Vísir - 21.04.1964, Síða 7

Vísir - 21.04.1964, Síða 7
VlSIR . Þriðjudagur 21. apríl 1964. 7 IXKV Þannig leit gosið í Surtsey út um nóttina meðan þeir þremenningarnir dvöldust í eynni. Sést hér greiniiega eldlitaður strókurinn upp úr gígnum og glóandi hraunflóðið niður frá honum. Myndina tók Brag; Guðmundsson Ijósmyndari úr bátnum Haraldi. Pétur Sveinbjarnarson skrifar um NÚTT í SURTSEY Það er lengi búið að vera áhugamál mitt að komast út í Surtsey, ekki aðeins til að stíga fæti á eyna eða taka steinmola úr henni til minja eins og skemmtiferðafólkið, heldur til að dveljast í henni a. m. k. eina nótt, ef til vill tvær, eins og í útilegu. FYLGZT MEÐ LEIÐÖNGRUM Nú þegar fór að líða á seinn, hluta vetrarins og veður voru góð, óx þessi löngun með mér dag frá degi, en sjálf eyjan og eldgígurinn vildu ekki leyfa slíka landgöngu. Ég fylgdist með því, þegar fyrstu ieiðangr- arnir fóru út í eyna, en fengu heldur kaldar, eða réttara sagt heitar kveðjur hjá eldvættinum Surti. Lengi var Surtsey heldur óárennileg, meðan grjót og ösku regnið stóð úr henni, suma af þeim glóandi hnullungum væri ekki skemmtilegt að fá í haus- inn og það þó maður væri með stálhjálm á höfði. Svo að alltaf frestaðist förin. Það var ekki fyrr en kom fram í apríl, sem gosið tók að breytast, í stað grjótrennslis hófst venjulegt hraungos og nú fóru vísindamenn í leiðangur út í Surt og jafnvel lítil einkaflug- vél lenti þar. Nú var stundin runnin upp, ég varð nú ákveð- inn í því að halda út í eyna við fyrsta tækifæri. Að sjálfsögðu gerði ég mér ljóst, að þetta yrði, hvernig sem að yrði farið, nokkur hættuför, en við það miðaði ég allan undirbúninginn, að gæta sem mests öryggis. Ég fékk x flS með mér Braga Guð- mundsson ljósmyndara Visis og sem þriðja mann Jóhannes Briem, sem er alvanur fjallamað ur og starfsmaður við slysavarn ir. Við bjuggum okkur hið bezta út og skyldi allur útbúnaður miðast við sem mest öryggi. Við höfðum með okkur tvö tjöld, nógan mat og drykk, svefn- poka, hjálma, björgunarvesti, sjúkraböggla, hnífa og önnur tæki, föt höfðum við til skipta og klæddum okkur að öðru leyti mjög vel í ullarnær- föt og hlífðargalla. öllum far- angrinum komum við fyrir I plastpokum til að hlífa honum við bleytu. Loks fengum við lánaða allsterka radíótalstöð, sem við gátum borið á bakinu og haft þannig samband við loft skeytastöðvarnar. í FJÖRUNNI En svo stend ég allt í einu frammi fyrir þeirri staðreynd, að allur þessi vandaði undir- búningur er unninn fyrir gýg. Ég stend í fjörunni í Surtsey. Tveir ungir Vestmannaeyingar, sem áttu að flytja okkur í land í Surtsey, höfðu byrjað á því að fara í könnunarferð til að athuga lendinguna. Þeir höfðu sett plastbátinn útbyrðis á vél- bátnum Haraldi og rétt áður en þeir sigla af stað til að kanna lendinguna, segja þeir: Komdu með Pétur til að athuga þetta, og ég stekk niður í bátinn. Bragi Ijósmyndari og Jóhannes Briem verða eftir um borð í Haraldi, sömuleiðis allur farang ur okkar. Þeir Vestmannaeyingarnir sigla bátnum upp í fjöru rétt við hraunstrauminn og lending- in gengur ágætlega. En lítil alda kemur á hann og fyllir hann af sjó. Við tæmum hann og flytjum hann nokkra metra til í fjörunni og snúum stefn- inu út. Hér virðist fundin sæmi- leg lending og ætlunin er að fara aftur út í vélbátinn Harald og sækja farangurinn. Við ýtum frá landi, en margt fer öðru vísi en ætlað er, allt í einu rís bára undir bátinn og það skiptir engum togum, bátnum hvolfir og við köstumst til með hon- um, en við erum allir með björg unarvesti, súpum allir sjó, en svömlum í land. Verst er, að til þess að geta synt í land, hef ég losað mig við stígvélin. MÓTTÖKUR SURTS Svo stöndum við í fjörunni líkt og þrír Róbinsonar, ég er skólaus, annar Vestmannaeying- ur með annan skóinn og við erum allir holdvotir frá hvirfli til ilja Og allar birgðirnar úti í vélbátnum Haraldi. Surtur lætur ekki standa á móttökunum. Við höfum rétt stigið á þurrt land, þegar goS hefst í gígnum. Feikimiklir dökkir reykbólstrar þyrlast upp úr gígnum, þeir eru dökkbrúnir af vikri og sprengingar í þeim, og við og við skýtur upp rauð- um logum í þeim. Við stöndum undir hrauninu, en gerum okkur ekki grein fyrir því að nein hætta sé á ferðum, fyrr en þeir úti í bátnum gefa okkur til kynna með bendingum, að við verðum að koma okkur undan. Seinna segja þeir okkur að þeir hafi séð rauðglóandi hraunflóð, sem rann í lækjum niður frá gígnum og í áttina til okkar. Ómögulegt var að segja, hvernig þessi glóðarlækur myndi streyma, hann gat eins tekið stefnuna á okkur. Nýrunnið hraunið, þar sem það liggur niður að sjónum, er hrikalegt. Fremstu tungurnar hafa farið út í sjóinn og brotn- að frá og það rýkur úr grjót- kögglunum þar sem vatnið snertir þá, því að þeir eru enn heitir. — Við gengum nú spölkorn eftir fjörunni fyr- ir hraunið og komum á sand- flákana austan á eynni. Þar mæddi það helzt á okkur, að nokkurt sandrok var, og sótti þessi’fíngerði sandur eða aska í öll vit. Vorum við áður en við var litið orðnir eins og hálfgerð ir svertingjar í framan. Sand- urinn þama er til skiptis fín- gerður og mjúkur eða grófari og steinóttur og fann ég vel til þess, þar sem ég var skólaus og bráðlega voru sokkarnir svo slitnir, að ég mátti heita ber- fættur. í SANDGRÓF VIÐ LÓNIÐ Við fullvissuðum okkur um það, að flugvélarlendingin aust an á Surtsey hefði ekki verið eins mikil glæfraför eins og sum ir hafa haldið, því að þarna í fjörunni er ágætur lendingar- staður fyrir flugvélar. Nú komum við að lóninu norð austan til á eynni, þar eru marg ar grófir, sem sáust á mynd í Vísi úm daginn og lögðumst við nú niður í eina þeirra. En nú þegar fór að bera á því, sem varð okkar mesta vandamál með an við dvöldumst í eynni, að Vestmannaeyingarnir tveir, sem fylgdu mér, voru ekki klæddir til neinnar útilegu. Þeir munu t. d. hafa verið í stuttum nær- buxum, og fór þeim að verða mjög kalt, hríðskulfu. Mér leið betur af þvl að ég var miklu betur búinn, en þó var ég renn blautur eins og þeir. Við hvíldum okkur nú um sinn í sandgrófinni, og það var mjúkt og .gott að liggja þar. En ég fór þó við og við á stjá til að grennslast fyrir um ferð ir Haraldar. Enda leið ekki nema um hálftími, þá var hann kom inn þarna austur fyrir eyjuna og lónaði þarna fyrir utan. GUMMIBÁTI SKOTIÐ ÚT. Allt í einu sjáum yið að þeir skjóta út gúmmíbáti og er lengi vel lína í honum, en svo skera þeir á línuna og bátinn á land I eynni. Nú hélt ég að hagur okkar myndi vænkast verulega og hljóp að gúmmíbátnum. Ég get ekki neitað því, að ég vonaðist til að finna þar þurr föt í plast pokum og kærkomnar matar- birgðir. ef til vill tjald og sendi tækið. Þannig gæti dvölin í eynni orðið skapleg þrátt fyrir allt. En þá varð ég líka fyrir mestu vonbrigðunum. í gúmmí- bátnum var ekkert nema tómur olíubrúsi með línu í, ásamt skrif aðri orðsendingu til okkar um að við skyldum flytja bátinn með okkur hlémegin við eyjuna, og fara út f honum frá eynni á þeim stað þar sem olíubrús- ann ræki frá landi. Við fengum nú nóg að starfa og fluttum gúmmíbátinn og olíu brúsann alla leið aftur að hraun inu. En það gekk illa að finna Framh. á bls. 13 Jjjóðviljinn hefur brugðizt ó- kvæða við skrifum Vísis um hina miklu þjóðnýtingu á íslandi. Hér í þessum dálki var fyrir helgina bent á að líklega væri ísland það land Vestur-Evrópu sem einna lengst væri komið í þjóðnýting arátt, og væri ein skýringin sú að einstaklingana hefði skort fjármagn til þess að byggja upp fyrirtæki landsins, og rík- ið þvf orðið að koma til. Þess ari öfugþróun þarf að breyta, og það sem allra fyrst. © Hagur einstaklingsins. Nú hyggjumst við byggja upp mörg ný fyrirtæki á næstu árum, m.a. stóriðjufyrirtæki ýmis. Þar þarf að skapa svig- rúm fyrir einstaklinga og fram takssemi þeirra. Alrangt væri ef ríkið sæti þar eitt að fram- kvæmdum. Hin nýju fyrirtæki þarf að byggja þannig upp að samtökum einstaklinga gefist kostur á að fjárfesta í þeim og efla þau til hagsældar. Áður hefir verið bent á leið sem er gjörkunnug í nágrannalöndun- um, Bandaríkjunum Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. Það er leið almenningshlutafélaganna. Á þennan hátt verður hinn al- menni borgari eigandi, þótt í litlum mælisé í atvinnufyrirtækj unum, og hefir hag af því að efnahagur þjóðarinnar blómg- ist og jafnvægi og heilbrigði ríki þar, en ekki kreppa og vandræði. $ Á undan ríkinu. Við uppbyggingu minni stóriðju fyrirtækja er sjálfsagt að láta einstaklinga og samtök þeirra ganga á undan rfkinu, strax og nokkur reynsla er fengin á þessu nýja sViði. Kísilgúrverk- smiðjan verður að 51% í eigu ríkisins, eins og Vísir skýrði frá fyrir helgina. Önnur fyrir- tæki af svipaðrj stærð ættu að vera í eigu einstaklinga a. m. k. að 51%. Það má ekki gleymast að þjóðinni farnast aldrei betur en einstaklingum hennar. Það er öfugþróun að draga atvinnu og fjármálavald- ið sem mest í hendur ríkisins. Blómleg fjáreign einstakling- anna er undirstaða framfar- anna, nýrra hugmynda, nýrra framkvæmda. Það er stefna einstaklingsfrelsisins, stefna Sjálfstæðisflokksins. O Reynsla annarra. Þjóðviljanum má gjarnan segja það að reynsla annarra þjóða sýnir ótvírætt, að því minni sem þjóðnýtingin er þvf betur vegnar fólkinu í landinu. Bandaríkin eru þar bezta dæmið. Velmegun Breta stór- jókst, þegar þjóðnýtingar- áform Verkamannaflokksins voru að engu gerð. Og hægt hafa Norðurlöndin farið sér á þeirri braut. Þannig er dómur reynslunnar. Af honum eigum við að draga réttar ályktanir. ■ i ! l 1 i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.