Vísir - 06.05.1964, Blaðsíða 9
Eisenhower
Dwight D. Eisenhower, fyrrum
Bandaríkjaforseti, hefur nýlega
sent frá sér bók um tímabil sitt
f Hvfta húsinu í Washington.
Vísir birtir hér stutta kafla úr
bókinni, en þeir snerta nokkrar
þýðingarmiklar ákvarðanir sem
Eisenhower varð að taka á
stjómarferli sfnum.
Kjamorkustríð
í Kóreu?
Ekkert þeirra mörgu vanda-
mála er ég stóð andspænis,
snemma árs 1953, krafðist nán-
ari afskipta minna en styrjöld-
in f Kóreu. Miðað við tölu
mannslífa var þessi styrjöld
þegar orðin fjórða stærsta í
sögu okkar.
Eins og aðrir bandarískir
borgarar gramdist mér innilega
hin tilefnislausa og kaldrifjaða
árás á Suður-Kóreu, morguninn
25. júní 1950, þegar um það bil
sjö sveitir landgönguliða og ein
herdeild skriðdreka úr „AI-
þýðuher" Norður-Kóreu tóku
sig óvænt upp af stöðvum sín-
um, meðfram 38. breiddagráðu
og réðust á hinn máttarminni
her lýðveldisins Kóreu. Við gát-
um ekki leyft okkur að gefa
eftir fótmál af landi til hinna
kommúnistisku árásarmanna.
Sameinuðu þjóðirnar brugð-
ust þegar f stað við og 26. júni
hét Truman forseti aðstoð
Bandarikjanna. Bandaríkin
blönduðu sér í styrjöldina til að
hafa með höndum „lögregluað-
gerðir" og án annars markmiðs
en þess að reka heri kommún-
ista frá Suður-Kóreu.
En þegar á leið, ákvað Mac
Arthur hershöfðingi réttilega
að mínum dómi að hefja
hernaðaraðgerðir norðan 38.
breyddarbaugs í þvf skyni
að gereyða herjum Norður-
Kóreu. Vlglínan myndaðist aðal
lega þar sem gagnsókn Van
Fleet hershöfðingja hafði stöðv-
azt, að langmestu leyti norðan
38. breiddarbaugsins. Síðar á
sumrinu 1951 áttu sér stað á-
köf átök. En upp frá því voru
bardagar staðbundnir, en engu
síður blóðugir, og háðir með
styrkleik um það bil einnar her-
deildar.
Ýmsar tillögur til aðgerða
voru hugleiddar, með tilliti til
þess að klnverskir kommúnist-
ar neituðu að fallast á vopnahlé
innan skynsamlegs tíma. Eitt
KYNNIMÍN AT FRÆCUM
SAMTlDARMÖNNUM
NOKKRAR ENDURMINNINGAR EISENHOWERS
varð fljótlega ljóst: Til að
valda okkur sem minnstum
skaða ef til árásar kæmi yrðum
við að beita kjamorkuvopnum.
MacArthur hershöfðingi benti
mér á nauðsyn þessa, meðan ég
bjó enn í New York, og beið
þess að taka við embætti.
Bandaríska herráðinu leizt ekki
alltof vel á möguleikana á því
að beita kjarnorkuvopnum við
sjálfa víglínuna, með hliðsjón
af þeim miklu neðanjarðarvíg-
hrelðrum, sem kínversku komm
únistunum hafði tekizt að
byggja. En þessi vopn myndu
augljóslega skipta miklu máli ef
þeim væri beitt gegn hernaðar-
lega þýðingarmiklum stöðum í
Norður-Kóreu, Mansjúrfu og á
strönd Kína.
Yrði niðurstaðan sú, að hefja
nýja tegund gagnaðgerða myndi
óhjákvæmilegt að taka upp
nýja stefnu (policy) og afla
henni samþykkis hjá banda-
mönnum okkar. Þar myndi beit-
ing kjarnorkuvopna skipta
mestu máli. Hvað þetta atriði
snertir hafa Bandaríkjamenn
ætíð verið á talsvert annarri
skoðun en bandamenn okkar,
einkum Bretar.
Auðvitað var á önnur vanda-
mál að líta, t.d. þann möguleika,
að 5ovétríkin gerðust þátttak-
endur f styrjöldinnl. Við vissum
að þau áttu allmikið magn
kjamorkuvopna og reiknuðum
með að þau myndu brátt
sprengja tilraunavetnissprengju.
En brátt vænkaðist útlit fyr-
ir vopnahlé. Það var undirrit-
að 27. júlí 1953. Þrjú ár hetju-
dáða, örvæntingar og blóðbaðs
áttu sín endalok.
Prófraun á
Oppenheimer.
Annan dag desembermánaðar
átti ég langt símtal við Wilson.
landvarnarráðherra. Ráðherr-
ann skýrði mér frá skýrslu sem
honum og Lewis Strauss (for-
manni Kjarnorkumálanefndar)
hafði borizt beint frá Edgar
Hoover, yfirmanni bandarlsku
ríkislögreglunnar. í skýrslunni
voru ásakanir — sumar nýjar
— á hendur snjöllum vlsinda-
manni, sem hafði verið leiðandi
afl Við smlði kjarnorkusprengj-
unnar — dr. J. Robert Oppen-
heimer.
Mér brá við lestur skýrslunn-
ar. Dr. Oppenheimer hafði ver-
ið formaður aðalráðgjafanefndar
Kjamorkumálanefndar Banda-
ríkjanna. Hann skipaði mikil-
vægan sess í sögu kjarnorku-
málanna og honum var vel
kunnugt um mörg af þýðingar-
mestu leyndarmálum ríkisins.
Næsta morgun, eftir að ég
hafði ráðfært mig frekar, til-
kynnti ég utanríkisráðherran-
um, formanni Kjarnorkumála-
nefndarinnar og fleirtun, að
þeim bæri að halda dr. Oppen-
heimer frá hvers konar við-
kvæmum leyndarmálum, þar til
fullkomin rannsókn hefði farið
fram I máli hans. Ég sendi skila-
boð til dómsmálaráðherrans
með ósk um að hann aflaði sér
frá bandarlsku rlkislögreglunni
allra gagna um mál Oppenheim-
ers, og tæki þau til gaumgæfi-
Iegrar rannsóknar.
Dr. Oppenheimer kvaðst vita
að tilgreind gögn fælu í sér
upplýsingar, sem þörfnuðust
endurskoðunar og samþykkti
að yfirheyrslur yrðu látnar fara
fram. Honum var tjáð að ekki
væri unnt að veita honum að-
gang að skjölum er snertu ör-
yggi rlkisins, fyrr en rannsókn
hefði farið fram.
Rannsóknin var framkvæmd
af þriggja manna nefnd, sem
hlýddi á 40 vitni, en það tók
nokkrar vikur. Síðan komst
nefndin að þeirri niðurstöðu,
með tveimur atkvæðum gegn
einu, að dr. Oppenheimer skap-
aði hættu fyrir öryggi rlkisins,
en væri engu að slður dyggur
þjóðfélagsborgari. Þann 27. mal
var þessi oiðurstaða lögð fyrir
Kjamorkumálanefndina, en
hún staðfesti niðurstöður rann-
sóknarnefndarinnar með fjórum
atkvæðum gegn elnu.
Vinir dr. Oppenheimers héldu
því fram að niðurstöður þessar
væru eingöngu byggðar á því
að Oppenheimer hefði verið
andvlgur smlði vetnissprengj-
unnar. Auðvitað kom það aldrei
málinu við, f mínum augum, og
ég er sannfærður að það skipti
nefndirnar heldur engu máli.
Andstaða Oppenheimers gegn
smlði vetnisspreneiu gat verið
samvizkuspurning, það gat hafa
verið sannfæring hans að heim-
inum kæmi betur að þessi áform
köfnuðu I fæðingunni.
Mörgum árum áður hafði ég
af eigin rejmslu lært að ágrein-
ingur sem þessi þurfti ekki að
fela I sér að hægt væri að á-
kæra deiluaðila fyrir ógnun
við öryggi rlkisins, þótt ákveð
ið og djarft væri deilt.
Þetta átti sér stað árið 1945
þegar hermálaráðherranr
Stimson, heimsótti mig í bæki-
stöðvar mlnar I Þýzkalandi og
tjáði mér að stjórnin væri reiðu
búin til að fyrirskipa að kastað
yrði atómsprengju á Japan. Ég
var I hópi þeirra, sem töldu
nægar ástæður vera til að efast
um viturleik slíkrar ákvörðun-
ar.
Ég var ekki beðinn opinber-
lega að segja álit mitt á þessu
máli, vegna þess að þetta skipti
ekki beinlínis máli á vlgstöðv-
unum I Evrópu, sem ég stjórn-
aði á, en ráðherrann spurði
engu siður um álit mitt og bjóst
sýnilega við ákveðnum stuðn-
ingi mlnum.
1 stað þess skýrði ég honum
frá alvarlegum efasemdum mln-
um byggðum á því I fyrsta lagi
að Japan væri þegar sigrað og
þess vegna væri vörpun sprengj
unnar óþarfi, og I öðru lagi
taldi ég að forðast bæri að
hrella þjóðir heims, með því að
nota vopn sem I notkun skipti
ekki lengur máli við að forða
bandarlskum mannsllfum frá tor
tímingu.
MacCarthy
Ráðherrann varð meira en
lítið órólegur vegna afstöðu
minnar, og brást við röksemd-
um mínum, nærri þvl reiðilega.
Stimson ráðherra datt aldrei
I hug að efast um tryggð mína
við Bandaríkin, þrátt fyrir bráð
látar athugasemdir mlnar, og
mér datt aldrei I hug að aðrir
hugsuðu öðru vlsi um mig. Á
sama hátt neitaði ég að trúa
þvl að dr. Oppenheimer væri
Bandaríkjunum ótryggur, vegna
þess að hann hafði ekki mælt
með smíði vetnissprengjunnar.
Það var byggt á allt öðrum
sönnunum, m.a. framburði dr.
Oppenheimers sjálfs, að ég stað
festi niðurstöður Kjarnorku-
málanefndarinnar, en meirihluti
hennar tilgreindi ósannindi I
framburði Oppenheimers um
kommúnista, sem hann þekkti.
Dr. Oppenheimer fékk aldrei
framar aðgang að ríkisleyndar-
málum.
Stríðshætta
við Formósu.
Klukkan 1.45, 3. september
1954 hófu klnverskir kommúnlst
ar fallbyssuskothrlð á Quemoy-
eyju, undan strönd Kína.
Þessar aðgerðir voru upphafið
að atburðarás sem spannaði níu
mánuði, og hafði næstum skapað
klofning milli Bandarlkjanna og
bandamanna þeirra og leitt okk-
ur fram á barm styrjaldar.
Ég stóð frammi fyrir þelrri
spumingu, hvaða stefnu Banda-
ríkin ættu að taka.
Það var á hernaðarlegar ástæð
ur að líta, sem Radford aðmlráll
hét fram um mikilvægi þess að
halda eyjunum undan meginland
inu og hann lagði þess vegna til
að Bandaríkin skuldbindu sig til
að verja þær og aðstoðuðu kln-
verska þjóðemissinna við
sprengjuárásir á meginlandið.
Ég var á öðru máli. Við gátum
ekki tekið þessa stefnu varðandi
Quemoy-eyjar. „Við erum ekki
að tala um takmarkað stríð“,
sagði ég. „Við emm að ræða um
að hætta okkur því sem næst út
I þriðju heimsstyrjöldina. Ef við
ráðumst á Klna, getum við ekki
takmarkað aðgerðir okkar, eins
og I Kóreu.
Mánuði eftir að við höfðum
undirritað gagnkvæma varnar-
sáttmála við þjóðernisslnna-
stjórnina skýrðum við frá nán-
ara samkomulagi þar sem kln-
verskir þjóðernissinnar hétu þvl
að ráðast ekki inn á meginland-
ið.
1 byrjun næsta árs tók ástand-
ið að versna. í nýársboðskap
sínum boðaði Chiang Kai-shek
styrjöld „á hverri stundu". Kín-
verskir kommúnistar hröðuðu
byggingu þotuflugvalla andspæn
is Formósu.
Það var kominn tími til að taka
Framh. á bls. 13