Vísir - 06.05.1964, Qupperneq 15
V í S IR . Miðvikudagur 6. maí 1964
15
sara*K»vaT*J^ax,,ssÆ=ri
Þegar læknirinn kom aftur
sagði Soffía honum frá þessu —
inni í herbergi Óskars.
— Þetta virðist vera mjög al-
varlegt, læknir? sagði Soffía með
spurnarhreim.
— Ég get komið hitanum niður,
en það er sjón stúlkunnar sem
veldur mér miklum áhyggjum, og
ég er smeykur um, að þar geti ég
ekki hjálpað.
— Þér haldið þó ekki, að hún
sé að missa sjónina?
— Ég held ekkert um það, ég
er alveg viss um það.
— Blessuð stúlkan, er ekkert
hægt að gera? sagði Soffía, sem
fann sárt til með henni.
— Ég get því miður ekkert gert,
sagði læknirinn. Ég er ekki sér-
fræðingur í augnsjúkdómum. Það
er hvítur, stækkandi blettur á
homhimnunni — ört stækkandi.
Ef til vill væri hægt að bjarga
sjóninni með uppskurði — ég þori
ekki um það að segja. Ég get ekki
tekið á mig neina ábyrgð. Það
verður að leita álits sérfræðings,
og það er nóg af þeim í París.
Soffía var hryggari en frá verði
sagt og vissi ekki hvað gera
skyldi. Hún þorði ekki að fara frá
Emmu-Rósu og svo jók það á-
hyggjur hennar, að Óskar, var ó-
kominn. Soffía gætti þess að segja
Emmu-Rósu ekkert um hvað farið
hafði milli hennar og læknisins og
fór ekki frá henni fyrr en klukkan
ellefu. Og þá var Óskar enn ó-
kominn.
Eftir að Emma-Rósa hafði verið
flutt f íbúðina, sem Óskar hafði
leigt í Guenegaud-götunni, hafði
Soffía tekið snöggum og miklum
breytingum. Hún var steinhætt að
fara í Ölduna, og hún gerði sér
ljóst, að René Dharville hafði
vakið aðrar tilfinningar í brjósti
hennar en aðrir karlmenn, en ann-
ars var aðalbreytingin í því fólgin,
að hún fann til nýrrar köllunar —
að sinna hinni veiku stúlku, og
hún var hjá henni öllum stundum
á daginn, þegar Mariette gat ekki
verið hjá henni. Og þá var hugur-
inn allur hjá Emmu-Rósu, en ekki
hjá René.
Emma-Rósa þjáðist meir andlega
en líkamlega. Hún hugsaði slegin
ótta til framtíðarinnar, því að þótt
hún talaði ekki um það var henni
fullljóst að hverju stefndi — að
hún yrði brátt blind.
„Það á fyrir mér að liggja, að
verða blind, hugsaði hún, og ég fæ
ekki einu sinni að hafa mömmu
hjá mér, og ekki get ég verið þessu
góða fóíki til ævinlegrar byrði.
Hvað verður um mig? Ef Leon
vissi allt þetta mundi hann þá
koma og annast mig? Já, hann
mundi vera hlýr og samúðarríkur,
en hvað gæti hann gert með vesa-
Iings blinda stúlku, er hann ætti að
sjá um? Hann yrði að hugsa um
framtíð sína, nám sitt, hann gæti
enga framtíð átt mér við hlið. Ó,
ég vildi, að ég væri dáin. Það væri
víst bezta lausnin, en dauðinn
kemur ekki þótt maður kalli á
hann. Og ef ég varpaði mér í
Signu mun guð fyrirgefa mér?
Ó, mamma, mamma, Leon“.
Og tárin streymdu niður kinnar
hennar og hana sveið í sjúk augun
og hún lá andvaka fram undir
morgun,. er hún loks féll í þungan,
óværan svefn.
Soffía var farin að verða óróleg,
er hún heyrði ekkert frá Óskari.
og snemma um morguninn sendi
hún Mariette í Guenégaud-götuna
til þess að athuga hvort hann væri
kominn heim. Þernan, sem að
sjálfsögðu hafði Iykil að íbúðinni,
fór fyrst inn í herbergi hans, er
hún kom þar, og sá þegar að rúm
hans var óbælt og uppbúið. Hann
hafði því ekki komið heim um
nóttina. Svo Iæddist hún á tánum
inn til Emmu-Rósu, en er hún sá,
að hún svaf, fór hún jafn hljótt
og hún kom og sagði Soffíu, að
Óskar hefði ekki komið heim um
nóttina. i'.'YHRUBJ
Nú varð Soffíu ekki um sel og
fór að óttast, að eitthvað hefði
komið fyrir hann. Klæddi hún sig
í snatri. Hún hélt til blaðsölu-
skúrsins, og á leiðinni þangað ró-
aðist hún nokkuð af tilhugsuninni
um, að hann hefði ef til vill setið
að sumbli með einhverjum félög-
um um nóttina, en er f blaðsölu-
skúrinn kom, var Óskar þar ekki,
heldur blaðsölukonan gamla.
Soffía spurði hana spjörunum úr,
— hvort hún hefði ekki séð unga
manninn, sem leigt hefði hjá henni
skúrinn í nokkra daga.
— Nei, það hefi ég ekki, svar-
aði gamla konan, og ég furða mig
á því, — ég kom eins og vant er
klukkan sjö til þess að fá 5 frank-
ana mfna, en enginn veit neitt um
hann, og ég neyddist til að fá
smið til að opna skúrinn, því að
hann hefir lykilinn.
— Vitið þér hve lengi hann var
hér í gær?
— Hann mun hafa farið um átta
leytið og það er það eina sem ég
veit. Hefir hann ekki komið heim
til sín?
— Nei.
— Guð minn góður, það skyldi
þó ekki eitthvað hafa komið fyrir
hann. Er hann kannski maðurinn
yðar?
— Nei, hann er bróðir minn.
— Þér verðið víst að snúa yður
til lögreglunnar — eða spyrjast
fyrir f líkhúsinu.
Það fór hrollur um Soffíu, er
hún hugsaði til þess, að Óskar
kynni að hafa verið fluttur þangað
um nóttina Iiöið lík.
Hún fór til lögreglustöðvarinnar
og var kurteislega tekið, en enginn
með þessu náfni hafði verið hand-
tekinn um nóttina. Og svo gekk
hún raunamædd til líkhússins.
19.
Angela Bernier lá andvaka um
nóttina og hugsaði árangurslaust
fram og aftur um allt, sem gerzt
hafði, reyndi að greiða úr þeim
svikavef, sem hún hafði verið
flækt í og dóttir hennar. — Hún
vissi að leit lögreglunnar hafði eng
an árangur borið. Hún efaðist, að
hún mundi geta fundið nokkra
leið út úr þvf myrkri, sem hún var
umvafin. Hún efaðist ekki um að
Femand hafði sama áhuga og hún
á að finna Emmu-Rósu, en
hann játaði vanmátt sitt. Mundu
þá þeir Leon og René geta gert
nokkuð? Og hvað gat hún beðið
þá um að gera? Hún vissi það
ekki, en samt yrði hún að tala
við þá.
Þegar hún talaði við . Fernand
um morguninp, bað hún hann að
grennslast eftir hvort lögreglunni
hefði orðið nokkuð ágengt um
nóttina, og svo fékk hún hjá hon-
um heimilisfang Leons, og lagði
svo leið sína til fbúðar hans og
René Dharville.
Þeir voru í þann veginn að fara
út, er hún hringdi dyrabjöllunni
hjá þeim. Leon kom til dyra og
varð næstum óttasleginn, er hann
sá útlit hennar.
— Kæra frú, sagði hann, hve þér
hafið hlotið að þjást, hálfstamaði
hann, er hann hafði heilsað henni.
— Já, kæri, ungi vinur minn
— og ég á víst eftir að þjást
meira.
— Þér hafið þá ekkert frétt um
Emmu-Rósu?
— Nei, sagði hún döpur, allt
er svo dimmt og raunalegt.
— En nú eruð þér frjáls. Nú
Ieitum við hennar saman.
— Hvar eigum við að leita? Ég
hefi tæpan hálfan mánuð til. þess
að leita hennar og sanna sakleysi
mitt, en í gær fann ég ekkert
spor sem gæti komið mér á slóð-
ina.
DÚN- OG
FIÐURHREINSUN
vatnsstíg 3. Sími 1874C
SÆNGUR
REST BEZT-koddar.
■ Endurnýjum gömlu
' sængumar, eigum
J dún- og fiðurheld ver.
I; Seljum æðardúns- og
!■ gæsadúnssængur —
í og kodda af ýmsum
! stærðum.
Volkswagen ’62—’60
Opel Record ’62—’60 Daf
sendibíll ’63, Anglia ’60
Austin Gipsy ’62 Chevrolet,
góður, ’60 Chevrolet
Station ’55 Simca ’63
Zephyr ’62 Ford ’55
Pontiac ’52.
Látið bílinn standa hjá
okkur, og hann selst.
H Hreinsum
gg samdægurs
| Sækjum -
a?s sendum.
S!
Efnalaugin Lindin
ík Skúlagötu 51,
S sfmi 18825
Hafnarstræti 18,
|j| sími 18821
T
A
R
Z
A
N
Við erum að fara Tarzan, segir
Naomi, bíddu eftir mér þangað til
ég kem aftur. Get það ekki Naomi
svarar Tarzan, ég hefi ekki haft
tíma til að segja þér það, en Joe
Wildcat og ég erum að fara til
KEFLAVfK
• •
Gkukennsla
Kenni akstur og meðferð bif-
reiða fyrir minnapróf bifreiða-
stjóra.
TRYGGVI KRISTVINSSON,
Hringbraut 55, Keflavík
Sími 1867.
16 mm filmuleiga
Kvikmyndavélaviðgerðir
Skuggamyndavélar
.Flestar gerðir sýningarlampa
Ódýr sýningartjöld
Filmulím og fl.
Ljósmyndavörur
Filmur
Framköllun og kópering
Ferðatæki (Transi'stor)
FILMUR OG VÉLAR
Freyjugötu lð •
Sími 20235
Mópferðn- |
bílor
Höfum nýlega
10—17 farþega
Merzedes Bens-bfla
í styttri og lengri
ferðir.
HÓPFERÐABÍLAR S/F
Símar 12662-17229
Gluggaskilti
úr plasti — Lausir stafir,
sé um sýningar.
Drekavogi 6. Sími 36067
ÖfcNfcK,AL IfcAib HAfcN’ l ANY
RIGHT T0 INVOLVE. YOU
IMTHIS TRIBAL mK.! THE
HWIVES WILLTURHOWTOU!
SENDIBfLASTÖÐIN H.F.
BORGARTÚNI 21 SÍMI 24113
Ódýrar
drengjaúlpur
Bongolands, hér er orðsending
sem við fengum frá Yeats hers-
höfðingja. Yeats hershöfðingi
hefur engan rétt til að biðja þig
að hætta lífinu, segir Naomi æst.
þega rhún hefur lesið bréfið. Hinir
innfæddu munu reyna að drepa
þig. Ég held að ég geti stöðvað
blóðbað milli ættanna Naomi, seg
ir Tarzan, ég verð að reyna. Við
erum tilbúnir, Naomi kallar flug
maðurinn. Farðu þá, þú þrjózki
maður, segir Naomi við Tarzan,
og taktu siðasta kossinn með þér
þangað til þig langar I annan í
Mombuzzi.
Miklatorgl
I