Vísir - 17.01.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 17.01.1964, Blaðsíða 8
8 V í S IR . föstudagur 17. janúar 1964, ca VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði í lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Frelsi til að stela i gær gerði málgagn Framsóknarflokksins þá mikil- vægu uppgötvun að ríkisstjórnin væri á móti viðskipta frelsi. Það er rétt að ríkisstjórnin er andvíg viðskipta- frelsi þegar það er notað til þess að svíkja og stela, eins og dómar sýna um suma Framsóknarmenn. Hún er hins vegar hlynnt viðskiptafrelsi þegar það er notað til þess að bæta lífskjör og efla hag þjóðarinnar. Alkunna er að það er núverandi ríkisstjórn sem leyst hefir fjötra Eysteinsáranna af íslenzkri verzlun. Hún var múlbundin undir hans fjármennsku. Nú eru 80% íslenzkrar verzlunar frjáls. Sjálfstæðisflokkurinn trúir nefnilega á það að frelsið sé aflvaki framkvæmd- anna. Hann trúir því að það sé hverjum manni hollast að hafa sem mest svigrúm og geta stundað heil- brigða, frjálsa samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Framsóknarfloknum er viðskiptafrelsi hins veg- ar einskis virði, nema það sé notað í þágu auðhrings eins og S.Í.S. Þá er frelsið nauðsynlegt til þess að dótturfélög þeirra samtaka fái nægilegt svigrúm til þess að lauma undan tugmilljónum í erlendum gjald- eyri, og fremja alls kyns aðra pretti, sem of langt yrði upp að telja. Þannig er viðskiptafrelsi Framsóknar- flokksins í framkvæmd. Það er viðskiptafrelsi leyni- reikninganna. Það er viðskiptafrelsi seðlabankastjór- ans og félaga hans í stjórn Olíufélagsins h.f. Það frelsi fyrirlíta allir heiðarlegir íslendingar og láta framsókn- armenn eina um að njóta þess. Nýtt Alþingishús ]\IIKLAR umræður urðu á fyrsta degi þingsins í gær um húsnæðismál Alþingis. Aðeins eitt voru allir þingmenn sammála um: vinda verður bráðan bug að því að byggja yfir þjóðþingið hús sem því sæmir. En hvar á það að standa? Sumir segja á Þingvöllum. Það er fráleitt og vekur einungis upp meir en aldar- gamlar deilur, álíka frjóar og karpið um Uppkastið í dag! Auðvitað verður þingið að vera áfram hér í Reykjavík, í slagæð þjóðlífsins. Mjög væri misráðið að byggja við núverandi Alþingishús. Það yrði ómynd arhús. Sönnu nær er að hyggja að nálægum fögrum stöðum. Þar kæmi til greina staðurinn vestan við Alþingishúsið. Og þá er þess einnig að minnast að fyrir 8 árum bauð Reykjavík Alþingi ísbjarnarlóðina við Tjarnargötu og Skothúsveg. Þar er mjög fagur staður og þar mundi nýtt þinghús sóma sér forkunn- ar vel Gamla húsið mætti gera að Hæstarétti og héldi það þá vel virðingu sinni í vitund þjóðarinnar. . ! * j Óttarr Möller ásamt konu sinni Amþrúði og bömum þeirra hjóna. Snemma ákveðinn í að starfa fyrir Eimskip í forstjórastól í einu af stærstu fyrirtækjum á Islandi, Eimskipafélagl íslands h.f., sit- ur maður, sem frá tóif ára aldri var staðráðinn ( að verða starfs maður félagsins, lagði mikið á sig til að geta orðið það, ung- ur að árum, hefur unað sér vel innan veggja þess og hlotið for- stjóraembættið að launum fyrir mikið og gott starf. ^ttarr Möller forstjóri Eim- skipafélags Islands h.f. er fæddur 24. október 1918 í Stykkishólmi, sonur William Thomas Möller póstafgreiðslu. manns og símstjóra í Stykkis. hólmi og konu hans, Kristínar Sveinsdóttur, og var hún bróð- urdóttir Björns Jónssonar ráð- herra. „Ég mun hafa verið 12 ára gamall, þegar ég ákvað með sjálfum mér að verða starfsmaður hjá Eimskipafélagi Islands. Þá eins og nú stóð ljómi af nafni félagsins. Það réði eflaust miklu, eins og ekki er óeðlilegt hjá ungum strák. Þó réðj það ef til vill jafn- miklu, að Sigurður Pétursson, hinn alkunni sæmdarmaður, fyrsti skipstjóri Eimskipafélags- ins, kom ætíð heim til föður míns þegar hann var í Stykkis- hólmi, og þá var margt rætt um félagið og hlutverk þess. Einnig trúi ég að það hafi haft sitt að segja, að móðir mín hafði frá föðurbróður sfnum, Birni ráðherra, ákveðinn áhuga á siglingum Islendinga, og sem eflaust var vakinn við tilraunir hans til að stofna ásamt Jens Pálssyni íslenzkt gufuskipafé- lag, og' skrif hans um nauðsyn þess að stofnað yrði íslenzkt skipafélag". Þetta segir Óttarr Möller þegar hann reynir að gera sér grein fyrir hinni skjótu ákvörðun sinni um lífsstarfið. Óttarr gekk síðan á Verzlun. árskóla Islands, þegar aldur var til og útskrifaðist þaðan 1936. Þá átti hann samtal við Guðmund Vilhjálmsson, þáver. andi forstjóra Eimskipafélags- ins. Á þeim árum var mjög erf- itt að afla sér atvinnu. Guð- mundur taldi ýmis tormerki á því að félagið myndi ráða ung- ann mann til starfa, en yrði eitt hvað úr þvi, þyrfti hann aá hafa verið erlendis og aflað sér ör- uggrar kunnáttu i einstökum tungumálum. Óttarr átti ekki fyrir utanlandsferðinni, en stefndi að henni með því að verða sér úti um símavinnu um sumarið. Um haustið var hann atvinnulaus. En veturinn 1937 fékk hann vélritunarstarf á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, undir stjórn Eyjólfs Jóhanns. sonar, forstjóra Mjólkurfélags. ins. Hjá Eyjólfi leitaði Óttarr aðstoðar við útvegun starfa á erlendri skrifstofu, en jafnframt afréð Óttarr að sækja erlendan kvöldskóla í tungumálum, ef hann kæmist út. Hugur hans stefndi fyrst og fremst til Eng- lands. Eyjólfur brást vel við og tókst að útvega Óttarri starf i Manchester haustið 1937. Þá hafði Óttarr verið annað sumar í símavinnu og unnið sér inn nægilegan farareyri. J^ftir að hafa starfað ellefu mánuði í Manchester, fékk Óttarr símskeyti frá föður sín- um með þeim fregnum, að starf ið hjá Eimskipafélaginu stæði honum til boða. Óttarr hvarf heim mánuði síðar og tók við störfum á skrifstofu Eimskipa- félagsins, sér til mikillar á- nægju og uppörvunar. I fyrstu starfaði óttarr MöIIer eingöngu að venjulegum skrif- stofustörfum, en árið 1940 var honum falið að annars málefni erlendra skipstjóra, en það starf varð umfangsmikið eftir að heimsstyrjöldin hófst og varð þá að sérstakri deild, enda hafði félagið stundum um 80 skip i afgreiðslu I Hvalfirði og Reykjavíkurhöfn á þessum tíma. Á tfmabili ráðgerði óttarr ferðalag til Þýzkalands, en breytti ákvörðun sinni vegna stríðsins og ákvað að fara til Bretlands, enda hægara þangað að komast. Hins vegar varð ekki af þeirri ferð af tveimur ástæð. um. Skipið, sem hann ætlaði með, varð fyrir tundurskeyti á leiðinni til íslands og var sökkt. Hin ástæðan var sú, að Jón Guðbrandsson, forstöðumaður skrifstofu Eimskipafélagsins í New York óskaði eftir aðstoð. armanni. Ákveðið var að Óttarr færi til þessa starfs haustið 1942. I New York var Óttarr til ársins 1946, sem fulltrúi Jóns Guðbrandssonar, og tvisvar staðgengill hans, er hann heim- sótti ísland og Danmörku. — Dvölin var lærdómsrík, „eink- um vegna samstarfsins við Jón Guðbrandsson, sem ég álít ein- hvern mesta sæmdarmann, sem ísland hefur átt‘f. Sumarið 1946 var hann aftur í skrifstofu Eimskipafélagsins I Reykjavík og hafnaði I skrif- stofu með Sigurði Péturssyni, sem þá var hættur skipstjórn, en tekinn við ýmsum störfum á skrifstofunni í Reykjavík. Þar til árið 1962, er Óttarr var kjörinn forstjóri Eimskipafélags íslands, var hann flutninga- stjóri félagsins og minnist frá Frh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.