt skiptir engu
máli fyrir flugið, þótt fjarlægð
Framh. af bls. 16
ræðustigi. En þegar menn taka
sér fyrir hendur að reyna að eyði-
leggja framkvæmdir, sem eru
komnar vel á veg, og jafnvel að
sprengja listaverk f loft upp, þá
eru það hrein óþurftarverk, sem
engum geta gagnað og allir fyrir-
verða sig fyrir eftirá, samanber það
er myndastyttan í Reykjavfkurtjörn
var sprengd f loft upp hér fyrir
nokkrum árum,
Þannig fórust biskupi orð.
Skákþing
Reykjavíkur
Björn Þorsteinsson er nú efstur
á Skákþingi Reykjavíkur, en 5 um
ferðum er nú lokið á þinginu. Hann
hefur unnið alla sína keppinauta
og hefur því 5 vinninga.
Næstir honum koma þeir Gylfi
Magnússon, Baldur Pálmason,
Haukur Angantýsson, Jón Kristins-
son og Sigurður Jónsson.
Árnað heilla
Helga Guðný Bjarnadóttir, Múla-
koti á Síðu, er áttræð í dag.
Vignir Andrésson
sextugur
í dag er sextugur Vignir Andrés-
son, fþróttakennari og leiðtogi, en
hann hefur um árabil kennt og
þjálfað fþróttamenn, einkum þó
fimleikamenn. Auk bess hefur Vign
ir löngum verið leiðandi maður
í skólaíþróttum.
Alliance Francaise
Alliance Francaise heldur skemmtifund í kvöld
kl. 20.30 í Þjóðleikhúskjallaranum. Sendiherra
Frakka, Jean STRAUSS, flytur ávarp.
Sýnd verður stutt frönsk kvikmynd.
SAVANNA-tríóið skemmtir.
Dansað til kl. eitt.
Salir opnir matargestum frá kl. 19.30.
Stjómin.
Piltur — stúlka
Piltur eða stúlka, helzt vön, óskast nú þegar
til afgreiðslustarfa í kjörbúð. Sími 12112 kl.
6—7 í kvöld og næstu kvöld.
P ípulagningamenn
og nemar óskast strax.
Sími 21635.
t
Móðir okkar
MARGRÉT EINARSDÓTTIR,
Hverfisgötu 100A
andaðist á Landsspítalanum aðfaranótt 17. þ. m.
Halldóra Jóelsdóttir
Guðjón Kr. Jóelsson
Þorgeir Jóelsson
t
Við þökkum af einlægni samúðarkveðjur og alla
sæmd, sem minningu eiginmanns míns og föður okkar,
Ara Kristinssonar sýslumanns hefur verið sýnd.
Þorbjörg Þórhallsdóttir og böm.