Vísir - 21.04.1964, Blaðsíða 9
VlSIR . ÞriBjudagur 21. apríl 1964.
06 FISKISÆLD
spjallað við „heioismethafa" i ■ fiskveiðum; sem er
nú á föram til Eðaregs að sæhja nýjan bút
Finnbogi Magnússon.
Fiskur og fiskafli er
mjög almennt umræðu-
efni manna um þessar
mundir, og ekki að
undra, því aldrei hefur
slíkur landburður borizt
af fiski. Bátarnir koma
drekkhlaðnir að landi og
heimsmet eru sett í afla-
magni annan hvern dag
eða svo, og þegar bátarn
ir koma að landi eftir sól
arhring eða minna með
yfir 100 tonn hrista
gömlu sjómennimir höf-
uðin og segja: „Þetta er
nú bara talsvert meira
en við höfðum yfir alla
vertíðina í gamla daga“.
Einn þeirra manna, sem
hvað mest hefur verið í afla-
fréttum undanfarin ár, er Finn-
bogi Magnússon, skipstjóri á
Lofti Baldvinssyni frá Dalvík,
en hann hittum við á Hótel
Borg um helgina og röbbuðum
'lítillega við hann.
Við spurðum Finnboga fyrst
um heimsmetið, sem hann og
áhöfn hans á Helga Helgasyni
setti I fyrra, þegar báturinn
veiddi 1452 tonn á vetrarvertíð
í fyrra.
„Já, þið blaðamennimir köll-
uðuð þetta heimsmet, en ég veit
nú eiginlega ekki hvað skal
segja um það. Liklega er þetta
heimsmet f þorskinum, en ef-
laust hafa erlendir bátar veitt
meira af öðmm tegundum, ég
veit það satt að segja ekki“.
— Og nú skiptlr þú um bát,
og enn gengur vel?
„Þetta hefur gengið eins og
í sögu í vetur hjá okkur. Þeg-
ar ég fór var aflinn samtals
orðinn 1200 tonn, sem er 100
tonnum meira en I fyrra um
sama leyti. Nú, veðurfarið hef-
ur Iíka aldeilis gælt við okkur í
vetur, sérstaklega á netunum,
sem byrjuðu 22. febrúar, línan
gekk verr“.
...í 4- Og hvernig stendur á að
þú ert staddur hér í borginni
um hábjargræðistimann?
„Það stendur svo á þvi, að ég
fer utan til Noregs á miðviku-
daginn, en þar sæki ég nýjan
bát í skipasmíðastöðina i Molde.
Þetta verður fallegur bátur, rúm
200 tonn og svipaður nýrri bát-
unum, sem hingað hafa flutzt
undanfarið. Við komum með
hann eftir mánuð og gemm
hann út á síld í sumar“.
— Markar ekki koma bátsins
tímamót hjá Patreksfirðingum?
„Það vonum við að hann
geri. Mér finnast Patreksfirðing-
ar hafa orðið illilega undir í
bátaflóðinu undanfarið. Þar
voru tveir bátar fyrir 5 og 7
ára camlir. Það er mjög aðkall-
ahdi fyrir Patreksf jörð að endur-
nýja flotann og auka hann. Að-
stæður á Patreksfirði em mjög
góðar, enda em bátarnir þaðan
með Ianghæstan meða’afla af öll
um verstöðvum á landinu. Fólks
fjölgunin á Patreksfirði hefur til
þessa verið alltof hæg. Fyrir
nokkrum dögum náðj kaupstað-
urinn reyndar merkum áfanga,
en þá kom 1000. bæjarbúinn,
einhleypur maður, sem flutti úr
einni af nærsveitunum til bæj-
. arins“.
— Einhver atvinnuaukning
ætti að verða að nýja bátnum
ykkar?
„Já, ég reikna með að vlð
þurfum 35 manns til að starfa
við hann, skipverja og land-
menn“.
— Er ekki spennandi að vera
að sækja nýtt skip?
„Jú, ekki er því að leyna.
Það er þetta, sem nagar mann:
Verður heppnin með manni á
nýju skipi, eða ekki“.
— En þú skiptir um bát 1
fyrra, varst með Helga Helga-
son, en tókst við Lofti Bald-
vinssyni, og nú virðist fiskur-
inn jafnt hafa sótt til þín.
„Já, fiskurinn hefur Iöngum
viljað sækja til mín, og satt
bezt að segja, á ég enga skýr-
ingu sérstaka við því. Ég hef
jafnvel verið heppinn á laxveið-
um, þegar ég hef haft tækifæri
á að komast í hann á haustin
eftir sumarvertíðina í Langadals
á í ísafjarðardjúpi. Sumir segja,
að þessi heppni fylgi þeim, sem
fæddir eru undir tvfburamerk-
inu, kannski, ég veit ekki“,
sagði aflakóngurinn að lokum
og brosti íbygginn.
Á 5. hurJrað misferlibrot
y
Ri ikunmglinga á sl. árí
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur
fékk á árinu sem Ieið 305 börn til
meðferðar vegna samtals 425 mis-
ferlibrota af ýmsu tagi. Börnin
eru á aldrinum 7—16 ára.
Meiri hlutinn af þessum börn-
um og unglingúm eru drengir.
Þeir eru 253 talsins en telpur ekki
nema 52. Versta aldursskeiðið
virðist vera 15 ára aldurinn hvað
afbrotahneigð snertir. Á þvi ald-
ursári eru 59 piltar og 39 stúlkur
staðin að afbrotum eða misferli.
Athyglisverð er tala þeirra ung-
linga sem staðnir eru að ölvun.
Þeir eru samtals 24. Þar af 9
stúlkur og 15 piltar. Þau yngstu
eru 14 ára. Annars ber mest á
skemmdarverkum alls konar, sam-
tals 117 tilfelli og þar næst hnupl
og þjófnaður, 111 tilfelli. Flakk
og útivist eru 76, innbrot 41,
ýmsir óknyttir 35, meiðsl og
hrekkir 6 tilfelli, og svik og fals-
anir í 4 tilfeilum.
Barnaverndarnefnd getur þess
að misferlibrotum hafi fækkað frá
árinu 1962, einkum þjófnaðar-
brotum og útivist barna. Það ár
hafði nefndin afskipti af 401 barni,
sem höfðu samanlagt 639 brot að
baki. Skemmdarverk og spellvirki
unglinga hafa aftur á móti færzt
mjög i vöxt.
Nefndin lætur þess getið, að
ofangreindar tölur sé ekki nein
t'temandi heimild um vandamál
barna og unglinga í borginni. Vit-
að sé að fjöldi brota komizt aldrei
til vitundar nefndarinnar. Einkum
eigi þetta við um útivist, ölvun
og lauslæti. Að áliti þeirra, sem
bezt þekkja til, færist áfengis-
neyzla unglinga mjög í aukana,
þótt ekki verði færðar fyrir því
tölulegar sannanir.
Samfara brotunum eru oft ýmis
önnur vandræði, sem ekki er að
jafnaði getið í skýrslum nefndar-
innar. Má hér t.d. nefna fjarvistir
barna úr skólum. Mörg börn á
fræðsluskyldualdri hætta að sækja
skóla, án lögmætra ástæðna, og án
þess að rönd verði við reist við
núverandi aðstæður. Flest eru börn
þessi á tveim síðustu árum fræðslu
skyldunnar, en önnur hafa ekki
Iokið barnaprófi, er skólavist
þeirra lýkur. Eru sum þeirra mjög
fákunnandi, jafnvel ólæs. Er hér
um vanda að ræða, sem nauðsyn
ber til að taka föstum tökum.
Mestur þrándur í götu er skort-
ur á hvers kyns barnaheimilum og
uppeldisstofnunum. Þessi skortur
veldur þvf, að nefndin getur lítið
sem ekkert gert til bjargar hluta
þeirra barna og unglinga, sem til
hennar er vísað og þarfnast hjálp-
ar.
Þegar um yngri börn er að ræða,
má nokkuð bæta úr þessum skorti
með því að vista börnin á góðum
einkaheimilum, einkum þegar sýnt
er, að þeim þarf að ráðstafa til
langframa. Þegar um eldri börn
og unglinga, . með langþróaða
hegðunarerfiðleika er að ræða,
horfir öðru vísi við. Erfitt er að
finna einkaheimili, sem vilja taka
að sér þessi börn og fáum heimil-
um treystandi til að annast endur-
uppeldi þeirra. Þessi börn eru
mesta og erfiðasta viðfangsefni
nefndarinnar. í Iandinu er einungis
ein uppeldisstofnun fyrir börn af
þessu tagi, vistheimili drengja í
Breiðuvík. Heimili þetta, sem rek-
ið er af ríkinu, er ætlað drengjum
hvaðanæva af landi.iu, en láta
mun nærri, að Reykjavfk hafi not-
ið um 10 þeirra 16 plássa, sem þar
eru. Þar sem venjulegur dvalar-
tími hvers drengs er um tvö ár,
getur Barnaverndarnefnd Reykja-
víkur komið þangað um 5 drengj-
um til jafnaðar á ári. Samkvæmt
nýlegu yfirliti lenda hins vegar
um 14 drengir árlega í ítrekuðum
hegningarlagabrotum, eða um
helmingi fleiri en komið verður
til Breiðuvíkur. Er því ljóst, að
þegar er orðin full þörf á öðru
drengjaheimili af svipaðri stærð
og Breiðavík.
MOÐIR JORÐ
Ásmundarfélagið og Reykja- hefur það verið sett upp 1
víkurborg hafa keypt listaverk- skrúðgarðinum í Laugardal. —
ið Móður jörð, eftir Ásmund Myndina af „Móður jörð“ tók
l’ Sveinsson myndhöggvara, og ljósm. Vísis B. G.
-<é>
/