Vísir - 21.04.1964, Side 6

Vísir - 21.04.1964, Side 6
Sveiflaði ársgömlu barni utan í vegg svo það hlaut bana Mjög sviplegur atburður gerðist á Hellissandi á Snæfellsnesi um helgina en þær mun maður hafa orðið valdur að dauða barns síns, rúmlega árs gamals. Að því er Vísir hefur fregnað varð atburður þessi um eittleytið e. h. á sunnudaginn og með þeim hætti að því að talið .er að mað- urinn hafði tekið i annan fótlegg barnsins og sveiflað þvi í kring um sig. En slíka tilburði var hann vanur að hafa við barnið, að því er hann sjálfur segir. Að þessu sinni hrasaði hann, enda eitthvað undir áhrifum áfengis. Við það mun hðfuð barnsins hafa slegizt í vegg í herberginu, og beið það samstundis bana. , Vísir átti í morgun tal við sýslumann Snæfellinga, Hinrik Fyrirlestur Peters Hallbergs Dr. Peter Hallberg, dósent í bókmenntasögu við Háskólann i Gautaborg, er staddur hérlendis um þessar mundir. Hann flytur fyrirlestur í boði Háskóla Islands í kvöld um höfundagrciningu ís- lenzkra fornsagna eftir málsein- kennum þeirra. Fyrirlesturinn verður fluttur í I. kennslustofu Háskólans og hefst kl. 6.15 e. h. Öllum er heimill aðgangur. Jónsson í Stykkishólmi og kvaðst hann hafa komið á Hellissand um hádegið í gær til að setja rétt í málinu, yfirheyra vitni og rann- saka vettvang atburðarins. Kvaddi hann sér til aðstoðar tvo menn úr tæknideild rannsóknarlög- reglunnar I Reykjavik, þá Ragnar Vignir og Guðmund Erlendsson sem fóru flugleiðis vestur á Hellis- sand í gær. Hinrik sýslumaður sagði að at- burðurinn hefði átt sér stað í ver- búð hraðfrystihúss Hellissands, uppi á lofti í húsinu. Þar bjó margt fólk og m. a. nýkomin ung hjón eða kærustupar frá Akranesi, sem voru komin vestur fyrir um það bil viku, ásamt barni á að gizka 15 mánaða gömlu sem þau áttu. Um eittleytið á sunnudaginn var móðir barnsins að elda mat í eld- húsi, en heyrði þá einhvern háv- aða í svefnherberginu þeirra. Skrapp hún þangað inn til að vita hverju þetta sætti, en um leið og hún kom inn I herbergið rak hún upp angistaróp og kallaði á hjálp. Fólk þusti að, en þá var faðir barnsins með það látið I fangi sér og kvað það mundi hafa dottið úr vöggu niður á gólfið. Greinilegt var þó eftir áverkum á barninu að dæma að það gat ekki verið dánarorsökin, heldur myndi hennar að leita annars staðar. Sást og greinilegt far, um það bil á stærð við undirskál, í vegginn sem er texklæddur á tré- grind. Rannsóknarlögreglumenn- irnir söguðu þetta út úr veggnum og fóru með það suður til nánari rannsóknar. Þá skýrði Hinrik sýslumaður enn fremur frá því að lík barnsins hefði verið sent til krufningar f rann- sóknarstofu Háskóla íslands. Foreldrar stúlkunnar, móður barnsins, komu frá Akranesi strax og þeim barst fréttin af slysinu og sóttu hana á sunnudaginn. En í gærmorgun fór faðir þess, öllum að óvörum, einnig suður á Akra- nes, en þar var hann handtekinn í gær og mun þá hafa játað á sig verknaðinn, sem hann taldi þó einvörðungu slysni og óviljaverk. Saltskortur — Framh af bls 16 Vísir átti tal við þá aðila, er flytja inn salt, þ. e. Kol & Salt og Ólaf Gíslason & Co. Var blað inu tjáð, að Kol & Salt ætti von á saltskipi um helgina en Ólafur Gfslason & Co sagði, að óvíst væri^ hvort þeir fengju saltskip, sem nú er við Færeyjar. — Salt- notkunin hefur verið óeðlilega mikil f aflahrotunn; undanfarið. Ber þar einkum tvenn til. í fyrsta lagi hefur nær allur fiskur inn farið f salt vegna þess hve stór hann hefur verið og erfiður til frystingar ,og herzlu. I öðj-u lági héfur 'efekí vérS8 víánuafl tilj þess að umsaltá en’Við umsölt- un fæst venjulega mikið salt sem nota má aftur. Sumarfagnaður stúd- enta að HÓTEL BORG Annað kvöld efnir Stúdentafélag Reykjavíkur og Stúdentaráð til sumarfagnaðar að Hótel Borg. Munu stúdentar, eldri sem yngri kveðja þar veturinn, á síðasta vetrardegi. Ýmislegt verður til skemmt- unar á fagnaði þessum. Frið- finnur Ólafsson forstjóri stjórn ar m. a. nýstárlegri ræðukeppni, sem ýmsir þjóðkunnir menn munu taka þátt í, ásamt stú- dentum. Ómar Ragnarsson stud. jur. flytur skemmtiþátt og á miðnætti verður sumri fagnað. Sfðan verður dansað til kl 2 eftir miðnætti. r m m Sár harmur er kveðinn að foreldrum þessarar litlu fallegu stúiku, sem hét Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir og átti heima að Vestmannabraut 53 í Vest- ^ mannaeyjum.. Hún var úti að leika sér miðvikudaginn 15. þ. m. en lenti þá undir bil og beið samstundis bana. Guðrún Ágústa var aðeins 5 ára gömul. SEÐLABANKI ÍSLANDS Fundir voru í báðum deiidum og sameinuðu þingi í gær. í sam- einuðu þingi var tekið fyrir kjör- bréf, f efri deild voru m. a. á dag- skrá frumvörp um loftferðir, ríkis borgararétt og um varöskip Iands ins og skipverja á þeim. í neðri deild var til 2. umr. frv. um Seðla banka fslands, sem miklar umræð ur urðu um í vetur. SEÐLABANKI fSLANDS. Mathías Á, Mathíesen mælti fyrir áliti meirihl. fjárhagsnefndar á frv. um Seðlabankann. Sagði hann að hér væri um að ræða heimild fyrir Seðlabank- ann að auka sparifjárbind- ingu sína úr 15 -20% i 25%. Hér er farið fram á að láta ákveðinn hluta af fé landsmanna liggja í Seðlabankanum til styrkt- ar efnahagslífinu, og þegar litið er á þróun þessara mála frá 1960, þá sést hve gagnlegt þetta er. Hitt er svo matsatriði hve há prósentutalan á að vera. En eins og einstaklingar safna sjóðum í bönkum. þá þarf þjóðarbúið í heild að safna gjaldeyrisvarasjóði. Þá kvaðst ræðum. hafa, ásamt viðskiptamálaráðherra, rætt við stjórn Seðlabankans um Iagfær- ingu á vaxtakjörum bankanna á þessum bundnu innstæðum. Sagð ist hann hafa von um, að þessi iagfæring kæmist í framkvæmd. Þá segir í 2. grein frv. að Seðla- bankanum sé heimilt að gefa út innanlands gengistryggð verð- bréf. — heildarinnstæður í bönkum og sparisjóðum hafi auk- izt um 100% sl. 3 ár. En þar sem nokkuð hefur dregið úr hinni hröðu aukningu sparifjár síðustu mánuði, þykir rétt að hafa mögu- leika til þess að bregðast við þeim vanda, sem að kann að steðja I þessum efnum. Næstur tók til máls Einar Ágústsson. Taldi hann, að með frv. væru viðskiptabankarnir gerð ir óhæfir til að gegna hlutverki sínu, þegar taka ætti samkv. því 555 millj. króna frá þeim. Þá taldi hann mjög varhuga- vert að láta Seðlabankann njóta þeirra forréttinda að mega einn gefa út gengistryggð skulda- bréf, einkum þó á verðbólgutím- um. Viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, svaraði ræðu Einars nokkrum orðum, einkum fyrir- spumum, sem fram höfðu kom- ið í ræðu hans. Við þeirri fyrstu, hvort nota ætti þessa nýju bindingar- heimild til fulls, svaraði hann því, að það hefði engum dottið í hug, heldur væri hér aðeins um hámarksheimild að ræða. Og hver yrði innstæðubindingin i ár hlyti að fara eftir efnahagsástæðum eins og ríkisstjórnin og stjórn Seðlabankans metur það á hverj um tíma. Þetta frv. er tæki til þess að hafa skynsamlega stjórn á efnahagslífinu í heild og til að skapa festu. Og við þeirri spurn- ingu til hvers hugsanleg sparifjár- aukning ætti að ganga, svaraði ráðherrann því til að höfuðtilgang urinn væri að koma upp gjaldeyr- isvarasjóði án þess að draga úr stuðningi við aðalatvinnuvegina. Væri þessj sjóður nú kominn upp í 1353 millj. króna. En' hvers vegna þarf þá hækkaðar heimild- ir? í fyrsta lagi vegna þess að nú liggur við að hámarksheimild til sparifjárbindingar sé náð, og ef hún er ekk; hækkuð þá minnkar hlutdeild Seðlabankans í sparifjár aukningunni. í öðru lagi hafa komið fram auknar kröfur um stuðning við atvinnuvegina, einkum við iðnað- inn, og til þess þarf meira fé, nema gengið sé á gjaldeyrisvara- sjóðinn, sem enginn mun nú víst óska eftir. Þá rakti ráðherrann hve afurða Iánin hafi stórhækkað á síðustu árum, s.l. ár hafi þau verið 905 millj. og á árinu ’62 — ’63 hafi þau aukizt um 180 millj. Og það gefur auga leið, að þessa auknu byrði getur Seðlabankinn ekkj tekið á sig nema með aukinni nýtingu sparifjár. Og hvað snertir útgáfu verðbréf anna, sagði ráðherrann, að heim- ild yrði ekki notuð nema að vand lega íhuguðu máli og f samráði við viðskiptabankana. Var málið síðan tekið út af dagskrá. Miðar að fagnaðinum verða seldir- á morgun að Hótel Borg frá kl. 5 e. h. Stúdentar eldri sem yngri eru hvattir til þess að fjölmenna á sumarfagnað- SBægt um borð í háfunum Vísir hefir frétt, að sökum erfiðleika á að taka á mótí fiski, jafnmikið og berst að, en þeir erfiðleikar stafa að veru legu leyti af fólkseklu, hafi stærstu fiskmóttakendur til- kynnt, að þeir geti ekki i bili tekið við fiski, nema hann sé slægður um borð í bátunum. Fyrirsjáanlegt er nú saltleysi næstu 5—6 daga í nær öllum ef ekki öllum verstöðvum hér syðra. Skotárás --- Framh .af bls. 1. brothljóð, er skotið var í gegn um rúðu á vinnuskúr, sem stend ur rétt við grunninn. Rétt á eftir heyrðist annað skot og fór kúlan gegnum rúðu á bílkrana, sem var þar að vinnu, og fór hún aðeins hársbreidd frá krana stjóranum, Garðari Guðmunds- syni. Mennirnir sáu að skotin komu frá manni, sem stóð úti á svölum fjórðu hæðar á næsta húsi. Kölluðu þeir til hans og báðu hann að hætta þessu. En hann sinnti því ekki <?g hélt áfram. Hringdu þeir þá til lög- reglunnar og tilkynntu henni um verknaðinn. Þegar lögreglan kom á staðinn, hóf hún þegar að leita uppi skotmanninn. Opn aði hann fyrir lögreglunni, þeg ar hún knúði á dyr hans og benti henni á skotvopnið, sem er 22 cal. riffill með kíki. Einn ig fékk hann lögreglunni pakka með skotum í, svo og byssu- leyfi, sem hann hafði undir höndum. Maðurinn er bæði mál laus og heyrnarlaus, og er því ekki nema von að köll verka- mannanna hafi ekki borið árang ur. Hann mun hafa skotið 3 — 4 skotum. Maðurinn er tæplega 40 ára gamall. Sagður hæglæt- ismaður, en þegar hann bragðar áfengi, þá hefst hann ýmislegt að, sem hann getur ekki gert sér grein fyrir á eftir. FÉLAGSLÍF Knattspymufélagið Valur — knattspyrnudeild. Meistara, I. og II. flokkur. Áríðandi æfing í kvöld kl. 7,30. Þjálfarinn. K. F. U. K. A.D. Munið vorfund- inn í kvöld kl. 8.30. Kvikmynd o. fl. Hugleiðlng, séra' Lárus Hall- dórsson. Afmælisfundurinn verður þriðjudaginn 28. þ. m. Vegna veit- inga eru félagskonur beðnar að vitja miða í húsi félaganna þessa viku, eða eigi síðar en 26. þ. m. Stjórnin. 12 U E R Z l U N ^G'unXme 3 <~7' BRffÐRnBORGARSTIlí'22 Smábarnafatnaður, leikföng, bali ettvörur og ^nyrtivörur. 3

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.