Vísir - 27.05.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 27.05.1964, Blaðsíða 7
V1 & i K . IVuG. iagur 27. mal 1964. 7 Spjall vsð Bjarna Snæbjörnsson lækni í HAFNARFIRÐI J^æknirinn hafði verið að taka á móti sjúklingum fyrr um daginn — eftir öll þessi fjörutíu og sjö ár, sem hann hefur stundað praksís þama í Hafnarfirði, lifir andi Hippokratesar í honum af sama magni og þegar hann þurfti dag og nótt að sinna dauðvona og fársjúkum í Spönsku veikinni, sem herj- aði á Suðurnes árið 1918. „Eins og vant er með lækna, þá lifa þeir á bágind- mn annarra“, sagði Bjami Snæbjömsson, þegar blaða- maður Vísis hitti hann nú um helgina í húsi hans við Kirkju veg skammt fyrir neðan Hell- isgerði. Læknirinn, rótgróinn við Hafnarfjörð eins og hraun- kletturinn, sem húsið hans ér byggt inn í, fékkst til að segja svolítið af læknisferli að alla leið upp að Brynjudal í Kjós. Þá sagði ég landlækni að ég settist ekki að í Hafnar- firði nema með vilja Þórðar og hafði í huga gauraganginn sem varð út af veitingu Gísla Péturs sonar á Eyrarbakka á sínum tíma. Talaði svo við Þórð og spurði hann mig, hvort ég vildi taka að mér ferðalög og vitjan- ir upp í Kjós og á Kjalarnes. Ég lét slag standa og byrjaði að praktísera 20. maí árið 1917.“ „Hvernig gekk yður að fá praksís?" „Ég varð dálítið skúffaður Fyrsta daginn fékk ég tvo sjúkl- inga, annan daginn einn og þriðja daginn engan. Ég þekkti enga sálu hér nema tvo pilta sem höfðu verið með mér í barnaskóla í Reykjavík. Lækn- ingastofan var í litlu húsi sem er upp af hafskipabryggjunni". Dláguna árið 1918 bar á góma „Spánska veikin barst til aðslækni skylda til að fara um borð í skip er komu frá útlönd- um. Þórður heitinn smitaðist og lá hálfan mánuð í veikinni. Það féll því f minn hlut að sinna þeim sem tóku veikina og næstu daga skráði ég rúmlega þrjátíu sjúklinga á dag að meðaltali". Læknirinn var ekki gefinn fyr- ir að segja frægðarsögur en tal- aði um læknisverk sín á ó- persónulegan hátt embættis- manns, þó að hann hafi ekki verið embættismaður í fyllstu merkingu orðsins; hann var aldrei héraðslæknir, heldur praktiserandi læknir sem þurfti að taka á sínar herðar ýmis erfið störf í verkahring héraðs- læknis. Þessa daga sem veik- in var mögnuðust var honum meinað um svefn og hann þurfti að vera á þönum á milli húsa. „Genguð þér á milli hús- anna?“ „Veður var kalt þessa dag- ana en þurrt og snjór á jörðu og ég fór þetta mest á hjóli. Og ég hjólaði mikið í læknisvitj anir í mörg ár á eftir. Eignað- ist ekki bíl fyrr en 1940. Það hressti mig að hjóla — hæfileg áreynsla fyrir Iíkamann.“ ömurlegasta f spönsku veikinni. Hann var beðinn um að vitja gamallar konu á Stafnesi 15. nóv„ en þá fyrr um daginn hafði hann vitjað sjúklinga sinna í bænum. Hann fór á bil til Keflavíkur en varð svo að fara ríðandi yfir Miðnesheiði tii Stafness. Þegar hann hafði skoð að gömlu konuna höfðu borizt skilaboð til hans um að vitja sjúklinga á allri strandlengjunni til Keflavíkur, en þangað hafði ekki komið læknir síðustu dag- ana. Bjarni sagðist hafa séð margt ömurlegt, en þetta keyrði alveg um þverbak. Margir sjúkl- ingahna voru fársjúkir og átu aspirínskammta til að minnka hitann, lágu í svitakófi og illa haldnir í hráslagalegum húsa- kynnum og nær enginn til þess að hita upp í íbúðunum eða hjúkra og hjálpa til. Þeir voru margir komnir með svæsna lungnabólgu.“ „Var hægt að gera eitthvað fyrir sjúklingana?“ „Það hjálpaði sálrænt að koma til sjúklinganna. Það hafði sín áhrif á viðnámsþrótt sjúkl- ingsins að tala við hann“. „Voru þá ekki meðul við LAN6UR LÆKNÍSDA CUR LæKnirinn sagði: „Það hjálpaði sálrænt að koma til sjúkling- anna ...“ (Ljósm. stgr.). „Urðuð þér ekki að fara út úr bænum, þegar veikin geis- sínum þar í kaupstaðnum og á Skaganum. Á nær hálfri öld hefur sitthvað drifið á daga þessa læknis af gamla skólanum — hann er nú sjö- tíu og fimm ára og ber ald- urinn eins og „grand signor“, sem ennþá hefur áhuga á líf- inu og sigri þess yfir dauð- anum. „Hvernig atvikaðist það að þér settuzt að í Hafnarfirði?" „Ég ætlaði mér að verða hér- aðslæknir og hafði búið mig und ir það með því að taka kúrsus í augnlækningum, barnalækning um og skurðlækningum á sjúkra húsum úti í Danmörku. Ég hafði verið settur héraðslæknir á Patreksfirði árið eftir kandídats prófið 1914 og var við fram- haldsnám næstu tvö ár og kom heim 1917. Ég sneri mér til landlæknis, og hann sagði mér, að ég skyldi bara koma — það væri nóg fyrir okkur strákana að gera — (en svo kallaði hann jafnan ungu kandídatana). Land læknir sagði þá,\ að annað auka læknisstarfið á Akureyri væri laust. Ég sagði landlækni, að ég væri búinn að vera svo lengi undir annarra stjórn, að mig langaði ekki til þess. Þá bauð hann mér Síðuhérað, en ég sagðist myndi forpokast þar“. „Hvað ætlið þér þá að gera?“ spurði landlæknir. „Ég ætla að setjast að í Kefla vík“. Landlæknir sagði, að ef ég væri að hugsa um að fá Keflavíkurhérað, þá færi hann eftir því, hvað læknirinn væri búinn að vera lengi héraðslækn- ir annars staðar og engu öðru. Hann benti mér á Hafnarfjörð en þar var Þórður Edilonsson héraðslæknir og gríðarlega vin- sæll. Þá náði Hafnarfjarðarhér- FRÁ HAFNARFIRDI Reykjavíkur með farþegum og áhöfn á Botníu og Willemoes, sem kom hingað frá Kaupmanna höfn 19. okt“ sagði Bjarni, „hún var bráðsmitandi og breiddist út eins og eldur í sinu. Veikin stakk sér niður hér í Hafnar- firði nokkru seinna en í Reykja- vík og barst hingað með togar- anum Víði, sem kom hingað 4 dögum seinna en Botnia til Reykjavíkur, og ennfremur lik- legt að hún hafi magnazt við komu Ýmis 5. nóv. Þá bar hér- BmoMmnnpmMWHMM aði?“ „Ég komst ekki út úr bænum á meðan veikin var I algleym- ingi nema upp á Álftanes og í Garðahrepp. Veikin hér og í grennd var farin að réna þegar hún barst til Kjalarness og upp í Kjós, en þangað varð ég að fara því héraðið náði þá frá Lómakoti og upp í Hvalfjarðar- botn.“ Bjarni læknir sagði frá erfið- asta sólarhring og jafnframt þessu?“ „Skæðasti dauðsvaldurinn i sambandi við spönsku veikina var lungnabólga, en í þá daga þekktust engin meðul specifik við graftarsjúkdómum“. „Gáfu ekki læknar koníak við lungnabölgu, áður fyrr?“ „Það virtist oft gefast vel. Á- fengi léttir erfiði hjartans, víkk- ar út æðar... Það getur verið gott meðal. Ég var sóttur til eins góðborgara hér, sem var alveg í andaslitrunum, orðinn helblár í framan af völd- um lungnabólgu. Ég talaði um það við Þórð, því hann var lækn ir sjúklingsins, að líklega væri gott að gefa honum koníak. „Ertu vitlaus, maður,“ segir Þórður, — „hann er æðsti templ ari í stúku“. Engu að síður gaf ég sjúklingnum vænan skammt af koníaki, hann róaðist, og hvernig sem á því stóð, bráðbatn aði honum“. „Komst hann á bragðið eftir það?“ „Nei, alls ekki — hann leit á þetta sem meðal“. „Segið mér Bjarni — hvernig sluppuð þér við spönsku veik- ina?“ „Ég varði mig gegn henni með því að vera síreykjandi vindla þegar ég vitjaði sjúkl- inganna". „Var það einhlítt ráð?“ „Ég býst við, að það hafi haft töluvert að segja — ég las það fyrir nokkru í dönsku lækna blaði, að sumir kollegar mínir væru líka þessarar skoðunar" „Reykið þér enn?“ „Ég er hættur því fyrir nokkru — ég reykti afar mikið, einkum sterka' vindlá og pípu, og ég er alveg viss um, að ég hefði aldrei fengið þetta væga tilfelli hérna“, segir hann og bendir á brjóstið, „ef ég hefði ekki reykt...“ „En er ekki svo margt óhollt, læknir — t.d. loftið, sem maður andar að sér í borginni, benzín gufur og olíusót og vélareyk- ur?“ „Má vera. Hins vegar er hollt að hjóla — ég hélt mér alveg við á því lengi — dr. Helgi Tómasson, (vinur minn), sem var allra manna reglusamastur Framh. á bls. 6 11Tér í blaðinu var fyrir nokkr um dögum að því vikið hve aðgerðarlitlir framsóknar- menn hafa verið á þinginu í vetur. Drepið var á nauðsyn ábyrgrar stjórnarandstöðu í lýðræðisþjóðfélagi. Tíminn varð ókvæða við þessum hug- leiðingum. En hann svaraði þó ekki spurningum Vísis um það hvaða þurftarmál Fram- sóknarfl. hefði borið fram á þingi. Blaðið nefndi ekki eitt einasta þeirra. Sannleikur- inn er nefnilega sá að allur þingtíminn hefir farið í það hjá Framsóknarflokknum að skattyrðast við ríkisstjórnina og stefnu hennar. Vissulega er það illa farið. Enginn tekur mark á manni eða flokki sem sífellt talar í neikvæðum dúr en leggur aldrei neitt jákvætt til málanna. # Makalaus gylliboð. Þau frumvörp sem Fram- sóknarflokkurinn bar fram á þinginu einkenndust flest af þvf að yfirbjóða stjórnarflokk ana með gylliboðum. Fyrir- fram vissu þó flutningsmenn að enginn raunhæfur grund- völlur var fyrir samþykkt stór aukinna útgjalda, Þau frum- vörp voru aðeins sett fram í áróðursskyni eins og t.d. til- lögur þeirra í húsnæðismálum. En minnast menn þess að hafa heyrt raunhæfar tillögur fram- sóknarmanna um hvernig fjár- ins til aukinna bygginga skuli aflað? Nei, þeim láðist að geta um það. Hins vegar bar Þorvaldur Garðar Kristjánsson fram ítarlegar tillögur um það efni sem nú er unnið að og hafa sumar þegar verið lög- festar. Eitt skrautblómið af tillögum framsóknarmanna var um framkvæmdaáætlun fyrir næstu ár. Þar lögðu þeir til að samþykkt væri að hagvöxt- urinn yrði árlega meiri en nokkrar Iíkur eru til, sam- kvæmt reynslu fyrri ára. Er sú tillaga gott dæmi um yfir boð þessa flokks, sem reynir að telja kjósendum trú um að nóg sé að gera samþykktir — þá muni hagvöxturinn auk- ast að sama skapi. 9 Ófrjó barátta. Eitt gleggsta dæmið um ó- frjóa baráttu þessarar stjórn- arandstöðu er þó afstaða þeirra í skatta og tollamálum. Skattar voru Iækkaðir í vor um 80 millj. króna. Það sögðu framsóknarmenn að væri skattahækkun. Tollalækkun var gerð veruleg. Það sögðu framsóknarmenn að væri tolla hækkun. Þá var þeim boðið að taka inn í frumvarpið grein sem heimilaði þeim sem vildu að greiða tolla eftir tollalögum vinstri stjórnarinnar. En því boði tóku þeir ekki og féll þá niður skyndilega tal þeirra um tollahækkun. Á þessu nýja þingi hefir Framsóknarflokkurinn því fall ið á prófi hinnar ábyrgu stjórn arandstöðu. Og hann mun enn halda áfram að falla þar til gömlu foringjunum hefir verið ýtt út en ungir menn tekið völdin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.