Vísir - 17.01.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 17.01.1964, Blaðsíða 9
V í S I R . Föstudagur 17. janúar 1964. 00 Eimskipafélag íslands er félag allra landsmanna Eimskipafélag Islands er stærsta skipafélag íslendinga og eru hluthafar þess fleiri en i nokkru öðru fyrirtæki lands- manna, sennilega um 14 þúsund talsins. Féiagið er brautryðj- andi, hornsteinn í íslenzku at- vinnulífi, eitt af því sem öðru fremur tryggir sjálfstæði Is- lendinga. Það lýtur stjórn hinna hæfustu og reyndustu manna, en oddviti þeirrar sveitar, Óttarr Möiler, forstjóri, tiltölulega nýr 1 þessu þýðingarmikla starfi, en hefur verið þjónustumaður félagsins í fjöldamörg ár. Skoð- anir hans hafa lengur skipt miklu máli innan Eimskipafé- lagsins, en forstjóratíð hans nemur, og um þær spyr frétta- maður Vísis í þvl viðtali sem hér fer á eftir. — Fyrst langar mig til að spyrja þig hvort þú teljir Eim- skipafélag íslands vera þess háttar fyrirtæki allra lands- manna, sem það var við stofnun félagsins, þegar allir íslending- ar sameinuðust um vöxt þess og viðgang? — Tvímælalaust, svarar for- stjórinn. Félagið gleymir ekki uppruna sínum. Það var stofn- að með beinni eða óbeinni þátt- töku allra Islendinga, efldi þá í sjálfstæðisbaráttu sinni og er ennþá jafnnauðsynlegt fyrirtæki og fyrstu daga sína. Við sem stjórnum Eimskipafélagi Is- lands teljum hlutverk okkar vera I þágu allra landsmanna, ekki aðeins hluta þjóðarinnar. Þótt fleiri starfi nú að sigling- um Islendinga en Eimskipafélag íslands, er það jafnnauðsynlegt þjóðinni, verzlun hennar og viðskiptum, eins og á bernsku- dögunum. — Þið leitizt við að veita sem fullkomnasta þjónustu, er eitthvað öðru fremur sem haml- ar ykkur í þeirri viðleitni? — I seinni heimsstyrjöldinni græddi Eimskipafélagið á einu ári andvirði þriggja skipa, m.s. Lagarfoss, Dettifoss og Goða- foss. Þetta voru samtals 24 mHljónir króna og þótti mikið fé. Við vorum gagnrýndir fyrir þennan hagnað þá, en ég hygg að flestum hafi síðar orðið ljóst að fjármunum var vel varið með skipakaupunum. Fljótlega eftir strlðið var þó byrjað að hafa afskipti af flutningsgjöldum í auknum mæli, sérstaklega af gjöldum á þeim vörum, sem höfðu áhrif á vísitöluna. Aðrar vörur voru hins vegar fluttar inn á frjálsum markaði, t.d. stórflutningur allur, timbur, tómtunnur, kol, salt og útflutn- ingsafurðir okkar. En flutning- ur á sekkjavöru, matvöru og fóðurvöru, svo og almennri stykkjarvöru var háður verðlags ákvæðum. Flutningsgjöld á síðari flokkn um urðu f engu samræmi við heimsmarkaðsverð eða þarfir skipaútgerðarinnar, f mörgum tilfellum dugðu þau naumlega fyrir lestunarkostnaði erlendis. Þetta kom siðan fram í tapi hjá Eimskipafélagi íslands, ár eftir ár. Við héldum áfram að annast hvers kyns innflutning meðan aðrir létu sig tapflutningana engu skipta, enda ekki gerðar til þeirra slíkar kröfur sem Eimskipafélags Islands, vegna uppruna þess og yfirlýsts hlut- verks. Þetta hefur að sjálf- sögðu valdið félaginu búsifjum, en hefur ekki breytt afstöðu okkar, vegna þess að við höfum trúað á að úrbætur myndu fást fyrr eða sfðar. — Og hafa þær fengizt? — Stjórn félagsins hefur um langan tíma gert ýtarlegar til- raunir tii að fá leiðréttingu á málum félagsins og þær hafa fengizt að nokkru leyti. I lok ársins 1962 var leyfð 40% hækkun á flutningsgjöldum á stykkjavöru og f lok ársins 1963 voru flutningsgjöld á stykkjavöru gefin frjáls og nú vonumst við til að þriðja skref- ið verði stigið, að félagið fái að taka eðlileg flutningsgjöld fyrir flutning þeirra 30—40 þúsund tonna, sem flutt eru til landsins fyrir um þriðjung af heimsmarkaðsverði og rétt dug- ar fyrir lestunarkostnaði er- lendis. Að þessarri leiðréttingu fenginni má segja að Eimskipa- félagi íslands sé gefið það tækifæri, sem það hefur beðið eftir í mörg ár, að geta annazt betur en nú þá þjónustu, sem landsmenn fara fram á við fé- lagið. — Hafa skattfrfðindi sem fé- lagið naut, engu máli skipt, við ákvörðun flutningsgjaldanna? — Skattfrfðindin voru veitt til að styrkja viðleitni Eimskipa félagsins. En fríðindunum fylgdu einnig margvfslegar skyldur. Skattfrfðindin hafa nú fyrir nokkuð mörgum árum verið afnumin, en flutnings- gjöldin héldust ólagfærð þar til Rætt við Óttarr Möller, forstjóra félagsins i tilefni af 50 ára afmæli Eimskipafélags Islands árið 1962, eins og ég gat um. Það fé sem Eimskipafélagið hafði til starfsemi sinnar vegna skattfríðindanna fór eins og allt fé félagsins til endurnýj- unar og aukningar á skipaflot- anum, þegar frá eru taldar greiðslur á fjögur prósent arði til hluthafa, en það var skilyrði fyrir að fríðindin væru veitt. Þessi skattfrfðindi eru nú ó- þörf, þeim fylgja auðvitað viss- ir kostir en jafnframt gallar, og ég tel Eimskipafélagið geta staðið sig án þeirra, eins og sýnt hefur Verið. — Hvaða áhrif hefur sam- keppni við skipafélög framleið- enda haft t. d. við félög hrað- frystihúsaeigenda, Sambandsins og Verzlanasambandsins? — Ég vil taka það fram að á þessum tímamótum í lífi og starfi Eimskipafélagsins, sem raunverulega eru hátíðatfmar allrar þjóðarinnar, vil ég forðast deilur. Ég get sagt það sem ég hefi ætíð sagt, að Eimskipafélag íslands telur að verkaskipting eigi að vera sem mest í atvinnu- lífi landsmanna. Félagið hefur t. d. vegna tilkomu skipaútgerðar nokkurra framleiðenda beðið talsvert tjón þar sem frystiskip félagsins koma ekki lengur að þeim notum sem ætlazt var til. Við gætum flutt alla frysta framleiðslu landsmanna, en flytjum aðeins 10% af því sem við getum flutt. Þá tel ég samkeppnisaðstöðu Eimskipa- félagsins engan veginn eðlilega meðan ekki eru gerðar sömu kröfur til hinna félaganna og okkar, á sama tíma sem flutn- ingsgjöld eru takmörkuð vegna efnahagsástæðna í landinu. Um leið og flutningsgjöldin verða gefin frjáls er ekkert hægt að segja um þetta. — Margir óttast að flutnings- gjöld fari upp úr öllu valdi ef þau verða gefin frjáls? — Það er ástæðulaust að óttast það. Samkeppnin um flutninga til Islands er harðari en svo að þau verði ekki alla tíma hófleg. En eins og nú er háttað málum er gróði á einni tegund útflutnings og tap á vissum flutningi til landsins, og það er í meira lagi óeðlilegt á- stand. — Ég skil þig svo að Eim- skipafélagið muni við núver- andi aðstæður ekki hyggja á frekari smíði frystiskipa, en hefur ekki orðið stefnubreyting að öðru ieyti í sambandi við endurnýjun skipaflota félags- ins. Þið virðist nú leggja meira upp úr því að kaupa smærri skip en fleiri? — Ég held ekki að hægt sé að tala um verulega stefnu- breytingu. Endurnýjun og aukning skipastólsins miðast eðlilega við kröfur og aðstæður á hverjum tíma. Verkefnin eru mörg og ólík bæði við ströndina og í siglingum milli landa og leitazt hefur verið við að geta annazt þau. Þegar tvö síðustu skip félags- ins voru keypt, ms. Mánafoss og Bakkafoss fór stærðin ein- göngu eftir þeim þörfum sem kölluðu á úrlausn. Meðan sigl- ingar félagsins voru svo að segja nær eingöngu milli New York og Reykjavíkur voru stærri skipin tvlmælalaust heppi legri. Það hefur stundum verið sagt að í millitíðinni hefði ver- ið ástæða til að fjölga smærri skipum, sem sagt fyrr en gert var. Við höfum fjölgað eða end- urnýjað þegar efni hafa staðið til. Við sóttum á tímabili um leyfi fyrir nýjum skipum, en fengum ekki. Og þegar ákveðið var að byggja Ms. Selfoss og Brúarfoss, tvö næstyngstu skip- in, sem eru frystiskip, þá var það vegna þess að taiin var meiri þörf fyrir þau en smáskip- in, vegna beinnar skipaþarfar á þessu sviði. Hins vegar ákváðu Jöklar h.f. að byggja frystiskip meðan þessi skip voru í smíðum, við það breyttust skilyrðin, en ekki var hægt að hætta við verkið. Aðeins óeðlileg verðlags- ákvæði og of miklar byrðar á félaginu hafa komið í veg fyrir að skipastóll félagsins væri aukinn miklu örar en raun ber vitni. — En þið hafið vegna skorts á litlum skipum orðið að nota Reykjavík sem umhleðsluhöfn fyrir flutninga út á land? — 1 sumum tilfellum, já, en ekki öllum. Við höfum viljað komast hjá þessu, og höfum leit- að ýmissa leiða. T. d. gerðum við I haust tilraun með áætlun fyrir eitt skip í strandflutninga, en þessi tilraun mistókst vegna þess að nægur flutningur fékkst ekki. Ástæðan er tvímælalaust sú, að bilar flytja nú vörur í auknum mæli á staði úti á landi. Þessi þróun á sér einnig stað er- lendis. Það sem hefur gert um- hleðslu I Reykjavlk að öðru Ieyti óhjákvæmilega I mörgum til- fellum er að viðkomur skipanna eru viða erlendis og vörusend- ingar smáar, lítið magn á hverja höfn landsins. I athugun er að koma á fleiri umhleðsluhöfnum t. d. einni á Austurlandi og ann- arri á Norðurlandi. Ég fór I haust til að kanna möguleika á þessu, en við ýmsa örðugleika er að etja þar sem rými I vöru- geymslum er yfirleitt of lítið. Hins vegar ríkir um þetta mikill áhugi og hugsanlegt að þetta komist I framkvæmd fyrr en síðar. — Getið þið ekki hugsað ykk- ur að koma upp flota flutninga- bifreiða til að Ieysa þetta vanda mál að einhverju leyti? — Jú, það er vel hægt að hugsa sér að koma upp sllku fyrirtæki, og svo mörgum öðr- um t. d. bátaútgerð ,til að fiska, frystihúsum til að frysta til út- flutnings með skipum okkar, fiskimjölsverksmiðjum trygging- Frh. á bls. 10. Frá uppskipun í Reykjavíkurhöfn IvO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.