Vísir - 21.04.1964, Page 1
Dimmission í M.R.
I morgun var Dimission við
Menntaskólann i Reykjavík. —
Skólinn var að kveðja stúdenta
efni sín. Það á vel við að það
gerist f yndisiegu veðri, því að
sjaldan er hinu unga skóiafólki
eins mikið vor og gleði í hug
og á burtfarardaginn. Ný
framtíð blasir við þeim, stú-
dentspróf og háskólanám. Vegir
skiljast, héðan burt skal halda
og menn munu næsta ár dreif-
ast til náms um ýmis þjóðlönd.
En jafnframt er þessi skiln-
aðarstund nokkrum trega bland-
in, menn eru að kveðja gamla
skólann sinn, þar sem þeir hafa
lifað mörg ár í góðum félags-
skap.
Svo fjarlægist hópurinn við
húrra-hróp niður brekkuna og
húfum er kastaö í háaloft í
kveðjuskyni. Uppi á bakkanum
standa nemendur úr Iægri bekkj
um eftir, en röðin kemur að
þeim að kveðja næsta ár eða þar
næsta.
I.M. tók þessa mynd í morgun við Dimission. Þetta eru stúdentaefnin í vor, ef prófin ganga vel.
Pétur Sveinbjarnarson.
Nóttí
Surtsey
Einn af blaðamönnum Vísis,
Pétur Sveinbjarnarson, átti fyrst
ur manna næturstað í Surtsey,
nú um helgina. Hann segir frá
dvölinni þar og þeim hrakning
um, sem hann og félagar hans
Ientu í við landtökuna þar, í
grein á bls. 7 í blaðinu í dag.
Biuðíð í dug
Myndsjá frá
AUiance Francaise
Hvemig vinna fræg
skáld?
5 Kvikmyndagagnrýni
7 Blaðamaður Vísis
gistir Surtsey
8 Viðtal við mennta-
málaráðherra urn
nýjan menntaskóla.
Rætt við kunnan
aflakóng.
REYKJAFOSS í
Bémo brotnaði og 5000 iÉtrn
brennisteinssýrugeymir brotnuði
Brestur í bómu á Reykja
fossi varð nær valdur að
stórslysi í Kaupmanna-
höfn fyrir síðustu helgi,
er unnið var að fermingu
skipsins á ýmsum vörum
til íslands. Meðal varanna,
borð í ákipið, þar sem
fjöldi hafnarverkamanna
hélt sig.
Er öruggt talið að stórslys hefði
orðið, ef geymirinn hefði farið
yfir borðstokkinn, en fyrir mildi
var enginn maður nálægur á
bryggjunni, þegar bóman brotn-
aði og varð enginn því fyrir sýr-
unni, þegar hún skvettist úr
geyminum. Slökkviliðið var kallað
til, en gat ekki að gert. Var þá
kallað á björgunarmenn frá Falck-
Zonen, sem réðust að geyminum
íklæddir sérstökum fatnaði til
varnar. Tókst þeim eftir talsvert
erfiði að þétta geyminn þannig að
hann læki ekki. Voru þá 3000 lítr-
ar búnir að streyma úr honum á
bryggjuna. Var geymirinn fluttur
á vörubifreið eftir gagngerða
hreinsun aftur til verksmiðju
þeirrar sem framlj;iðir sýruna.
Dönsku líafnarverkamennirnir
voru að vonum mjög slegnir eftir
atvik þetta, er tilviljun ein varð til
þess að forða stórsíysi, og það
mjög óhugnanlegu slysi. Lögðu
verkamenn niður vinnu og sögðu
efnivið Reykjafoss ekki nægilega
tryggan. Var fermingu skipsins þó
rétt að ljúka og aðeins eftir að
taka um borð lítið eitt af stykkja-
vöru. Seinkaði skipinu af þessurn
sökum um einn dag. Hélt skipið
þá til Gautaborgar og mun þaðan
halda til Austfjarðahafna.
sem skipað var út var
geysimikill geymir með
5000 lítrum af brennisteins
sýru. Geymirinn féll við
skipshliðina augnabliki áð-
ur en hann átti að fara um
„Byssukúla.n kom í gegnum
rúðuna og þaut síðan rétt fram
hjá höndinni á mér“, sagði Garð
ar Guðmundsson kranastjóri í
stuttu viðtali við Vísi í morgun.
Verkamenn, sem voru að vinna
í grunni húsbyggingar að Aust-
urbrún 6, vissu ekki hvaðan á
sig stóð jveðrið, þegar þeir allt
í einu heyrðu þyt frá byssukúl
um fyrir eyrum sér. Við nánari
athugun sáu þeir hvar maður
stóð með byssu uppi á svölum
á næsta húsi.
Það var skömmu eftir hádegi
í gær, að verkamenn, sem voru
að vinnu í húsgrunni að Aust-
urbrún 6, heyrðu allt f einu
Framh. á bls. 6
Garðar Guðmundsson, krana-
stjóri bendir hér á gatið eftir
byssukúluna. —• (Ljósm. Vísis
B. G.)