Vísir - 04.03.1964, Side 7
V1SIK . Miðv'kudag 4. marz 1964.
7
FJARSKIPTALÖGIN
Svar við athugasemd
'p’g þakka Gunnlaugi Briem
póst- og símamálastjóra fyr
ir stutt innlegg um fjarskipta-
lögin í Visi hinn 28. febrúar s.
1. í tilefni af greinarstúf mínum
í sama blaði 2 dögum áður. Það
skeður of oft, að forstjórar rík-
isstofnana þegja í hel gagnrýni
á stofnanir sínar og því var inn
legg Gunnlaugs vel þegið.
Greinarkorn þetta var að orð-
færi og innihaldi jafn auðskilið
og skilmerkilegt og hinn frægi
10. paragraff í III. kafla gjald-
skrár og reglna landssímans AU
ir handhafar símaskrárinnar
geta lesið þennan paragraff og
Iært af honum. Þá þakka ég
þær upplýsingar að merkjalagn-
ir, svo sem dyrabíöllur, hafi þeg
ar á árinu 1942 verið undan-
þegnar einkarétti ríkisins. Þetta
atriði hafði farið framhjá mér,
sennilega vegna þess að ég bjó
erlendis um það leyti.
Gunnlaugur Briem bendir rétti
lega á, að fjöldi annarra ríkja
hafi I lögum sínum svipaðan
einkarétt I fjarskiptamálum og
hér gildir. En það, sem gerir
gæfumuninn, er þetta: Veldur,
hver á heldur, þjónn eða drott-
inn. Ég ræddi í grein minni um
einkarétt ríkisins og fram-
kvæmd hans. Gunnlaugur Briem
staðfestir, að hann þurfi að hafa
þennan einkarétt til þess að
geta rækt skyldur sínar sem
póst- og símamálastjóri gagn-
vart alþjóðafjarskiptasamningn-
um etc. og þessum einkarétti
beitir hann eins og drottinn, oft
af litlum skilningi á þörfum ein-
staklinga og atvinnuvega. Það
er t. d. eins og póst- og síma-
málastjórnin eigi sjálf allar tíðn
ir í rafsegul-tlðnisviðinu og
skammti þær af náð til afnota,
en í Bandarlkjum Norður-Am-
erlku telur FCC þjóð sína eiga
þessar tíðnir og deilir þeim öll-
um út meðal þegnanna, svo þær
komi að sem beztum notum og
hverri þjónustuþörf sé fullnægt.
Nú spyr ég: Hvernig fara síma
stjórnir Norðurlanda, Þýzka-
Iands og Englands að því að
rækja eftirlitsskyldur slnar I
f jarskiptamálum og leyfa þó
þegnum þessara landa fullkomið
frjálsræði til þess að stunda iðn
að, innflutning og viðhald fjar-
skiptatækja og hluta til þeirra
innan ramma skynsamlegra
reglugerða og eftirlits. í öllum
þessum löndum eru mörg einka-
fyrirtæki, sem framleiða fjar-
skiptatæki allra tegunda I harðri
samkeppni og halda þannig verð
lagi niðri og póst- og símamála-
stjórnin á mikil viðskipti við
sum þessara fyrirtækja. En hér
á landi er íslenzka ríkið I oinka-
réttaraðstöðu að framleiða tal-
stöðvar á embættismennsku-
grundvelli, án nokkurrar sam;
keppni, nema tollverndaðs inn-
flutnings frá frændþjóðum okk-
ar. Hvenær hafa embættismenn,
sem eru á kafi I pappírsvinnu,
reglugerðum. og uppáskrift á
reikninga, fundið upp nokkuð
nýtt I fjarskiptamálum eða vís-
indum? Nei, það gerðu þeir Edi-
son og Marconi og við allt aðrar
reglugerðir en hér ríkja. Mér
er nær að halda, að ef allar
þjóðir byggju við sams konar
frelsi og við I fjarskiptamálum,
þá væri bara landssíminn alls
ekki til og þegnarnir notuðust
við sendiboða á tveim eða fjór-
um fótum eða merkjagjafir með
reyksúlum, eins og Indlánar.
Einhvern veginn hef ég fengið
þá hugmynd, að það sé eins og
löggjafarvald og stjórnendur
landsins líti á okkur þegnana
sem einhverja gallagripi, sem
ekki má trúa né treysta til ým-
issa vandasamra verka eða hluta
og þvl sé öruggast að banna
þessi verk eða hluti. Þannig virð
ist þetta vera I áfengismálum,
umferðarmálum, fjarskiptamál-
um og fjármálum. En einmitt
slíkt vantraust og sllk bönn eru
ekki I samræmi við eðli manns-
ins, allra sízt Islendingsins, og
því hefur þetta gert flesta ís-
lendinga, aðra en ómálga börn,
að lögbrjótum á ýmsum svið-
um, oft ekki stórvægilegum, en
lögbrot samt, og um leið gefið
hinum óæðri hvötum mannsins
næringu. Um afleiðingarnar les-
um við daglega í blöðum.
Ég hef oft veitt því athygli
með unga menn, að sýni maður
þeim traust og leggi maður þeim
nokkurn vanda á herðar, þá
vaxa þeir hið ytra og innra með
vanda hverjum og að ábyrgð og
áhuga á verkefnum sínum og
það er einmitt þetta, sem lög
og reglugerðir eiga að kalla
fram I brjósti hvers einstakl-
ings og um leið virðingu tyiir
lögunum sjálfum. Ég held að
enginn íslendingur sé fæddur
með þeim hvötum að viljabrjóta
lög, en lög og reglugerðir, Pins
og önnur mannanna verk, gcta
verið þannig, að þau mismur.i
þegnunum, sýni beim vantraust
eða séu alls ekki raunhæf, og
slík Iög bióða óhlýðninni og
þrjózkunni heim. Því geta þau
verið verri en engin lög.
Fjarskiptalögin eru vond idg.
Þau banna mér að stunda oað
fag, sem ég hef lært, nema ég
vinni hjá einum ákveðrmm
vinnuveitanda, sem einn má.
Þessi lög taka af mér itvinnu-
réttindi, sem verkfræðingar ann
arra verkfræðigreina hafa ó-
skertan hér á landi, og I þvi
er mér mismunað. Óbeint segja
þessi lög blákalt, að mér sé ekki
treystandi til þess að stunda
fag mitt, því ég ætli mér að
brjóta alþjóðareglur. Þessi lög
eru með dylgjur I minn garð
og það þoli ég ekki. Því mót-
mæli ég þessum lögum og kalla
þau ólög. Það er þetta, sem ég
bið póst- og símamálastjóra að
taka eftir og hæstvirt Alþingi
að leiðrétta.
Ég vil hér tilfæra glöggt dæmi
um mismunandi framkvæmd
fjarskiptalaga I Noregi og á ls-
landi. Ég annars vegar og Willy
Simonsen I Osló hins vegar luk-
um báðir verkfræðiprófum 1
sama fagi I Dresden 1940 og
1939. Að lokinni slðustu heims-
styrjöld hvarf Willy til Noregs
en ég til íslands. Nú er Willy
búinn að byggja upp heims-
þekkt stórfyrirtæki, SIMRAD,
og hefur m. a. selt ísiendingum
talstöðvar, dýptarmæla og asdic
tæki I Islenzka fiskibáta fyrir
um 200 milljónir Isl. króna. Ég
aftur á móti hef þvælzt milli
þriggja ríkisstofnana hér heima
og þegar ég loks komst I sér-
grein mína, þá þurfti verkfall
að binda endi á þann starfsfer-
il, einmitt fyrir stéttvísi Gunn-
Iaugs Briems. Reyni ég að vinna
fyrir mér sem sjálfstæður at-
vinnurekandi I fagi mínu, þá
bannar Gunnlaugur Briem það
einnig, allt I skjóli einkaréttar
rlkisins. Eina leiðin fyrir mig
virðist vera sú, að stunda verzl-
un með fjarskiptatæki, en líka
þar þarf ég að leita til Gunn-
laui Briems. Ég vil ekki láta
lesendur halda að ég sé kann-
ske eins fær verkfræðingur og
Willy Simonsen, en dæmi þetta
sýnir glögglega aðstöðumuninn
I lifsbaráttu okkar. Ég bið les-
endur blaðsins afsökunar á þvf
að ég skuli servera einkamál
mln þannig fyrir alþjóð, en ég
færi mér það til afsökunar, að
ég er að leita að svari við þvl,
hvort ég eigi tilverurétt I mlnu
eigin landi og ég hef þegar
reynt það, að þessi réttur er
ekki færður mér á silfurdiski.
Landssiminn hefur alla að-
stöðu til þess að vera óskabarn
þjóðarinnar, elskað og virt. Þó
hef ég tekið eftir þVÍ, að fjöldi
manna skoðar Landssfmann sem
persónulegan óvin sinn, þeir
eru sífellt á verði gagnvart þess
ari stofnun, eiga I útistöðum og
sffelldri baráttu við hana. Hvern
ig víkur þessu við? Ekki er
þetta þannig f öðrum þjðnustu-
greinum hins opinbera. Hér
hlýtur eitthvað að vera að.
Rvík, 1. marz 1964,
Stefán Bjamason verkfræðingur
Vilja gera 1. des.
að æskulýðsdegi
Bandalag æskulýðsfélaga Reykja
vikur hélt nýlega ársþing sitt í Þjóð
leikhúskjallaranum. Það telur nú 32
aðildarfélög og mættu þar um 40
fulltrúar.
Á þingi þessu ríkti mikill áhugi
um félagsmál, samtök og umbætur
I skemmtanal. unga fólksins I borg
inni, en þau mál hafa verið mjög í
molum.
málefni, sem mest voru rædd
og koma eiga til framkvæmda á
bessu ári voru þessi:
1) Halda skal nú þegar í vor
ráðstefnu um vandamál æskunnar
og Ieiðir til úrbóta og bjóða þangað
forráðamönnum fræðslu og félags-
mála.
2) Efnt verði til fjölmenns leið-
toganámskeiðs þegar á næsta
hausti þar sem skólafólki sé ætluð
sérstök þátttaka.
3) Gefin skal sem fyrst út hand-
hæg félagshandbók fyrir íslenzk
æskulýðssamtök. Væri þar sjálfsagt
að leita samstarfs við önnur æsku-
lýðssamtök t. d. Æ. S. í. og Æsku-
lýðsráð Reykjavíkur.
Skyldi slík bók hafa sem flestar
leiðbeiningar um skemmtikrafta og
skemmtiatriði, leiki, dansa og lista
menn, gildi þroskandi tómstunda-
starfs o fl.
4) Halda skal árlega sérstakan
æskulýðsdag, þar sem unga fólkið
annaðist sjálft leiksýningar, listsýn-
ingar, tónlist, danssýningar og alls
konar starfsemi, sem bezt sýndi
þroska þess og hugðarefni á hverj
um tíma. Enn fremur yrði þá sér-
stök íþróttakeppni, sem kennd yrði
við þennan dag, t. d. í handknatt-
leik og frjálsum íþróttum. Þetta
yrðu e. k. Olympíuleikar reyk-
vískrar æsku, þar sem hún sýndi
atgjörvi sitt til likama og sálar und
ir kjörorðinu:
„Fögur sál I hraustum likama“.
Þar yrðu verðlaun veitt fyrir þeztu
afrek I myndlist, tónlist, mælsku,
framsögn, íþróttum o.s.frv.
Helzt kom til orða að velja 1.
des. til þessa fagnaðardags æskunn
ar og gefa honum þannig aukið
gildi, sem minningardegi um ís-
lenzkt sjálfstæði og þjóðlega endur
reisn.
5) Rætt var um, að skólafélög
borgarinnar gengju tii samstarfs
um árlega skemmtun I Háskólabíói,
þar sem fram kæmi hið bezta, sem
sýnt er og gjört á árshátíðum skól
anna. Væri sllk skemmtun ólíkt
hollari og meira til menningarauka
en margt annað, og þar gæfist
foreldrum nemenda og öðru utan-
skólafólki, sem næst stendur, kost
ur á að sjá, hvernig félagslif skól-
anna þroskar nemendur.
RÍKID HAFNAR
KRÖFUM BSRB
FuIItrúar ríkisstjómarinnar hafa
nú lagt fram I Kjaradðmi gagnkröf-
ur sfnar varðandi laun oplnberra
starfsmanna. Krefst rikið þess i
fyrsta lagi, að Kjaradómur standi
óbreyttur, þ. e. kröfum BSRB um
' launahækkanir verði hafnað.
j Til vara gerir ríkið þær kröfur,
að ef einhverjar launahækkanir
verði dæmdar opinberum starfs-
mönnum nú, verði eftir- og nætur
vinnukaup hjá ríkisstarfsmönnum
lækkað til samræmis við það er
gerist á hinum almenna vinnumark-
aði.
í rökum ríkisins segir, að rikis-
starfsmenn hafi margvísleg hlunn-
indi fram yfir launþega á almenn-
um vinnumarkaði t.d. hafi I kjara-
dómi verkfræðinga verið reiknað
með. að hlunnindi þeirra samsvari
11% kauphækkun. Rfkisstarfsmenn
hafi lífeyrissjóðsréttindi, aldurs-
hækkanir. njóti meira atvinnuörygg
is en aðrir Iaunþegar o. s. frv. Beri
að taka tillit til alls þess f sambandi
við launamál opinberra starfs-
manna.
0 Aukin þjóðarfram-
leiðsla.
Um það geta vfst allir verið
sammála hvar í flokki sem
þeir standa, að leiðin til
bættra lífskjara er aukin þjóð-
arframleiðsla. Það liggur Ifka
í hlutarins eðli. Því meiri verð
mæti sem þjóðin framleiðir,
þvf meira kemur til skiptanna
I hlut hvers og eins þegns.
Þess vegna er það eina raun-
hæfa kjarabótin þegar til
lengdar lætur, að auka þjóð-
arframleiðsluna sem mest.
Kauphækkanir sem eru í
röngu hlutfalli við aukningu
hennar eru aðeins til verð-
bólgumyndunar í þjóðfélag-
inu. Á bak við þær liggur ekki
raunhæf verðmætaaukning í
þjóðfélaginu. Þetta er stað-
reynd, sem allar þjóðir vita.
en það eru ekki allar þjóðir
sem fara eftir þessu. Ná-
grannaþjóðir okkar hækka
launin um 3-4% á ári. Það er
sú tala sem svarar til aukinn
ar árlegrar þjóðarframleiðslu.
Þá virkar kauphækkunin
ekki verðbólgumyndandi. Hún
verður með öðrum orðum
raunhæf. Launþeginn fær 3-
4% meira af vörum og þjón-
ustu fyrir kaupið sitt. Hér á
iandi er öðrum reglum fylgt.
Launþegamir fá allt að 30%
kauphækkun á einu ári, þótt
þjóðarframleiðslan aukist ekki
nema um 4%. Allir vita hver
afleiðingin er, hve mikil kjara
bót það er I raun og sann-
leika. Um það þarf ekki að
fjölyrða.
% Samdráttur undir
vinstri stjóm.
Á árum vinstri stjórnarinn-
ar 1957 og 1958 nam aukning
þjóðarframleiðslunnar 8,1%.
En með ráðleysi slnu veikti
vinstri stjómin svo grundvöll
framleiðslunnar að aukningin
1959 nam aðeins 1.8%. Ólíkt
varð ástandið eftir að viðreisn
arstjómin tók við völdum. Ár
ið 1962, síðasta árið sem töl
ur era til um, nam aukningin
hins vegar 5% og 3% hvort
árið á undan fyrir sig. Þessar
tölur sýna, að viðreisnarstjórn
in styrkti mjög grandvöll fram
leiðsluatvinnuveganna með af-
námi hafta og uppbótakerfis-
ins, myndun öflugra gjaldeyris
sjóða og með greiðslujöfnuði
við útlönd.
% Verkefni næstu
ára.
Það hlýtur að vera stærsta
verkefnið 1 efnahagsmálum á
næstu árum að auka enn þjóð-
árframleiðsluna. Aldrei hefur
verið flutt meira inn af nýjum
atvinnutækjum en einmitt slð
ustu árin, á tímum viðreisnar
innar. Þau tæki munu mala
gull þegar þau komast öll í
gagnið. En einu má samt ekkj
gleyma. Það er ekki nóg að
eiga góð tæki ef þau standa í
foræði og dýi verðbólgu og
ofþenslu. Það þarf að ná jafn
vægi aftur til þess að unnt sé
að nýta þá möguleika sem
þjóðin hefur skapað sér.
■no