Vísir - 21.04.1964, Qupperneq 4
- 1 A
Nú eru tíu ár liðin síðan
nokkrir ungir, bandarískir rit-
höfundar í París ákváðu að
hefja útgáfu tímarits, þar sem
þeir gætu birt Ijóð sín og
sögur. En þeim var ljóst, að
einhverja beitu þyrfti á krók-
inn, ef vel ætti að fara, og
þar eð þeir,höfðu ekki efni
á að borga frægum höfund-
um, datt einum þeirra það
snjallræði í hug að hafa held-
ur viðtöl við þá og fá þannig
ókeypis framlag frá þeim.
Þessi viðtöl hafa verið gefin
út í bókarformi undir nafn-
inu WRITERS AT WORK, og
segja þar .29 skáld og rithöf-
undar frá vinnubrögðum sín-
um og skoðunum á mönnum
og málefnum.
I fvrra bindinu eru 16 samtöl,
hann einfaldlega: „Getting the
words right“.
Hemingway vann á morgn-
ana, en aldrei meira en 2 — 3
tíma á dag. „Það er kappnóg
starf fyrir einn mann að Ieitast
við að skrifa eitthvað, sem hef-
ur varanlegt gildi, jafnvel þótt
hann noti ekki nema fáar
klukkustundir daglega til sjálfra
skriftanna“.
Aðrir voga sér ekki nærri
skrifborðinu fyrr en eftir Iang-
an undirbúning. „Ég er sex
mánuði að skrifa eina smá-
sögu“, segir Dorothy Parker.
„Ég- hugsa hana út fyrst, síðan
skrifa ég hana niður. Ég geri
aidrei uppkast”. Huxley skrif-
aði hvern smákafla margsinnis,
Truman Capote gat eytt iöng-
um tíma í heilabrot um eina
einustu kommu. En O’Connpr
hefur þá aðferð að fá það fyrst
á pappírinn og taka síðan tii
við að leiðrétta og la'gfæra
„endalaust, • endalaust, enda-
laust“. James Thurber gat aldrei
tekið sér hvíld. Það kom fyrir,
að konan hans þurfti að segja
V í S IR . Þriðjudagur 21. apríl 1964.
Skáldið hcfur lagt frá sér skriffærin og reynir nú að lýsa starfsaðferðum sínum.
m. a. við Faulkner, Thornton
Wilder, Truman Capote, Simen-
on, Penn Warren og Dorothy
Parker, en í þvf síðara 13, m.
a. við T. S. Eliot, Ezra Pou'nd,
Elemingway, Aldous Huxley,
Henry Miller, Pasternak, Law-
rence Durrell og Katherine Ann
Porter.
Tj'nginn hinna ungu rithöfunda
var blaðamaður að atvinnu,
en einmitt reynsluskortur þeirra
hefur gefið viðtölunum fersk-
leika og nýstárlegt svipmót.
Þeir eru vel að sér og vel undir-
búnir, spyrja af þekkingu og
hafa lag á að fá hina frægu
höfunda til að tala frjálslega um
líf sitt og starf. Við kynnumst
vir.nubrögðum þeirra, hinum
margvíslegu erfiðleikum, sem
þeir eiga við að stríða, og lausn
hvers og eins á vandamálum
rithöfundarstarfsins.
Við getum gjarnan spurt okk
ur sjálf, á hvoru við höfum
meiri áhuga: verkum skáldsins
eða skáldinu sem manni. §var
kann að virðast óþarft, en Fran-
eois Mauriac játar í sínu viðtali,
að hann hafi meiri áhuga á
persónuleika Kafka, dagbókum
hans og bréfum en skáldsögun-
um, og að hann hrífist fremur
af Epfiily Bronté sem persónu,
þegar hann lesi Wuthering
Heights, en bókinni sjálfri. Það
kemur sjaldan fyrir að dómi
Mauriacs, að höfundurinn
hverfi og verkið eitt standi eftir
eins og hjá Shakespeare og
Hómer. Af verkum Rousseau
séu játningarnar einar lesnar
og af verkum Chateaubriand að
eins minningarnar. „Það eru
ekki bækurnar okkar, sem lifa,
heldur okkar vesælu ævisögur".
Camtalið við Hemingway er
hápunktur seinni bókarinn-
ar. Við skynjum persónuleika
hans með öllum okkar skiln-
ingarvitum, finnum ofurkraft
hans og hita, beizlaða orku villi
dýrsins, sem býst til að stökkva
á bráð sína — orðið. Þegar hann
er spurður, hvort hann skrifi
sömu kaflana upp aftur og aft-
ur, svarar hann: „Það er mis-
jafnt. Ég skrifaði seinustu b.lað-
sfðuna af Vopnin kvödd þrjátiu
og níu sinnum". Og við spurn-
ingunni hvers vegna, svarar
við hann í veizlum: „James,
góði hættu nú að skrifa!" Faulk-
ner skrifaði The Sound and the
Fury fimm sinnum frá upphafi
til enda.
Cimenon er eina undantekning-
^ in frá þessari reglu. Þegar
hann er búinn að fá söguþráð-
inn, skrifar hann einn kafla á
dag, lokar sig inni og lifir eins
og munkur í klefa, talar ekki
við nokkurn mann og rennur
saman við aðalpersónuna í
hugsun og tilfinningum. „Eftir
fimm daga held ég það varla
út lengur, þess vegna eru skáld-
sögurnar mínar svona stuttar.
Eftir ellefu daga get ég ekki
meira, það er líkamlega ómögu-
legt“.
Katherine Ann Porter er hins
vegar mörg ár með hverja bók.
Hún talar um uppsprettuna, sem
þornar, líkt og Miller minnist
á geyminn, sem tæmist, og þá
er ekki um nema eina leið áð
ræða — að bíða. Einu sinni
varð hún að hætta í miðri setn-
ingu og bíða mörg ár.
Bíða hvers? Innblástursins?
Faulkner segir um hann: „Ég
þekki ekki .innblástur, ég hef
heyrt á hann minnzt, en aldrei
kynnzt honum“. Þó talar hann
um listamanninn sem „rekinn
áfram af illvættum. Hann veit
ekki, hvers vegna þeir völdu
hann, og hann er gersneyddur
siðferðiskennd; hann er tilbú-
inn að ræna, fá lánað, betla eða
stela frá hverjum sem er til
að geta lokið verki sínu. Allt
verður að víkja fyrir því eina
markmiði að skrifa bókina:
heiður, stolt, lífsöryggi og ham
ingja“.
TTenry Miller segist stundum
hafa á tilfinningunni, að
honum sé lesið fyrir, líkt og
einhver annar taki við, en hann
sjálfur þurfi aðeins að skrifa
niður það sem hann heyrir. Og
Hemingway orðar þetta á sinn
hátt: „Ég leitast aðeins við að
skrifa eins vel og mér er unnt.
Stundum hef ég heppnina með
mér og skrifa betur en mér er
unnt“.
Um stíl sinn segir Heming-
way, að hann hafi jafnan reynt
að hafa I huga ísjakann, þar
sem sjö áttundu hlutar séu fald-
ir undir yfirborði vatnsins.
„Maður á ekki að skrifa allt,
sem maður veit. Allt, sem
sleppt er, styrkir ísjakann".
i Þá hafa ytri aðstæður sínu
hlutverki að gegna. „Sá vél-
ræni verknaður að snerta takk-
ana á ritvélinni, skerpir hugs-
unina“, segir Henry Miller. Eftir
að Thurber missti sjónina, gat
hann ekki skrifað neitt árum
saman, þangað til hann lærði
loks að semja sögurnar í hug-
anum og lesa þær síðan fyrir.
Þegar Iæknarnir töldu, að nauð-
synlegt myndi að taka af Hem-
ingway hægri handlegginn eftir
bílslys, hélt hann, að hann yrði
að hætta að skrifa.
‘O'emingway skrifaði standapdi
við púlt sitt. Truman Ca-
pote liggur aftur á móti á dívani
og notar einungis gulan pappír,
en Colette vildi bláan. Sumir
geta skrifað hvar sem vera skal,
ef þeir fá næði til þess, aðrir
eins og t. d. Shaw geta ekki
skrifað annars staðar en heima
hjá sér við sitt eigið borð. Fæst
ir vilja nokkuð tala um þau
verkefni, sem þeir eru að glíma
við, svo að þeir missi ekki tök
á þeim. „Það er einmanalegt
starf að vera rithöfundur", seg-
ir Hemingway. „Tíminn, sem
maður hefur til umráða, styttist
óðum, og hvert augnablik, sem
sóað er, virðist vera ófyrirgef-
anleg synd“.
í þessum viðtölum kennir
margra grasa. Skáldin tala opin-
skátt um skoðanir sínar og
svipta leyndarhjúpnum af ýmsu,
sem listamenn varast að jafnaði
að minnast á. Og stundum berst
talið að vandamálum eins og
fjárhagslegu öryggi hins skap-
andi iistamánns og hvort það
hafi örvandi eða sljóvgandi
áhrif á skáldskapargáfuna.
„JJithöfundur þarf ekki á
fjárhagslegu frelsi að
halda“, segir Faulkner. „Hann
þarf ekki annað en blýant og
blað. Ekkert getur eyðilagt góð-
an rithöfund, ekkert stöðvað
hann nema dauðinn".
En Dorothy Parker lítur á
fjárhagslegt öryggi sem sterkan
stuðning og sér engan ávinning
í að sitja sveltandi í vesælli
þakkytru. Hún dregur ekki dul
á, að peningaþörfin hafi orkað
sem driffjöður á skáldskap henn
ar: Þó gengur hún ekki of langt.
Um Hollywood segir hún: „Ég
get ekki taiað um Hollywood.
Mér fannst hún hryllingur, með
an ég var á staðnum, og mér
finnst hún hryllingur, þegar ég
hugsa um dvölina þar. Hvað er
svona hræðilegt við hana? Fólk-
ið“.
Cjónarmið hinna frægu rithöf-
unda eru margvísleg, en um
eitt eru þeir allir sammála —
fánýti bókmenntagagnrýninnar.
„Ég skal gefa yður 50 dollara",
segir Truman Cápotej „ef þér
vísið mér á rithöfund, sem get-
ur sagt í einlægni, að hann
hafi einhvern tíma hagnazt á að
iesa bókmenntagagnrýni. Og ég
skal gefa yður heilræði: Gerið
aldrei svo lítið úr yður að reyna
að svara ritdómara".
í þessum bókum draga hin
frægu skáld upp mynd af sjálf-
um sér, og við kynnumst ólík-
um mönnum með ólíkar skoð-
anir. Við fáum innsýn í lif
þeirra og starf, og þegar við
tökum bækur þeirra næst úr
hillunum, lesum við þær ef til
vill með nýjum augum. Og við
skynjum hin nánu tengsl milli
skáldsins og verka þess.
Akureyraryfirlýsing SjáKstæðismanna
★
Ungir Sjálfstæðismenn, saman
komnir til fundar á Norður-
landi, telja einsýnt að efnahags-
legar framfarir og efnahagslegt
sjálfstæði fslenzkrar þjóðar
verði ekki tryggt í heimi örra
breytinga og stærri markaðs-
heilda, nenia gagngerðar um-
bætur verði í skipulagi atvinnu-
mála og ákvörðun kaupgjalds-A-
á ísiandi.
Ungir Sjálfstæðismenn skora á
launþega og atvinnurekendur í
landinu að fella niður tilgangs- ■
lausar deilur en taka höndum
saman um eflingu atvinnuvega-A-
og efnahag.: landsmanna í sam-
ræmi við kröfur nýrrar aldar
tækni og vísinda.
Ungir Sjálfstæðismenn vekja at-
hygli þjóðarinnar á þeirri stað-
reynd, að í nútímaþjóðfélagi er-fc
hagnýting nýrrar tækni sá þátt-
ur, sem ræður úrslitum um stöð-
ugar efnahagslegar framfarir og
því er höfuðnauðsyn að stórefla
vísinda- og rannsóknarstarfsemi,
auka og endurskipuleggja tækni-
menntun og tæknilega upplýs-
ingaöflun og taka upp kerfis-
bundna hagræðingarstarfsemi í*
atvinnurekstri landsmanna.
Ungir Sjálfstæðismenn lýsa yfir
óskoruðum stuðningi við stór-
iðjuframkvæmdir á Islandi með
byggingu olíuhreinsunarstöðvar,
kísilgúrverksmiðju og alúminí-
umverksmiðju. -fc-
Ungir Sjálfstæðismenn leggja á-
herzlu á, að almenningi á Is-
landi verði veitt tækifæri til þátt
töku í þessum atvinnurekstrj og
aðild ríkisins að honum sé ekki
meiri en brýn nauðsyn krefur.
Ungir Sjálfstæðismenn benda á,
að tryggur markaður er undan-
fari aukinnar framleiðslu og því
rTTnvnrtMtwxm:?:
verður rótgróið skilningsleysi á
nauðsyn sölutækni og markaðs-
þekkingar erlendis fyrir íslenzk-
ar framleiðsluvörur að víkja fyr-
ir nýju mati á mikilvægi þessar-
ar starfsemi.
Ungir Sjálfstæðismenn lýsa
stríði á hendur fjármálaspillingu
í landinu og skora á Alþingi Is-
lendinga að táka upp einarða
baráttu gegn hennj m. a. með
setningu réttlátrar skattalöggjaf
ar, sem útiloki skattsvik og aðra
spiliingu í skjóli hennar.
Ungir Sjálfstæðismenn heita á
alla þjóðholla Islendinga að
fylkja sér að baki ríkisstjörn
landsins til lausnar þeim vanda-
málum, sem nú steðja að og
taka höndum saman um að
beina kröftum þjóðarinnar að
raunhæfu starfi til bættra lífs-
kjara á næstu áratugum.