Vísir - 01.04.1964, Síða 15
VÍSIR . Miðvikudagur 1. aprfl 1964.
15
— Það efa ég ekki, sagði Óskar.
Þegar til Vlricennes-stöðvar kom
fékk hún honum tíu franka til þess
að kaupa farmiða til Saint-Maur-
les-Fosses.
Er þangað kom spurði Óskar
hvert fara skyldi.
— Til húss Demichel múrara-
meistara, hann geymir lyklana fyr-
ir mig.
En er þangað kom var hann ekki
heima og hans var ekki von fyrr en
klukkan fimm. Bað hún konu hans
um iyklana, kvaðst mundu skreppa
til La Pie, en koma aftur klukkan
fimm.
Það var kalt og þurrt veður og
þau nutu göngunnar. Það var um
hálfrar klukkustundar gangur til
húss Soffíu. Eins og lesandann mun
þegar hafa grunað, 'var þetta húsið,
sem Luigi hafði valið til þess
verknaðar, sem Paroli ætlaði að
fremja daginn eftir.
Um leið og Soffía opnaði garð-
hliðið, sagði hún:
- Þegar maður nokkur, sem
dáðist að mér en ekki steig í
vitið, gaf mér þetta hús, fannst
mér, að það myndi vera draum-
ur að búa úti á landsbyggðinni
— og ég var héma hálft sumár,
— það var í fyrra, — en ég var
alveg að drepast úr leiðindum,
og hingað fer ég aldrei aftur.
Hvað er þetta?, spurði Óskar
og benti á skúrinn.
— Vagnskúr og hesthús, svar-
aði Soffía.
- Áttu vagn?, spurði hann
undrandi.
— Já, því máttu trúa, falleg-
asta vagn og hann er þarna í
skúmum. Og Ijómandi fallegan
hest átti ég líka, en hann hef
ég selt.
— Já, þú hefur aldeilis komizt
í feitt - ekki dreymdi þig um
þetta í verksmiðjunni?
— Það skyldi nú aldrei hafa
verið.
— En hvað hann er fallegur,
sagði Óskar, sem þegar hafði
fengið aðdáun á vagninum.
Hvað er þetta, sem málað er á
vagndyrnar?
— Upphafsstafirnir mínr, S. R.
í blómakransi — alveg eins og
aðallinn hefir það.
— Þú ættir að eiga vagninn
áfram og láta mig vera vagn-
stjóra.
Soffía hló og eyddi því. Þar
næst fóru þau inn í húsið. Þetta
var klukkan fjögur síðdegis og
desemberskammdegið að síga á,
en enn var þó nægilega bjart
til þess að þau gætu litið í kring
um sig og enn var Óskar sem
steini lostinn.
- Maður skyldi halda, að mað
ur væri kominn í Tuilieres-höll
þegar Nappi gamli þriðji bjó
þar, sagði hann. Og hvað viltu
nú fá fyrir þetta?
- 50.000 franka.
- Ja, hver skollinn, er hann
svo mikils virði?
- Fasteignir eru að hækka í
verði, sagði Soffía.
- Þú verður milljónari á end
anum.
- Það vona ég, sagði Soffía
ósköp blátt áfram. Þér lízt vel á
húsið?
— Mætti ég búa í svona húsi
fyndist mér, að ég gæti einskis
frekar óskað mér hér í heimi.
- Jæja, selji ég ekki gætum
við verið hér einhvem hluta
næsta sumars.
Það var orðið dimmt, þegar
Soffía læsti húsinu, og á leið-
inni þaðan hafði Óskar orð á
því, að nokkur hætta gæti verið
á því, að brotizt væri inn í
húsið og jafnvel að húsgögnun-
um yrði rænt en Soffía sagði,
I að aldrei væri neinu stolið þama
, úti á landsbyggðinni, og það
væru mikil útgjöld, ef þarna
væri að staðaldri einhver til
Þau fundu múrarameistarann
■ gæzlu. ’
! að máli og sagði hann Soffíu, að
hann hefði kaupanda, en hann
vildi ekki greiða nema 40.000
franka en út í hönd, en Soffía
kvaðst ekki lækka tilboð sitt, og
heldur vilja bíða. Afhenti hún
svo manninum lyklana.
- Vonandi allt f lagi?
— Já, en bróðir minn, sem
með mér er, var að reyna að
gera mig smeyka - ef til vill
yrði brotizt inn í húsið.
- Ég held að það sé ástæðu
laust að óttast neitt slíkt hér,
sagði múrarameistarinn og
brosti.
Og svo héldu þau heim og
neyttu réttanna, sem Mariette
hafði búið til, og var henni og
Soffíu skemmt, er þær sáu hve
góð skil Óskar gerði öllu, sem
fram var reitt.
Þeim systkinunum talaðist
, svo til, að Óskar leigði sér her-
ibergi til gistingar um nóttina
einhvers staðar í grenndinni. Og
! að hann færi svo að svipast eft-
ir herbergi til leigu daginn eftir.
Um ellefu leytið fór Soffía að
hátta, — var þá orðin úrkula von
ar um, að René Dharville kæmi,
og þóttist hún vita, að það væri
vegna þess, að hann hefði orðið
að sinna vini sínum.
René og Leon urðu að skilja
við frú Maigret, án þess að hitta
húsbóndann, því að heimför
hans hafði seinkað, og héldu þeir
nú til íbúðarinnar í Neversgötu.
Og báðum fannst, að þeir yrðu
að eiga þessa kvöldstund saman,
til þess að geta spjallað saman
í ró og næði. Er þangað kom lét
Leon fallást niður á stól. René
hafði orð á hve þreytulegur
hann væri
— Já, ég er þreyttur — en það
eru áhyggjurnar sem þjá mig
mest.
— Ég veitti því strax at-
hygli hve fölur þú ert og mæðu
legur. Er eitthvað að?
Þú hefir þá ekki frétt neitt
síðan þú komst til Parísar —
varðandi morðið í hraðlest nr.
13?
— Ekki nema það sem ég
heyrði af tilviljun í matstofu.
— Þú veizt þá ekki hvern
menn hafa grunað um morðið?
— Jú, mann nokkurn að nafni
Óskar Rigault.
— Óskar -Rigault, endurtók
Leon undrandi. Nú, hann á þá
að vera hinn meðseki, sá sem
leigður var til að fremja verkn
aðinn. Þú veizt þá ekki, að
Angela Bernier er borin þeim
sökum, að hafa fengið hann til
þess.
kveljandi fyrir mig. Emma-Rósa
er óskilgetin. Og það er Angela
Bernier, móðir hennar, þótt
Jacques Bernier gengist við henni
— og hirti svo ekkert um hana.
Þetta er allt til hindrunar áform-
um mínum. Ég hafði ætlað að taka
málið upp við föður minn, segja
honum að ég elskaði Emmu Rósu,
berjast drengilega og af hrein-
skilni, og frænka mín hafði heitið
mér stuðningi, er þar að kæmi.
I En nú er allt eyðilagt. Það er ekki
hindrun, sem er framundan, heldur
hyldýpi: Tortíming ef áfram er
haldið. Faðir minn mundi ekkert
vilja hafa saman við mig að sælda,
ef ég héldi áformum mínum til
streitu eins og nú er komið, en
ég elska Emmu Rósu — og án
: hennar er lífið mér einskis virði.
René hrærðist til meðaumkunar
með honum og reyndi að hug-
hreysta hann.
— Reyndu að varðveita hugar-
ró þína, Leon minn. Örvæntu ekki.
Aiiar ásakanir í garð Angelu
Bernier munu reynast fals og lygi,
og þá hlýtur faðir þinn, sem er
réttsýnn, þótt strangur sé, að fá
samúð með henni. Sú hugarfars-
breyting kemur þér að gagni vona
ég. Kannski er sakleysi hennar
þegar sannað. Við skuium heim-
sækja hana í Batignolles á morgun.
— Ég verð að fara til herra
Maigret í fyrramálið, og verð ekki
frjáls fyrr en síðdegis.
— Þá skulum við hittast hér
klukkan þrjú.
— Ó, hve ég hlakka til að sjá
Emmu-Rósu aftur, sagði Leon, þá
birtir aftur.
Hann þrýsti hönd vinar síns og
fór svo í háttinn. Réne Dharville
fór einnig að hátta og litla ástar-
ævintýrið með Soffíu hafði ekki
haft þau áhrif á hann, að það
héldi fyrir honum vöku.
En Leon lá lengi andvaka og
fihugsaði um Emmu-Rósu og fram-
tíðina.
32.
Lqígl 'hafði ekki verið iðjulaus.
1 fyrsta iagi keypti hann gamla,
gráa meri, uppgjafa vagnhest,
greiddi hana og fékk kvittun, og
kvaðst sækja hana daginn eftir
klukkan sex. I öðru lagi settist
hann niður og skrifaði með breyttri
rithönd:
— Dóttir hans — hvílík fjar-
stæða? Brjálæðisleg fjarstæða.
Hver hefir sagt þér þetta?
— Faðir minn, eftir að hann
kom frá París, þar sem hann talaði
við de Gevrey dómara.
— Ég trúi þessu aldrei.
— Guð forði mér frá að ala
nokkurn grun um það — en dóm-
arinn hefir hana grunaða, virðist
jafnvel sannfærður um, að hún sé
sek.
— Það er þá ekki f fyrsta sinn, 1
sem grunur fellur á saklausa
manneskju.
— Það er talað um alvarlegar,
sannanir, sagði Leon.
— Líkur, áreiðanlegar líkur, en
engar sannanir.
— Ég vona og trúi að svo sé,
en þú skilur hve allt þetta er
Ungfrú!
Þótt móðir yðar sé ranglega
ákærð eru allar líkur fyrir, að
hún verði dæmd sek. Svo sterk-
ar eru líkurnar. Og dómurinn
getur orðið ævilangt fangelsi
eða líflát. Vinir hennar, sem
eru sannfærðir um, en geta
ekki sannað, sakleysi hennar,
hafa ákveðið að reyna að bjarga
henni. Heppnist það verður hún
frjáls annað kvöld — og allt
búið undir flótta hennar. Varð-
veitið þetta leyndarmál, þvf áð
frelsi hennar og líf er undir
því komið. Sá dagur kemur, er
við sönnum sakleysi hennar.
Klukkan 2 á morgun verður
vagni ekið að dyrum hússins,
þar sem þér búið. Þér þurfið
ekki að gera neitt nema setjast
T
A
R
Z
A
N
Ég er hrædd Tarzan. segir Na-
omi, af hverju þurfa þeir endi-
iega að gera þetta að nóttu til?
Medu segir að tunglið sé mikil-
vægur hluti lækningarinnar, það
er fullt tungl núna. Þú ert mikill
vinur okkar Tarzan, segir Medu,
IM9. Z4nr RIm ■úrrootla, Tne^—Vw. V.•.OS.
bj Unitod Ffc.ture Syndkab» lac.
svo að við ætlum að leyfa þér
að verða vitni að iækningunni.
inn í þennan vagn, og þér mun-
uð hitta móður yðar — og þið
þurfið aldrei að skilja framar.
Munið að segja Katrínu ekki
þetta leyndarmál. Það gæti
eyðilagt allt. .Vagnstjórinn hef-
ir fyrirskipun um að aka ekki,
nema þér komið ein. Ökuferðin
á fund móður yðar verður ekki
!öng.
Munið — klukkan tvö stund-
víslega.
Tryggur vinur, sem vakir yfir
velferð yðar og leitast við að
bjarga ykkur báðum.
Luigi las bréfið yfir gaumgæfi-
lega, setti það í umslag og innsigl-
aði, og náði í sendil til þess að
fara með það.
IDÚN- OG
FIÐURHREINSUN
vatnsstíg 3. Sími 1874C
SÆNGUR
REST BEZT-koddar.
Endurnýjum gömlu
sængumar, eigum
• dún- og fiðurheld ver.
. Seljum æðardúns- og
sgæsadúnssængur —
log kodda af ýmsum
f stærðum.
VW pick-up ’61, Opel Caravan
’63, Chevrolet '60, Ford ’58,
Fiat 1800 ’60, Skoda station
’58 og Plymouth ’55
Bílasala
Matfhíasar
Höfðatúni 2, sfmi 24540
■JÍauaiS
JlatioaKroíi
frimerkitt
Fanný Benonýs
sími 16738
Gæruúlgiisr
kr. 998,00