Vísir - 22.05.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 22.05.1964, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 22. maí 1964. 7 fagnaðar- og sigurhátíð, þegar utanrlkisráðherrar NATO-ríkj- anna komu saman til fundar í Haag, höfuðborg Hollands, f síð ustu viku. J^n það var fjarri því, að ráð- .stefnan yrði nein fagnaðar- samkoma. Þvert á móti varð hún einn erfiðasti og þrefkennd asti ráðherrafundur NATO, deil urnar innan samtakanna bólgna nú svo, að þau virðast lítt starf- hæf. Fyrir utan mál eins og Kýpurdeiluna, þar sem Grikkir og Tyrkir sitja aldrei á sátts höfði, standa harðvítugar deilur milli stórveldanna innan NATO um meginskipun og allan starfs grundvöll bandalagsins. Hér er að sjálfsögðu komið að hinni kunnu deilu milli Frakka og Bandaríkjanna um pólitiskt skipulag bandalagsins. Frakkar krefjast breytinga á starfsgrundvellinum í samræmi við breytta tfma og aðstæður. Bandarikjamenn hafna hins veg ar öllum breytingum. Um nokk urt skeið hefur verið reynt að þagga þessa deilu niður, með því að slá málinu á frest, en nú á fiindinum í Haag var það hins vegar sýnilegt, að Banda- ríkjamenn vildu knýja fram úr- slit. Reyndu þeir að sameina allar aðrar þjóðir NATO til á- T byrjun apríl s. 1. var þess minnzt, að 15 ár voru liðin frá stofnun Atlantshafsbanda- lagsins. Þjóðirnar, sem tekið hafa þátt í samtökunum, geta vissulega litið með veiþóknun yfir það sem nú er á undan geng ið, bandalagið hefur haft stór- kostlega og sögulega þýðingu. Hlutverk þess er sannarlega ekki lítið, ef sú staðreynd er viðurkennd, að tilvera þess hafi forðað heiminum fram að þessu frá þriðju heimsstyrjöldinni. En ef Iitið er til þess, sem síðar hefur upplýstst um síðustu fjög ur valdaár Stalins, er voru um leið fyrstu starfsár Atlantshafs- bandalagsins, þá held ég að slá megi því föstu, að þessi þýð- ingarmiklu samtök hafi forðað heiminum frá mestu hörmung- um og voða. Það hafa einnig komið hættu- timabil síðar, samheldni hinna vestrænu þjóða í að mæta öll- um ógnum, hafa einnig þá orðið þungt lóð á metaskálunum. Og nú á fimmtán ára afmæli samtakanna geta menn skyggnzt I kringum sig og séð Fánaborg á hátíð NATO, fremst fáni samtakanna. sjálfir ætla þeir að hafa öll tögl og hagldir yfir þessum her, bæði í yfirstjórn hans og í því að bandarískir hermenn annist meðferð kjarnorkuvopnanna. Þetta geta Frakkar ekki sætt sig við og halda þeir áfram smíði franskra kjarnorkuvopna þrátt fyrir sligandi kostnað, sem þvf fylgir. Síðan hefur afstaða þeirra í NATO hindrað að margra þjóða herinn verði sett- ur á fót. Það var- nú fyrst á fundinum í Haag, sem Banda- ríkjamenn reyndu að ýta mál- inu f gegn og ætluðust til þess, að aðrar þjóðir innan banda- lagsins fylgdu þeim og einangr- uðu Frakka þar með. Þeir fengu þessu ekki framgengt að sinni, en búast má við talsverðum átökum um þetta á. næstunni. þjóðirnar, trúa Bandaríkjamönn um betur fyrir að ráða stefn- unni en Frökkum. Við vitum heldur ekki hve lengi de Gaulle verður við völd og þá hljótum við að spyrja hvað taki við, þegar hann hverfur af sviðinu, hvort þá yrði ekki enn sem fyrr betra að vera upp á forustu og vernd Bandaríkjanna kominn. En þar fyrir er sú hugmynd skiljanleg, að Frakkland og Evrópa í heild vilji ekki halda áfram að vera háð Bandaríkj- unum, þegar þau eru risin upp að nýju I margefldum styrk- leika. Mér finnst þvf, að Banda- ríkjamenn hefðu ekki átt að taka málaleitunum Frakklands svo þverlega, sem þeir hafa gert, þær höfðu mikið til síns máls og þegar þeim er hafnað, er það eðlileg afleiðing, að það veki meðal Frakka sinnuleysi og pólitískt áhugaleysi á stefnu bandalagsins. Því að allt verð- ur að hafa rétt lag og taka verð ur tillit til aðstæðnanna hverju sinni. Hin þvera afstaða Bandaríkj- anna vekur lfka óneitanlega upp grunsemdir um, að þeir séu ekki fyrst og fremst að hugsa um hag Atlantshafsbandalags- ins í heild, heldur einkum að tryggja forustuaðstöðu sjálfra sín. Þeir virðast treysta því að ráð þeirra yfir kjarnorkuvopn- um og urmul af Iangdrægum eldflaugum tryggi þeim enn sem fyrr og um langa framtíð forustu meðal vestrænna þjóða. kvörðunar, sem hefði einangrað Frakka og var þá jafnvel talin hætta á að Frakkar telji sig tilneydda að segja sig úr sam- tökunum. Hinni hörðu afstöðu Bandaríkjamanna hefur verið líkt við hörku Frakka á hinum fræga fundi f Briissel, þegar þeir neituðu Bretum um inn- göngu í Efnahagsbandalagið. Var engu sýnna en að þeir vildu láta skerast í odda, þó svo að skuldinni yrði skellt á Frakka, að þeir ryfu samstarfið í NATO. Bandaríkjamönnum tókst þó ekki að fá sínu framgengt. Bæði Bretar og Þjóðverjar vildu fara varlegar í málið, og þegar Bandaríkjamenn biðluðu til Þjóðverja um að styðja sig í þessu, svaraði Schröder utan- ríkisráðherra þeirra með tvfræð um orðum um að Berlínardeilan væri enn ekki leyst. heimsstyrjöldina. Hún varð þá að reiða sig bæði á efnahags- aðstoð og hernaðarvernd Banda- ríkjanna. Var ekki nema eðli- legt, að stofnun og skipulag At- lantshafsbandalagsins drægi dám af þessu. Þar hafa Banda- ríkjamenn haft forustuna í öllu. Fyrst í stað var ástandið f Evrópu jafnvel svo slæmt, að Bandaríkjamenn lögðu til nær allan hemaðarstyrk, sem þurfti til verndar álfunni, Evrópuþjóð irnar urðu fyrst í stað að beita sér meira að hinum pólitísku vandamálum inn á við, þar sem hætta gat jafnvel verið á því að kommúnistar hrifsuðu völdirj innan frá. En sfðan hefur allt gerbreytzt. Evrópska kraftaverkið hefur gerzt, álfan hefur svo að segja endurfæðzt. Evrópa er öflug orð in og hefur jafnvel möguleika ef hún sameinast til að verða ennþá öflugri en Bandarfkin. Eftir það er ósanngjarnt og ó- eðlilegt að halda þeirri skipan óbreyttri, að Bandaríkjamenn séu eins og í upphafi allsráðandi um stjórnmála og hermála- stefnu bandalagsins. ávöxtinn af starfi bandalagsins. Það er vissulega harla gott. Hernaðarlega eruc'samtökin nú sterkari en nokkru sinni fyrr og andstæðingarnar í austri eiga nú við svo marga erfiðleika að stríða, að engin bráð hætta virð ist nú stafa frá þeim. Þjóðir Evrópu virðast því geta lifað áhyggjulausar og unað við sitt f farsæld, að minnsta kosti um sinn. Þessu fýlgja svo hinir mestu uppgangs og framfaratím ar. Þannig er útlitið í dag mjög gott. JJve lengi þetta varir er svo allt önnur saga. Nú er aldrei minnzt lengur á „kalda stríðið" í Evrópu. Þar fyrir hafa engin af alvarlegustu deilumál- um austurs og vesturs í álfunni verið leyst. Þau bíða enn sem alvarlegar holundir, er geta hve nær sem er tekið sig upp. Sú kyrrð, sein nú hefur komizt á, er að mínu áliti fyrst og fremst afleiðing styrkleikahlutfallsins milli austurs og vesturs. Jafn- vægi hefur komizt á, þannig að árásarseggirnir í austri telja ekki vænlegt að hefja hreyfingu. Löngun þeirra til útþenslu er þó öll hin sama, það sýndu m. a. hinar ítrekuðu ógnanir Krúsjeffs í Berlínar-málinu til skamms tíma. Eins gott og ástandið er núna, Vesturlönd öflug og bjart sýni ríkjandi á framtíðina, hefði mátt ætla að haldin hefði verið J^itlu rfkin í NATO fylgdust með þessum alvarlega ágrein ingi innan NATO án þess að hafast mikið að. Víst er, að hann fyllir þær nokkrum áhyggj um, þvf að þá yrðí skjöldur skorinn, ef NATO klofnaði. Sennilega eru þau flest enn á bandi Bandaríkjanna, sem þau eiga þakklætisskuld að gjalda og sem enn bera ægiskjöld yfir aðrar þjóðir með kjarnorku- vopnum sínum og eldflaugum. En saman við stuðning þeirra skýtur þó upp kollinum sú hug- mynd, að eins og nú er komið væri það eðlilegasta Iausnin á deilunum, að breytt aðstaða Evrópu yrði viðurkennd með auknu áhrifavaldi við stefnuá- kvarðanir Atlantshafsbandalags ins. • Þorsteinn Thorarensen. Cíðan de Gaulle komst til valda f Frakklandi og. tókst að efla og styrkja þetta rfki, sem áður hafði legið máttlaust af innanlandserjum og nýlendu- styrjöldum, hefur það verið óaf- látanleg krafa hans, að Frakkar fái að eiga meiri hlut en áður í mörkun sameiginlegrar stjórn- mála og hermálastefnu. Því verður ekki neitað, að það er mikil til f kröfu hans. Þegar Atlantshafsbandalagið var stofn að, var Evrópa enn máttlaus og svo að segja í rústum eftir sfðari Jjar með er ekki sagt, að stefna Atlantshafsbandalagsins þurfi að verða neitt betri eða skynsamlegri, þótt Frakkar fái aukið áhrifavald við stefnuá- kvörðun. Sennilega myndum við íslendingar, svo og Norðurlanda Cíðustu tillögur þeirra í her- málastefnu Atlantshafsbanda lagsins miða og að þessu sama. Þeir leggja til að stofnaður verði margra þjóða her Atlantshafs- bandalagsins, sem hafi yfir kjarnorkuvopnum að ráða. En

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.