Vísir - 09.03.1964, Blaðsíða 12

Vísir - 09.03.1964, Blaðsíða 12
VISIR Mánudagur 9: marz 1964. SMYGL í DRANGAIÖKLE ViB leit í m.s. Drangajökli, sem kom t'l Reykjavikur s.I. föstu- dag fannst töluvert magn af á- fengi og vindltngum í skipinu. Mikil leit varð gerð í skipinu og fannst smyglvamingurinn einkum í botntanka í vélarrúmi og milli þilja. Það var s.I. laugar- dag, sem mestur hluti smyglsins fannst, en enginn eigandi hefur gefið sig fram. Alls hafa fundizt 132 flöskur af áfengi og 94 þús. vindlingar. Einkum var hér um að ræða .Gin og amerískt Vodka. Eins og fyrr segir kom Drangajökull til Reykjavíkur sl. föstudag. Var þá strax gerð m:kil leit í skip- inu en megnið af smyglinu fannst ekki fyrr en á laugardag. Þá fundust 24 flöskur af á- fengi i útlendu skipi, sem kom með saltfarm til Ólafsvíkur. Það voru tollverðir frá Akranesi og Borgamesi sem fundu áfengið þar sem það var falið í saltfarm- inum. Fyrirlesfur i um þjódfélagsmúl NJc. þriðjudag 10. marz mun | Sigurður Lfndal fulltrúi borg- j ardómara flytja erindi á vegum Hcimdallar um löggjafarvaldið. Mun Sigurður gera grein fyrir { kosningum til þjóðþinga í i nokkrum löndum, svo og gera j samanburð á lagasetningarhætti ! £ þessum löndum og lýsa mun- inum á löggjafarsamkundum í einni og tveimur deildum. Er- j indi Sigurðar er þriðji fyrir- lesturinn af sex um þjóðfélags- mál, sem Heimdallur beitir sér ! fyrir-___________________ Á þessari símsendu mynd sækir Guðjón Jónsson að Svíanum Hans Collin, en aftar á myndinni má sjá Karl Jóhann sson og Sigurð Einarsson „dansa“ á línunni. jjp ' j ' V ■' y-í WÍ Island vann Svíþjéð 12:10 ísland vann Svíþjóð öllum á óvænt í lands- leik í handknattleik á Heimsmeistarakeppn- inni í Bratislava í Tékkó- slóvakíu. í einkaskeyti til Vísis frá Ceteka-fréttastofunni segir: „Leikurinn hófst með fjörugri sókn íslands, sem leiddi eftir 8 mínútur með 4:1. Leikurinn var frá upphafi mjög góður af beggja hálfu, leikurinn all- ur í úrvalsflokki enda þótt hraðinn væri ekki mikill, en sendingar mjög kröftugar og langar. Leikni íslendinga kom Svíum mjög á óvart og setti þá út af laginu. í seinni hálf- leik hafði óprúðmannleg fram koma Ingólfs Óskarssonar og harður leikur Gunnlaugs Hjálmarssonar nær eyðilagt sigur íslands, en þeim var vís- að út báðum í einu, en Svíar gátu ekki neytt þessa afls- munar. Það var einkum Hjalti Einarsson, sem átti þennan óvænta sigur gegn Svíum, en mjög góðir voru Ingólfur, Hörður og Gunnlaugur. Ingólf ur skoraði 5 mörk, Hörður og Gunnlaugur 3 en Öm Hall- steinss. 1. Fyrir Svía skoruðu Jarleníus og Jönsson og Ned- vall 2 hver, Almquist, Kárr- ström, Akervall og Carlsson eitt hver. Góður dómari var Nilson frá Noregi“. Nánar er sagt frá leiknum á íþróttasíðu, m. a. þeirri spá eins af sérfræðingum hand- knattleiksins að ekkert lið fái staðizt „hringekjuleikaðferð" íslendinganna. Hefur játað á sig 17 stórínnbrot Um helgina handtók rann- sóknarlögreglan þrjá innbrots- þjófa, sem komið hafa mjög við sögu undanfarnar vikur og staðið hafa að flestum eða öll- urn stórinnbrotunum og spell- virkjunum sem skýrt hefur ver ið frá í blöðunum að undan- förnu. Það er einkum einn þessara verið hefir fulltrúi félagsins f Osló. Skrifstofa Flugfélagsins í Hamborg var lögð niður um ára- mótin, þar eð hentugra þykir að láta farþega til Norður-Þýzkalands i fara um Kaupmannahöfn. Skarp- | héðinn Árnason, sem veitti henni forstöðu, flyzt nú til Oslóar og j tekur við skrifstofunni þar. Einar j Helgason, sem verið hefur flug- stöðvarstjóri í Glasgow kemur heim og tekur við stöðvarstjóra- starfi, sem er nýtt starf hér heima, en Ólafur Jónsson tekur við hans ! starfi i Glasgow. skipti, og þá sinn f hvoru lagi, verið með honum í innbrotun- um. Vafasamt að annar þeirra hafi verið með honum nema einu sinni, en annars er rann- sókn málsins aðeins á byrjunar- stigi. Þessir náungar hafa verið at- hafnasamir allt fram á síðustu stund og síðustu innbrotin voru framin f fyrrinótt, fyrst inn í lyfjabúðina í Kópavogi, en höfðu þaðan ekkert á brott með sér. Hins vegar skildu þeir þar eftir kúbeinin sem þeir hafa notað í mörgum innbrotanna. Seinna um nóttina var brotizt inn í trésmíðaverkstæði og birgðageymslu Rafmagnsveitna ríkisins á milli Elliðaárvogs og Súðavogs. I trésíðaverkstæðinu náði þjófurinn í verkfæri til að brjótast inn í aðalbygginguna og framdi með þeim ferleg her- virki. Meðal annars braut hann upp fimm hurðir, auk hurðar að stórum veggskáp. Þarna var rótað ferlega í öllum hirzljm en ekki fundust jiar aðrir pen- ingar en 300 kr. í skiptmynt og smáseðlum, sem voru kaffi- peningar starfsmanna. Það manna sem hefur verið afkasta- mikill og var hann í gærkveldi búinn að játa á sig 17 stórinn- brot nú á fáum vikum. Hinir tveir hafa aðeins í nokkur VORFUNDUR FLUG- FÉLAGSINS HAFMN 1 morgun hófst í húsnæði Flug- starfsemi næsta sumar, og enn- ! félags lslands í Bændahöllinni um- fremur um starfsáætlunina næsta boðsmannafundur Flugfélags ts- . velur'' _ ... _ , I Toluverð mannaskipti verða nu lands, en þeir eru haldnir vor og , utlandsfIuginu hjá Flugfélaginu. haust. Fundurinn fjallar aðallega Yfirmaður millilandaflugsins Birgir um utanlandsflugið og sækja hann Þórhallsson, lætur af því starfi og fulltrúar félagsins og umboðs- hverfur að öðru, en hann hefir menn í Danmörku, Noregi, Eng- lengi starfað hjá félaginu við góð- landi og Skotlandi, auk yfirmanna an orðstír. Við starfi Birgis hér utanlandsflugsins hér heima. For- j heima tekur nafni hans Þorgilsson, stjóri FJ., Öm Johnson, sagði Vísi sem veitt hefir forstöðu skrifstofu í morgun að á þessum fundi yrði Fhigfélagsins í Kaupmannahöfn, rætt um ýmis framkvæmdaatriði en við starfi hans í Höfn tekur aft- varðandi flugáætlun félagsins og ' ur Vilhjálmur Guðmundsson, sem þótti þjófnum of litill fengur, reðist á rammgeran peninga- skáp og tókst að brjóta af hon- um hurðina. En launin fyrir þetta erfiði voru engin því í peningaskápnum voru peningar ekki geymdir. Til þess þó að hverfa ekki allslaus á brott, hafði þjófurinn á brott með sér auk framangreindra 300 króna, dýrmætan sjónauka. Ennfremur hafði hann safnað saman ná- lægt 300 pundum af koparvír, borið hann út að girðingu fyrir utan húsið og falið þar, sýni- lega í þeim tilgangi að sækja það seinna. í fyrrinótt var brotizt inn í N$ju efnalaugina sem er til húsa í Súðavogi 7. Þar var farið inn um glugga og stolið ferðatösku, karlmannsalfatnaði, peysu og þrem skyrtum. Engin spjöll voru framin enda ekki um neinar læstar hirzlur að ræða. En þetta voru ekki einu inn- brotaaðfarirnar um og fyrir helgina. Aðfaranótt fö:tudags- ins var brotizt inn í verzlunina Vaðnes á Klapparstíg, miki? Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.