Vísir - 04.03.1964, Side 15

Vísir - 04.03.1964, Side 15
V í S IR . Miðv'kudag 4. marz 1964. 75 — Nei, þú gleymir þeim, sem alræmdastur er. - Nú? — Það er veitingastofan „Grýt an“ við Hörpugötu, en við skul um nú fara í Rauða köttinn. Er þangað korn voru þar auðir stólar, enda morgunverðartím- inn nýliðinn og „absinthtíminn“ ekki byrjaður. Gestgjafinn var því hininlifandi, er hann sá við- skiptavinina tvo, og gekk í móti þeim með sínu elskulegasta brosi og spurði þá hvers þeir óskuðu, — og vonandi væri ekki neitt „alvarlegt á seyði“. Hann vissi nefnilega vel hvert starf þeir höfðu með höndum. - Komdu með öl, gamli, og svo þurfum við að fá upplýsing- ar hjá þér. Vertu ósmeykur, - við komum þér ekki í neinn vanda. - Auðvitað svara ég fúslega fyrirspurnum ykkar. - Já, sagði Ljósormurinn, þeg ar hann var farinn að bragða á ölinu, segðu mér, er meðal hinna ágætu viðskiptavina þinna einn, sem ber hið glæsilega nafn Osc ar Rigault? — Auknefndur Rigolo. Auð- vitað þekki ég hann. Það lifnaði yfir félögunum, en gestgjafinn hélt áfram: - Hann hvarf gersamlega um tíma og ég vissi ekkert hvað var orðið af, honum, en svo skaut hann allt í einu upp kollinum, — það var fyrir tveimur dögum, og hann kvaðst vera að koma frá Marseille. — Já, einmitt það. Kemur hann hingað í kvöld? — Ekki get ég sagt um það. Hann slóst í lag með Baunastöng inni — sem þið kannizt vel við. - Að minnsta kosti ég, sagði Fýrspýtan. Og er hann kannski horfinn aftur? — Ég hefi að minnsta kosti hvorugan séð síðan. - Skyldi Oscar þessi vera bú inn að fá atvinnu? - Það held ég varla. Og hann sagðist ekki hafa haft heppnina með sér í Afríku. Þar kvaðst hann hafa verið í þrjú ár. - Það getur nú vel verið lygi, sagði Ljósormurinn. Hvert skyldu þessir fuglar annars hafa flogið? — Hver veit? Slíkir skrifa ekki næsta áfangastað á pappírsmiða, svo að maður geti vísað á þá. — En ef þér fréttið til þeirra verðið þér að gera rannsóknar- lögregiunni aðvart. — Það skal ég gera. — Jæja, við förum þá í Þrílitu lugtina, sagði Ljósormurinn svo við félaga sinn. en gestgjafinn sagði að skilnaði: — Reiðið ykkur á mig! Það var ekki vegna þess, að Oscar og Baunastöngin hefðu flutt í annað hverfi, að þeir fóru úr Rauða kettinum, en þaðan voru þeir nú farnir. Oscar Rig- ault hafði selt hringinn, sem hann hafði fundið í ferðatösku Berniers, og það var gestgjafinn, jsem keypti hann af honum fyrir 600 franka, en hann hafði hugs- að sem svo: — Nú er mér óhætt í bili — og nú liggur næst fyrT að finna ..stóru systur“. Og svo fóru þeir af einni knæp unni á aðra. hann og Baunastöng in — í alla þá staði, þar sem beir gátu gert sér vonir um, að finna hapa. — Hún hlýtur að eiga heima hinum megin við Signu — hún hefir verið orðin leið á að búa hérna megin. sagði Baunastöng- in, er leitin bar engan árangur. Og á hverri nóttu voru þeir orðn ir augafullir undir mófgun. Sváfu svo allan daginn. En Osc ar var staðráðinn í að halda á- fram leitinni meðan hann ætti eyri eftir. — Þá getur hún liðsinnt mér — fyrst hún hefir dottið í lukku pottinn, sagði hann. Meðal kránna sem þeir komu |í var Grýtan í Hörpugötu. Þegar komið er inn í Grýtuna er þar, þótt furðulegt kynni að þykja, allt svo hreinlegt, að fá- jtítt er um veitingastaði, sem jhafa illt orð á sér. En það er ekki allt gull sem glóir. Úr af- greiðslusalnum er gengið út í löng og þröng göng og úr þeim niður í kjallara, um vindustiga. í daufri skímu gasljósa má sjá, að þarna er allt hólfað niður, og úr honum innangengt í aðrar kjallaraholur, en þessir undir- heimar voru kjallari mikillar 16. aldar byggingar, og voru þarna hingað og þangað gildir stein- stöplar. Þarna, í þessari sann- kölluðu svínastíu, var samkomu staður versta glæpahyskis borg- arinnar. Og þarna sátu við borð þeir Oscar Rigault og Bauna- stöngin og tveir eða þrír skugga legir náungar. Fjölmennt var þarna og skvaldur mikið og margir spiluðu á spil um peninga og voru alldrukknir orðnir, og í þeirra hópi var Oscar Rigault og félagi hans. Þeir' félagar, Ljósormurinn og Fýrspýtan, lögðu leið sína niður í undirheima þessa. Var klukkan þá um níu. Oscar Rigault og Baunastöng in höfðu gætt sér á kalkún og rauðvíni og fengið sér svo eitt hvað sterkara. Nú vildi svo til, að Oscar fékk grun um, að einn við borð hans hefði rangt við — og brást reiður við og á svip- stundu logaði allt í slagsmálum. Gripið var til rýtinga. Bauna- stöngin fékk hnífsstungu í brjóst I ið og hneig niður, unnusta eins, j sem var þátttakandi í slagnum, fékk sár á handlegg og rak upp j skerandi vein, og nú jókst háv- aðinn um allan helming, fætur voru rifrnr undan stólnum og not aðir sem barefli, og sitt af hverju, sem enginn vissi deili á flaug um loftið og hlutu marg- 1 ir höfuðrnéiðsli. Oscar átti! Vök að veriast, en varðist drengilega, og beitti ekki hnífnum, lét sér nægja að beita hnefunum og gefa andstæðingunum laglegustu j glóðaraugu eða keyra hnefann í jandlit þeirra svo þeim blæddu i nasir. Og allt í einu var hrópað: | Lögreglan! Leynilögreglumennirnir höfðu kvatt hana til svo lítið bar á. Það voru nokkrir einkennis- klæddir lögregluþjónar sem inn komu og nokkrir, sem ekki voru í einkennisbúningum. En nú sneru slagsmálahundarnir bök- um saman og snerust gegn lög reglunni. Flogný - Fýrspýtan - þreif til skambyssu sinnar og hleypti af og andstæðingur hans hné niður. Ljósormurinn var ekki vopnaður, en hann tók mann þann, sem ráðizt hafði gegn honum og lyfti honum upp með annarri hendi sem væri hann smákrakki, en með hinni greip hann í hálsmálið á Oscar Rigault, sem hafði tekið sér stöðu við hlið hans, glaður yf r að fá tækifæri til þess að bjarga sér úr bardaganum, en Casene- j uve vissi vart hverjir voru hon- um vinveittar og hverjir fjendur Þegar lögreglumennirnir gripu, til skambyssnanna, greip ótti j hina óðu slagsmálahunda og j voru þeir nú jafn bljúgir og þeir áður voru heiftugir. — Standið kyrrir í sömu spor- um, kallaði Ljósormurinn, sá, sem hreyfir sig fær kúlu í haus-; inn. Enginn þorði að hreyfa sig úr sporunum og nú kom nýr hópur lögreglumanna til aðstoð- ar þeim sem fyrir voru. — Sleppið mér, sleppið mér, þér eruð að kyrkja mig, stundi Oscar Rigault nú upp og Ljós- ormurinn linaði takið. - Ég hefi ekki gert neinum neitt, sagði Oscar og neri á sér hálsinn, þeir ætluðu að drepa mig. Hann dró andann djúpt. Svo benti hann á vin sinn Bauna- stöngina, sem lá í blóði sínu á gólfinu. - Þeir hafa sært vin minn en ef þið hefðuð ekki komið, þá hefðum við látið þá fá fyrir ferð ina. - Já, stundi Baunastöngin upp, þá hefðum við Oscar Ri- gault velgt þeim undir uggum. Ljósormurinn og Fýrspýtan litu hvor á annan sigri hrósandi Við seljum: I Singer Vogue ’63 Volkswagen ’63, ’62, ’61 og ’60. N.S.U. Prins ’64. Opel Caravan ’60 Mersedes Benz 180 ’58 De Soto Diplomat ’55 Austin Gypsy ’63 Látið bílinn standa hjá okkur og hann selst. GAMLA BILASALAN KOJ 15812?0< RAUÐARÁ l!U SKÚLAGATA 55 — SÍMI15S12 T A R Z A N Skömmu síðar kemur dr. Dom- inie út úr skálanum. Tarzan, kall ar hann. Ég er búinn að rann- saka hana. Tarzan kemur til hans Ég vona að það sé ekkert alvar- legt læknir. Ég er hræddur um X HOPE IT’5 OPTIMISTIC, Y IJO! VEW PESSIMIfTlcO i POCTOK ROMINIE! SYHSK NERVES ARE PEAPK K> SELOW HEU PELVIS. ' THEEE'S JUST A CHAMCE SURGEKy MAY HELP . HEK, IP SHE HASTEWS BACK. HOME! THESE'3 NO KNOWW MEVtCIME FOP. PEAP NEEVES! POCTOR. POMINIE SAVS ONLY j KNIFE-CUTTINS MAV HEl -7 HEJC, MOMBAI! )-l IMAKE HEK. t■ ysTZONGm vv 4gg& (KNIrE-CUTTI KALTAKZAN! K.N1EE- CUTTING NO GOOP! LESS • . WITHOUT ] CUTTINS! að svo sé samt, svarar læknirinn þungbúinn. Taugarnar eru dauð ar fyrir neðan mjaðmargrindina. Það er örlítil von um að henni batni, ef farið er með hana heim í skyndi og hún skorin upp. Það er ekki vitað um neina læknisað gerð sem getur lífgað við dauðar taugar. Tarzan gengur þungbú- inn til hins innfædda vinar síns. Dr. Dominie segir að það sé ekki hægt að bjarga henni nema skera hana, segir hann. Vitleysa, svar ar hinn. Það er ekkert gagn í þvi að skera. Ég skal gera hana heil brigða án þess. 4 herb. íbúð við Melabraut. 4 herb. íbúð við Kirkjuteig. 4ra herb. íbúð við Löngufit 5 herb íbúð við Grænuhlíð, stór bílskúr. 6 herb. íbúð í Norðurmýri ásamt 2 herb. í risi. 5 og 6 herb. íbúðir í smíðum i Kópa vogi seljast fokheldar. Sérverzlun í fullum gangi við Hraunteig. Höfum kaup- endur að 2 herb. íbúðum viðs vegar um borgina. Fullbún- um eða í smíðum. 3—4 herb. íbúðir í Vesturborginni, Norð urmýri og víðar. 6 — 7 herb. íbúðum á góð- um stöðum fullbúum eða I smíðum. Um mikla útborgun að ræða. JÓN iNGIMARSSON iögmaður HAFNARSTRÆTI 4 SífWi 20788 sölumaður: Sigurgeir Magnússon v/Miklatorg Sími 2 3136 Fcsnný ienonýs simi 16738 VATTERAÐAR NÆLONÚLPUR Miklatorgl

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.