Vísir - 17.01.1964, Blaðsíða 1
Hæstiréttur sýknar Breta
Byggt á ókvæðum denfar-samnings fró '58
í byrjun þessarar viku var
kveðinn upp dómur í Hæsta-
rétti f Iandhelgismáli einu og
er dómurinn allmikið áfall fyrir
Landhelgisgæzluna, þar sem
skipstjórinn Arthur Wood
Bruce á togaranum Lincoln
City er sýknaður en áður hafði
sakadómur ísafjarðar dæmt
hann til að greiða 230 þúsund
króna sekt.
Varðskipið Ægir hafði tekið
togarann í mynni Dýrafjarðar
þann 30. október 1962. Sá það
til hans I dimmu í ratsjá og var
togarinn þá í fyrstu 2,9 sjómflur
innan fiskveiðitakmarkanna. Síð
Framhald á bls. 6.
Kvikmynd am skaSsemi
reykinga komin tiÍ landsins
SKATTABLAÐ VISIS
Á morgun gefur Vísir út sér-
stakt skattablað, 12 siður að
stærð. Er þar um eins konar
handbok fyrir skattgreiðendur að
fæða og eru þar gefnar margvís-
Iegar upplýsingar um það hvern
ig telja á fram til skatts og út-
. svars. Skila verður skattframtöl
um fyrir 1. febrúar eins og kunn
ugt er.
í blaðinu er m. a. gerð ýtarleg
grein fyrir frádráttaratriðum við
framtöl, hvernig háttað er fram-
tölum hjóna, ef konan vinnur
úti, hvernig námsfólk á að telja
fram, og hver frádráttur er veitt
ur fyrir fjölmörg atriði. í blað-
inu eru viðtöl við ríkisskatt-
stjóra og varaskattstjórann I
Reykjavík, auk margvíslegs ann
ars efnis.
<S> Krabbameinsfélag íslands fékk í
gær nýja, enska kvikmynd um skað
semi reykinga, og verður hún sýnd
hér í framhaldsskólum. Baráttan
gegn rdj .;;ngum er helzta kjörorð
Krabbameir.nfélagsins í dag og hef
ir verið að undanförnu, en nú fyrst
virðist almenningur hafa vaknað
til skilnings á hinni miklu þýðingu
þessa baráttumáls.
Krabbameinsfélagið fékk si. vor
ameríska kvikmynd sem vopn 1
baráttunni gegn tóbaksreykingum
og var hún fyrst sýnd hér með
ensku tali. En nú hefir verið gerð-
Framhald á bls. 6.
VlSIft
54. árg. — Föstudagur 17. janúar 1964. — 14. tbl.
Eimskip
50 ára
í dag eru 50 ár liðin frá stofn-
fundi Eimskipafélags Islands.
Birtir Vísir í dag samt. við Óttarr
Möiler framkv.stj. félagsins og
fleiri greinar um sögu og starf-
semi þess. Myndin sýnir Óttarr
og á bak við flaggskipið Gullfoss.
\
Verkíai I á sérleyfisleiðum:
Verkfall launþegadeildar Frama
í Reykjavík og Fylkis í Kefla-
vík hófst á miðnætti s.l. Stöðv
ast við það akstur á öllum sér-
leyfisleiðum að og frá Rvík. í
morgun stöðvuðust bifreiðar
Landleiða, sem aka á leiðinni til
Hafnarfjarðar með þeirri undan
tekningu að framkvæmdastjóri
félagsins Ágúst Hafberg ók
einni bifreið f morgun á milli en
Bldðið á dag
Bls. 3 Skipafloti Eimskips.
— 4 Föstudagsgrein um
Panama.
— 7 Saga Eimskipafélags
ins.
— 8 Hver er maðurinn:
Forstjóri Eimskips.
— 9 Viðtal um starfsemi
Eimskipafélagsins.
hann má sem framkvæmdastjóri
vinna.
Ætlun framkvæmdastjórans var
sú að láta tvo af skrifstofumönn-
um sínum-aka sinn hvorum bíln_
um á milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur en það var stöðvað á
þeim forsendum að umræddir
skrifstofumenn væru í VR og
mættu ekki taka upp vinnu verk-
fallsmanna. Hins vegar var engin
tilraun gerð til þess að stöðva
framkvæmdastjórann sjálfan við
aksturinn. Vakti það mikla athygli
að framkvæmdastjórinn skyldi
hefja akstur til þess að koma
fólki milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur.
Framhald á bls. 6