Vísir - 06.05.1964, Síða 7
Vt SIR . Mlðvikudagur 6. maf 1964
7
Spjall
Ingólfur Jónsson landbúnað-
arráðherra ritar athyglisverða
grein í síðasta blað Suður-
lands og ræðir efnahagsmálin.
Þar segir hann m. a.:
® Mikil breyting
til batnaðar
Hvaða skoðun sem menn
hafa á stjórnmálum, verður
því ekki neitað, að mikil breyt-
ing hefur orðið til batnaðar á
valdatíma núverandi rfkis-
stjórnar. Þarf ekki að hafa
mörg orð um það sem öllum
er sýnilegt og áþreifanlegt.
Það vita allir, að þjóðin hef-
ur eignazt allmyndarlegan
gjaldeyrisvarasjóð og að um
óreiðuskuldir erlendis er ekki
lengur að ræða. Það er
einnig kunnugt, að krónan er
skráð í erlendum bönkum eins
og gjaldmiðill annarra sjálf-
stæðra þjóða. Það er og áþreif
anlegt að atvinnuvegirnir
starfa með þeirri afkastagetu,
sem möguleg er og að nú er
ekki lengur rætt um atvinnu-
leysi heldur vöntun á fólki til
ýmissa starfa.
Fjölskylduhljómsveitin á æfingu. Frá vinstri: Inga Rós, Unnur María, Vilborg, Þorgerður (við flygilinn), Rut og frú Inga, móðir þeirra og
aðalhljómsveitarstjóri. (Mynd: I. M.)
Þær eru fimm systum-
ar, frá ellefu ára til tví-
tugs, dætur frú Ingu Þor-
geirsdóttur kennara og
Ingólfs Guðbrandssonar
söngstjóra. Syngja allar
eins og englar og spila á
hljóðfæri - a. m. k. þrjú-
fjögur hver, ef ekki fleiri.
Fiðlur og flautur, klarí-
nett, þríhymingar og
tmmbur, bjöllubumbur og
sem sagt sláttarhljóðfæri
af fleiri gerðum en ég
kann að nefna liggja eins
og hráviði um gólfið í
herbergjunum, flygillinn
trónar við gluggann í
setustofunni, og hvar-
vetna getur að líta háa
stafla af nótnabókum,
slitnum og þvældum af
mikilli notkun-
að vill heppilega til, að Hof-
teigur 48 er einbýlishús, þvl
að hér er spilað og sungið frá
morgni til kvölds og kannske á
næturnar lfka. Jafnvel matmáls-
tímarnir eru notaðir í þágu tón-
listargyðjunnar — um leið og
diskamir eru lagðir á borðið, er
útbýtt heyrnarþjálfunarbókum,
svo að hægt sé að æfa sig að
syngja eftir nótum milli munn-
bita. Og gestir, sem að garði
koma, eru umsvifalaust drifnir
inn I stofu og fengin I hendur
hljóðfæri og nótur. Því fleiri, þvi
betra, þeim mun stærri verður
hljómsveitin.
„En ef þeir kunna nú ekki að
spila?"
„Þá látum við þá syngja“ svar-
ar elzta systirin, Þorgerður, sem
stundar guðfræðinám við Háskól-
ann.
„En fáið þið aldrei ómúsíkalska
gesti I heimsókn — ég meina
fólk, sem hvorki getur spilað né
sungið?“
„Ja, þeir verða allir músíkalsk-
ir, um leið og þeir koma inn úr
dyrunum, a. m. k. þegar við spil-
um frumskógasinfónfurnar".
„Frumskógasinfóníur?“
„Já, allir geta tekið þátt í þeim.
Þá spilar bara hver upp úr sér
það sem andinn inngefur honum,
og við semjum verkin jafnóðum.
Sannkölluð villimannamúsík".
„Og hvaða hljóðfæri notið þið
helzt?“
„Þau sem til eru, heilmikið af
alls konar trumbum og slagverki;
við eigum líka strengjahljóðfæri
og blokkflautur, klarínett og
barnaklarínett og ýmiss konar
flautur í tonnatali. Oft koma gest-
imir með sln eigin hljóðfæri með
sér, og þá verður hljómsveitin
þvf betri“.
„Okkur vantar cellista f fjöl-
skylduna", segir frú Inga, móðir
þeirra. „Annað hvort verð ég
sjálf að fara að læra á celló eða
ná mér f tengdason, sem spilar
á það. Okkur dauðvantar djúpa
undfrtóninn f hljómsveitina".
'J'vær yngstu systurnar, Inga
Rós, 11 ára, og Unnur Marfa,
12 ára, eru enn f barnaskóla, Vil-
borg, 15 ára, er að lesa undir
landspróf, Rut, 18 ára, les fimmta
bekk Menntaskólans utanskóla,
og Þorgerður, 20 ára, lauk stúd-
entsprófi í fyrravor og er nú við
guðfræðinám, en hyggst leggja
fyrir sig tónvfsindi. AHar eru þær
í Tónlistarskólanum nema Vil-
borg, sem sleppti þessum eina
vetri þar til að geta lesið í næði
undir landsprófið. En hún fær æf-
ingu í samspili með hinum.
„Þegar fjölskyldan kémur sam-
an, er hver stund notuð til að
iðka tónlist“, segir frú Inga.
„Spilar þú ekki líka?“
Hún vill sem minnst gera úr
því, en Þorgerður grípur fram í.
„Mamma syngur og spilar á
píanó, og svo er hún þessi fyrir-
taks hljómsveitarstjóri. Og hún
spilar líka á fiðlu og flautu“.
„Nei, elskan mín, ég rétt næ
lagi, ekkert fram yfir það“, and-
mælir móðir hennar. „Ég má
heldur aldrei vera að því að æfa
mig. En ég læri að þekkja lögin,
sem þær eru með. Það er oft
hálfskringilegt að sitja uppi á
lofti og hlusta, þegar þær æfa
sig af kappi hver f sínu herbergi,
ein kannske á pfanó, önnur á
klarínett, þriðja á flautu og tvær
á fiðlu — og engar tvær með
sama lagið".
gíðasta viðbótin er langspil, ný-
lpmið á heimilið. En þær eru
ekki byrjaðar að læra á það enn.
Þorgerður er aðalpfanóleikarinn
og útskrifast úr kennaradeild
Tónlistarskólans næsta vor, Rut
er konsertmeistari hljómsveitar-
innar, Vilborg leggur rækt við
klarínettið, og Unnur María og
Inga Rós spila mest á fiðlu. En
allar spila þær meira eða minna
á mörg hljóðfæri og syngja ynd-
islega.
„Við þurfum ekkert sjónvarp á
þessu heimili", segir frú Inga.
„Það yrði aldrei tfmi til að opna
fyrir það. Ég er viss um, að ungt
fólk hefur ákaflega gott af að
iðka tónlist eða eiga önnur skap-
andi áhugamál. Þá þarf því aldrei
að leiðast, og þannig fær það út-
rás á jákvæðan hátt fyrir bældar
tilfinningar og lífsfjör“.
Litla hljómsveitin er farin að
spila, þegar Ingimundur kemur
að taka myndir. Hann hlustar
með augljósri ánægju, enda mik-
ill tónlistarunnandi, en þegar
leiknum er lokið, lítur hann kank-
víslega á ungu músíkantana.
„Hvernig er það, ætli það sé
ekki hægt að fá ódýrar íbúðir
hérna í nágrenninu?“ spyr hann
í léttum stríðnistón. — SSB
• Skilningur
almennings.
Það sem áunnizt hefur í
efnahagsmálum landsmanna
má ekki glatast. Það eru því
gleðileg tíðindi að svo virðist
vera, að almenningur hafi átt-
að sig á þvf hvað er um að
ræða.
Ríkisstjórnin mun beita sér
fyrir því að leiða kaupgjalds-
og verðlagsmálin farsællega til
lykta. Það er gleðiefni ef verka
lýðsforystan vill í einlægni
leggja sig fram til þess að
sem bezt megi takast í þessu
efni.
Ef svo giftusamlega tekst til,
eins og margir vilja ætla, að
samvinna takist mjlli rfkis-
stjómarinnar og verkalýðsfor-
ystunnar um þessi mál, má
fullyrða að þjóðin hefur aldrei
staðið betur að vfgi en nú,
til þess að treysta efnahags-
legt öryggi og áframhaldandi
framkvæmdir í landinu.
@ Hættur sundur-
þykkjunnar.
Þjóðin getur því litið björt-
um augum á framtíðina, ef
hún verður ekki sjálfri sér
sundurþykk.
Tækifærin til að vinna að
margháttuðum framförum og
velgengni verða meiri en
nokkm sinni fyrr, ef farsæl
lausn fæst á þeim málum, sem
hér um ræðir.
Þessi orð eru sannarlega í
tíma töluð hjá Ingólfi Jóns-
syni. Velsæld þjóðarinnar og
verklegar framfarir f landinu
eru undir því komnar að friður
haldist á vinnumarkaðinum.
Öðrum þjóðum hefir tekizt að
ná slíkum friði. Hvf skyldi
okkur ekki takast það líka, ef
skynsamlega er á málum hald
ið? Það er hið mikla verkefni
sem framundan er.
WIPAC
Framlukfir
speglar og gler
í Austin, Bedford, Commer, Ford Anglia,
Consul, Prefect, Zephyr, Zodiac, Ford 8—10
H.P., Hillman, Humber, Landrover, Morris,
Singer, Standard, Vauxhall, -olseley.
Á Hofteigi 48 spila og syngja allir
ÞÆR ÞURFA EKKERT SJÓNVARP