Vísir - 24.03.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 24.03.1964, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þrlðjudagur 24. marz I Hagstofa íslands er 50 ára um þessar mundir og er þess minnzt með útgáfu afmælis- blaðs Hagtíðinda, sem kemur út á þriðjudaginn 24. marz 1964. Eru í því 3 yfirlitsgreinar um þróun hagskýrslugerðar á ís- landi. „íslenzk hagskýrslugerð fyrir stofhun Hagstofunnar“ og I„Hagstofan 1914-50“ eftir Þorstein Þorsteinsson fyrrver- andi hagstofustjóra, og „Hag- stofan 1951—64“ eftir Klemenz 'í’l’ggvasop núverandi hag- stöíustjóra. STOFNUN HAGSTOFUNNAR. í kjölfar þess, að manntalið 1910 var að öllu leyti unnið hér heima var ákveðið að koma á fót sérstakri hagstofu og voru á Alþingi 1913 samþykkt lög um stofnun hennar. Skyldi hún safna skýrslum um landshagi Is lands, vinna úr þeim og koma þeim fyrir almenningssjónir. Einnig skyldi hún „aðstoða G landsstjórnina með hagfræðis- útreikningum og skýringum, er hún óskar eftir, og gefa henni álit og yfirlýsingar, þegar þess er leitað", eins og segir I stofn lögum Hagstofunnar. Tók hún til starfa snemma árs 1914. Hagstofustjóri var skipaður Þorsteinn Þorsteinsson og að- stoðarmaður Georg Ölafsson, 1964. skólaprófi, þar til Gunnar Við- ar, hagfræðingur, var ráðinn fulltrúi í Hagstofunni haustið 1924. Frá 1931 störfuðu tveir hagfræðingar í Hagstofunni auk Þorsteins, og héizt svo þar til þeir urðu þrír á síðasta starfs- ári Þorsteins í Hagstofunni. HAGSKÝRSLUGERÐ HAGSTOFUNNAR. Með þeim takmörkuðu starfs- kröftum, sem Hagstofunni voru ætlaðir, setti Þorsteinn Þor- steinsson sér það mark í upp- hafi, að koma út árlegum bún- aðarskýrslum, fiskiskýrslum og verzlunarskýrslum, og svo smám saman öðrum skýrslum til viðbótar, eftir þvi sem unnt yrði. Frá ársbyrjun 1916 hóf Hagstofan útgáfu Hagtíðinda, þar sem m. a. var birt ýmislegt úr skýrslum þeim, sem verið var að undirbúa til birtingar I sérstök hagskýrsluhefti. Kem þetta rit út 6 —9 sinnum á ári til ársloka 1925, en mánaðar- lega eftir það. Haustið 1932 tók Hagstofan, í félagi við Lands- bankarin, að gefa út á ensku mánaðarritið Statistical Bullet- in. Var því breytt í ársfjórðungs rit frá ársbyrjun 1963 og er það nú sent ókeypis til um 600 stofn ana, fyrirtækja og einstaklinga um allan heim. Frá stofnun Hagstofunnar 1914 til árslok 1950, er Þor- steinn Þorsteinsson lét af emb- ætti fyrir aldur sakir, komu út ingum, sem gert er ráð fyrir, -að komi út á þessu ári. Hefur slík handbók ekki komið út síð- an 1930 og bætir ný útgáfa hennar úr brýnni þörf. Enn fremur er væntanlegt, áður en langt líður, hefti með helztu upplýsingum úr sveitarsjóða- reikningum 1953-62, og fyrir- hugað er að gefa út fljótlega yfirlitstöflur um fræðslumál 1920/21-1947/48 í einu hefti og um fræðslumál siðan 1948/ 49 í öðru. íslenzk hagskýrslugerð er enn skammt á veg komin miðað við skýrslugerð flestra annarra landa. Af þeim greinum hag- skýrslugerðar, sem unnið er skipulega að hér á landi, full- nægja aðeins skýrslur um utan- ríkisverzlunina og mannfjöldann nokkum veginn þeim kröfum, sem gerðar eru á alþjóðavett- vangi I þessu sambandi. Skýrslu gerð 1 flestum öðrum greinum er enn ófullnægjandi, bæði hvað snertir umfang og nákvæmni upplýsinga. Þar við bætist, að á sumum sviðum vantar alveg skýrslur. Brýnasta verkefnið, sem hér er fyrir hendi, er að koma á fót alhliða skýrslugerð um atvinnuvegi landsmanna, aðallega til þess að grundvöllur skýrslugerðar um þjóðartekjur verði traustari en nú er. Síðan 1962 hefur samning þjóðartekju skýrslna verið 1 höndum Efna- hagsstofnunarinnar. Hins vegar er það hlutverk Hagstofunnar er að því að samræma störf þeirra stofnana, sem vinna að hagskýrslugerð, til þess að koma í veg fyrir tvíverknað og aðra sóun verðmæta. VÉLANOTKUN VIÐ HAGSKÝRSLUGERÐ. Með skýrslugerðarvélum þeim er Hagstofan tók f notkun haustið 1949, urðu þáttaskil f hagskýrslugerð hér á landi. Að vísu hafa slíkar vélar hingað til ekki verið notaðar mikið við hagskýrslugerð nema til úr- vinnslu verzlunarskýrslna, mann tala og mannfjöldaskýrslna í sambandi við þjóðskrána, en þær hafa leitt til svo mikillar aukningar starfsafkasta í þess- um greinum, að aðstaða til hag- skýrslugerðar er orðin allt önn- ur en hún var fyrir tilkomu vél- anna. Vélar þær, er Hagstofan fékk haustið 1949, voru aðeins til töluúrvinnslu, enda voru þær ætlaðar til hagskýrslugerðar ein göngu. En að frumkvæði Raf- magnsveitu Reykjavíkur komu árið 1952 til landsins „alfabe- tískar" skýrsluvélar, þ.e. vélar | sem skrifa mælt mál. Hafði hún nokkru áður ákveðið að hefja notkun skýrsluvéla til útreikn- ings og skriftar á rafmagns- og hitaveitureikningum. 1 ágúst 1952 gerðu ríkisstjórnin og Reykjavfkurbær með sér samn- ing um stofnun fyrirtækis til starfrækslu hinnar nýju véla- Klemenz Tryggvason núverandi hagstofustjóri. Islands 50 ára Þorsteinn Þorsteinsson fyrsti hagstofustjórinn. hagfræðikandidat frá Hafnar- háskóla. Fjárframlög til Hag- stofunnar voru f byrjun, og raunar langt fram eftir, skorin mjög við nögl og starfslið henn- ar þvf allt of lftið til að hún gæti ráðið við þá miklu verk- efnaskrá, sem henni var sett í hagstofulögunum. I byrjun var starfslið Hagstofunnar ekki ann að en þessir tveir menn, auk Péturs Hjaltested, ( sem vann þar hálf starf utan skrifstofu- tíma. Pétur Zóphóníasson ætt- fræðingur byrjaði að starfa í Hagstofunni tveimur árum eftir stofnun hennar og var þar til 1943. Árið 1917 varð Georg Ólafsson landsbankastjóri og var hagstofustjóri eini starfs- maður Hagstofunnar með há- Verzlunarskýrslur og Búnaðar- skýrslur fyrir hvert ár frá 1912, Fiskiskýrslur fyrir hvert ár 1912 — 41, Mannfjöldaskýrslur 1911 — 1940, skýrslur með nið- urstöðum aðalmanntala 1920, 1930 og 1940 og skýrslur um allar kosningar til Alþingis og um allar þjóðaratkvæðagreiðsl- ur 1908 — 1949. Enn fremur eitt eða fleiri hefti með skýrslum um barnafræðslu, skipakomur, dómsmál, íslenzk mannanöfn 1910 og um sparisjóði. Auk þess var gefin út Starfskrá Is- lands 1917 og Árbók 1930 með almennum tölfræðilegum upp- lýsingum. Hér var um að ræða 132 stærri og minpi hagskýrslu- hefti með samtals rúmlega 11.- 000 blaðsíðum. Loks var um að ræða textaútgáfu af Manntalinu 1703, sem kom út í heftum, eitt hefti árlega 1924 — 37, og við- aukar 1940 og 1947. Upplag þessa rits seldist upp fyrir mörgum árum. Á stðustu 10 — 15 árum hefur aðstaða Hagstofunnar til skýrslugerðar batnað á ýmsan hátt, aðallega vegna fjölgunar starfsliðs og notkunar véla til úrvinnslu skýrslna. Hafa sumar greinar skýrslugerðar verið auknar og nokkrar nýjar bætzt við. Má þar t.d. nefna iðnaðar- skýrslur, sem hafa verið gefnar út fyrir 3 £r, auk árlegrar skýrslu t Hagtíðindum, um framleiðslumagn ýmissa iðnað- arvara. Enn fremur skýrsla um fjármál sveitarfélaga, skýrslur um skipakomur á einstakar hafnir og um flutningsmagn frá þeim og til þeirra, árleg skýrslugerð um tekjur starfs- stétta samkvæmt skattgreið- endaskrám, skýrslur um starf- semi tryggingafélaga, o. fl. I undirbúningi er árbók með al- mennum tölfræðilegum upplýs- að láta f té efnivið til samning- ar þjóðartekjuskýrslna, í formi traustra og ýtarlegra gagna um framleiðsluverðmæti hverrar at- vinnugreinar og annað, sem þar til heyrir. Hefur verið unn- ið nokkuð að undirbúningi fram kvæmda í þessu efni. Eitt meg- inskilyrði lausnar þessa máls er það, að komið verði á fót fyrirtækjaskrá, er verði grund- völlur hagskýrslugerðar um at- vinnuvegina og jafnframt til af- nota fyrir skattyfirvöld o. fl. aðila. VERKASKIPTING í HAGSKÝRSLUGERÐ. I upphafi og lengi fram eftir var Hagstofan svo að segja eini aðilinn, sem fékkst við hag- skýrslugerð hér á landi, en á seinni árum haía nokkrar op- inberar stofnanir tekið að sér ákveðna þætti hagskýrslugerðar í samráði við Hagstofuna, sem hefur þá um leið hætt skýrslu- gerð á viðkomandi sviði. Þannig tók Fiskifélagið við söfnun og úrvinnslu fiskiskýrslna frá 1942, hagfræðideild Landsbankans (síðar Seðlabankans) tók á sln- um tíma við skýrslugerð um greiðslujöfnuð landsins og hún annast einnig skýrslugerð um banka, sparisjóði og önnur pen- ingamál.' Skýrslur um þjóðar- tekjur og fjárfestingu eru síðan 1962 í verkahring Efnahags- stofnúnarinnar, en á undan henni sá Framkvæmdabankinn um þá skýrslugerð. — Unnið samstæðu, eins og ráðgert hafði verið. Nefndist það Skýrsluvél- ar ríkisins og Reykjavíkurborgar og hefur það síðan annazt úr- vinnslu gatspjalda fyrir stofnan- ir ríkis og borgar og aðra við- skiptamenn, gegn gjaldi sam- kvæmt gjaldskrá Velta þess nam 6,1 milljón kr. á árinu 1963. Fyrirtækið er nú að byggja hús yfir starfsemi sína og verður það tekið í notkun á þessu vori. Var ráðizt í húsbyggingu vegna nýrrar „elektrónískrar" véla- samstæðu, sem væntanleg er í haust og á að leysa núverandi vélasamstæðu Skýrsluvéla af hólmi. — Sumar vélarnar, sem Hagstofan hafði, er alfabetísk- ar vélar komu til landsins 1952 Framh. á bls. 6 Tvær starfsstúlkur á Hagstofunni að vinna við götunarvólar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.