Vísir - 04.03.1964, Síða 4

Vísir - 04.03.1964, Síða 4
4 i V1SIR . Miðvlkudag 4. marz 1964. ★ XTver hefur ekki heyrt getið Duke Ellingtons og hinnar óviðjafnanlegu hljómsveitar hans? hlfn kynslóð, og foreldra minna, eru aldar upp við sí- felldar skyndibreytingar og til- hlaup I svonefndri skemmtitón- list, þar sem „stjarna" kvölds- ins er fölnað og óendanlega g'amaldags fyrirbæri að morgni, þegar nýr dægursnillingur tek- ur við leiðsögunni. En Elling- ton hefur haldið velli í heimi jazz og skemmtitónlistar slðan um og fyrir 1925. Gengi hans hefur að vlsu ver- ið misjafnt, og stundum hefur virzt sem fansældir hans væru allt að þvl úr sögunni. En áður en varði, og oft þegar tæpast stóð, kom fram nýr og endur- bættur Ellington, með nýjan hittinn tón, sem enginn gat skellt við skollaeyrum. Ellington er sem sagt einn af örfáum „klassískum jazzmönnum", lista mðnnum sem hafa þróað og þekkur leiðtogi hennar, dagaði uppi á annars flokks skemmti- stöðum mið-vesturrfkja Ame- rfku. Ellington hefur sjálfur sagt, að ef ekki hefðu komið til tveir sérstæðir hljóðfærasnilling ar, þeir Bubber Miley (trompet) og Joe „Tricky Sam“ Nanton (básúna), sem hann kynntist um þetta leyti, sé ekki víst hverja stefnu tónlist hans hefði tekið. Þessir tveir voru óþreytandi uppfinningamenn nýrra tón- blæbrigða, og frumleiki og „rythmiskt" öryggi f solo-bygg- ingu Mileys er með slfkum ein- dæmum, að fátt er við að jafna nema til komi meistari Arm- strong, en hann lék einnig inn á sínar fyrstu plötur á þessum árum. í>að er reyndar alls ekki ofsögum sagt, að Miley beri uppi frægar plötur Ellingtons frá 1925, og sé hljómsveitin borin saman við beztu hljóm- sveitir þess tíma, King Oliver og Jelly Roll Morton og jafnvel fleiri, fellur hún skilyrðislaust I skuggann. En þar bærir þó á sér lífvæn- leg jazztilfinning á stöku stað, enda og þrátt fyrir allt ekki um lakari spilara en t.d. Prince Robinson og Sonny Greer að ræða, og f að minnsta kosti einu lagi (Choo Choo) kemur Elling- Duke EHington. og hljóðfalls, en er annars gefið nær ótakmarkað frelsi. Til þess að slík aðferð nægði til að skapa heillegt form, þurfti Ell- ington vitaskuld að þekkja sól- ista sína likt og pianisti sina tíu fingur. Skrifuð millispil og smáinnskot gegna þá þvf hlut- verki að tengja verk þeirra saman, og eru oft sérdeilis hittin og árangursrík. Eitt bezta dæmið um velheppnaða tón- smíð af þessu tagi er lagið Main Stem, þar sem sólóum Rex Stewart, Johnny Hodges, Ray Nance, Bigards, Nantons, Ben Websters og Lawrence Brown er raðað saman eins og perlum á band, þannig að hvergi ber á minnsta ofhlæði eða jafnvægis- Ieysi. jpiötur Ellingtons frá þessum árum hafa lengi verið ófá- anlegar. Hvort eitthvað af þeim er til I eigu Islenzkra manna, er heldur ólíklegt, þær voru eins og menn muna gerðar úr brotgjörnu efni, og jazz og dægurmúsík er oft leikin f sama umhverfi: drykkjupartý- um. RCA victor plötufirmað hefur reyndar hafið endurút- gáfu á hæggengum plötum, en hún vill ganga nokkuð seint, sem er næsta undarlegt þar sem eftirspurnin er tiltölulega Sá gamli góði ,.I)uke44 umskapað ákveðnar grundvall- arhugmyndir, án þess að skeyta hið minnsta um kröfur skemmt- anamarkaðsins. Hvort verk hans falla inn í ramma tízkunn- IE.S, ^r eða ekki, er helberum tilvilj- unum háð. Verksvið Ellingtons hefur alla tfð verið „big band jazz“, tónlist fyrir stóra jazzhljóm- sveit. Slíkar hljómsveitir má nú telja á fingrum annarrar hand- ar, en þær voru mjög í tízku og , góðu gengi á árunum fyrir síð- ustu heimsstyrjöld. Fjárhags- vandræði urðu þeim flestum að aldurtila, og leystust þær upp f smærri einingar, sem ekki þurftu jafnmikið til sín, og gátu tekið að sér verkefni á breið- ari, og þó sérstaklega ódýrari grundvelli. Til að fara ekki sömu leið, hefur hljómsveit Ellingtons alla tfð þurftaðgegna tvöföldu hlutverki. Hún er í aðra röndina listræn konsert- hljómsveit, sem leikur frumleg og þaulunnin hugverk, í hina dans, og leikhúshljómsveit sem lætur mönnum í té góðlátlega kvöldskemmtun án þess að gera kröfur til þess, að hennar sé minnzt stundinni lengur. Að þessu leyti má reyndar segja, að Ellington hafi komið tilmótsvið sveiflur skemmtanalffsins. En danshljómsveit hans hefur hins vegar aldrei fallið ofan f farveg gerviáhrifa og sölumennsku, aldrei tapað stefnu og virðuleika og oft má sjá í henni eins kon- ar tilraunastöð fyrir stórfelldari átök konserthljómsveitarinnar. k fyrstu plötum Eilingtons frá 1924, er tónlist sem f öllum grundvallaratriðum telst til danshljómsveitastíls þess tfma, aðeins fágaðri og betur leikin en þá almennt gerðist. Af þeim er vart hægt að draga þá ályktun að þar fari einn af melriháttar jazzmönnum ver- i aldarinnar, og hefði fáum ef- l laust komið á óvart þó þessi þokkalega hljómsveit og geð- ton fram sem snjallt tónskáld, og lofar góðu með býsna sér- kennilegum hljómagangi. Árið 1927 er úrslitaár á tón- listarferli Ellingtons. I New • York hafði verið stpfnaður nýr,. næturklúbbur — Cotton Club — og stóð til að fá hljómsveit King Oliver til að Ieika þar á sýningum. En Oliver hafði öðru að sinna, og sneru húsráðendur sér þá til Ellington, sem þáði boð þeirra fegins hendi. 1*J klúbbnum átti hann að sjá umj undirleik og „effekta" íj skemmtiatriðum, og gafst þar^ með tækifæri til að reyna ' verulega á hæfni sína við út-J setningu og sjálfstæðan tón-J skáldskap. Sú tónlist sem hann skrifaði fyrir sýningar í „Cotton“-klúbbnum varð undir- staða stíls hans sem tónskálds „stórra" hljómsveita. Þangað má rekja hið ramma leikhúss- andrúmsloft sem löngum hefur loðað við Ellington og er sízt fjarverandi í hans beztu verk- um, sbr. Ko Ko og Conserto for Coottie, sem eru frá árunum í kringum 1940. Sýningar í „Cotton“-klúbbn- um voru kostulegur barnaskap- ur, fullar af mannránum og ævintýralegri frumskógarvit- leysu. Heiti verka Ellingtons frá þessum árum bera þess skiljanlega merki, sbr. Jungle nights in Harlem o.s.frv. Kröfur um gróf og yfirþyrmandi áhrif, sem þarna voru sjálfsagðir hlutir, hefðu sem hægast getað gert út af við sköpunarþrá hvers meðal listamanns, þvl slíkt virðist oftast dæmt til dauðalegra endurtekninga og tilþrifa af ódýrustu tegund. Það gegnir því ei lítilli furðu, og sannar að sínu leyti yfirburði Ellingtons, að einmitt ofan á þetta byggir hann frjóan og sérkennilegan stíl, sem er ávallt samkvæmur sjálfum sér. A þessum árum lærði Elling- ton ótalmargt af eldri út- setjurum og hljómsveitarstjór- um. Hann fær aukið vald yfir hljómsetningu, og bygging lag- línu og hljómsveitarútsetningar verður öll eðlilegri og öruggari f höndum jaap*n£f,íjH&, athug- ,uni vinnubrögð-.hap? á. þessum tíma, og reyndar að sumu leyti æ síðan, sjáum við býsna sér- kennilegt tónskáld að verki. 1 hljómsveit hans í „Cotton“- klúbbnum voru nokkrir merki- legustu sólistar síns tíma, og það eru einmitt þeir sem eru þungamiðjan f hverju tónverka hans. í staðinn fyrir að fá þeim í hendur meira og minna fyrir- fram ákveðið efni, byggir hann oft langa tónbálka á væntanleg- um hugdettum þeirra, sem verða auðvitað að falla innan ramma ákveðins hljómagangs mikil. Þar ráða eflaust ýmis hagsmunasjónarmið, því jazz er eins og flest annað í heimi hér, orðinn spekúlasjón peninga manna, sem seint myndu taka áskoru Miles Davis um að „einn góðan veðurdag ættum við öll að koma saman, falla á hné, og þakka góða gamla „Duke“.“ Leifur Þórarinsson. Bætt úr saltskorti anna í vikulokin Þess má vænta, að bót verði ráð- in á saltskortinum í verstöðvunum fyrir næstu helgi. Tvö saltskip eru nú á leið til landsins og hið fyrra væntanlegt á morgun og mun þá verða bót ráðin á saltskortinum, sem nú er við að stríða, og án nokkurs vafa hefir sums staðar orðið til mikils baga, einkum f sumum verstöðvum á Suðumesj- um. Vísir átti tal við Harald Böðvars- son útgerðarmann á Akranesi og sagði hann H. Böðvarsson & Co. hafa átt nokkrar saltbirgðir og getað miðlað nokkuð, en salt skortur því ekki orðið til mikils baga yfirleitt á Akranesi, og líka væri hægt að hengja upp meira í bili. í viðtali við verkstjóra eins hrað frystihússins í Grindavík frétti blaðið, að saltskortur í Grindavík hefði orðið tilfinnanlegur „nú í hrotunni" en þar sem saltskip væru nú að koma, mundi úr ræt- ast — þorskinn kvað hann of væn- an til þess að hengja upp, — hann hentaði ekki til þess. Verkstjórinn kvað það mjög slæmt, er ekki næði saman, salt- laust mætti ekki verða á þessum tíma, en sjálfsagt hefðu óviðráðan legar ástæður orðið þess valdandi, að nú náði ekki saman. Samkv. viðtali við Geir Borg mun fyrra saltskipið koma til Keflavfkur f kvöld, en hitt til Reykjavíkur á morgun með um 2000 tonn, og svo koma saltskipin hvert af öðru. Blaðið spurði Geir Borg nánar um orsakir þess, að dráttur hefði orðið á saltflutning- unum og svaraði hann því á þessa leið: Desembermánuður er sá mán- uður, sem við notum til þess að birgja okkur upp undir vertfðina, en vegna verkfallanna í desember var ekki hægt að gera þetta eins og venjulega, og urðum við að hætta við að láta tvö saltskip koma sem búið var að semja um, vegna þess að þau hefðu komið á verk- fallstíma. Svo bættust við erfiðleikar við Miðjarðarhaf, aðallega af völdum veðurs, sem seinkað hafa svo til öll um skipum. verstöðv- Menn gera sér grein fyrir hvaða erfiðleika hefir verið við að strfða og skilja þetta. <$>----------------- Bannað að reykja í óætl- unarbílum Algert bann við reykingum ríkir nú í áætlunarbflum þeim frá bifreiðastöð Steindórs og sér leyfisstöðinni í Keflavík, sem eru f ferðum milli Reykjavikur Keflavíkur og Sandgerðis. Hér er ekki beint um nýmæli að ræða, því a ðreykingabann var fyrst sett i bflum þessum fynr einum 5 árum, en þvf var lítt framfylgt, og jafnvel aflétt á timabili. Nú er hins vegar meiningin að ganga fast eftir að bannið verði ekki brotið, og munu ökumenn áminna þá far- þega er það gera. Ekki hefur enn verið sett tilsvarandi bann á bíla þá sem eru i ferðum á austurleið, enda um mun lengri ferðir að ræða. Þó mun ætlunin að gera það einnig.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.