Vísir


Vísir - 04.03.1964, Qupperneq 5

Vísir - 04.03.1964, Qupperneq 5
5 VlSIR ii ii ii 11« i MiSv'kudag 4. marz 1964. íþróttir Franihald af bls. 2. sem var metjöfnun á án atrennu stökki Vilhjálms. í langstökki án atrennu setti ég líka Islands- met 3.38." — Og enn hefurðu bætt metið? „Já í sumar bætti ég metið í 2.06 í Noregi. Það var á móti sem haldið var eftir landskeppn ina í Álasundi. Það var haldið á velli sem er í 300 metra hæð uppi á fjalli fyrir ofan bæinn og grúfði þétt þoka yfir vellin- um. Það var einkennileg sjón að sjá hlauparana hverfa í þok- una og koma 1 Ijós nokkru síð- ar. Ég var sá eini, sem keppti i hástökkinu og brautin var mjög þung enda hafði rignt í 3 daga áður. 2.08 reyndist of mikið i þetta sinn.“ — Nú hef ég heyrt að þú sért á leið til Bandaríkjanna? „Já, á mánudaginn eða þriðju daginn held ég til San Frans- isko þar sem ég mun leggja stund á nám við bandarískan skóla og stunda íþróttir jafn- framt. Ég hygg mjög gott til glóðarinnar eins og gefur að skilja, því í Bandarfkjunum er aðstaða öll fyrsta flokks, hvort heldur er aðstaða til æfinga eða keppni. Veðrið, sem hefur verið mesti dragbíturinn I mínum ferli ætti ekki að vera til fyrir- stöðu fyrir vestan, og ekki sízt er um mikla keppni að ræða, og það er einmitt það sem ég hef ekki haft undanfarin ár. Vil ég þakka FRl mjög vel fyr- ir það hve vel sambandið hefur unnið að þessu máli og ekki síð- ur Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna. Vona ég að ég verði þess trausts verður, sem mér er sýnt og komi heim aftur að lokinni þessari 3ja mánaða dvöl með mikla reynslu og þekkingu, — og umfram allt stórum bætt- an árangur. — Hvert er þitt álit á íþrótt- um á Islandi í dag? „Mér finnst áberandi hve lítið almenningur iðkar íþróttir, sem ég tel að séu ekki aðeins fyrir afreksfólk, heldur eru þær al- menningseign og eiga að vera meðal til heilsubótar. Það sem stendur okkur fyrir þrifum er hin mikla og almenna vinna. Al- gengt er að börn og unglingar vinni myrkranna á milli og hafi ekki neinn frítíma til að sinna íþróttum eða öðrum tómstund- um. Hins vegar finnst mér að íþróttirnar á Islandi séu mjög að rétta úr kútnum. Sjáum bara unglingana, sem vinna stórgóð afrek á frjálsíþróttamótunum um þessar mundir. Haldi þetta unga fólk áfram held ég að við þurfum engu að kvíða, aðeins að það geti einbeitt sér að íþrótt inni, þá þarf engu að kvfða". mætum nú en f síðustu heims- styrjöld, sagði Djurhuus. Fær- eyskir sjómenn hættu lffi sfnu í styrjöldinni og voru um skeið hinir einu útlendingar, er fluttu fisk til Bretlands. Okkur var þá sagt, að það mundi aldrei gleymast og við trúðum þvf. En nú koma þakkirnar. Kveðjuathöfn á vegum bæjarstjórnar Akureyrar um Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi sem andaðist hinn 1. þ.m., fer fram í Akureyrarkirkju laugardaginn 7. þ.m. kl. 3 sfðdegis. Jarðsett verður að Möðruvöllum í Hörgárdal mánudaginn 9 þ.m. og hefst útförin með húskveðju í Fagraskógi kl. 2 síðdegis. Fjölskyldan Framh. af bls. 1 á okkur og þakkir fyrir síðast, sagði Djurhuus. En við munum svara með því að ieita nýrra markaða, annars staðar í Vest- ur-Evrópu og við tr’inum m.a. leggja aukna áherzlu á fram- leiðslu freðfisks. ÓLGA I FÆREYJUM. Djurhuus sagði, að mikil ólga væri f Færevium vegna gagnráðstafana Breta. Færey- ingar hefðu ekki búizt við svo hörðum ráðstöfunum og væri greinilegt, að þær hefðu orðið Færryingum mikil vonbrigði,un.íi hans, enda kæmi þar fram Sú Það eru aðrir Bretar.i er við r'S stéfná/ serti mörkuð hefði verið og frá henni yrði ekki hvikað. Samkvæmt þeim samningi | voru veittar takmarkaðar heim- ildir til veiða á milli 6 og 12 ntíina, en þær heimildir falla nú niður í næstu viku, þann 11. marz þvi þá eru liðin þrjú ár frá þvi samningurinn var gerð- ur. Ennfremur er rétt að minnast þess, sagði Davið, að i þeim samningi er vísað til ályktunar Alþingis frá 1959 varðandi rétt Islands til iandgrunnsins. i landhelgin — Framh. af bls. 1 lýst því yfir þegar fyrir ráð- stefnuna, að ekki kæmi til greina að breyta neitt ákvörð- unum um fiskveiðilandhelglna né samningum sem garðir hefðu verið og hefði fslenzka nefndin margsinnis ítrekað þetta og gert grein fyrir hinni sérstöku að- stöðu tslands. Taldi fiskimálastjóri, að mik- ill ávinningur hefði verið að þvi að fá tækifæri á þessari ráð- stefnu til að skýra enn einu sinni sjónarmið Islands og hefði oft komið gremilega fram, að þeir mættu fullum skilnirgi á þessu hjá fuiltrúum hinna þátt- tökuþjóðanna, m.a. í ræðu sem Peter Thomas aðstoðarutanrik- isráðherra Breta hefði flutt, þar sem hann sagði að ánægjulegt hefði verið að lslendingar hefðu tekið þátt i ráðstefttunni. Enn- fremur að vandamál Breta og íslendinga á sviði fiskveiðilög- sögunnar hefðu verið leyst með samningum frá 1961. Vildi Davíð Ólafsson fiski- málastjóri að lokum taka það fram, að samningurinn við Breta hefði mjög styrkt aðstöðu íslendinga á ráðstefnunni. Þeir hefðu hvað eftir annað vfsað til mv - i ÞAO KOSTAR AÐEINS **_ fcrónur !i! NEW YORK og ii! baka „0710 krónur fil LONDON og til baka * J5Z1 krónur iil GLASGOW og lil baka 0330 krónur lil KAUPMANNAHAFNAR og fil baka, en f þeirri fer! gefið þér komið viS f LONDON fyrlr aðeins 317 krónur fil viíbófar. Ef þér farií á heimssýninguna f NEW YORK méð þolum PAN AMERICAN, fekur það aðeins 5 fíma hvora leiS. Þolur PAN AMERICAN hafa allfal nóg rými fyrir vörur lif og frá íslandL Það koilar ekkerl aö lála okkur panla hólelherbergið. Allar nánari upplýsingar veila: PAN AMERICAN á íslandi Hafnarslræli 19 Simar 10275 og 11644 og íer5’skrifsfolurnar. MER ^^lUDrR APRlir-UAI OG SEPT.« OKT. (30DAGA FER! . ** Jt Fundur — Framh. af bls. 1 Agnar Kofoed Hansen tók undir þau ummæli f viðtali við Vísi á dögunum, hver svo sem útkoman kann að verða af öllum þessum fundahöldum og viðræðum. Vísir hafði tal af forstjóra Loftleiða í morgun, Alfreð Elíassyni, en hann kvaðst ekkert vilja láta hafa eftir sér að svo komnu máli. 30 ÞOS. BlLAR Bílafjöldlnn á íslandi nam 1. jan úar s. I. 29 224 bílum fyrlr utan bifhjól. Þessar upplýsingar gaf vegamála stjóri Vísi fyrir skemmstu og hef- ur bifreiðaaukning iandsmanna numið 14.7% frá næsta ári á und- an. Heildarskipulag miðbæjarins — Menntaskóli á Austurlandi Fundir voru í báðum þingdeild um f gær. Efri deild. Þar hafði Jón Þorsteinsson (A) framsögu af hálfu heilbrigðis- og félagsmálanefndar um lóða- kaup f Hveragerðishreppi, sem Helgi Bergs (F) flytur samkv. beiðni hrepps- nefndar. Segir þar m. a., að ríkissjóði sé heimilt að kaupa lóðir þar sem þannig er ástatt, að óhagstæð landamörk valda erfiðleikum við skipulag og nýtingu lóða. I greinargerð segir, að þar sem rikissjóður eigi mestallt land hreppsins, þá telur hreppsnefndin æskilegt, að hann kaupi þær spild ur, sem koma f veg fyrir nýtingu ríkislandsins. Er þetta allmikið hagsmunamál fyrir sveitafélagið, en hins vegar um óverulegar land stærðir að ræða. Nefndin varð öll sammála um frv. og var því síðan vísað til 3. umr. með einni breytingu, sem fiutt var að tilhlutan skipulags- stjóra. Þá átti að taka fyrir frv. um orlof, en þar sem flutningsmaður Björn Jónsson (Ab) var ekki mætt ur, varð að hætta við það. Neðri deild. Einar Olgeirsson (Ab) mælti fyrir frv. sínu um beildarskipulag Miðbæjarins í Reykjavík. Er hér um að ræð? að skipuleggir svæðið umhver' is Tjörnín" Gert er ráð f- ir, að komi? verði á laggirn- ar a. m. k. 25 manna nefnd, sem kjósi sér framkvæmdanefnd, eitt- hvað fámennari, sem félagsmála- ráðherra kveður nánar á um með reglugerð. Þessi nefnd skal eink- um skipta sér af þrem húsum, þ. e. alþingishúsi, stjórnarráðshúsi og ráðhúsi. Bannað er, eins og flm. komst að orði, að krukka nokkuð í menntaskólann, alþing- ishúsið, dómkirkjuna og stjórn- arráðshúsið. Á meðan þessi nefnd er að ■ störfum, er bannað að reisa var- anlegar byggingar á þessu svæði, en þó er gert ráð fyrir að ljúka megi þeim, sem þegar er byrjað á. — Þá sagði flm., að sér þætti það undarleg aðferð, að rífa niður þá hluti, sem hefðu að geyma ein- ’verjar sögulegar minjar. Við etum !)yggt allan skrattann, en við getum ekki skapað það aftur, sem búið er að rífa. Það verða aðeins ómerkilegar eftirlíkingar. Og það er ekkert, sem rekur á eftir okkur nú að rífa niður gaml- ar byggingar, þótt við ætum skinnhandritin okkar áður fyrr. Þá skýrði ræðumaður frá því, að þrjár nefndir væru nú starf- andi um alþingishús, stjórnarráð og ráðhús og þessar nefndir hefðu ekkert samstarf innbvrðis. Þetta ástand væri óþolandi, og tilgang- ur frv. væri að bæta úr því og varðveita hinn gamla Miðbæ, eyði 'eggja ekki eitthvað, sem ekki væri hægt að endurnýja. Að lok- um kvartaði hann yfir starfsemi nefndanna á Alþingi. Yfirleitt hlytu þingmannafrv. litla sem enga afgreiðslu, og þetta væri Alþingi til vansa. Það væri engin þingleg afgreiðsla á málum að iáta þau sofna í nefndum. Síðan var málinu vfsað til 2. umr. og allsherjarnefndar. Menntaskóli á Austurlandi. Eysteinn Jónsson (F) mælti fyrir frv., sem hann flytur ásamt öðrum þing- mönnum Aust- "rðinga, um lenntaskóla á T.iðum. Sagði ’ann, að eitt af ’kilyrðunum til nð byggð héld- ist sem viðast um Iandið væri það, að ríkis- valdið skapaði fólki sem jafnasta aðstöðu í sem flestum málum. Nú væru gagnfræðastigsnem- endur á Austurlandi 386. Alit þetta fólk verður að leita út fyrir fjórðunginn til áframhaldandi náms. Þá sagði hann, að hann áliti það rétta stefnu að koma sem fyrst upp menntaskólum f hverj- um fjórðungi. Málinu var siðan vísað til 2. umr. og menntamálanefndar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.