Vísir - 16.05.1964, Síða 6

Vísir - 16.05.1964, Síða 6
6 VfSIR . Laugardagur 16. mal 1964. , Fermingar um hvítasunnuna Fermhigarböm f Kálfatjarnar- Wrkju á hvftasunnudag kl. 2 e.h. Stúlkur: Bjamdís Steinþóra Jóhannsdóttir, Holti. Sigrún Sigurðardóttir, Sólvöllum. Drengir: Eyjólfur Kristján Jónsson, Hóf- gerði 5, Kópavogi. Helgi Ragnar Guðmundsson, Lyngholti, Vogum. Jóhannes Hólm Reynisson, Austur- brún 28, Reykjavík. Klemenz Egilsson, Minni-Vogum. Kristján Guðmundsson, Sunnuhvoli Magnús Kolbeinsson, Auðnum. Pétur Fell Guðlaugsson, Nýjabæ. Fermingarböm í Bessastaðakirkju 2. hvitasunnudag kl. 2 e. h. Stúlkur: Brynja Marteinsdóttir, Litlu-Brekku Elín.Lára Sigurðardóttir, Faxatúni 2 Eva Sigurbjörnsdóttir, Lækjarfit 6 Guðný Jóna Ásmundsdóttir, Ás- garði 4. lón Vestdnl — Framh .af bls. 1 og stóriðju, sem haldin verða fyrif þróunarlöndin. Fyrsta nám skeiðið af þessu tagi var haldið í Krogerup á Norður-Sjálandi dagana 2, —16. þ. m. og hafði danska utanríkisráðuneytið all- an veg og vanda af námskeið- inu og sá um framkvæmd þess. Er það hluti af framlagi því sem Danir leggja til þróunarlandanna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þátttakendur — auk fyrirles- ara — voru 32 frá 22 löndum 1 Asíu, Afríku og Suður-Amer- fku. Þeim var boðið og séð fyrir uppihaldi og ferðum þeim gjör- samlega að kostnaðarlausu. All ir þeir sem boðnir vom, voru ýmist starfandi við sementsiðn- að í heimalöndum sínum eða vom að búa sig undir slíkan starfa. Námskeiðið fór fram í húsa- kynnum lýðháskólans í Kroge- mp og voru erindin — allt að þrjú daglega — haldin fyrri- hluta dags, en að þeim loknum vom umræður, fyrirspurnir til fyrirlesara og skýringar gefnar. Sjónvarpið Laugardagur 16. maí. 10.00 Kiddie’s Corner 11.30 Magic Land of Allakazam 12.00 Exploring 13.00 American Bandstand 14.00 Saturday Sports Time 16.30 Colonel Flack 17.00 The Phil Silvers Show ÍTSO Current Events 18.30 Candid Camera 18.55 Chaplain’s Corner 19.00 Afrts News 19.15 To Be Announced 19.30 The Jackie Gleason Show 20 30 Lawrence Welk 21.30 Sing Along With Mitch 22.30 Gunsmoke 23.-00 Afrts Final Edition News 23.15 Northern Lights Playhouse ,,‘t'ast Flight". Heiða Sólrún Stefánsdóttir, Lækjarfit 6. Helga Guðmundsdóttir, Vesturbæ Helga Sófusdóttir, Goðatúni 3 Inga Sonja Eggertsdóttir, Ara- túni 11 Ingigerður Guðbjörnsdóttir, Lækjarfit 5. María Högnadóttir, Melási 6. Sigríður Guðfinna Karlsdóttir, Gerðakoti. Svandís Ingibjartsdóttir, Smáraflöt 14. Þorbjörg Hjörvarsdóttir, Faxatúni 15. Þómnn Erla Guðmundsdóttir, Görðum. Drengir: Erlendur Karlsson Garðaflöt 1 Guðmundur Friðrik Kristjánsson, Lækjarfit 5 Gunnar Jón Hilmarsson, Ásgarði 3 Hrafnkell Gunnarsson, Laufási 4 Ingimar öm Ingimarsson, Breið- ási 9. Sigurlinni Sigurlinnason, Hraun- hólum 6. Snæbjöm Tryggvi össurarson, Löngufit 34. Svavar Gunnarsson, Norður- Eyvindarstöðum. Sverrir Friðriksson, Faxatúni 10. Ægir Ómar Þorsteinsson Hraundal, Garði. iamskip — Framh. af bls. 1 en 30% greiðir félagið á næstu tveim ámm, Afhending skipanna á að fara fram 1 febrúar 1965 og janúar 1966. Verða þau bæði 2670 tonn að stærð og svipuð Fjallfossi og systurskip hans. Skip E.í. fluttu á árinu 1963 samtals 326.823 tonn sem er 8 þús. tonnum meira en árið áður. Þar af er innflutningur 155 þús. tonn en útflutningur 131 þús. tonn. Árið 1960 fluttu skip félags- ins út tæp 40.000 tonn af hrað- frystum fiski, en sá flutningur hefur farið síminnkandi og fór nið- ur I 14.200 tonn nú. Farþegar með skipum félagsins vom á árinu 6.612, sem er nokkru færra en árið áður. Meginhluti þessara farþega ferðaðist með Gullfossi eða 5987 talsins. Samt varð að fresta 5 ferð- um vegna brunans 1 Kaupmanna- höfn. Skv. efnahagsreikningi E.I. námu eignir félagsins um síðustu áramót 24t5.147.165.87 en skuldir 258.517,- 196.44 þannig að skuldir umfram eignir eru 13.370.030.57. Hlutafé Eimskipafélagsins hefur nú verið hækkað um kr. 15.126.750 í kr. 16.807.500 enda þótt enn hafi i hin nýju jöfnunarhlutabréf með tí-1 földu nafnverði ekki öll verið gef-; in út. Skip félagsins 12 að tölu j em bókfærð á nær 85 milljónir! sem vitanlega er langt fyrir neðan j sannvirði, sem án efa er á 300 millj j Sama er um fasteignir félagsins að ; segja, en þær eru bókfærðar á 50 | millj. kr. Samþykkt var á fundinum í gær að greiða hluthöfum 5% arð. í stjórn félagsins voru kjörnir: Einar B. Guðmundsson, Birgir Kjaran, Thor R. Thors, Pétur Sig- urðsson, Páll Sæmundsson, Jón é ......... Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför MAGNÚSAR BERGMANN FRIÐRIKSSONAR. Aðstandendur. Árnason, Grettir Eggertsson og Ámi B. Eggertsson. Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, baðst eindregið undan endurkosningu. í hans stað var kjörinn Loftur Bjarnason, útgerðarmaður í Hafn- arfirði. Tilruunsistöð Frh. af bls. 1: vísindalegar rannsóknir og at- huganir geta látið I té. Hingað til hafa forgöngumenn skóg- ræktarinnar hér á landi orðið að láta sér nægja seinfengna al- menna reynslu í starfi sínu. Að vfsu hafa þeir einnig stuðzt við vísindalegar rannsóknir í öðrum löndum,, sérstaklega þó Noregi, sagði Hákon. Eftir ræðu Hákons stakk ut- anríkisráðherra fyrstu skóflu- stunguna að hinni væntanlegu tilraunastöð. Viðstaddir athöfn- ina vom m. a .norski sendiherr ann og fleiri helztu forystumenn skógræktar hér á landi. Eins og fyrr segir, keypti rfk- issjóður jörðina, en % hlutum norsku þjóðargjafarinnar, sem var 1 milljón norskra króna, verður varið til byggingar sjálfr ar tilraunastöðvarinnar. Gert er ráð fyrir, að stöðin sjálf kosti með nauðsynlegum tækjum um 4 milljónir ísl. króna. Teikning- una og uppdrætti að bygging- unni hafa þeir Hörður Bjarna- son og Gunnlaugur Pálsson gert f samráði við Hauk Ragn- arsson tilraunastjóra. Byggingu húsa og mannvirkja mun Hlöð- ver Ingvarsson húsasmiður ann ast. Skógrækt ríkisins hefur þegar að mestu girt og friðað landið, en næsta umhverfi sjálfrar tilraunastöðvarinnar og græðireitir hennar mun síðar girt skjólbelti og limgirðingum. Sýning Hnndíðn og myndlöstnslfólans Handiða og myndlistaskólan- um var slitið í gær. Um leið opn aði skólastjórinn, Kurt Zier, vor sýningu skólans, en þar em sýndar myndir eftir um 50 nem endur. Nafni skólans hefur nú verið breytt f Myndlista og hand íðaskóla Islands. Alls voru í skól anum f vetur 280 nemendur, en kennarar vom 17 talsins. Vorsýning skólans var opnuð í gær, og stendur hún til sunnu dags. I sambandi við sýninguna var efnt til verðlaunasamkeppni, og fyrstu verðlaun hlaut 9 ára gömul stúlka, Kristfn Guð- mundsdóttir. Skólastjórinn, Kurt Zier, sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, að fyrir 3 ámm hefði verið mótað sérstakt skipu lag fyrir skólann, og nú væri unnið markvisst að því.Allirhafa aðgang að svokölluðum forskóla sem er tveir vetur, en eftir fyrri veturinn verða nemendur að standast próf, sem gerir þeim kleift að stunda nám áfram í skólanum. Eftir að nemendumir hafa lokið tveggja vetra forskóla námi, fá þeir að velja sér á- kveðna sérgrein. Um 50 nemend ur hafa stundað nám f dagdeild- um f vetur, en auk þess hafa fjölmargir nemendur sótt kvöld námskeið, sem skólinn hefur gengizt fyrir. Tónlisfarskóli — Framh. af bls. 16 staðir úti á landi, nytu styrks til byrjendakennsla en hér í höfuðborg inni væru aðeins tveir einkatón- listarskólar. Hannes Flosason benú á að í Smáíbúðahverfinu einu væru um 2000 börn og unglingar á skóla skyldualdri og mikill tónlistaráhugi sem lýsir sér m.a. í því að skóla- hljómsveitir hafa verið stofnaðar f báðum fyrrnefndum skólum þar, og getur blaðið bætt því við að Hannes Flosason hefir sjálfur beitt sér fyrir stofnun þeirra og stjórnar þeim. HLJÓÐFÆRASKÓLI Hannes Flosason kvaðst nefna skóla sinn Hljóðfæraskóla. Nem- endur hefðu verið 43 í vetur og þeg ar haldið tvenna tónleika. Kennt er þar á mörg hljóðfæri, pianó, fiðlu, orgel, knéfiðlu, kontrabassa og blokkflautur. Geta má þess að lokum að skólastjórinn hefur sjáif ur lært fiðluleik hjá Birni Ólafs- syni í Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Bridge — Framhald af bls. 2. D’AIelio opnaði á tveimur grönd- um á vestur spilin, sem sýndi langa lágliti og lokasögnin varð 7 tfglar. Mitchell spilaði út hjarta og sagn- hafi varð að velja á milli tveggja aðalleiða í úrspilinu. Hann gat tekið ás og kóng í trompi (ef trompin eru 2-2, þá stendur spilið) og síðan trompaði laufin í borði. Þessi spilamennska heppnast eins og spilið liggur, en gæti verið hættuleg ef suður ætti tvö lauf og þrjú tromp, eða ef norður ætti t.d. þrjá spaða, fimm hjörtu, þrjá tígla og tvö lauf. D’Alelio, tók hina leiðina. Blind- ur átti hjartaslaginn og vestur kastaði spaða ofan f annað hjarta. Þá kom spaðaás og spaði, sem var trompaður. Síðan kom tromp á ás- inn í blindum, annar spaði tromp- aður og spilað laufi á kónginn f blindum. Nú var síðasti spaðinn trompaður og sagnhafi hafði þar með trompað alla „pslagi a„ en var inni á hendinni. Þar eð Stay- man hafði kastað laufi í fjórða spaðann, þá gat sagnhafi ekki kom- ist inn til þess að taka trompið af suðri og fékk hann þvf hinn ör- lagarfka slag á tromptíuna. Á hinu borðinu spiluðu Banda- ríkjamennirnir Jordan og Robin- son sex tfgla, sem þeir unnu og græddu Bandaríkjamenn því 14 punkta á spilinu. Firmakeppni Bridgesambands Is- lands er nýlokið og sigraði Örn Guðmundsson. Hann spilaði fyrir Olíuverzlun íslands og hlaut 1133 stig. 1 öðru sæti var Jón Ásbjörns son með 1129 stig, sem spilaði fyrir Kiddabúð. Þriðji var Hjalti Elfasson með 1106 stig og spilaði hann fyrir Fasteignasölu Einars Sigurðssonar. 1 fjórða sæti var Jón Magnússon með 1090 stig og spil- aði hann fyrir Lýsi h.f. Guðrún Bjarna — Framh. af bls. 16 í New York og stundaði vinnu sem fyrirsæta með náminu, svo ég hafði nóg að gera allan tímann. Bergoff-skóli:.n er talsvert frægur. Bergoff er stórt nafn á Broadway og það er kona hans líka, hún er sænsk og heitir Ouda Hagen, en Berg- off er því miður ekki eins mik- ill kennari og hann er góður leikari." — Sástu ekki mikið af leik- ritum á Broadway? „Nei, ekki get ég sagt það, en hins vegar sá ég allar þær kvikmyndir, sem ég mögulega komst yfir að sjá. Eitt leikrit langaði mig talsvert til að sjá á Broadway, en það var HAM- LET, sem var leikinn af Richard Burton en miðinn á þá sýningu kostaði 25 dollara". — Er ekki erfitt að komast í hlutverk í Bandaríkjunum? „Jú, mjög erfitt að komast f almennileg hlutverk, en hins vegar er hægt að gera alls konar samninga við kvikmynda félögin, t.d. gat ég fengið samning við 20th Century Fox, — en þeir Vildu binda mig til 7 ára. Það er ekkert vit í slík- um samningum. Þeir geta látið fólkið fara þegar þeim þóknast, en sé fólkið hæft og geri góða hluti, er það rígbundið af lé- legum samning. Mér voru boðnir 200 dollarar á viku, en ég leit ekki við því, þvf ef mér tekst að nema leiklist, vinn og aftur vinn, og verð heppin þá er ekki ólíklegt að mér bjóðist margfalt betri kjör eftir tvö ár eða svo, hver veit“. — Hvernig líkaði þér í Banda ríkjunum? „Æ, ég kann aldrei almenni- lega að meta Bandaríkin. Mér Finnast Evrópumenn svo miklu viðfelldnari, kurteisari og laus- ari við þetta eilífa peningatal í tfma og ótíma. Það er líka mjög dýrt að búa f New York og ódýrasta fæðið kostar upp undir 10 dollara á dag“. — Og nú heldurðu til Parísar? „Já á miðvikudaginn fer ég til Parísar og held áfram námi við leikskóla þar og vinn með sem fyrirsæta. Þetta verður allt miklu auðveldara og léttara en í Ne York. Annars er fyrirsætu starfið alltaf mjög erfitt. Við þurfum að sjá um auglýsingar okkar sjálfar og göngum milli fyrirtækja og útdeilum mynda- bæklingum, sem við gefum út með eintómum myndum af okkur. Það getur líka verið erfitt að sitja fyrir heilu tfm- ana í sterku Ijósi á myndastof- unum“. — Er ekki auðvelt fyrir stúlku, sem hefur verið kjörin „fegursta stúlka heims" að fá góð störf erlendis? „Biddu fyrir þér, ég mundi aldrei láta nokkurn mann vita af þvf að ég hefði tekið þátt f fegurðarsamkeppni. Það mundi alveg eyðileggja mig í starfinu. Það er alltaf litið svo á að stúlkur sem hafa sigrað í feg- urðarkeppni séu brjóstamiklar og heldur grófar „týpur", en það mega fyrirsætur ekki vera. Ég hef alveg haldið þeim sigri leyndum, ætlaði raunar aldrei f keppnina, en gerði það fyrir þrá beiðni fólks hér heima. Auð- vitað var mjög gott að fá 10,000 dali í verðlaun, enda veitti ekki af“. — Þykir þér það skemmtilegt starfa að vera fyrirsæta? „Nei, ekki get ég sagt það með sanni. Mér leiðist það og það er alls ekki það sem ég er spennt fyrir, heldur leiklistin. Mér leiðist allt prjálið, og ég er nú einu sinni svo mikil sveitastúlka ennþá f mér að ég get ómögulega fellt mig við öll þau cocktail-partý, sem ég þarf að mæta f. Ég bragða ekki á- fengi og kann ekki við mig f slík um veizlum". — En ertu ekki hamingju- söm? „Jú það er ég. Ég vil njóta lífsins meðan ég er enn ung. Ég tel mig kornunga, aðeins 21. árs og mér liggur ekkert á að binda mig strax, enda er ekki hægt að blanda fjölskyldu sam- an við leiklistarnám erlendis,“ sagði þessi aðlaðandi Njarðvfk- urstúlka, sem nú er orðin heimskona, eftirsótt og vinsæl sem fyrirsæta. Vonandi tekst henni innan fárra mánaða að snúa frá því starfi að þvf hugðar efni sem henni er hjartfólgnast og hefur verið það frá bamsaldri, starfið í musteri leiklistargyðjunnar Thalíu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.