Vísir - 09.03.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 09.03.1964, Blaðsíða 3
V í SIR . Mánudagur 9. marz 1964, 3 Minningarathöfn á Akureyri Minningarathöfnin á Akur- eyri um Davíð Stefánsson var há tíðleg stund, hún var stund Iotn ingar fyrir hinum mikla meist- ara, sem með Ijóðum sínum söng sig inn í hjörtu (slenzku þjóðarinnar. Menn minntust þeirra unaðsstunda, sem ljóð hans hafa gefið þeim, Ijóða, sem hafa verið tákn og vakning vorr ar aldar, ljóð sem hafa fengið samhljóm við tilfinningar, ást og sorg þjóðarinnar. Myndsjá birtir f dag fáeinar myndir frá minningarathöfninni Stóra myndin sýnir heiðursvörð menntaskólanema inn með Eyr- arlandsvegi, þéttskipaðar raðir ungs fólks, sem var að kveðja skáldið sitt. Milli þessara raða ók vagninn með kistu skáldsins. 1 baksýn glampar Pollurinn, — Eyjafjörður spegilsléttur. Veðrið var sumarveður þótt á Góu væri Á hinum myndunum sézt er fulltrúar úr Bæjarstjórn Akur- eyrar bera kistu skáldsins úr kirkju. Og loks mynd af „heim komunni“ eftir langa lífsleið. Kista skáldsins er borin í bæ að Fagraskógi, ættarsetrinu, fæðingarstaðnum við Eyjafjörð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.