Vísir - 10.03.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 10.03.1964, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 10. marz 1964. Frá / hreyfli og 3 sætum í stærsta viðskiptasamning einkafvrirtækis Loftleiðir 20 óro í dag Fyrsta flugvél Loftleiða, 3 sæta, við Vatnagarða. „Við byrjuðum með tvær hendur tómar með eina eins hreyfils Stinson-sjóflugvél, eig- um nú 5 Cloudmaster-flugvéiar með samtals 425 sætum og höf- um nýlega gert samning um kaup á 2 Canadair skrúfuþotum með 320 sætum, og er sá samn- ingur hærri að krónutölu en nokkurt íslenzkt einkafyrirtæki hefir gert til þessa. Þetta er ekki sagt til að stæra sig af því, heldur eru þetta blákaldar stað- reyndir“, sagði Alfreð Elfasson framkvæmdastjóri Loftleiða í viðtali við Vísi í morgun, í til- efni af 20 ára afmæli félagsins í dag. Og hann bætti því við, að velgengni Loftleiða mætti fyrst og fremst þakka því að í hópi starfsfólksins hefði ávallt verið valinn maðut1 í hverju rúmi, allir unnið félaginu af heilum hug, samvinna verið hin ákjósanleg- asta og allir stjórnarmennirnir virkir þátttakendur í starfinu, en ekki utanaðkomandi menn. í samræmi við þetta hefðu Loft- leiðir ákveðið í tilefni af afmæli sínu að stofna sjóð, er gæti orð ið vísir að heimili fyrir st'arfs- fólkið, þar sem það gæti hvílt sig í frístundum og leyfum. Al- freð bætti þvf við, að heppnin hefði og ávallt átt sinn þátt í velgengni Loftleiða, og kvaðst vona að svo yrði áfram. Því mætti og bæta við, sem er almannarómur, að Alfreð Elíasson sjálfur hefir ætíð verið ein helzta driffjöðrin í rekstri Loftleiða, að öllum öðrum ólöst- uðum og að saman hafa farið í rekstrinum bjartsýni, áraeði, varfærni, þrautseigja og harð- fyigi. Alfreð Elíasson og Loftleiðir hafa jafnan horft fram á við, en síður til baka, þótt dýrmæt reynsla hafi ávallt verið hagr nýtt 'í 'Stáffsémirihr sérri Véra ber. Og því var ekki óeðlilegt að hann talaði fyrst um framtíð- ina: Framhald á bls. 5. Nýja Canadair skrúfuþotan, 160 sæta, en Loítleiðir fá 2 af þeirri gerð f sumar. Fannst meðvitundarlaus með i áverka á höfði I. nótt fannst meðvitundarlaus maður liggjandi á götu i Meðal- holti. Sár var á höfði hans. ’ Vegfarandinn, sem varð manns- fns var, gerði lögreglunni aðvart pg voru menn úr umferðardeild pnnsóknarlögreglunnar einnig kvaddir á vettvang þar sem óttazt ýar að þarna kynni að vera um jjmferðarslys að ræða. En ekkert þenti til þess að svo hefði verið, gkki hemlaför, hvergi hrufla á Jíkama hans nema áverkinn á höfðinu, og ekki rykvottur á staðn .um, sem bílar skilja þó venjulega eftir þegar um árekstur er að raéða eða ef snöggt er hemlað. En tví var ekki fyrir að fara og kki sást heldur neitt á fötum mannsins, sem benti til þess að á hann hefði verið ekið. ' Farið' var með hinn slasaða í 'Slysavarðstofuna og þar mun hann hafa komið til meðvitundar í nótt. Hann var dauðadrukkinn. Lögregl- an taldi mestar líkur til að hann hafi á einhvem hátt slengzt með höfuðið á. steyptan garðvegg við götuna og hlotið áverkann af því. í gærdag meiddist maður er hann var að skera botn úr benzín- tunnu með logsuðutæki. Þetta skeði í Sindraportinu við Borgar- iún. Sponsin voru í tunnunni og hún þar af leiðandi loftþétt. Þegar Joginn komst inn í tunnuna varð 'sprenging, tunnan þeyttist i loft upp og botninn, sem niður vissi, tSprakk úr henni. Þótti það mildi ;cin að ekki skyldi hljótast af stór- I I slys, en maðurinn meiddist lítils- j háttar á handlegg. í sambatdi við framangreint slys lætur slökkviliðið þess getið , að benzíneimur getur haldizt i tunn j um og öðrum ílátum, sem benzín hefur verið geymt í, í 2 —3 .árj jafnvel þótt sponsin séu ekki I tunnunum. Það sé því hrein fjar-1 stæða og stórhættulegt að bera eld að slíkum ílátum, nema þau séu hreinsuð út með gufu áður. Þriðja slysið í gær varð um borð í m.s. Dronning Alexandrine er skipverji datt aftur yfir sig í stiga og slasaðist illa. Hann var fluttur í slysavarðstofuna þar sem hann var hafður f nótt til rannsóknar en lagður inn í sjúkra- hús í morgun. i Fjórða slysið varð er maður datt niður húsatröppur við Laugarás- veg og nefbrotnaði. Alfreð Elíasson sést á þessari mynd við flugvél sína, sem var að fara til Vestfjarða. Hann er með dagblaðið Vísi undir hendinni með þeirri forsíðufrétt að Hitler hafi gefizt upp, og dreifði hann blaðinu með þessari stríðsfrétt á ýmsa staði á Vestfjörðum þar sem ekki var þó Ient. Aukning nlmannntryggingnnna í tíð núverandi stjórnnr: Kaupmáttur fjölskyldubóta hefur aukizt um 154% Efnahagsstofnunin hefur reikn að út breytinguna á kaupmætti hinna ýmsu bóta almannatrygg inganna undanfarin ár. Er niður staðan sú, að kaupmáttur bót- anna hefur stóraukizt í tíð núver andi ríkisstjórnar. Kaupmáttur fjölskyldubóta fjögurra barna fjölskyldu á fyrsta verðlags- svæði hefur t. d. aukizt um 154% á tímabilinu 1959-1962 og kaupmáttur ellilifeyris hjóna hefur aukizt um 44% á sama tímabili. Frá þessum útreikningum Efnahagsstofnunarinnar er skýrt í tímariti Framkvæmda- banka íslands „Úr. þjóðarbú- skapnum“. Er þar birt grein um almannatryggingarnar eftir Pétur Eiríksson, hagfræðing, en hann hefur unruð þetta verk fyrir Efnahagsstofnunina. Athuganir Efnahagsstofnunar- innar á kaupmætti bótanna ná yfir tímabilið 1947—1962. Leiða þær athuganir f ljós, að mest aukning á kaupmætti bótanna hefur orðið 1960, er núverandi ríkisstjórn stórjók allar bætur trygginganna. Hvað fjölskyldu- bætur snertir, hafði það þá mest áhrif, að teknar voru upp bætur með öllum börnum. Frá 1950 hefur kaupmáttur fjölskyldubóta fjögurra barna fjölskyldu á 1. verðlagssvæði aukizt um 248.9% og á 2. verð lagssvæði cr aukningin 365.2%. Kaupmáttur ellilífeyris hjóna hefur aukizt um 67.4% 1950 — 1962 og kaupmáttur barnalíf- eyris aukizt um 20.8%. Bætur lífeyristrygginganna námu árið 1961 420.2 millj. kr. en 1945 námu þær aðeins 5,8 millj. kr. >i i ■ I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.