Vísir - 06.05.1964, Blaðsíða 1
ÆSSKii'S
54. árg. — Miðvikudagur 6. mai 1964 — 102. tbl.
BAKKAFOSS FÉKK
A SK BROTSJÓ
Bakkafoss, eitt af skip lands, fékk á sig mikinn
um Eimskipafélags ís- brotsjó, snemma í gær-
Myndin sýnir vel hinar hættulegu aðstæður á slysstaðnum, sem lýst er í meðfylgjandi frétt,
morgun. Afturþil beygl
aðist, 3 hurðir brotnuðu
og sjór komst inn í eld-
hús, vistageymslu og
einnig lítilsháttar í vistar
verur. Bakkafoss kom
inn til Hafnarfjarðar í
morgun.
Bakkafoss fékk á sig brotsjó
snemma í gærmorgun, þegar
skipið var statt suður af Port-
landi. Vindur var n.a. og stór-
sjór.
Tvær hurðir brotnuðu aftan
til á skipinu en þær eru að
eldhúsi og þvottaklefa. Aftur-
þil beyglaðist og innrihurð, sem
er að vistageymslu brotnaði
einig. Þá urðu nokkrar minni-
háttar skemmdir. Sjór komst
inn í eldhús og vistageymsluna
og einnig lítilsháttar inn í ganga
og vistarverur skipsmanna.
Eins og fyrr segir var þungur
sjór og vont veður. Beið þvi
skipið fram til kl. 2. Bakkafoss
kom inn til Hafnarfjarðar um
11-leytið £ morgun, en þar fer
fram nánari athugun á skemmd
unum.
FJÚRBA DAUÐASL YSID A SAMA
KAFLA SUDURLANDSBRAUTAR
Átakanlegt slys varð á Suð-
urlandsbraut á móts við Múla-
hverfið í gær. Kona er að koma
úr strætisvagni, á austurleið,
með þrjú börn, hið yngsta á
handleggnum og annað sér við
hönd, en missir þriðja bamið
frá sér, sem var þriggja ára
gamalt stúlkubarn. Barnið
hleypur fram fyrir strætisvagn-
inn, þrátt fyrir aðvaranir móð-
urinnar, og í áttina heim til sín
yfir Suðurlandsbrautina. Fólks-
bíll, sem var á leið austur Suð-
urlandsbraut fram hjá hinum
kyrrstæða strætisvagni, snar-
hemlar og kemst þar með hjá
þvf að aka’ á barnið, sem var
að hlaupa yfir götuna. Vörubíl-
stjóri, sem var á leið vestur
brautina, sér tii ferða barnsins
og fólksbílsins og hemlar þeg-
ar, en þá bila helmarnir, bíllinn
ekur yfir barnið, sem bíður þeg-
ar bana, og stöðvast ekki fyrr
en hann hefir runnið 70 metra
vegalengd frá þeim stað, er
hemlarnir biluðu. Móðir, bömin
hennar tvö og fjöldi fólks,
verða sjónarvottar að bessu
hörmuléga slysi.
Hættulegt
aðgerðarleysi.
Á kafianum á móts við Múla-
hverfið á Suðurlandsbraut hafa
orðið alls 4 dauðaslys eftir því
sem næst verður komizt
og eru þar sumstaðar stór-
hættulegar aðstæður, sem auð-
velt er þó að bæta úr. Alkunn-
ugt er, að Suðurlandsbrautin
er alltof þröng fyrir þá miklu
umferð, sem um hana er, og
á þessum stað eru biðstöðvar
fyrir strætisvagna beggja vegna
götunnar, og standast næstum
því á. Norðan við götuna, þar
sem umræddur strætisvagn nam
staðar í gær, er bókstaflega
ekkert útskot og er þó mjög
auðvelt að gera það, breikka
götuna til norðurs, þar er að-
eins tún og engin mannvirki.
Má furðulegt heita, að það skuii
ekki hafa verið gert fvrir löngu
Þetta þarf að
framkvæma:
Að sjálfsögðu verður að
breikka Suðurlandsbrautina
alla inn að Elliðaám til mik-
illa muna, en meðan það er
ekki gert þarf bráðnauðsynlega
og tafarlaust að gera bráða-
'birgðaráðstafanir til að draga
úr hinni miklu umferðarhættu
á þessari götu.
í fyrsta lagi þyrfti að gera
rúmgóð útskot alls staðar, þar
sem strætisvagnastöðvar eru á
þessari braut, og setja upp
grindverk á alllöngum kafla við
hverja biðstöð, meðfram ak-
brautinni, svo að böm geti ekki
riiaupið beint út á götuna, er
þau koma út úr strætisvögnum
í öðru lagi ætti algerlega að
banna framúrakstur á Suður-
landsbrautinni milli Nóatúns og
Grensásvegar meðan akbrautin
er jafn þröng og nú er.
I þriðja lagi vantar sum-
staðar gangbrautir fyrir vegfar-
endur á umræddum kafla Suð-
urlandsbrautarinnar, svo að
gangandi fólk freistast til að
ganga á akbrautinni, einkum
þegar blautt er og mikil eðja
utan við malbikið.
1 fjórða lagi er hin merkta
gangbraut yfir Suðuriandsbraut
ina inn undir Múla beinlínis
hættuieg. Það er ekki nóg að
þar sé afmörkuð gangbraut
heldur þarf þar blikkljós svo að
ökumenn greini úr fjarlægð að
þarna sé gangbraut. Yfir þessa
gangbraut þurfa t.d. skólabörn
úr Múlahverfinu að fara, og þar
var ekið á tvær stúlkur í fyrra.
En aðstæðurnar hafa ekkert
breytzt til bóta þótt um þetta
væri skrifað opinberlega og
bent á að bæta þyrfti úr.
Bls. 3 Myndsjá
— 4 Flotvarpan hefur
sannað gildi sitt.
— 7 Þær þurfa ekkert
sjónvarp.
— 8 Eftirhreytur Pro-
fumo-málsins.
— 9 Kynni Eisenhowers
af frægum mönnum.
Bræla á síldarmiHum
og litlar lóBningar
Síldarleitarbáturinn Fanney leit-
ar nú síldar eins og frá var sagt i
blaðinu í gær. Fréttir frá henni
i morgun herma, að lóðningar
hafi verið lélegar undanfarið.
Fanney hefir leitað austur undir
Vestmannaeyjar og var í morgun
fyrir sunnan Reykjanes.
Fremur fáir bátar hafa þreifað
fyrir sér um síld undangenginn sól-
arhring, enda bræla á miðunum,
og nótabátar ekki getað verið
fjær landi, og er það á grunnmið-
um, sem nokkrir bátar hafa fengið
slatta, 250 upp í 600 — 700 tn., eða
kannski vel það, og landað á Akra-
nesi, Keflavik og í Reykjavík.
Von manna er, að afli glæðist
aftur, með batnandi veðri. Mun
það fara eftir því hvort afli glæð-
ist hver þátttaka verður, en ann-
ars fer nú að líða að því, að farið
verði að búa bátana undir sumar-
síidveiðarnar fyrir norðan. ,
Nýr framkvæmdn-
stjóri Æskulýðsrdðs
Ráðinn hefur verið nýr fram-
kvæmdastjóri Æskulýðsráðs
Reykjavíkur, Reynir Karlsson,
kennari. Séra Bragi Friðriks-
son, sem gegnt hefur stöðu
framkvæmdastjóra Æskulýðs-
ráðs hefur verið skipaður sókn-
arprestur á Keflavikurflugvelli
og einnig mun hann vinna að
æskulýðsmálum í Kjalarnes-
prófastsdæmi.
Hinn nýi framkvæmdastjóri
Æskulýðsráðs, Rfeynir Karls-
son, er íþróttakennari að mennt
og hefur stundað framhaldsnám
í þeirri grein £ Köln í Þýzka-
landi. Reynir hefur kennt að
undanförnu við Vogaskólann