Vísir - 21.04.1964, Síða 15

Vísir - 21.04.1964, Síða 15
VÍSIR . Þriðjudagur 21. apríl 1964. 75 rj'x-rnfmm - Já, ég sver það við allt, sem mér er heilagt, en ég set eitt skilyrði. - Skilyrði? — Já, að þér segið mér hver er meðsekur yður, ef ... — Þér trúið þannig á sekt mfna, - þér ákærið mig fyrir föðurmorð, sagði Angela í ör- væntingu. ' — Nei, n það hafa verið lögð fram sönnunargögn, sem eru talin óvéfengjanleg, - em- bættisskyldur minar krefjast þess, að ég sé strangur, láti ekki tilfinningar ráða gerðum mínum, en þrátt fyrir það vilai ég allt til vinna að geta bjargað yður - jafnvel að gerast svik- ari gegn réttvísinni, sem ég hef svarið hollustueið. Hafið þér framið afbrot, á ég sökina — ekkert af því hræðilega, sem gerzt hefir, hefði komið fyrir, ef ég hefði tekið yður fyrir konu. Sé Angela Bemier afbrotakona, ír ég meðsekur henni, en laun- morðingjann skuluð þér nefna .. Angela yppti öxlum. - Ný klækjabrögð hafa leitt yður hingað, sagði hún beisk- lega, því að það væri óréttlæt- anlegur verknaður að hrifsa mig úr klóm réttvísinnar, ef ég vaéri sek um föðurmorð. Er þá ekk- ert, engin rödd, sem hvíslar að yður, — yður, sem eitt sinn sögð uzt elska mig, já, elskuðuð mig, að allar þessar grunsemdir séu ekki á þeim rökum reistar, sem þið þjónar réttvísinnar eruð sannfærðir um. Er ekkert sem hefir haft þau áhrif á yður, að þér hugleidduð, að kannske væri ég fórnardýr en ekki sam- vizkulaust afbrotakvendi. Ég tek ekki tilboði yðar, þótt þér opnuðuð dyr fangelsisins á stundinni. Ég er ákærð og vil fá minn dóm, en ég er saklaus - og við skulum svo bíða á- tekta og sjá hvort ólánið eltir mig þar til yfir lýkur - Þér neitið því, að nokkur sé samsekur yður? — Það eru engir meðsekir þeim, sem sakiausir eru. — Sannið þá, að sönnunar- gögnin sanni ekkert - útskýrið hvemig á því stendur, að vasa- bókin fannst í íbúð yðar. - Cecile Bemier kann að hafa' falið hana þar. — Það getið þér ekki sannað, og ekkert bendir til, að þetta sé svo. - Nei, en þetta gæti vérið svo, — og hvernig sem þetta „sönnunargagn“ komst í mína ibúð, er ég saklaus. Það mun sannast, þótt það verði ekki fyrr en ég er dauð af örvænt- ingu og smán. Þá munuð þér kannske gráta örlög mín, en þá verður það um seinan. 14. — Ef ég aðeins gæti trúað yður, sagði Rodyl eftir nokkra þögn.' — Fyrir fimm dögum var kom ið með böggul til yðar, sem fangaverðimir rannsökuðu. - Ég hef engan böggul feng- ið, sagði Angela örvæntandi. Hver kom með hann? Frá hverj um var hann? Enginn hefir sagi mér rneitt. De Rodyl sagði henni hvað gerzt hafði. - Ég veit ekki hvort mig dreymir eða ég er að verða brjáluð, sagði hún í örvænt- ingu. — Sá, sem menn ætla að sé meðsekur yður sendi yður orð sendingu: Haldið áfram að neita. — Og f orðsendingunni var sagt, að peningar væru fyrir hendi og að dóttir yðar væri horfin. — Horfin, dóttir mín horfin, kveinaði Angela og neri saman höndunum í örvær.tingu sinni. Hvaða öfl eru hér að verki? Þessi óargadýr í mannsmynd hafa kannski drepið dóttur mína? — Um hvern eða hverja eruð þér að tala? - Haldið þér, að ég viti hverj- ir þetta eru — eða hver? Haldið þU að ég geti nafngreint þann eða þá, sem myrtu föður minn, og reyndu síðan að myrða dótt- ur mína? Og í framhaldi af þessu vinna að því að tortíma mér? En dóttir mín er horfin — og ég lokuð inni og get ekkert aðhafzt henni til hjálpar. Ég get ekki leitað hennar, varið hana, dáið með hcnni — og svo stand- ið þér þarna og ákærið mig, — tilkynnið mér hvarf dóttur minn ar með ískaldri ró, meðan mitt barn — og yðar — er kannski drepið, en þér gerið ekkert til að finna hana og bjarga henni. Hvem mann hafið þér að geyma herra de Rodyl? Örvænting Angelu vár slík, að ekki varð efazt um hana — það gat ekki eitt andartak flögr- að að de Rodyl, er veitti svip- brigðum hennar nána athygli, að hún væri að leika örvæntingar- fulla konu, og hann fann til djúprar samúðar með henni. — Reynið að vera róleg, An- gela, ég bið yður, sagði hann og greip í hönd hennar. — Hvernig get ég verið róleg, þeg dóttir mín er glötuð? — Öll lögregla borgarinnar leitar að henni. — Hún kemur of seint, dóttir mfn er dáin, ég hef hugboð um það. - Segið það ekki, ég mundi ganga af vitinu, ef svo væri. — Guð mir.n góður, hver get- ur haft áhuga á að kvelja1 mig þannig. Ég er saklaus og það er eins og unnið sé markvisst að þessu, sönnunargögn lái.in finnast á heimili mfnu, dóttur minni rænt. Hennar vegna, Fern and. trúið mér: Ég er saklaus. Veitið mér frelsi, svo að ég geti leitað hennar og komið frarn hefndtim, s' ht'n dauð. — Sg hef ékki vald til þess. Það er algerlega á valdi rann- sóknardómarans. Ég get aðeins eitt gert. Ég get ábyrgzt yður, ef yður er sleppt um stundar sakir. Og það skal ég gera. Til þess mun ég ekkert láta ógert. — Gerið það, gerið það, Fern and, og ég skal blessa yður allt mitt líf óg fyrirgefa allt, og að- eins hugsa um, að þér hafið eitt sinn elskað mig og eruð fað ir dóttur minnar. Fernand hafði vöknað um aug un og ósjálfrátt breiddi hann út faðm sinn og hún hallaði sér að brjósti hans og hann faðm- aði hana að sér: — Vertu hugrökk, Angela, sag"ii hann, er sorgin og kvfðinn hafði sameinað þau, þú hefir sigrað. Ég neita gildi sönnun- argagnanna. Ég trúi á sakleysi þitt. ''Teði hennar ofan á allt, er hún heyrði þetta, hafði þau á- hrif, að hún hné f ómegin, og Fefnand kallaði á fangavörðinn og bað hann aðstoðar. Komið var með börur og Angela lögð á þær og hún borin til klefa síns og hjúkrunarkona var til kvödd og fékk hún fyrirskipun um að vaka yfir henni Um leið og Fernand fór, skipt ust þeir á nokkrum orðum, hann og yfirfangavörðurinn. — Hér sannast, að oft er flagð undir fögru skinni, sagði yfir- fangavörðurinn, þessi kona . . . - Viu kulum ekki vera of fljótir á okkur að dæma, sagði Fernand — bíðum heldur þar til réttvísin hefir sagt lokaorðið. — Teljið þér nokkuð benda til, að konan sé saklaus? — Ég tel ekki aðeins margt benda til þess, ég tel það lík- legt, næstum víst. — Þér vekið furðu mína. — Ég kom sannfærður um sekt hennár, en er það ekki leng ur. Það, sem okkur fór á’ milli, reyndi mjög á andlega og lík amlega krafta hennar. Sýnið mér þá vinsemd að sjá um, að henni verði sýnd fyllsta næ. gætni. — Það mun ég fúslega sjá um, fyrir yðar orð. Ég geri mér faunar vonir um, sagði Fernand de Rodyl að lokum, að hún verði hér ekki lengi úr þessu. Frá fangelsinu lét hann aka sér til dómhallarinnar á fund de Gevreys. Hann var fai'inn, en de Rodyl 'r't þá aka sér fil húss hans við Rennes-götuna De Gevrey tók á móti honum í lesstofu sinni og spurði hann hvort honum lægi eitthvað á hjarta, því að giöggt sá hann úr plasti — Lausir stafir, sé um sýningar. Drekavogi 6. Sími 36067 þvottahús Vesturbæjar Ægisgöfu 10 • Sími 15122 SENDIBÍUSTÖÐIN H.F. BORGART0NI 21 SÍMI 24113 T A R Z A N Hversu einkennileg eru ekki for lögin, segir Medu við Tarzan. Þessi litli maður sem var okkur svo reiður fyrir að hjálpa Naomi WE MU5T SAVE HIM, TARÍAN! IFME7U ANP MOMSAl CAN'T HELF HIM, WE MUST KA7I0 FOK. AN EMEKGENCy COFTEK- QUICKLYÍr F.VlWVAV-w V.V.V.V.V. 5 DUN- OG FIÐURHREINSUN |> vatnsstíg 3. Sími 1874C |I SÆNGU REST BEZT-koddar. Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. ■: I ■ I ■ I ■ ■V. BLÓM ÍAfskorin blóm, potta- (blóm, keramik, blóma- ífræ. MIMOSA ’Hótel Sögu. (götuhæð) JSími 12030. þarfnast nú sjálfur hjálpar okkar. Við verðum að bjarga honum, seg ir Naomi, ef Medu og Mombai geta það ekki, þá verðum við að senda 'skeyti eftir þyrlu. Hvað heldur þú að sé að honum Medu, spyr Tarzan höfðingjann, of mikil sól? Eitrun? Nei, Tarzan, (svarar Medu alvarlegur, hann er ekki sjúkur i líkamanum, hann er að brenna upp innan í höfðinu. Vér bjóðum yður Ödýr plastskilti svo sem HURÐARNAFNSFJÖLD, HÚSNÚMER, FIRMASKILTl, MINNINGARPLÖTUR o. m. fl. Plasthúðum pappir—Spraut- um flosfóðringu. SKILTI & PLASTHÚÐUN S.F. Fnnný Benonýs sími 16738 r Odýror drengjaúlpur

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.