Vísir - 11.03.1964, Qupperneq 8
8
VlSIR . Miðvikudagur 11. marz 1964.
VISIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði
! lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Sigurdagur
þess verður lengi minnzt, hve vel viðreisnarstjórn-
inni tókst að leysa landhelgisdeiluna við Breta með
samningnum um 12 mílna landhelgina fyrir réttum
þremur árum. Þá fékkst full viðurkenning Breta eftir
áralangar væringar. Ekki minna virði var, að þá fékkst
einnig fram veruleg breyting á grunnlínum landhelg-
innar á fjórum stöðum umhverfis landið. Sú
breyting leiddi til stækkunar 12 mílna landhelg-
innar um rúmlega 5 þúsund ferkílómetra. Með
landhelgissamningnum frá 1961, sem í dag rennur út,
fengu Bretar takmörkuð veiðiréttindi á nokkrum stöð-
um við landið. Reynslan hefir sýnt, að þau réttindi
skertu á engan hátt fiskistofnana við landið — og nú
i eru þau úr sögunni. Þess vegna fagnar gjörvöll ís-
lenzka þjóðin í dag unnum sigri og minnist þess, hve
farsællega stjórn Ólafs Thors leysti hinn mikla vanda
i fiskveiðideilunnar.
1 Tólf mílna landhelgi var lýst yfir 1958 að lokinni fyrri
Genfarráðstefnunni. Sú yfirlýsing var rökrétt fram-
hald þess mikla starfs, sem áður hafi verið unnið á
i þessu sviði. Fyrsti áfanginn var löggjöfin um vísinda-
lega verndun fiskimiðanna 1948. Árið 1950 gaf Ólafur
Thors, þáverandi sjávarútvegsmálaráðherra, út fyrstu
reglugerðina á grundvelli þeirra landgrunnslaga og
gilti hún fyrir Norðurland. Þar var landhelgin fyrsta
sinni ákveðin 4 mílur og beinar grunnlínur dregnar.
Árið 1952 var síðan mikilvægasta skrefið stigið, þegar
landhelgin umhverfis allt landið var ákveðin 4 mílur,
fjörðum og flóum lokað og beinar grunnlínur dregnar.
Setning þessarar reglugerðar, sem Ólafur Thors gaf
út, var stærsti sigurinn í baráttunni fyrir vemdun
fiskimiðanna. Það svæði, sem var friðað fyrir botn-
vörpuveiðum, var þá stækkað um nær 20 þúsúnd fer-
kílómetra. Með reglugerðinni frá 1952 var og horfið
frá hinni brezku reglu um 3 mílna landhelgi, en samn-
ingnum frá 1901 hafði verið sagt upp þegar 1949, er
Bjami Benediktsson var utanríkisráðherra.
§aga síðari ára er mönnum í fersku minni. Eftir að
fyrri Genfarráðstefnunni mistókst að ná samkomu-
lagi um fiskveiðitakmörkin voru þau færð út 1958 í
12 mílur. Það leiddi til hins mesta ófriðar af hálfu
Breta, þar sem lífi íslenzkra sjómanna og varðskips-
manna var oft mikil hætta búin. Höfuðnauðsyn var því
að leysa fiskveiðideiluna á friðsamlegan hátt, en það
hafði vinstri stjórninni ekki tekizt. Hér vann viðreisn-
arstjórnin einn sinn stærsta sigur, er henni tókst að
leiða deiluna farsællega til lykta með landhelgissamn-
ingnum. Viðræðurnar fóru fram undir forystu Guð-
mundar í. Guðmundssonar bæði hér og í London. En
óhætt er að fullyrða, að fundur Ólafs Thors og Mac-
Millans síðla árs 1960 réði þar úrslitum.
í landhelgismálinu hafa margir lagt dyggilega
hönd á plóginn, en ekki er það ofmælt að öðrum fremur
hafi þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson, núver-
andi forsætisráðherra, markað þar stefnuna.
Mexikönsk byggingar-
list sýnd í Bogasalnum
Á sunnudag var opnuð merki-
leg sýning í Bogasal Þjóðminja-
safnsins, og þar sýnd mexikönsk
byggingalist, sem sýnir þróun
hennar þar f landi 4000 ár,
allt til þessa dags. Sýningin er
haldin á vegum arkitektafélags
íslands, formaður þess er Aðal-
steinn Richter, skipulagsstjóri
Reykjavíkurborgar. Meðal gesta
við opnun sýningarinnar var for
seti islands, ambassador Mexico
í London, Antonio Armentariz,
ásamt sendiherrum erlendra
ríkja hér á landi, ráðherrum og
fleiri gestum.
Þjóðminjavörður, Kristján Eld
járn, bauð gesti velkomna og for
maður Arkitektafélagsins Aðal-
steinn Richter flutti ávarp og
skýrði sýninguna, sem hann
taldi mjög merka og aðgengi-
lega, ekki aðeins fyrir listfræð-
inga og byggingatæknifróða
menn, heldur og fyrir almenning
Hann gat þess einnig að sýning
á eftirprentunum málverka eftir
mexikanska listamenn yrði opn-
uð n.k. þriðjudag í húsakynnum
Arkitektafélagsins, Laugavegi
26. Hann endaði ávarp sitt með
því að vænta þess að þessar sýn
ingar yrðu merkur áfangi menn
ingartengsla íslands og Mexico.
Þá kynnti Einar Egilsson, ræð
ismaður Mexico hér á landi,
mexikanska ambassadorinn
sem áður var nefndur, og mælti
hann nokkur orð og öpnaði sýn-
inguna.
Á þessari sýningu kynnast Is-
lendingar hinni fornu og stór-
merku byggingalist Mexikana,
pýramidum og öðrum fornlegum
byggingamannvirkjum. Ennfrem
ur er nútímabyggingalist á mjög
háu stigi í Mexico, og eru sýnd
ar fjölmargar ljósmyndir af forn
um og nýjum byggingum.
Sýning þessi er farandsýning,
hefir farið víða um heim, m. a.
verið haldin í mörgum borgum á
Bretlandi.
Friðrik boðið
til Argentínu
Friðrik Ólafs'syni hefur verið
boðið að taka þátt í alþjóðlegu
skákmóti í Buenos Aires £ vor en
þar munu tefla 18 menn 9
argentínskir og 9 erlendir meist-
arar.
Mót þetta er byrjun á árlegu
föstu móti og er ætlunin að
halda áfram að bjóða 9 útlend-
ingum til keppni við jafnmarga
argentíska. Mótið í ár á að byrja
20. maí og stendur í mánaðar
tíma.
Friðrik sagði í viðtali við
blaðið í gær að boðið hefði
komið sér talsvert á óvart. „Ég
hafði eiginlega hugsað mér að
vera heima í sumar. Ferðalagið
til Buenos Aires og veran þar
tekur ekki minna en 6 vikur og
það er fulllangt. Hins vegar er
boðið freistandi og ekki að vita
Friðrik Ólafsson
nema ég taki því, ef skilmálarn
ir eru ekki því verri“.
Fóstru- og hjúkrunarstörf
að komast í tízku?
Islenzkar stúlkur virðast vera
farnar að hugsa meira um fóstru
störf og hjúkrun, en áður var og
ekki ólíklegt að *þau störf verði
tízkustörf á borð við flugfreyju-
starfið. Þetta hefur glöggt komið
í ljós á starfsfræðsludögum úti á
Aðalfundur Félags frímerkja
safnara er nýlega afstaðinn.
Starfsemi félagsins á liðnu ári
var all umfangsmikil. Fundir eru
haldnir einu sinni í mánuði, að
undanskildum júní til ágúst, en
auk þess er herbergi félagsins
að Amtmannsstíg 2 opið fé-
lagsmönnum, starfsmánuðina, á
laugardögum kl. 3-6 og þess
utan einnig á miðvikudögum
kl. 8-10. Á miðvikudögum eru
almenningi jafnframt veittar ó-
keypis upplýsingar um frí-
merki og frímerkjasöfnun.
Félagið gekkst fyrir því að
landi að undanförnu og nú síð-
ast á Akranesi um helgina, en
Ólafur Gunnarsson, sálfræðing
ur aðstoðaði Rotaryklúbb Akra-
ness við starfsfræðslu þar.
Boðið var til dagsins ungling-
um úr Borgarfjarðar- og Snæ-
haldinn var „Dagur frímerkis-
ins“ þann 2. maí sl. Var þá
kynnt sérstaklega með ýmsu
móti söfnun frimerkja og bent
á hina miklu uppeldislegu þýð-
ingu sem frímerkjasöfnun getur
haft.
Eins og áður annaðist félag-
ið útgáfu á fyrstadagsumslög-
um vegna útgáfu nýrra ís-
lenzkra frímerkja, en þær voru
5 á árinu. Hefir félagið nú gefið
út alls 14 myndskreytt umslög,
af þessum tilefnum.
Eitt af áhugamálum félagsins
Framhald á bls. 5.
fellsnessýslum og komu nemend
ur framhaldsskóla þar til Akra-
ness. Voru um 100 starfsgreinar
kynntar á þessum starfsfræðslu
degi, sem hófst með því að
Lúðrasveit Akraness lék og
Björgvin Sæmundsson, bæjar-
stjóri flutti ræðu.
Fyrirspurnir um störf bárust
frá 263 unglingum. Einkum var
spurzt fyrir um sjómennsku og
vélskólanám. Þó leizt flestum
piltum illa á að eyða 7 árum í
það nám, 4 af þéim árum x
smiðju. Stúlkurnar spurðu nokk
uð um flugfreyjustörf en meira
um fóstru- og hjúkrunarstörf.
Enginn spurði um störf við póst-
og síma og fáir um störf í bygg
ingariðnaðinum, og hefur það
gerzt við þrjá slðustu starfs-
fræðsludaga.
Starfsfræðsludeginum á Akra-
nesi lauk með fallegri sýningu á
litskuggamyndum með tón og
tali sem Samvinnuskólamenn
sýndu, og hótelstj. á Akranesi
sýndi borð með öllum síldar-
réttum, sem íslendingar þekkja
og bauð hann mönnum að
smakka á réttunum, er starfs-
fræðslunnj lauk. Að Iokum fóru
menn í sokkaverksmiðjuna og
skoðuðu hana.
Útgáfa handbókar
um íslenzk frí-
merki undirbúin