Vísir - 24.03.1964, Blaðsíða 2
2
V í SIR . Þriðjudagur 24. marz 1964.
JON BIRGIR PETURSSON
RITSTJÓRl
[HBSBÍtaBíemtftfii
[HIH&lHKi
iöSHisiají
: : ..
Petta eru Þróttarar, sem unnu innanhússkeppnina í knattspyrnu. Frá vinstri á myndinni eru: Ómar Magnússon, fyrirliði, Ólafur Brynjólfs-
son, Axei Axelsson, Jens Karlsson, og Haukur Þorvaldsson. Framaramir, sem léku gegn Þrótti til úrslita em einnig á myndinni. Baldvin
Baldvinsson, sem skoraði öll mörk liðsins er fjórði frá hægri.
Þegar Þréttarar voru lið-
færrí gekk þeim mun betur
— og unnu Frum með 9:5
Fram og Þróttur börðust í miklu taugastríði í gær-
kvöldi um sigurinn í innanhússknattspyrnumóti, sem
haldið var í tilefni af 65 ára afmæli KR. Leikutinn var
mjög jafn allan tímann, þangað til einum þriggja liðs-
manna Þróttar var vísað af leikvelli fyrir brot. Þá
var eins og þeir tveir sem eftir voru berðust helmingi
betur og þeim tókst að yfirbuga ofureflið og bættu
aðstöðu Þróttar úr 6:5 í 8:5 og síðasta markið kom
einnig frá Þrótti.
Keppnin í gærkvöldi hófst á
leikjum f riðlunum. KR vann Hauka
7:3, Fram og Valur gerðu jafntefli
6:6, sem nægði Fram til úrslita,
KR-b vann Víking 11:5 og Þróttur
vann ÍBK 8:7 (7:4 í hálfleik) og
hefði átt að vinna stærra.
í keppni um 7. sætið vann Vík-
Handknattleiksmót KR hófst á
sunnudagskvöld að Hálogalandi og
fóru þá fram 6 leikir. Þau óvæntu
úrslit urðu i Ieik Fram og Ármanns,
að Ármann sigraði með 6:5. Um
tíma hafði Ármann 4:1 yfir, en
Fram jafnaði, en Ármenningar
tryggðu sér sigurinn á síðustu sek-
úndum leiksins. Valur sigraði ÍR
eftir framlengdan leik með 8:7, Vík
ingur sigraði Þrótt 6:5 og FH sigr-
aði KR 16:7. í 2. umferð sigraði
Fram ÍR með 9:6 og KR sigraði
Þrótt með 12:6.
Mótinu lýkur í kvöld og fara þá
fram 6 leikir. Fyrstu leikimir verða
Valur—Ármann
FH—Vfkingur
Þróttur—ÍR
KRFram
Síðan leika liðin, sem tapa 1
fyrstu 2 leikjunum og að sfðustu
fer fram úrslitaleikurinn milli
þeirra sem sigra í, 2 fyrsttöldu leikj
unum.
Fyrir síðustu 2 leikina munu fim-
leikamenn úr KR sýna æfingar á
hesti og stökk. Að mótinu loknu
mun formaður KR, Einar Sæmunds-
son, afhenda sigurvegurunum verð
launin.
ingur Hauka 6:5 í hörðum en illa
leiknum leik, Valur vann KR naum
lega 9:8 í keppninni um 5. sætið
og KR vann Keflavík 6:1 f keppni
um 3. sætið.
Úrslitaleikurinn var skemmtileg-
asti leikur kvöldsins eins og vera
ber. Þróttarar byrjuðu vel og náðu
2:0, en Framarar jafna rétt fyrir
hálfleikslok 3:3. Baldvin Baldvins-
son náði svo forystunni fyrir Fram
í byrjun seinni hálfleiks, en Baldvin
• Framh. á bls. 6
„Mohammed AIi“ og nýlega
neitaði hann að vera kynntur á
hnefaleikakeppni í Madison
Square Garden þar eð hann
fékkst ekki kynntur sem
Mohammed Ali.
Hér er Cassius Clay að háma í
sig mjólkurís, en yfir honum
stendur Malcolm X foringi
„Black Muslims“.
Eins og vænta mátti vafðist
þungavigtarmeistaranum Cassi-
usi Clay ekki tunga um tönn
þegar honum bárust þau tfðindi
til eyrna að WBA (alþjóðasam-
band hnefaleikamanna) ætlaði
að svipta hann hinum nýja titli
sfnum vegna einkennilegs sam-
bands sem hann virðist hafa
haft við fyrirtæki sem Liston er
hluthafi f og er það hald manna
að úrslit heimsmeistarakeppn-
innar siðustu milli hans og List-
ons hafi verið fyrirfram á-
kveðin.
Einnig er Clay borið á brýn
að framkoma hans geri hann
ekki verðugan þess að bera
meistaratignina. Clay, sem hef-
ur undanfarið dvalið f New
York sagðist ekki trúa að
WBA mundi svipta hann tign-
inni, slíkt væri heimska á háu
stigi. „Það er ekki hægt að
svipta mig tigninni bara vegna
þess að WBA hefur vald til
þess. Það mundi vera mikil
misnotkun valds. En ef WBA
tekur titilinn, skal ég vinna
hann aftur á örskömmu tfma.
Eitt er þó alveg vfst,“ segir
Clay. „Það er að ég get ekki
misst titilinn nema á þennan
eina hátt. Ég skal keppa við þá
3 næstu á áskorendalistanum,
segir Cassius Clay,
sem nú hefur skipt
um nafn og heitir nú
MOHAMMED ALI
— á einu og sama kvöldmu. Ef
einhverjum þeirra tekst að slá
mig út, »- OK, þá er hann
meistarinn. Gjarnan vildi ég
berjast við Floyd Patterson,
Sonny Liston og Dough Jones
eða Eddie Machen á sama
kvöldi.“
Og Clay heldur áfram:
„Ég velt ekki hvort Lass-
mann, formaður WBA, hefur
hugsað um hve mörg heimboð
ég á um allan heim og hve
mikla opinbera gagnrýni hann
og samtök hans mundu' hljóta.
Og hvers vegna viija allir fá
mig í heimsókn? Svarið er að
ég er svo góð fyrirmynd ungra
manna um allan heim“.
En Ed Lassmann er á öðru
máli og segir Clay vera mesta
leiðindafugl innan hnefaleika-
íþróttarinnar.
„Það hlýtur að vera Liston,
sem maðurinn meinar“, segir
Clay. „Unga fólkið eiskar mig.
ÞaJ faðmar mig og kyssir. Fólk
segist vera stolt af mér. Ég sé
að bjarga hnefaleikaíþróttinni
og að ég sé góð fyrirmynd ung-
dómsins. Ekki drekk ég eða
reyki, ekki stel ég, ekki hleyp
ég á éftir kvenfólki og ekki hef
ég skammbyssu í vasanum. Ég
er Olympíumeistari fyrir Banda-
ríkin og ég vann þungavigtar-
titilinn á heiðarlegan hátt. Nei,
það hlýtur að vera Liston, sem
hann á við“.
Ed Lassmann var í gær boð-
aður á fund þi'ngnefndar sem
fjallar um mál Listons og Clay
í Washington. Eitt sterkasta
ákæruatriðið gegn Clay er að
hann undirritaði 50.000 dala
samning um fyrsta leik sinn
eftir keppnina við Liston. Santn
ingur þessi gengur í berhögg
við allar reglur WBA og ekki
hvað sízt verður hann ein-
kennilegur, þegar samningurinn
er gerður við Sonny Liston
sjálfan eða fyrirtæki, sem hann
á.
Clay hefur undanfarið verið
gagnrýndur mikið vegna af-
skipta sinna af „Black Mus-
lims“, sem er ofsatrúarflokkur.
Vel á minnzt, þá heitir hann
víst ekki lengur Cassius Clay,
því það er þræls nafn, segir
hann. Nú heitir hann