Vísir - 10.03.1964, Side 10

Vísir - 10.03.1964, Side 10
10 V í SIR . Þriðjudagur 10. marz 1964. Á Landmannaafrétt Framh. af bls. 9 á smábílum byggða milli eftir endilöngum Sprengisandi. Þar verður reyndar að laga á nokkr- um stöðum, einkum þegar nær dregur byggð, meir þó í nám- unda við Bárðardal heldur en Eyjafjarðardali. Ennfremur verð ur að merkja leiðina, því þar er I mikið um aukaslóðir og auðvelt j að villast. Tungná er um 80 metra breið « Haldi. Ég spurði vegamála- , stjóra nýverið að þvf, hvers ' vegna ekki yrði byggð brú á ánni. Hann sagði, að það væri að sínu áliti æskilegra. Hins veg ar yrði brú 5 — 6 sinnum dýrari heldur en kláfferja. Og sam- göngur yfir Sprengisand eru vart hugsanlegar nema tvo mán- uði á ári. XI Þegar Guðmundur Jónasson renndi f hlað á Haldi sunnu- daginn 1. marz var þar fyrir eitt mikið ferlfki, sem við hugð- um í fyrstu vera bifreið. Nán- ari athugun leiddi í ljós, að þetta var svefnvagn Sigurjóns Ritt vatnamælingamanns. Þenn- an lúxusvagn dregur hann á eftir sér norðiur allan Sprengi- sand, allt norður í Illugaver og Sóleyjarhöfða.. Þrír til fjórir menn geta sofið f vagninum og átt þar góða ævi. Annars er Sigurjón oftast á ferð við ann- an mann og lætur það duga. Sigurjón fer helzt í hverjum mánuði ársins norður fyrir Tungná í vatnamælingaleið- angra. Stundum kemur áin þó í veg fyrir þessar áætlanir Sig- urjóns, þvf hún er iðulega ófær á vetrum, ekki sízt á meðan hana er að leggja. Þá bólgnar hún mjög upp og dýpi hennar getur orðið margfalt á við það venjulega. Eitt dæmi sagði Sig- urjón mér um breytilegt dýpi Tungnár á Haldi. Þar hefur ver- ið byggður vatnshæðarmælir á syðri bakka árinnar, 10 metra hátt mannvirki yfir vatnsflöt- inn. En það hefur komið fyrir að áin hefur hrannazt þarna upp svo að mælishúsið eitt stendur upp úr hrönninni, þannig að ár- borðið hefur hækkað um 8 metra frá venjulegu vatnsborði hennar. XII Nokkrum kílómetrum fyrir neðan Hald er eitt bezta vað, sem þekkist á Tungná. Það er kallað Tangavað, eftir Sultar- tanga, en svo heitir sporðurinn milli Tungnár og Þjórsár. Talið er, að þetta sé hið forna vað á leiðinni yfir Sprengisand. Á sfðustu áratugum hefur vað- ið týnzt, en fannst aftur fyrir nokkrum árum. Stundum hafa jeppar, sem ætlað hafa yfir Sprengisand, verið ferjaðir yfir á Tangavaði á stórum trukk og gefizt vel. En eftir að kláfferj- an kemur yfir á Haldi gerist þess arna ekki lengur þörf. Guðmundur Jónasson leggur að þessu sinni Ieið sína að Tangavaði, síðan áfram niður með Tungná þangað sem þær koma saman í einni móðu, þeirri stærstu á Islandi, Þjórsá og Tungná. Þar heitir Ármót. í Tungná myndast mikill og fagur foss við ármótin, foss, sem næsta fáir hafa séð því að honum liggur engin gata, eng- inn vegur né slóði. Það er ekki nema traustum og sterkum bfl- um og dugmiklum öræfabílstjór ur.i, sem treystandi er yfir veg- leysuna þangað. En ferðin svar- ar kostnaði. Ármótafoss er f senn mikil' og fagur. Handan hans er hátt standberg, þver- hnípt. Og það sérkennilegasta af öllu er að sjá hvernig fljótið hefur brotið sér farveg inn í þetta berg, brotið göng í gegn- um það og brýzt í hamförum og boðaföllum út úr þvf aftur. Þessi sýn var fyllilega ferðar- innar virði, jafnvel þótt maður hefði ekkert annað séð en þenn- an undurfagra foss einan. VÉLAHREINGERNING OG HÚSGAGNAHREINSUN Vanir og vandvirkir menn. Ódýr og örugg þjónusta. ÞVEGILLINN, sími 36281 VÉLHREINGERNING Vanir menn Þægileg Fljótleg Vönduð vinna Sími 21857 ÞRIF. - D □ iÓPAVOGS- ° ÍÚAR! VTáliS sjálf, viðg 'ögum fyrir ykkn rr litina, Full-§ <omin þjónusta.D □ LITAVAL g 4lfhólsvegi 9 D Kópavogi, g Sími 41585. O Teppc- FASTEIGNAVAL Skólavörðustig 3A II hæð, Sfmar 22911 og 19255. Endumýjum gömlu sængurnar. Seljum dún og fiðurheld Nýja fiðurhreinsunin Hverfisgötu 57A Sími 16738. Hvít, rauð og blá terelyn pils telpna, Rauðir og bláir Jackie prjónajakkar úr edelon fyrir drengi og telpur. Straufríar hvítar blúndublússur. og húsgagnahreinsun Sími 34696 á daginn Sími 38211 á kvöldin og um helgar. Teppa- og húsgagnahreinsunin Sæagur RESl BEZT-koddar ° Endurnýjum gömlu ° sængurnaT ^igum dún- og fiðurheld vei g Seljum æðardúns op g gæsadúnssængur - g og kodda af ýmsum ° stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstfg 3. Sfml 18740 "ElTllElA /neð fatnaéinn á fjölskylduna Laugaveg 99, Snorrabrautar megiii - Síiui 24975 STEINHÚDUN H.F. Jafnt fyrir híbýli sem vinnustaði: ULBRIKA húðun á GÓLF og STIGA, án samskeyta. mikið slitþol, einlitt og og litmynztrað. ULBRIKA á LOFT og VEGGI. Vamar sprungum, spara má fínpússningu, k... , fjölbreytt áferð og litaval. ; ; Sími 2 38 82 □ a a a a a D D D D D a D a a D D a D D a a n D D D D D D D D D D D □ a n P ! n c u G P E |D D Næturvakt f Reykjavík vikuna 8, —15. marz verður í Ingólfs- apóteki. Nætur- og helgidagalæknir f Hafnarfirði frá kl. 17 10. marz til kl. 8 11. marz: Eiríkur Björns son Austurgötu 41 sími 50235. Útvarpið Þriðjudagur 10. marz. Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum": Vigdís Jónsdóttir skólastj. talar um hraðfryst matvæli 15.00 Síðdegisútvarp 18.00 Tónlistartími barnanna. 20.00 Einsöngur: Betty Allen söngkona frá Bandaríkjun- um syngur í Austurbæjar- bíói við undirleik Árna Kristjánssonar. (Hljóðr. í janúar sl.) 20.20 Erindi: Nehru (Sigurður A. Magnússon) 20.50 Mexíkó í fortíð og nútíð. Dagskrá í tali og tónum i tengslum við tvær sýning- ar í Reykjavík um mexí- kanska byggingarlist frá fornum tímum og myndlist nútímans. Meðal flytjenda: Einar Egilsson, Ólafur Jens son og Magnús Á. Árnas. 21.35 Söngmálaþáttur þjóðkirkj- unnar: Dr. Róbert A. Ottós son talar um kirkjuorgel og orgelkaup níundi þáttur. í þættinum leikur Jakob Tryggvason á orgel Akur- eyrarkirkju. 22.10 Lesið úr Passíusálmum (37) 22.20 Iívöldsagan: „Óli frá Skuld' eftir Stefán Jónsson XVI. 22.40 Létt músik á síðkvöldi: Tékkneskir listam. syngja og leika þarlenda alþýðutón list. 23.20 Dagskrárlok 5 jénvarp Þriðjudagur 10. marz 16.30 The Shari Lewis show 17.00 Encyclopedia Britannica 17.30 Sing along with Mitch 18.30 Lock up 19.00 Afrts news Gefðu mér hlátur þinn, söngglaði sær, og þinn sviflétta dans yfir votum steinum, þó að þú geymir í grafdjúpum leynum grábleikan dauðann, þú sýnir ei neinum annað en sólroðið andlit, sem hVær. Jóhann Sigurjónsson. Veturinn 1848 61 kona af Ströndum barn í hákarlalegu. Hét hún Jófriður, vinnukona á Kross- nesi í Árneshreppi, og var hús- bóndi hennar og barnsfaðir for- maður á skipinu. Þegar skipið lá við stjóra úti á hákarlamiðum, þann 28. febrúar, tók konan jóð- sótt og ól heilbrigt og fullburða meybarn, og gekk allt vonum framar og slysalaust þótt hvorki væri læknir né ljósmóðir til stað- ar. Létu allir hásetarnir sér mjög annt um að hjúkra mæðgunum og hlynna að þeim, og allir tóku þeir af sér einhverja skjólflík til að skýla þeim með — nema barns faðirinn, sem lét sig slfka smá- muni engu varða, en ekki er þess þó getið að hann bannaði það mönnum sínum. Skömmu síðar spilltist veður og var þá haldið til Iands. Hvorug þeirra mæðganna hafði mein af þessu, en ekki varð telpan, sem skírð var Guðrún, nema ársgömul — en talið er að hún sé eina barnið, sem fætt er í hákarlalegu ... Heimild — Strandamannabók. 1 Frúin bridgemeistari — sonur- inn trommuleikari og trúlofaður dægurlagasöngkonu — dóttirin á tízkuskóla og heitbundin sál- fræðingi — faðirinn ... jú, rétt, á Kleppi ... hvemig datt ykkur það í hug? ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum, þá virðist fólk ekki geta komið sér fylli- lega saman um tvær stórbygg- ingar að undanförnu — aðra í byggingu, hina ekki svo langt komna — og þarf varla að rekja það nánar ... hitt munu færri vita, að nú er svo að sjá sem bráðum heimsfrægur húsagerðar- maður, danskur, sem um þessar mundir er að reisa eina nýtízku söngleikahöll suður f Sidney, hafi — eiginlega fyrir hendingu — leyst vandann við báðar þessar byggingar, svo að allir megi vel við una ... það datt nefnilega einhverjum í hug að fá hann til að teikna listasafn, en þegar sniil ingurinn fór að athuga umhverfið, þar sem þvf hafði verið valinn staður, leizt honum ekki á blik- una — hvergi hægt að koma slíkri byggingu þar fyrir svo sam- ræmið færi ekki allt út um þúfur ... en sá danski dó ekki ráða- laus; hann ákvað þegar, að öll byggingin skyldi grafin í jörð niður, svo að hún hneykslaði ekki neinn ... Það er að vfsu kannski helzt til seint séð, að sprengja Hallgrímskirkjuna ofan í Skóla- vörðuholtið, að minnsta kosti að- alkirkjuna — en kannski mætti hola turninum nokkuð niður, að minnsta kosti svo að hann bæri ekki hærra upp úr en Borgina og nálæg hús við Pósthússtræti, en þau virðast það hæsta, sem and- stæðingar nefndrar byggingar geta horft upp á við; héldist þá áætluð lengd turnsins engu að síður og mættu báðir aðilar þvi vel við una ... öllu auðveldara ætti að verða að hola ráðhúsinu ofan í mjúka sandvilpuna við Tjörnina; þyrfti jafnvel ekki að grafa fyrir því, bara að láta það síga jafnóðum, og setja svo flot- holt á efstu hæðina, svp að það hyrfi ekki alveg ... kannski yrði þó vissast að leggja því við dufl, og vissu menn þá að minnsta kosti hvað orðið hefði af milljón- unum, og mætti það eitt kallast merkilegt nú til dags ...

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.