Vísir - 22.05.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 22.05.1964, Blaðsíða 15
V í SIR . Föstudagur 22, maí 1964. 15 - „Ég hefi líklega verið óþarf lega óttaslegin, hugsaði hún. — en hvert var erindi þeirra? Og af hverju fór unga stúlkan ekki með þeim? Skyldi hún vera veik? Og ef hún er það. hvers vegna tðk þá Angelo að sér að lækna dóttur þessa kvendis? Hann veit að hún er erkióvinur minn. Þetta er gáta, sem ég get ekki leyst, en sem ég verð að fá svar við. og það nú þegar“ Þannig hugsaði hún. Svo gekk hún að spégli og hagræddi hári sínu, og sannfærðist um, að hún liti vel út, og kom að dyrum einkaskrifstofu Iæknisins í þeim svifum, er Luigi var að fara. — Er Iæknirinn einn?, spurði hún — Já, svaraði Luigi — Þökk, svaraði Cecile og Luigi fór sína leið. Cecile gekk inn í skrifstofuna án þess að berja að dyrum. - Ert það þú, væna mín?, sagði Paroli. Er eitthvað að, mér virðist svo sem þú sért dálítið taugaóstyrk. — Ég er komin til þess að biðja þig um skýringu. — Skýringu? - Ef mér skjátlast ekki, svar ar hún, komu þeir de Rodyl og de Gevrey á þinn funþi áðan og tvær konur. Ég sá. ekki betur en að Angela Bemier væri önn- ur þeirra, sem er meðsek um morðið á föður mínum. Og stúlk an vitanlega dóttir hennar? Er þetta rétt? - Já. - Hvaða erindi átti þetta fólk hingað? Þegar ég sá það, hugði ég, að við værum í hættu, og varð gripin ótta. — Vertu róleg, kæra Cecile. Þessi heimsókn þarf ekki að vekja neinn kvíða í brjósti þínu. — En hvers vegna kom það? Og hvernig stendur á því, að Angelu Bemier hefir verið sleppt úr fangelsinu? - Henni hefir verið sleppt, vegna þess að menn ætla nú, að hún hafi verið ranglega á- kærð. — Ranglega ákærð, — þessi skepna. Nei, hún hlýtur að vera sek. — Það held ég líka, en það lít ur út fyrir, að hún sé einhverr- ar verndar aðnjótandi. Sannast að segja er það herra de Rodyl elskhugi hennar forðum daga sem heldur máttugri verndar- hendi yfir henni. - Er ekkert réttlæti til? - Jú, en þjónar þess eru stund um fyrstir manna til þess að kefla gyðju réttlætisins. Ég skal segja þér, hvers vegna þetta fólk kom. Dóttir Angelu Bemi- er er orðin blind ,og það er af- leiðing höfuðhöggsins sem hún hlaut, er morðingi föður þíns henti henni út úr jámbrautar- klefanum. — Er hún blind, sagði Cecile og varð gripin ofsalegri gleði. Kannski það sé þá til æðri rétt- vísi — kannski það sé verið að hegna Angelu Bemier með því að láta dóttur hennar verða fyr- ir þessu. Og svo er leitað til þín til þess að ónýta verk æðri máttarvalda. f - Já. — Hvers vegna er rann- sóknardómarinn að skipta sér af þessu? — Það er auðskilið mál. Dótt- irin mundi þekkja launmorðingj- ann, ef hún sæi hann. Hún var ein með honum í klefanum. þar sem lík hins myrta var. — Nú, ég fæ ekki betur séð, en allt sé þetta óþarft. Angela Bemier þarf ekki annað en að nefna manninn, þann, sem er meðsekur henni — Þarf ég að endurtaka, barn ið gott, að réttvísin heldur, — eins og sakir standa, að Angela Bemier hafi verið ranglega á- kærð. — Þeir loka augunum - þeir vilja elcki sjá - Þeir segja, að leynilögregl- an sé á hælum morðingjans. Kannski verður hann handtekinn innan nokkurra klukkustunda. Menn gera sér að minnsta kosti vonir um það. Og þá á að leiða hann fram fyrir dóttur Angelu Bernier — ef hún fær sjónina. Cecile horfði hvasst á Paroli. — Hefirðu fallizt á að reyna að lækna hana? — Hvemig gat ég neitað því? - Þú vilt þannig lækna dótt ur konu, sem hefir smánað mig og reynt að telja rannsóknardóm aranum trú um, að ég kunni að vera meðsek um morðið á föður mínum? Þú ætlar að lækna hana, svo að þessi hórkona, móðir hennar, fái þann arf, sem mér einni ber. Þetta geturðu ekki gert, Angelo. Reiðin leiftraði í augum Cecile - Vertu róleg, bamið gott, tautaði hann. - Róleg, hvernig get ég verið róleg? Hvernig á ég að stilla mig, þegar ég veit, hvað þú ætlar að gera. Hvað er ég þér í rauninni? - Þú ert mér allt, sem nokk- urs virði er hér í heimi. - Og það ætlarðu að sanna með því að vinna gegn mér? — Þú ýkir, Cecile — Nei, alls ekki. Þú ert að svipta mig öllum vonum. Ef þessi kona væri sek fundin og dæmd, gæti hún ekki fengið það fé, sem faðir minn ánafnaði henni, og þú manst sjálfsagt á- kvæði erfðaskrárinnar varðandi dóttur hennar? Hefirðu gleymt hótunum Angelu þessarar í minn garð. Og hefirðu gleymt, hvað við gerðum, þú og ég, sam- an? Meðan Angela er frjáls staf ar okkur varanleg hætta af henni. Sakleysi hennar má ekki sannast. Hún má ekki vera frjáls og dóttir hennar verður að vera blind áfram. Heyrirðu hvað ég segi, Angelo? Það er pauðsyn. Ég krefst þess, og ef þú fellst ekki á það, yfirgef ég þetta hús, og kem aldrei aftur — yfirgef þig að fullu og ölluf — Þú mundir yfirgefa mig? sagði Paroli skelfdur af tilhugs- uninni - því að ef hún gerði það var öllum áætlunum hans kollvarpað. - Já, án þess að hika, sagði Cecile — Þú elskar mig þá ekki leng ur? - Jú, ég elska þig, elska þig enn, en ég mun kyrkja þá ást, ef ég neyðist til að líta þig aug- um fjandmanns en ekki elsk- huga. - Fjandmaður þinn verð ég al drei. ÞVOTTAHUS Vesturbæjar Ægisgöíu 10 • Sími 15122 Blómabúbin Hrísateig 1 símar 38420 & 34174 •v.v.v, DÚN- OG FIÐURHREINSUN vatnsstíg 3. Sími 18740 SÆNGUR þ REST BEZT-koddar. Endumýjum gömlu < sængumar, eigum / dún- og fiðurheld ver. þ Seljum æðardúns- og [I gæsadúnssængur — j! og kodda af ýmsum I; stærðum. i ■ ■ a a a i Höpferða- bílar Höfum nýlega 10 — 17 farþega Merzedes Bens-bfla í styttri og lengri ferðir. HÓPFERÐABILAR 5 ð/F” Símar 17229, 12662, 15637 og 15637. Hreinsum samdægurs g Sækjum m sendum. 1 , , W Efnalaugin Lindin ' -Skúiagötu 51, - sími 18825 Hafnarstræti 18, -glliji sími 18821 ir T A R Z A N Lækkið spjót ykkar hermenn, skipar Tarzan. Þarna kemur Mambo vinur minn, nógu snemma til að koma f veg fyrir að þið myrtuð okkur. Tarzan SINCE WHEN,MW\B0, fO BATUSIS MUR7ER PEÍ.CEFUL MEN... ANP CHIL7REN?A VILE PAY C0MESv v FOR BATUSIS WHO ONCE HAVJ hrópar Mambo, hvað ert þú að gera hér? Og af hverju ferðu inn á bannsvæði okkar? Tarzan sér að Batusamir era með nokk ur börn bundin saman sem þeir teyma með sér. Síðan hvenær hafa Batusamir tekið upp á því að myxða vamarlaust fólk og börn? segir hann reiðilega. Þetta eru dapurleg enda'.ok fyrir her- menn sem einu sinni voru virð- ingarverðir. Vér bjóðum yður Ódýr plastskilti, svo sem HURÐARNAFNSPJÖLD - HÚSNÚMER FIRMASKILTI MBMNINGARPLÖTUR o.m.fl. * Plasthúðum pappír. — Spraut- um flosfóðringu. SKILTI & PLASTHÚÐUN S.F. Vatnsstíg 4 Reykjavfk Hcimasímar 41766, 23991 SAAB 1964 Er líka fyrir yður Sveinn Björnsson & Co. Garðastræti 35 Box 1386 -Sími24204 KEFLAVÍK •• Okukennsla Kenni akstur og nieðferð bif- reiða fyrir minnapróf bifreiða- stjóra. TRYGGVI KRISTVEMSSON. Hringbraut 55, Keflavfk Sími 1867. SENDIBlLASTÖÐIN H.F. BORGARTÚNI 21 SÍMI 24113 Sierr^sokkor crepe-nylon >cr 29.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.