Vísir - 24.03.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 24.03.1964, Blaðsíða 11
n ONLY YYORRY ABOUT SETTINO FAR AWAV FROM HER, I k julia... yj M BUT, RIP! WHAT w IF THE PLANES MI5S PLUNPERER BECAU5E OF THE CAMOUFLASE ? ^ V í S I R . Þriðjudagur 24. marz 1964. r——iw—hii.iiihTjmi ■h«hmiii-wt*i.ii m Veiðifélag Nýlega var stofnað veiðifélag Skaftár að Kirkjubæjarklaustri Félagsmenn þess eru 56 talsins en féiagssvæðið er vatnasvæði Skaftáróss og Veiðióss, þ.e. frá sjó og svo langt upp, sem fiskur gengur, svo og allar fiskgengar ár og lækir sem á vatnasvæðið falla. Búnaðarfélag Kirkjubæjar- hrepps kaus á sínum tíma nefnd til þess að undirbúa stofnun veiði félagsins. Hafði nefndin undirbú ið málið í samráði við veiðimála- stjóra, en fúlltrúi hans mætti á stofnfundinum. Fundurinn að Kirkjubrejar- klaustri var afar fjölmennur og ríkti mikill hugi meðal fundar- manna á þvi að auka fisk- gengd á félagssvæðinu. Stofnun Veiðifélags Skaftár markar tíma- mót í sögu veiðimál á þessu svæði, þar sem þetta er fyrsta fé lag sinnar tegundar á þessu svæði Vatnasvæðið er viðáttumikið. Skaftá frá sjó að Skaftárdal mun vera rúmlega 50 km. á lengd. Þá er fjöldi áa og lækja á svæðinu þar á meðal Grænlækur, Geir- landsá. Hörgsá og Fossálar Á fundinum voru samþykktar reglur um fyrirkomulag veiði á félagssvæðinu um veiðitímann á þessu ári. Þá er gert ráð fyrir, að hver félagsmaður ráðstafi veiði fyrir sínu landi með vissum tak- mörkunum á veiðiútbúnaði, neti eða stöng. í stjórn Veiðiféiags Skaftár voru kosnir: Siggeir Björnsson Holti, Sigfús Vigfússon Geirlandi Jón Helgason Seglbúðum, Bjarni Bjarnason Hörgsdal og Valdimar Lárusson Kirkjubæjarklaustri. Minningarspjöld Minningarspjöld styrktarnjóðs starfsmannafélags Reykjavikur- borgar fást á eftirtöldum stöðum: Borgarskrifstofum Austurstræti 16, Borgarverkfræðingaskrifstof- um Skúlatúni 2 (bókhald) Skúla- tún 1 (búðin), Rafmagnsveitan Hafnarhúsinu á tveim stöðum, Á- haldahúsinu við Barónstlg, Hafnar stöðin Tiarnargötu 12 # # # STIÖRNUSPÁ Spáin giidir fyrir miðvikudag- Inn 25. marz. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú virðist vera talsverðri ábyrgð hlaðinn undir núverandi stjörnuafstöðum og áhyggjur þar af. Þú munt verða var við breytingu í hugsanalífi þínu. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Vera kann að þú finnir hjartað hamast í brjósti þér sakir ást- vjna þinna og þeirrar stefnu sem ástamál þín hafa nú tekið. — Sýndu fram á persónutöfra þína. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þú kynnir að búa yfir fyrir ætlunum um breytingar innan fjölskyldu þinar og heimilis Það er bezt að ganga frá slíku með- an hugmyndirnar eru ferskar. Krabþinn, 22. júní til 23. júlí: Þú ættir ekki að láta vandamál- in vaxa þér í augum, en hefjast banda um úrlausn þeirra. Þú ætt ir að leita í einhverju, sem er óvenjulegt í því gæti lausnina verið að finna. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú skalt vanda val á hinum ýmsu munum, sem þú kynnir að festa kaup á I dag. Athugaðu vel alla samninga, sem þú kynn ir að þurfa að skrifa undir. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú getur ekki búizt við miklu samstarfi frá þeim aðilum, sem eru ósammála þér í grundvallar atriðurn. Það er hægt að mæta þeim á miðri leið. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þér kynni að finnast heppilegra að vinna í einrúmi heldur en 1 skarkala hins daglega nútíma lífs. Gefðu þér tíma til að hug leiða málin. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú hefir gaman af að vera 'J félagsskap fólks, sem hefur há leitar hugsjónir til hjálpar sam- félaginu á stefnuskrá sinni. Þú getur orðið að meiru liði heldur en þig grunar. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Sá möguleiki að metnaður þimr hafi alls ekki fært þér þá sigra, sem þú hefur vonazt eftir ætti alls ekki að aftra þér frá því að reyna áfram. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Hlutirnir ætfu að geta litið all vel út frá þínu sjónarmiði séð. Það er afar mikils virði að gera áætlanir fyrirfram um fram kvæmdir, þegar tími er til. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú þarft að leita fyrir þér um alla möguleika áður en þú tekur lokaákvörðun um hvar bezt sé að verzla. Það er mjög hyggilegt að gera sparnaðaráætl un. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Einhver meðfædd feimni kynni að halda aftur af þér. Þú ættir að gefa nánum félaga þln um orðið og láta hann tala máli þínu, slíkt er oft heppileg ast. Sl. föstudag kom til Hafnarfjarð ar. nýtt og glæsilegt stálskip, org. Elgandi er samnefnt hlutafélag, en aðaleigandi og skipstjóri Gunnar Hermannsson. Gamla Eldborgin hefur verið seld og heitir nú Reykjanes. Eldborgin er 220 lesta vandað stálskip byggt í Noregi. I skip- inu er nýtt og mjög vandað as dictæki sem m.a. dregur 3600 m. úr frá skipinu, en þau asdic- tæki sem hingað til hafa verið i notkun hafa yfirleitt ekki dregið nema helmingi styttra. Einnig er það merkilegt nýmæli við tækið að hægt er að beina geislunum niður á við í allt að 90 gráðu horn. Á myndinni er skipstjór- inn Gunnar Hermannsson og stendur hann við hið nýja as- dic-tæki. Fundahöld Slysavarnadeildin Fiskaklettur. Aðalfundur verður í Sjálfstæðis- húsi Hafnarfjarðar í kvöld kl. 8.30 Félagar fjölmennið. Stjórnin. Sjónvarpið Þriðjudagur 24. marz 1630 The Shari Lewis Show 1700 Encyclopedia Britannica 1730 Sing Along With Mitch 1830 Lock Up 1900 Afrts News 1915 The Telenews Weekly 1930 True Adventure 2000 The Dick Powell Theaten 2100 The Jack Benny Show 2130 The Garry Moore Show 2230 Championship Bridge 2300 Afrts Final Edition News 2315 The Bell Telephone Hour Sæmdir orðu Nýlega hefur forseti ítaliu sæmt þá Agnar Kl. Jónsson ráðuneytis- stjóra og Kjartan Thors fyrrver- andi aðalræðismann orðunni Grande Ufficiale della Republica Italiana. Þann 8. marz afhenti að- alræðismaður Ítalíu Thor R. Thors orðurnar á heimili sínu, fyr ir hönd ambassadors Italíu á Is- landi, sem búsettur er I Osló. En Rip, mótmælir stúlkan, hvað nú ef flugvélarnar sjá ekki Plun- derer. Hann er svo vandlega fal- inn. Við þurfum ekki að hafa á- hyggjur af neinu öðru en að koma okkur burt svarar Kirby meðan hraðbáturinn geysist burt. Sjáðu. I sama bilj heyrist ógurleg spreng ing, og Plunderer lyftist upp úr vatninu. □ □ a a a a a a a a a a □ a o D D D D D D D D D D O a D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D O o D O D D O D D a a o D □ D □ □ D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D O D D D D D D O O D D D D D D O D D D D D D D D D D D D D D D D D D O D O D O O D □ D D D D D D D D O l'! o D Melina Mercouri, sem mun vera hæst launaða kvikmynda stjama Grikklands, keypti nýl. meirihluta hins iitla hafnar- bæjar Kavalas, vegna þess að hana langaði svo til að eiga einhvern stað sem gæti minnt hana á uppáhaldsmynd henn ar, (sem hún sjálf hefur leikið 0 „Never on Sunday“ Við- skiptalega séð mun hún ekkl tapa á þessu, slður en svo, Melina Mercouri Hún hefur i hyggju að gera fyrir Kavalas nákvæmlega það sama og Brigitte Bardot gerðl fyrir litla fiskibæinn Saint Tropez. Með þvf að byggja þar lúxushótel mun hún breyta hin um litla, óþekkta fiskibæ i sumarleyfisstað fyrir milljóna mæringa, og mikið af helzta samkvæmisfólki kvikmynda- heimsins. Ung amerísk skáldkona (að eins 23 ára gömul) Rosa Marie West komst fyrir skömmu á „best seller“ listann með sína fyrstu bók sem heitir: Ég ver tengdamóður mina. Gagnrýn- endurnir sögðu að þetta væri vel skrifuð og sannfærandi bók, og að möguieikar væru á þvi að hún myndi lækka þær gróusögur sem ganga um ameriskar tengdamæður. Það kann vel að vera, en hún hefur heldur ekki átt mjög erfitt með að vera hlutlaus. Þegar blaða- menn spurðu hana, hvort hún tæki sína eigin tengdamóður til fyrirmyndar, svaraði hún: — Ég er hvorki gift né trú- lofuð. Mozart gamli passaði alitaf vel upp á hárkoiluna sina, og þær voru alltaf nýgreiddar og finar hjá honum. Þetta hef ur gefið hárgreiðslumeistur- unum í Wien og Salzburg þá hugmynd að búa til Mozart hárkollur. Þær eru samt ekki kallaðar beint eftir meistaran um, heldur eftir verkum hans. Menn geta þannig valið á milli hárkollna sem bera nöfn eins og „Brúðkaup Figaros“ Don Juan, Cosi fan- tutte, Töfraflautan, og ekki sizt Eine kieine Nachtmusik. ■ iBMBI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.