Vísir - 24.03.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 24.03.1964, Blaðsíða 6
<5 Hagstofcm — y Framh. af bls. 9 voru sameinaðar þeim en aðrar fluttar ur landi. ÖNNUR VERKEFNI Aðalverkefni Hagstofunnar er að safna hagskýrslum, vinna úr þeim, hafa niðurstöður tiltæk ar til almennra nota og gefa þær út á prent eftir því sem henta þykir. Til þeirra starfa telst skýrslugerð fyrir alþjóðastofnan ir, sem hefur aukizt stórlega á síðari árum, og almenn upplýs- ingaþjónusta á grundvelli til- tækra skýrslna, bæði í þágu inn lendra og erlendra aðila, og er hún líka stór þáttur f störfum Hagstofunnar. Til viðbótar hafa henni f vaxandi mæli verið fal- in önnur störf, sem eru utan ramma eiginlegrar hagskýrslu- gerðar, en eru þó tengd henni á einn eða annan hátt. Er þar fyrst að nefna stofnun og starfrækslu vélspjaldskrár yfir alla Iandsmenn og stjórn al- mannaskráningar f því sam- bandi, sem verður vikið sérstak lega að síðar. Aðstoð við undirbúning efna hagsráðstafana hefur verið sí- vaxandi þáttur f starfsemi Hag stofunnar, einkum síðan 1956. Hefur hér verið um að ræða margvíslega útreikninga og at- huganir og samningu frumvarpa Annars hefur undirbúningur efnahagsráðstafana að sjálf- sögðu hvílt mest á efnahags- málaráðunaut ríkisins og starfs- liði hans, einkum síðari árin. þjóðskrAin Sumarið 1952 bundust nokkr- ir opinberir aðilar samtökum um að koma á fót vélspjald- skrá yfir alla landsmenn. Stóðu að þessu Berklavarnir ríkisins, Fjármálaráðuneytið, Hagstofan Reykjavíkurborg og Trygg- ingastofnun rfkisins, og sömdu þessir aðilar um skiptingu kostn aðar við verkið. Hagstofan tók að sér framkvæmd þess. Sjálfri skránni var komið á fót á ár- unum 1952-54, en tilheyrandi endurskipulagningu skráningar- kerfisins lauk fyrst með setn- ingu laga nr. 31/1956, um þjóð skrá og almannaskráningu. Sam kvæmt þeim fer þjóðskráin — eða Hagstofan fyrir hennar hönd - með stjórn almanna- skráningar í landinu, og árleg íbúaskrá hennar fyrir allt land- ið gegnir svipuðu hlutverki og árleg manntöl áður. Álagning skatts óg gjalda er byggð á íbúa skrám þjóðskrárinnar, sömu- leiðis kjörskrár og aðrar skrár til opinberra nota. Skráningar- kerfið; sem tekið var upp með stofnun þjóðskrárinnar, er byggt á hagnýtingu nútíma véltækni á þessu sviði þ.e. á notkun skýrsluvéla til framleiðslu og úrvinnslu gatspjalda og til hvers konar skrárgerðar á grundvelli þeirra. STARFSLIÐ HAGSTOFUNNAR í byrjun voru starfsmenn Hag stofunnar aðeins tveir, auk eins aðstoðarmanns, sem vann þar hálft starf utan skrifstofutíma. Árið 1920 voru starfsmenn henn ar orðnir 6, árið 1930 9, árið 1940, 12 og árið 1950 14. Nú eru fastir starfsmenn Hagstofunnar 23 að tölu, þar af 18 við almenn hagstofustörf og 5 við þjóð- skrána, en hún er rekin sem deild í Hagstofunni. Þar við bæt- ast nokkrir lausráðnir starfs- menn, en tala þeirra er breytileg eftir árstíma og verkefnum. Þorsteinn Þorsteinsson var hagstofustjóri frá stofnun Hag- stofunnar og til ársloka 1950, enda varð hann sjötugur á því V1SIR . Þriðjudagur 24. marz 1964. ári., Síðan 1951 hefur Klemenz Tryggvason veitt Hagstofunni forstöðu. Deildarstjórar eru nú þeir Áki Pétursson, Guðlaugur Þorvaldsson og Hrólfur Ás- valdsson, en Ingimar Jónson er daglegur yfirmaður þjóðskrár Alla tíð frá því að ráðherrar urðu þrír árið 1917 hefur Hag- stofan staðið undir fjármálaráð- herra. Á þessari hálfu öld hafa 19 menn verið yfirmenn Hagstof unnar í embætti fjármálaráð- herra. Af þeim eru 14 látnir, en hinir eru þeir Ásgeir Ásgeirsson Eysteinn Jónsson, Björn Ólafs- son, Guðmundur í. Guðmunds- son og núverandi fjármálaráð- herra Gunnar Thoroddsen. Lögreglan — Frh. af bls. 3 til launahækkunar? — Þeir þurfa að hafa lokið hinum venjulega Iögregluskóla og hafa starfað í minnst þrjú ár í lögreglunni, til þess að eiga rétt á þátttöku í námskeiðinu. Nú er lokið samningu reglu- gerðar um lögregluskóla rík- isins. Þar er gert ráð fyrir að lögreglumenn sæki í upp- hafi starfs síns 5 vikna nám- skeið sem standi frá kl. 8-4 hvern virkan dag, Síðan eiga lögregluþjónarnir þess kost að sækja annað námskeið, eftir að þeir hafa verið 6-8 mánuði f starfi til reynslu. Það námskeið mun standa 4-4 y2 mánuð og Ijúka með prófi. Nýliðanámskeið í undirbúningi — Eru einhver námskeið f undirbúningi í lögregluskólan- uri? un 6iv iiurtö ijötn u — Já, 1. apríl hefst námskeið fyrir þá nýliða, sem hafa verið teknir í lögregluna að undan- förnu, en ekki hafa sótt lög- regluskólann. Mér finnst sér- staklega ánægjulegt við þetta námskeið, hve fjölmargir Iög- regluþjónar víðs vegar að á land inu hafa sótt um þátttöku.. Við munum fá eina 20 lögreglumenn frá 12 stöðum úti á landi. Með því að sækja námskeið hingað til Reykjavíkur kynnast þeir starfsháttum lögreglunnar í höf uðborginni en auk þess sem lög- regluþjónarnir kynnast hver öðrum betur. — Hefur þessi nýja reglugerð það í för með sér að lögreglu- menn þurfi ekki að sækja- framhaldsmenntun erlendis? — Nei, það vil ég alls ekki segja. Nýja reglugerðin um lög- regluskóla ríkisins hefur það .f för með sér að hin almenna menntun íögregluþjóna er aukin og þeim gefinn kostur á fjölþætt ari menntun og einnig er gert ráð fyrir ýmsum sérnámskeiðum En þrátt fyrir það hafa lögreglu menn ætíð gott af þvf að sækja lögreglunámskeið og skóla er- lendis. Með því kynnast þeir ýmsum r.ýjungum og breyttum viðhorfum á sviði Iöggæzlu. — Eru margar lögregluþjóna- stöður lausar í Reykjavík í dag? — Já, núna eru allmargar lög regluþjónstöður lausar, en ég hef ástæðu til þess að vona að úr því rætist á næstunni. Lögregluþjónar hafa nýlega fengið allmikla kauphækkun og ekki líður langur tími þar til öll starfsskilyrði stórbatna með tilkomu nýrrar og glæsilegrar lögreglustöðvar. — p.sv. ÍÞRÓTTBR — Framhald af bls 2. skoraði öll mörk Fram i leiknum. Haukur jafnar 4:4 og Ómar skorar suðusúkkulaði SUÐUSUKKULAÐ! LANDSINS 5:4 fyrir Þrótt, en Baldvin jafnar. Ómar skorar 6:5 og 7:5 og 8:5 koma meðan Þróttarar eru liðfærri, eins og fyrr greinir. Haukur Þor- valdsson, sem var vísað út af, skor aði eftir að hann kom inn aftur 9:5, sem var síðasta mark leiksins. Þróttarliðið er vel að sigrinum komið, lék mjög laglega oft, en þó er greinilegt að liðið leggur enga áherzlu á æfingu innanhússknatt- spyrnu, og lék mun betur í fyrra, þegar liðið vann tvær slfkar keppn ir. Röð liðanna I innanhússknatt- spyrnukeppni KR: 1. Þróttur 2. Fram 3. KR-a 4. Keflavík 5. Valur 6. KR-b 7. Víkingur 8. Haukar Nokkuð bar á lélegum dpmum á þessu móti, og er ekki grunlaust um, að dómarar hafi ekki gluggað f þá fáu lagakróka, sem um þessi mót eru til, a. m. k. leyfðist allt of mikil harka í leikjum þessum, ef reglurnar eiga að framkvæmast út f æsar. RAMMAGERÐIN nSBRU GRETTISGÖTU 54| SÍMI-I 91 06 Sendiferðir — snúningor Sendill eða eldri maður óskast til snúninga. Uppl. gefur Hörður Guðbrandsson. Sími 15460 eða 15977. Heildverzlun Jóh. Karlssonar & CO. fffl AÐALFUNDUR á © íe < Styrktar- og sjúkrasjóður verzlunarmanna verður haldinn í Oddfellowhúsinu uppi (inn- gangur um austurdyr) þriðjudaginnn 31. marz kl. 8,30 e. h. Auk venjulegrar aðalfundarstarfa verða ræddar tillögur stjórnar félagsins um fram- tíðarstarfsémi sjóðsins, og lagabreytingar í því sambandi. Reykjavík, 23. marz 1964. Stjómin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.