Vísir - 18.02.1964, Side 16

Vísir - 18.02.1964, Side 16
Þriðjudagur 18. febrúar 1964 Varðarfundur Sjálfstæðisfólk! Munið Varð- arfundinn I kvöld kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Sveinn Bjömsson, verkfræðingur, for- stjóri IMSÍ, ræðir um: Samstarf í stað baráttu. — Ný stefna í fjármálum. Síðan verða frjálsar umræður- tm Biskup um útvurpserindið í gærkvöld: „Slíkur áróður verður uð teljust til skemmdurverku" Vísir átti í morgun tal við herra biskupinn, Sigurbjörn Einarsson, í tilefni af því að á þessu ári eru liðin 350 ár frá fæðingu séra Hall- gríms Péturssonar. Fæðingardagur hans er ókunnur, en biskupinn sagði að hann hefði valið fimmta sunnudag í föstu, bað er 15. næsta mán., til að vera almennan minn- ingardag séra Hallgríms á þessu ári. Kvaðst biskupinn hafa ritað prestum landsins og beðið þá að minnast séra Hallgríms Pétursson- ar í kirkjunum við guðsþjónustur þennan dag „með þakkargjörð til guðs fyrir hinn blessaða boðbera og fyrir ómetaniega leiðsögn hans um þriggja aida skeið“. ÚTVARPSERINDIÐ í GÆRKVÖLD I tilefni af þessum minningar- degi Hallgríms Péturssonar ræddi biskupinn um erindi það, sem hald- ið var um daginn og veginn í út- 'varpinu í gærkvöld og vikið þar að minningakirkju séra Hallgríms, Hallgrímskirkju á Skóla vörðuhæð. Um þann þátt erindis- ins, sem fjallaði um hana', sagði biskup: Þessi áróður er fyrir neðan allt menningarlegt velsæmi á þess’um vettvangi. Það er furðul., að menn skuli í útvarpinu geta afflutt með gífuryrðum stofnanir, sem er verið að reisa og jafn víðtæk samstaða er um og Hallgrímskirkju. Hall- grímskirkja er ekki lengur aðeins hugmynd, hún er á framkvæmda- stiginu, eða á því stigi að slíkur áróður verður að teljast til skemmdarverka, þar eð vitað er að ekki verður aftur snúið með bygginguna. Samstaðan um þessa kirkju er svo víðtæk, að þótt ein- stakir öfgamenn heimti að þeirra smekkur gildi og allir aðrir verði að beygja sig fyrir honum, þá ráða þeir ekki úrslitum. En þeir geta gert óleik og tafið fyrir verkinu, og það er aðeins til ills og engum til góðs. Hér á landi er jafnan mikið deilt um mannvirki, listaverk og lista- menn og skoðanir skiptar um ráð- hús, hótel og þar fram eftir göt- unum, og það er allt í lagi og sjálfsagt að setja fram mismunandi sjónarmið meðan málin eru á um- Framh. á bls. 6 í SÓLSKININU Það var heldur létt yfir fiestum borgarbúum í gær, þegar þeir spókuðu sig í sólskininu. Margir notuðu tækifærið og fengu sér smá göngutúr til þess að njóta enn betur þessarar einstæðu veð urbiíðú í febrúarmánuði. Mikill galsi komst í skólabörnin og öll leiksvæði iðuðu af æskufjöri. — Gamla fólkið vestur á Elliheim- ili kann einnig að notfæra sér veðurblíðuna. I gær voru flest- ir bekkirnir kringum Elliheimil- ið þétt setnir og notaði I. M., Ijósmyndari Vísis, þá tækifærið og smellti af þessum myndum. Efri rnyndin er tekin af nokkr- um gömlum hefðarkonum og körlum, þar sem þau sitja á bekk fyrir utan Elliheimilið og spjalia um daginn og veginn. Á neðri myndinni eru þær Fríður Bjarnadóttir og Anna Helga Þor- varðardóttir að virða fyrir sér vorblómin. LOFTLEIÐIR FL YTJA TIL KEFLA VlKUR I MAÍ Miklar breytingar ú hóteiinu í vændum í sambandi við kaupin á Canadair fiugvélunum munu Loftleiðir flytja alia sína flugþjónustu tii Keflavíkur. Um þessar mundir standa yfir samn ingaviðræður jjm að Loftleiðir taki að sér rekstur hótelsins á Keflavíkurflugvelli, og ráðgert er að gera gífur- legar breytingar á hótel- inu, til þess að bæta að- búnað og þjónustu við farþega. Loftleiðir hafa undanfarið haft þar syðra flugafgreiðslu og flugumsjón, ásamt skrifstofu. Með tilkomu hinna nýju flug- véla hyggst félagið flytja alla sína flugþjónustu suður eftir í maímánuði n.k. Loftleiðir munu þá taka við þeim hluta hótels- ins og veitingarsölunnar, sem Varnarliðið hefur haft með höndum. Að undanförnu hafa farið fram samningaviðræður um þetta mál, og búast má við að ekki líði langur tími þar til málið verði útkljáð. Þessar samningaviðræður eru milli Loftleiða og Varnarmálanefnd- ar annars vegar og Vamarmála- nefndar og yfirmanna Varnar- Framh, á bls. 6 r Islenzka sendirúðið kærði til lögreglunnar Páll Ásgeir Tryggvason, sendi- fulltrúi fslands f Stokkhólmi, staðfesti i viðtali við Vfsi í morg un, að eftir því sem bezt yrði sóð á þessu stigi ..álslns hefði verið gerð tih in til þess i brúðkaupsveizlu í Stokkhólmi í byrjun þessa mánaðar að ráða tvítuga fslenzka stúlku af dög- um. Kvað hann sendiráðið hafa kært þetta mál til sænsku lög- reglunnar og yrði það tekið fyr- ir innan skamms. Hafði 33 ára gamall sænskur verkfræðingur, sem bjó með þessari íslenzku stúlku, tekið fyrir kverkar henni úti á svölum og barið höfði hennar við handriðið með hót- unum um að deyða hana. Stúlk- unni tókst að hrópa á hjálp, en þá flýði verkfræðingurinn af hólmi og brúðkaupsgestirnir komu stúlkunpi til hjálpar. Páll Ásgeir Tryggvason taldi að þessi maður myndi tæpast vera heill á geðsmunum. Sendifulltrúinn sagði, að stúlk an, sem vinnur I verksmiðju í Stokkhólmi með fyrrnefndum verkfræðingi og var farin að búa með( honum, hafi eitthvað minnzt á líkamsárás við lögregl- una, skömmu eftir að þessir at- burðir gerðust. Meira hefði hún ekki að gert, svo að sendiráðinu hefði þótt öruggara, vegna henn ar sjálfrar og almannaöryggis, að kæra formlega. Hefði full- trúi frá sendiráðinu því farið með stúlkunni til lögreglunnar, þar sem hún hefði skýrt frá öll- um atvikum og árásarmaðurinn síðan verið handtekinn. Kom þá í Ijós að hann hafði áður hagað sér undarlega. Sendifulltrúinn sagði í viðtalinu, að Aftonbladet í Stokkhólmi hefði slegið þess- ari fregn upp og talið að mað- urinn hefði ráðizt á stúlkuna í afbrýðiskasti í brúðkaupsveizl- unni. Hér má skjóta því inn I, að brúðurin í þessari veizlu var ís- lenzk vinkona þeirrar tvítugu, sem með verkfræðingnum var, og var veizlan haldin í einka- íbúð. En við yfirheyrslu hins á- kærða þykir hafa komið f ljós, sem fyrr segir, að maðurinn sé ekki heill á geðsmunum, þótt afbrýðisemi kunni einnig að hafa komið til. Vín hafði og ver- ið haft um hönd í veizlunni og hinn ákærði drukkið töluvert. Sendiráð íslands í Stokkhólmi mun reyna að greiða götu hinn- ar íslenzku stúlku til Islands að réttarhöldunum afstöðnum, ef hún óskar þess.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.