Vísir - 07.03.1964, Síða 5
VÍSIR . Laugardagur 7.'marz 1964,
5
i
Drengirnir l'ógðu fram 25 aura hver til oð
I
kaupa fótknóttinn og fengu hann meb afborgunum
Þrír KR-bræður í sama landsliðinu. Gunnar, Bjarni og Hörður Felixsynir, sem allir voru í Iandsliði
Islands f fyrrasumar.
Hið glæsilega KR heimili
við Kaplaskjólsveg.
Kari Jóhannsson bezíi handknattleiksmaður KR um árabil.
KR var stofnað um einn bolta
Fyrir 65 árum slógu
nokkrir ungir Vestur-
bæingar sér saman um
kaup á Ieðurknetti, sem
þeir síðan notuðu til að
æfa með knattspymu,
sem þá var nýr leikur
hér en mjög vinsæll er-
lendis og barst hingað
með skozkum prentara.
Þessi leðurknöttur, sem
var keyptur eftir fund-
inn í Verzluninni Manch
ester sem eitt sinn var í
Aðalstræti hefur þróazt
og orðið að langstærsta
íþróttafélagi landsins,
félagi, sem býður upp á
fullkomin íþróttamann-
virki og hina ákjósan-
legustu aðstöðu.
Ekki ar fyllilega vitað hvenær
KR var stofnað. Það mun hafa
gerzt einhvem tima í marz-
mánuði og lagði þá hver stofn-
enda um sig fram 25 aura til
kaupa á fótknetti, en sá knöttur
fékkst að Iokum með afborgun-
um og Fótboltafélag Reykjavík-
ur var þar með búið að setja á
Iaggirnar starfsemi sína. Ein-
kemnlspeysur gátu piltarnir ekki
keypt því þær voru of dýrar og
þeim og fjölskyldum þeirra um
megn.
Fótboltafélag Reykjavíkur
hélt áfram að starfa og var
heppið með stjómendur, enda
var þá ekki síður en nú og enn
frekar, mjög erfitt að halda fé-
lagsstarfsemi sem þessari áfram
Félagið tók þátt í fyrsta íslands
mótinu og eflaust hefur sigur
liðsins í mótinu orðið talsverð
uppörvun í jjeirri baráttu sem
það átti við að etja. Þetta fyrsta
íslandsmót var 1912 en þá vom
Vestmannaeyingar og Fram
einnig meðal þátttakenda.
Fjárhagur félagsins batnaði
með árunum og yfirleitt gekk
Nokkrir af hinum sigursælu KR-ingum í frjálsum íþróttum 1963. Efri röð frá vinstri: Ólafur Guð-
mundsson, Einar Gíslason, Valbjörn Þorláksson, Guðmundur Guðmundsson, Úlfar Teitsson, Einar
Frímannsson, Þorvaldur Jónasson. Neðri röð frá vinstri: Halldór Jóhannesson, Valur Guðmundsson,
Halldóra Helgadóttir, Agnar Leví, Kristleifur Guðbjörnsson, Halldór Guðbjörnsson.
liðum félagsins mjög vel á
knattspyrnuvellinum. Fleiri
fþróttagreinar tók félagið upp
þegar Kristján L. Gestsson varð
formaður 1923 og þá er talið að
mikil framfaraspor hafi verið
stigin f félagsstarfinu. Frjáls
íþróttir og skíði voru m. a.
tekin upp í félagsstarfið og
sund var mikið iðkað af KR-
ingum. Á dögum Kristjáns var
Báran einnig keypt og hún gerð
að fþróttahúsi. Var þar mikið
Grettistak fyrir fátækt féln£
að eignast það hús. Kristjáu
Gestsson vildi færa út kvíaraar
og 10 árum eftir kaup Bárunn-
ar hafði hann fullan hug á að
kaupa betra hús. Með honum
störfuðu mikið þeir Erlendur
Ó. Pétursson og Guðmundur
Ólafsson og höfðu þessir þrfr
að mestu forystu f félaginu.
Erlendur Ó. Pétursson tók
við formennsku f KR 1931 og
varð hann einhver vinsælasti
fþróttaleiðtogi, sem ísland hefur
átt, að öðrum ólöstuðum. Er-
lendur var formaður KR til
dauðadags, nema hvað Guð-
mundur heitinn Ólafsson hafði
á hendi formennsku 1933—
1935. Erlendur stýrði félaginu
því á mestu velgengnisárun-
um, en á þvf tfmabili eignaðist
félagið meðal annars hin glæsi-
legu fþróttasvæöi sín við
Kaplaskjólsveg. Erlendur lézt
1958, ári áður en KR átti 60
ára afmælið.
Framh. á bls. 6