Vísir - 11.03.1964, Side 5

Vísir - 11.03.1964, Side 5
VíSIR . MiSvikudagur 11. marz 1964. 5 Takmnrkið — Framh. af bls. 9 kynna þau sjónarmið, er ályktun Alþingis frá 5. maí 1959 um landgrunnið er reist á. T. d. voru þessi sjónarmið íslands kynnt á nýafstaðinni fiskveiðiráðstefnu í' London. — Hvað viljið þér segja að lokum, Davíð? — Ég vil aðeins segja það, að það er mikið fagnaðarefni, að Islendingar skuli í dag fá óskor aðan rétt yfir hinni 12 mílna fiskveiðilögsögu sinni. Allar und anþágur Breta renna nú úr gildi og í Ijós kemur, að hrakspár um að þær yrðu framlengdar höfðu ekki við nein rök áð styðjast. Mandbók Framh. af bls. 8 er útgáfa fullkominnar handbók ar um íslenzk frímerki. Nefnd er starfandi að því máli innan félagsins og hefur hún notið góðrar samvinnu og aðstoðar póst og símamálastjórnarinnar. Má nú bráðlega fara að vænta fyrsta áfanga handbókarinnar. Formaður þessarar nefndar er Jón Aðalsteínn Jónsson, mag- ister. Félagið gefur út lítið fjölritað blað, er ber nafnið „Safnið." Fá félagsmenn það ókeypis mánaðarlega, starfsmánuði fé- lagsins. Formaður félagsins, Guðmund ur Ámason, stórkaupm., baðst eindregið undan endurkosningu en hann hefur gegnt formanns- störfum undanfarin fjögur ár og, átt sæti í stjórn félagsins frá upþhafi, þ. 11. júní 1957. Voru honum þökkuð, vel unnin störf fyrir félagið. Stjórn félagsins skipa nú: For maður Jón Aðalsteinn Jónsson magister, varaformaður Bjarni Tómasson framkvæmdastjóri, rit ari Árni Gunnarsson kennari, gjaldkeri Þór Þorsteinsson verzl unarfulltrúi, spjaldskrárritari Sigurður Ágústsson rafvirki. Gæzla — Framhald af bls. 7 um tækjum til að fljúga lágt í myrkri. ‘p’kki er samt nóg fyrir ykk- ur að hafa flugvél, þið verðið að hafa varðskipin líka. — Já, það er nauðsynlegt fyr ir Landhelgisgæzluna að hafa traust og góð varðskip. Flugvél- in getur leitað uppi og staðsett en hún getur ekki handtekið né veitt eftirför. Náið samstarf flug véla og skipa er grundvöllur landhelgisgæzlunnar nú og í framtíðinni. — Og svo eru það radartæk- in, hvenær komu þau til sög- unnar? — Fyrstu radartækin sem komu hingáð til lands voru sett upp í Sæbjörgu og Ægi rétt eftir stríðið. Síðan hafa tækin . jafnt og þétt orðið öruggari í rekstri, bilað minna. Radartæk- ið er einhver dásamlegasta upp finning, sem sjómennirnir hafa fengið, það er öryggistæki, sem gerir vitana óþarfa. En menn verða að þekkja vel takmörk radarsins. Hann hefur einnig orð ið nauðsynlegasta tæki Land- helgisgæzlunnar. Þess vegna munum við halda áfram að fylgj ast með öllum nýjungum í rad artækjum. Flestir okkar menn hafa farið 1 gegnum sérstök námskeið í meðferð radartækja sem fara fram hjá okkur á þriggja ára fresti. Það er þetta tvennt, fluggæzlan og radarinn sem gerir okkur kleift að gæta raunhæft tólf mflna landhelgi okkar. TTvers mynduð þér helzt Aóska yður nú til að bæta og efla landhelgisgæzluna? — Mín skoðun er sú, að eftir að landhelgin hefur verið víkk- uð í 12 mílur, þá séu öll minni og eldri varðskipin orðin úr- elt. Það verður og að gæta þess, að togararnir, sem við þurfum að eltast við hafa vaxið að stærð og hraða, svo að ég tel að aðeins tvö skip, Óðinn og Þór, séu nothæf til raunhæfr ar landhelgisgæzlu. Ég teldi æskilegt að endurnýja flotann og fá þriðja stóra varðskipið svo að tvö skip geti alltaf verið úti. Einnig teldi ég æskilegt að fá aðra flugvél, svo að ein flugvél geti jafnan verið á lofti eða til tæk. Sú flugvél þyrfti ekki að vera eins stór og Sif, heldur létt- ari e.t.v. ætti hún jafnvel að vera þyrilvængja, sem er t.d. mjög gagnleg við hjálparstörf. Tjað er auðvitað draumur okkar 1 Landhelgisgæzl- unni, að gera gæzluna svo ör- ugga, að togararnir hætti að líta á það sem arðbæran at- Vinnuveg að stunda landhelgis- brot. Aðalatriðið er ekki það, hvað við tökum marga land- helgisbrjóta, heldur hitt „hvað fáir“ togarar eru innan við línu Þegar svo væri komið, gæti okkur gefizt betra tóm til áð vinna að öðrum störfum Séih koma í hlut Landhelgisgæzlunn ar, svo sem að mæla állt land- grunnið og vinna að því að að- stoða og hjálpa flotanum. Blöðin — Framh. af bls. 16. að fara bæri mjög varlega í nafn birtingar. Reynslan hefði leitt í Ijós, að þeir, er lentu i slíkri ógæfu endurtækju afbrotin yfir- leitt ekki en nafnbirting væri í slíkum tilfellum vísasti vegurinn til þess að ýta slíkum mönnum út á afbrotabrautina. Ekki kvaðst ráðherra segja þetta til þessa að afsaka þessa tegund af brotamanna, enda yrðu þeir að taka út sína refsingu, en löng reynsla segði sér að fara bæri hér varlega. Öðru máli taldi ráð herra gegna um fjársvikabrot, er framin væru að greinilega yf- irlögðu ráði. Forsætisráðherra sagði, að ef blöðin legðu mikla áherzlu á, að birta nöfn afbrotamanna í ríkara mæli en verið hefði gætu þau byrjað á því að birta nöfn þeirra er sekir reyndust um að aka undir áhrifum áfengis. í fá um tilfellum mundi nafnbirting sennilega hafa meiri áhrif en þar. Forsætisráðherra ræddi tals- vert um réttarfarið i landinu og dómsmálastjórnina. Hann kvað það mikinn galla á réttarfarinu að hér tíðkaðist það að sami maðurinn rannsakaði og dæmdi mál. Erlendis hefði sá háttur víð ast verið tekinn upp að annar Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR Halldóra Jóelsdóittr, Guðjón Kr. Jóelsson Þorgeir Jóelsson maður dæmdi í málinu en rann sakaði það. Væri það eðlilegri háttur og tryggði betur hags- muni sakborninga. Hér væri í opinberum málum oft ekki talin þörf á þv£ að hafa uppi sókn í málum, þar eð dóm arinn væri talinn þekkja allt málið eftir að hafa haft alla rannsókn þess með höndum Þegar dómarinn kvæði síðan upp dóm sinn væri hann um Ieið að dæma um sitt eigið verk þ.e. rannsókn málsins, og væri vissulega með slíku fyrirkomu- lagi hallað nokkuð á sakborning Taldi ráðherrann að endurskoða þyrfti þetta fyrirkomulag og breyta því. Þá taldi forsætisráðherra það fyllilega koma til greina að taka upp kviðdóma hér. Kostur- inn við slíkt fyrirkomulag væri sá, að þá yrði almenningur meiri þátttakandi í rekstri dóms málanna. Taldi ráðherrann, að slíkt fyrirkomulag mundi skapa meiri tiltrú hjá almenningi á réttarfarinu. Góður rómur var gerður að máli forsætisráðherra og urðu fjörugar umræður að erindi hans loknu. 25 togarar — Framh. at bls. 16 og loks einn á Selvogsbanka. Hann var íslenzkur, en hafðist ekkert ólöglegt að. Forstjóri Landhelgisgæzlunn- j ar, Pétur Sigurðsson, sagði að undanfarið hefði verið lítið að i gera hvað togarana snerti og, þeir haldið sig langt utan mark-! anna — óvenjulega rólegt — eins og hann orðaði það. Get-1 ur það bæði stafað af breyttum ) fiskigöngum og veðursæld, en í g$ðu yeðri: halda togararnir sig yfirleitt lengra úti. Við suðurströndina bar margt fyrir augu. Eitt varðskipanna var þar á ferð og flugvélin varp aði niður til þess blaðapósti í Surtsey var talsvert gos og flug mennirnir sögðust telja sig sjá eyna stækka svo að segja með hverjum degi. Undan Landeyjar- sandi var mikill fjöldi báta að veiðum og þar var líka pólski skuttogarinn kominn á vettvang til að freista að ná strandaða togaranum á flot. Hann lá aftur á móti á hliðinni uppi 1 sandin- um — allur á þurru og útlitið virðist engan veginn gott að það takist að bjarga honum. Himmler en ekki Hitler í texta undir myndinni af Alfreð Elíassyni £ blaðinu £ gær, þar sem hann heldur á blaðapakka af göml- um Vfsi var sagt að aðalfyrirsögnin hefði fjallað um uppgjöf Hitlers. Hér er um prentvillu að ræða. Hitl- er bauð aldrei að gefast upp, heldur var það Himmler, sem vildi eftir dauða Hitlers semja um vopnahlé og gefast upp. Þáttur Hans G. Ander- sen sendiherra Á þessum degi, er íslendingar eiga 12 milna landhelgi sina ó- skerta og að fullu viðurkennda, er rik ástæða til þess að minn- ast á starf þess manns sem frá upphafi hefir staðið i landhelgis baráttunni miðri og verið hinn ágætasti málsvari íslands í landhelgismálinu á erlendum vettvangi. Það er Hans G. Andersen sendiherra í Osló. Árið 1946 réði Ólafur Thors hann til starfa sem þjóðréttar- fræðing við Utanríkisráðuneyt- ið. Þá hafði Hans nýlokið fram haldsnámi í þjóðarétti vestan- hafs, við Columbia og Harvard háskólana og lokið þar meistara prófi. Höfuðverkefni hans var allt frá byrjun landhelgismálið, undirbúningur þess og máls- sókn. Sótti hann allar ráðstefn- ur um það mál frá því að hann hóf störf sín í þágu íslenzka rík- isins og var ríkisstjórnum til ráðuneytis um áfanga þess. Á báðum Genfarráðstefnunum, 1958 og 1960, var hann leið- togi hinnar föstu íslenzku sendi nefndar. Minnast menn þaðan einarðs málflutnings hans og á- gætrar túlkunar á málstað Is- lands, sem þar mætti oft mikilli andspyrnu. Er ekki of fast að orði kveð- Hans G. Andersen sendiherra ið þótt sagt sé að Hans G. And- ersen sé sá embættismaður is- lenzku utanríkisþjónustunnar sem drýgstan þáttinn hefir átt í því að 12 m. landhelgin náði fram að ganga. Hann var skip- aður sendiherra hjá Nato 1953 og síðar í Frakklandi, en situr nú í Osló, svo sem áður er sagt. Samtalið við forsætisráðherra Aflasölur Eftirtaldir togarar seldu i fyrra- dag: Þorkell máni seldi í Hull 175 tonn fyrir 11.086 stpd. Pétur Halldórsson seldi í Grims by 168 tonn fyrir 10.300 stpd. Geir seldi í Bremerhaven 128 tonn fyrir 96.000 mörk. Harðbakur seldi einnig i Brem- erhaven 181 tonn fyrir 128.500 m. Kaldbakur seldi í Cuxhaven 149 tonn fyrir 98.690 mörk. Egill Skallagrímsson seldi árdeg- is í gær I Bremerhaven 114 tonn fyrir 84.000 mörk. Framh. at bls 1 sem við höfum þegar hlotið af þessum samningi og vegna þess að nú eru endanlega úr sögunni deilurnar við Breta sem litlu mátti muna að snerust til mik- illar ógæfu fyrir alla aðila. Samningsgerðin frá 1961 og full næging Breta á henni er ný staðfesting á aldagamalli vin- áttu Breta og íslenzku þjóðar- innar, sem okkur er, og hefur verið, ómetanlegs viði. Ég skal ekki fara að rekja hverjum ber að þakka að svo vel hefur til tekizt. Baráttan fyrir stækkun fiskveiðilandhelg- innar hefur verið háð allt frá því að Ólafur Thors Iagði grund völl að henni nokkru áður en nýsköpunarstjórnin, þar sem hann skipaði forsæti, lét af störf um. Siðan hefur margt að borið, og hefur mér aldrei komið ann að til hugar en að allir íslend- ingar vildu sem stærsta fiskveiði landhelgi, þó að stundum hafi verið hart deilt um hvernig markinu yrði bezt náð. Nú hefir á rúmum einum og hálfum ára tug meira áunnizt heldur en nokkur þorði i upphafi að vona að á svo skömmum tíma fengist. Virðist mér þess vegna að allir megi vel við una, og óhætt ætti að vera að Iáta söguna dæma um það sem á milli hefur borið. FUNDIR ÆÐSTU MANNA. Eftir Genfarráðstefnrna 1960 var mér ljóst að íslendingar höfðu sigur í hendi sér ef hon- um væri ekki gloprað niður með áframhaldandi illindum við bandamenn okkar og vini. Sem betur fór tókst að eyða þeim deilum og er það löngu kunnugt að viðræður þeirra Macmillan og Ólafs Thors á Keflavíkur- flugvelli haustið 1960 opnuðu leiðina fyrir þeini samningum sem síðar komust á undir hand le'ðslu núverandi forsætisráð- herra Breta og Guðmundar í. Guðmundssonar utanríkisráð- herra. Viðræður þeirra Macmillans og Ólafs eru ágætt dæmi hvern ig fundir hinna æðstu manna geta rutt úr vegi margs konar misskilningi ef mál hafa verið réttiiega undirbúin og gagn- kvæmur góðhugur er fyrir hendi. Og þess skyldu menn minnast að það var ekki sízt þátttöku okkar í Atlantshafs- bandalaginu að þakka að unnt var að skapa það andrúmsloft sem leiddi til lausnar deilunnar. skólabarna Dregið hefur verið um verðlaun I fjórðu umferð getraunar skóla- barna og hljóta þau Ragnheiður M. Guðmundsdóttir 4. bekk C í Mela- skóla og Guðlaug M. Jónsdóttir 12 ára A í Miðbæjarskólanum. Verð- launin eru eintak af bókinni íslenzk ir þjóðhæltir. Athugið, að cvör í 5. spurningu þurfa að berast til Vísis fyrir föstu- dagskvöldið og i 6. spurningu, sem birtist I blaðinu í dag, fyrir næsta þriðjudagskvöld. Hins vegar er enn tækifæri til að senda svör við öll- um fyrirspurningum til að taka þátt i lokakeppninni um aðalverðlaunin, reiðhjól.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.