Vísir - 06.05.1964, Page 5
V í S I R . Miðvikudagur 6. maí 1964 '
5
.'miönd "í . morsúií
l%.Xöiíá
mbr-gyn útlönd ol mor^un utl pnd' 1 mongun
Harðir bardagar á landamærum Yemen
iasser hefir þor 40,000
naíina her
U Thant staðfesti það í gær-
kvöldi í greinargerð sem hann
lagði fyrir Öryggisráðið, að Nass
er hefði sent fleiri hermenn til
Yemen, og væri þar nú 40.000
manna egypzt lið búið nýtízku
vopnum, en fyrir ári um 38.000.
Krúsév.
Samkomulag var um það, að
bæði Arabíska sambandslýðveld
ið (Egyptaland) og Saudi-Arabía
kölluðu heim hersveitir vegna á-
takanna í Yemen, en þetta sam
komulag hefir Nasser ekki virt,
eins og greiniegt er af skýrslu
U Thant. Hann lagði hana fyrir
Öryggisráðið vegna þess, að það
sendi nefnd manna til þess að
fylgjast með að ofangreint sam-
komulag væri virt, og vill U
Thant nú að dvalartími hennar
verði nú enn framlengdur um 2
mánuði.
Bretar, sem samningum sam-
kvæmt eiga að veita Suður- Ara
bíusambandsríkinu stuðning sé
á það ráðizt, hafa krafizf. brott-
flutnings liðs Nassers, sem í
ferð sinni til Yemén nýlega
marghótaði Bretum og hvatti
til heilagrar styrjaldar gegn
þeim, ef þeir hyrfu ekki á brott
frá Aden, sem er brezkt vernd-
arríki í S. Arabíusambandinu.
Þegar Butier utanríkisráðherra
Lausafréttir herma, að Soraya,
fyrrv. Iransdrottning, hyggist
kaupa smáey á Miðjarðarhafi, en
eigendur vilja ekki selja hana nema
þeim, er hafa kristna trú, en Sor-
aya er Mohammeðstrúar. Nú kvað
Soraya ætla að taka rómversk-
kaþólska trú, til þess að fá eyna,
og svo er Max Schell, austurríski
leikarinn, rómv.-kaþólskur, en þau
hafa verið miklir vinir í 2 ár og
miklar tilgátur um að þau ætli að
giftast.
Nasser.
Breta var í Washington á
SEATO-fundinum nú fyrir
skemmstu hvatti hann Banda-
ríkjastjórn til þess að hætta
efnahagslegum stuðningi við
Nasser, nema hann tæki frið-
samlegri stefnu, þótt ekki sé
vitað með vissu um undirtektir,
er talið að Bandaríkjastjórn
telji ekki heppil. að hætta efna-
hagslegum stuðningi við Nasser,
og allra sízt nú, er Krúsév er á
leið til hans í heimsókn. Auk
þess telur Bandaríkjastjórn
minni hættu stafa af Nasser ann
ars staðar, vegna þess, að hann
hafi bundið helming herafla síns
i Yemen. En Nasser hefir einn-
ig haft í hótunum við ísrael, þar
sem nú er lokið framkvæmdum
við að veita Jórdan á Negebauðn
ina í Suður-Israel þar sem ekk
ert er nema sandflæmi en öll hin
arabisku nágrannaríki ísraels
með Nasser fremstan í flokki
hafa hótað ísrael styrjöld, ef
þessi áform verði framkvæmd.
Er nú byrjað að veita á vatni
£ tilraunaskyni og verður það
gert næstu vikur Og nú spyrja
menn: Hvað verður úr hótunun-
um? Strikar Nasser yfir stóru
orðin og horfir á, eða heldur
hann áfram að hvetja til stríðs
líka gegn ísrael. Og til hvers
hvetur Krúsév hann, sem nú er
á leiðinni sjóleiðis til Alex-
andriu, og ætlar að dveljast í
heimsókn í Egyptalandi í rúman
hálfan mánuð.
UR SORA YA
KAÞÓLSKA TRÚ?
NÝJAR FRÉTTIR
í STUTTU MÁLI
Franska stjórnin sinnir ekki
mótmælum Bandaríkjastjórnar
út a fsölu á 20 diesel-reiðum
til notkunar á járnbrautum
Kúbu.
Johnson Bandaríkjaforseti hef
ir sent nefnd manna til Evrópu
landa til þess að vinna að sölu
á bandarísku nautakjöti.
Aliar horfur eru á samkomu
lagi um nýja stjórnarskrá fvrir
Norður Rhodesíu. Hún mun fá
sjálfstæði í október og verða
áfram í Brezka samveldinu og
fær þá nafnið Sambia. — Ráð-
stefna um stjórnarskrá sjálf-
stæðrar Norður-RIiodesíu er nú
haldin í London og situr hana
Kaunda forsætisráðherra.
Yfir 30.000 kolanámumenn og
málmnámumenn eru í verkföil-
um á Norður-Spáni.
Chen Yi marskálkur, varafor-
seti Kínverska alþýðuiýðveldis-
ins, sem sagði í ræðu 1. maí, að
Kina héldi óbreyttri stefnu um
það tæki 10-20 eða 30 ár —
að verða kjarnorkuveldi, þótt
og yrði á þessu engin breyting
meðan Kína væri ógnað.
Þjóðaratkvæðið á Möltu fór
þannig, að 66.000 greiddu at-
kvæði með stjórnarskrárupp-
kasti stjórnarinnar, en 55.000
á móti. Samkvæmt uppkastinu
verður Malta áfrarn í Brezka
samveldinu og Rómversk-ka-
þólska kirkjan heldur Sömu að
stöðu til áhrifa og áður í land-
inu.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN - TOLLSKRÁ
í dag tók Hermann Þórarinsson
sæti sr. Gunnars Gíslasonar i
Giaumbæ. Hermann hefur undan-
farandi ár verið sparisjóðs- og
bankaútibústjóri á Blönduósi.
Fundir voru í báðum deildum og
sameinuðu þingi í gær. í samein-
uðu þingi var tekið fyrir kjörbréf
Hermanns Þórarinssonar, sem
kemur i stað sr. Gunnars Gísla-
sonar. I efri deild voru m.a. tekin
fyrir búfjárræktarlög, lyfsölulög,
skipulagsiög, Ioftferðir o. fl.
í neðri deild voru á dagskrá
atvinnuleysistryggingar, húsnæð-
ismálastofnun, kfsilgúrverksmiðja
og tollskrá.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN
Ágúst Þorvaldsson kvaðst vera
á móti breyt.till. frá Ingólfi Jóns-
synj um, að Stofnlánadeild land-
búnaðarins á-
vaxti sparifé
unglinga í sveit-
um í stað veð-
deildar Búnaðar
bankans. Sagð-
ist hann ekki
vilja taka þessa
fjáröflunarleið
af honum.
Landbúnaðarráðherra, Ingólfur
Jónsson, sagði að Ágúst skildi
ekki hvað um væri að ræða með
þessari - breyt.
till. Hér væri
'ekki verið að
taka neina fjár-
öflunarleið af
bankanum, enda
væri tillagan
flutt samkv. ein
dreginni ósk
stjómar hans.
Var breyt.till. síðan samþykkt
og frv. vísað til efri deildar.
TOLLSKRÁ.
Matthías Á. Mathiesen mælti
fyrir áliti meiri
hluta fjárhags-
nefndar á frv.
um tollskrá.
Mælir hann ein-
dregið með sam-
þykkt þess ó-
breyttu. v
Einar Ágústs-
son mælti fyrir
áliti minnihlutans. Sagðist hann
álíta að tollalögin þyrfti að endur
skoða f heild, auk þess sem hann
flutti nokkrar breyt.till.
Fjármáiaráðherra, Gunnar Thor
oddsen, tók til máls í þessu sam-
bandi. Sagði hann, að í áliti minni
hlutans væru
ummæli, sem
ekki gæfu rétta
mynd af þvi,
sem gerzt hefði
í tollamálum
yfirleitt, þar
sem segir að
heildarupphæð
tolla hefði ekki
lækkað á undanförnum árum.
Við síðustu breytingu á lögum
hefðu tollar lækkað um 100 millj.
króna og síðan ’61 hefðu þeir
lækkað a. m. k. um 200 millj.
Auk þess mætti benda á, að áður
hefðu tollar oft verið 200—300%
en nú væri hann hæstur 125%.
Voru breyt.till. Einars síðan felld-
ar og frv. vísað tii 3. umræðu.
Jónas Rafnar tók til máls í sam
bandi við breyt.till. frá Einari
Olgeirssyni við frv. kísilgúrverk-
smiðju. Sagði hann, að iðnaðar-
nefnd neðri deildar væri á móti
tillögunni vegna þess að hér væri
um tvö óskyld mál að ræða.
Var tillagan síðan felld og mál
inu vísað til efri deildar. Auður
Auðuns mælti fyrir nefndaráliti á
frv. um skipulagslög í efri deild.
Var nefndin sammála um að mæla
með frv. en flytur nokkrar breyt-
ingartillögur.
Alfreð Gíslason mælti og fyrir
breyt.till. sem hann fiytur við frv.
Matthías Á. Mathiesen mælti
fyrir frv. um lögsagnarumdæmi
Hafnarfjarðar. Kvað hann það
vera fiutt samkv. ósk bæjarstjóra
Hafnarfjarðar og sveitarstjórans i
Garðahreppi. Jón Þorsteinsson
mælti fyrir tveim nefndarálitum
í efri deild, á frv. um lyfsölulög
og frv. um loftferðir.