Vísir - 27.05.1964, Page 9
V í SIR . Miðvikudagur 27. maí 1964.
9
KURT ZIER ritar um MYNDLIST
^jpvær eftirtektarverðar sýn-
ingar á sfðustu dögum hafa
hreinsað andrúmsloft þessa
listavors, sem af vissum ástæð-
um hefur verið nokkuð eitrað.
Eiríkur Smith sýndi verk sín í
Bogasalnum og Hafsteinn Aust-
mann í Listamannaskálanum.
Eirikur Smith sýndi að
þessu sinni 22 olíumálverk, öll
gerð nýlega. Hann sannar enn
einu sinni, að hér er listamaður
á ferð, sem bregzt ekki vonum
manna. Eiríkur hefur náð föst-
um tökum á myndbyggingu.
Hann býður áhorfendum upp á
eins konar myndahring. Upphaf
þessa litræna ævintýrahrings
má finna í verki, er hann kallar
„Rauð nótt“. Litirnir eru þar
myrkir; svart, blátt og fjólu-
rautt er yfirgnæfandi, en í
verkunum, sem hann síðar mál-
ar iýsist liturinn æ meir. Birtan
magnast, littónarnir glæðast og
er ekki nema eðlilegt og rök-
rétt að listamaðurinn taki nú
að mála létta og viðkvæma
litaatburði og fyrirbæri, svo
sem „Morgunbirtu“ og „Heið-
arþoku". Frammi fyrir verkum
Eiríks má með góðri samvizku
nefna heiti myndanna. Lista-
maðurinn viðurkennir sjálfur,
að nöfnin eru ekki aukaatriði í
verki hans, heldur er frum-
mynd þess, er hann ætlar að
skapa, þegar til í huga hans
og vitund, áður en hann byrjar
að mála. Myndir hans eru
reynsla og atburðir, sem hann
hefur séð og lifað. Það væri þó
of yfirborðsiegt að kalla þær
merkingu. Myndin „Þar sem
rauður loginn brann“ er sann-
arlega ljóðrænt landslag, sem
hann „sá“, eða frekar skynjaði
fyrir töfra hins alkunna þjóð-
lags. Það er þessi lyrik, sem
einkennir list Eiríks. Hann hef-
ur nú tamið sér öryggi og list-
rænan aga, svo að jafnvel á-
horfandinn skynjar þá gleði
sem slík leikni veitir listamann-
inum. Eiríki hefur tekizt með
ágætum að stilla og stemma
litahörpu sína. Leikur hann nú
snilldarlega lagið 22 sinnum og
alltaf I nýrri tóntegund, unz
hann loks með „rauða logan-
um“ er kominn að upphafstón-
tegund þessa hrings, sem áðuf
var minnzt á. Eirlkur hefur öðl-
azt innsæi og skilning á hinu
flókna lögmáli myndbyggingar-
innar, og skapað sér persónu-
legan og sannfærandi stíl. Hann
hefur náð öruggri fótfestu inn-
an viss listræns sjóndeildar-
hrings, sem að vísu setur verk-
þykist ég þó verða var við vlsi
þess, að nýjar listrænar leiðir
og skapandi möguleikar opnist
fyrir listamanninn.
Ég tek undir með Valtý Pét-
urssyni, í Morgunblaðinu, þar
sem hann segir að það sé unun
og gleði að sökkva sér niður I
svaiandi myndaheim Eiríks.
Sýning hans ber þess vott, að
hann hefur náð gifturíkum og
þýðingarmiklum áfanga á lista-
braut sinni.
★
TTm upphaf og þróun listar
^ Hafsteins Austmanns, sem
sýnir heilan sal, þ.e.a.s. 56
myndir I Listamannaskálanum
gegnir nokkuð öðru máli. Mynd
ir hans voru — að þvl er mér
finnst — lengi vel uppfinningar
eða „inventiones“ I þeirri merk-
ingu sem Bach notar fyrir lítil
tví- eða þrírödduð verk sín.
Þess vegna, andstætt við Eirík,
er ekki nein tilviljun, að Haf-
steinn kallar sínar myndir
Eiríkur Smith á sýningunni.
TVÆR SYNINGAR
sviði hans skorður, enn sem
komið er. Teikningin, þ.e.
struktur og hrynjandi forma, I
myndum Eirlks er enn nokkuð
„Málverk", með fáeinum und-
antekningum. Þær eru frekar
abstrakt að því leyti, að lista-
maðurinn verður — á meðan
iandslagsmyndir í venjulegri einhæf. í nokkrum myndum hann er að mála — fyrir áhrif-
Hafsteinn Austmann á sýningu sinn.
um forma og lita, sem hann
kallar til sín með pensil I hendi.
Hafsteinn byrjaði konstruktíft
með því að setja saman form
og liti, að raða þeim upp á leik
sviði myndarinnar, þ.e. mynd-
fletinum. Mjög næmt litaskyn
og tilfinning hans fyrir jafnvægi
I myndinni, veita honum aðstoð
I þessum myndræna leik. Upp
á slðkastið fá myndir hans þó
nýjan og sterkari svip. Haf-
steinn er nú farinn að nota
gagnsæja iiti, svo að myndir
hans öðlast ný gæði. Litirnir
verða samstæðari og mýkri.
Ljósið endurvarpast frá grunni
myndarinnar og þar með byrja
litirnir að ljóma. Einkar athygl
isvert er, I þvl sambandi, hlut-
verk þess svarta I litaskala Haf
steins. Miðbik myndarinnar
minnir stundum á leyndardóms
fullt stöðuvatn. Eins og I ævin-
týri þokast litirnir nær, taka
sér bólfestu umhverfis svarta
vatnið og þola lengi vel ekki
að hafa hátt andspænis þögn
hins svarta. Upp úr þessum and
stæðum vex í síða-ri myndum
hans töfrandi myndheild.
Enn má nefna önnur atriði,
sem virðast sanna að Hafsteinn
er I þann veginn að leggja á
nýjar brautir. Rythmi og teikn-
ing I myndum hans voru lengi
nokkuð stirð og einhæf (lóðrétt-
lárétt!) Nú birtist I þeim ný,
lifandi og margbreytileg
hrynjandi, I fylgd með fjöl-
breyttari áferð. Litreitir, sem I
eldri myndum hans eru enn
harðir og einangraðir, vaxa nú
saman á lífrænan og litrænan
hátt. Myndheildin skapast.
Þannig hefur Hafstein; Aust-
mann tekizt að kanna, skipu-
leggja og mæla út listagrunn
sinn, og byrjar hann nú að
byggja og færa út kvíarnar til
muna. Hann hefur unnið að þvl
með þrautseigju og dugnaði, I
þeirri von og vissu að vera á
réttri leið — til sjálfs sln.
Stangaveiðifélag
Reykjavíkur 25 ára
Félagið var endanlega stofnað
24. mal 1939, og voru þá samþykkt
Iög þess og stjórn kosin.
Þeir, sem innrituðu sig I félagið
þennan dag, teljast því stofnendur
og voru þeir 48 talsins. Af þeim
eru nú lifandi 26 og flestir enn
áhugasamir veiðimenn.
Fyrsta stjórn félagsins var þann-
ig skipuð: Gunnar E. Benediktsson
lögfr. formaður, en Óskar Norð-
mann stórkaupm. og Friðrik Þor-
steinsson húsgagnasm. meðstjórn-
endur. Formenn félagsins hafa sið-
an verið Kristinn Stefánsson lækn-
ir, Sigmundur Jóhannsson stór-
kaupm., Pálmar ísólfssön hljóð-
færasm., Gunnar J. Möller lögfr.,
Sæmundur Stefánsson stórkaupm.,
Viggo H. V. Jónsson forstj., og nú
síðustu 4 árin ÓIi J. Ólason, kaupm.
að um Elliðaárnar og voru þær
Félagið var raunverulega stofn-
að um Elliðaárnar, og voru þær
fyrsta veiðisvæðið, sem félagið
hafði, og mun hver félagsmaður
hafa getað haft um 4 veiðidaga
fyrsta sumarið. Nú eru félagsmenn
orðnir yfir 900 og hefir að sjálf-
sögðu orðið æ erfiðara að útvega
öllum marga veiðidaga á góðum
veiðisvæðum. Þetta hefir þó gengið
vonum framar og I ár hefir félagið
3—4 veiðidaga til ráðstöfunar á
hvern félagsmann. Félagið hefir nú
eftirfarandi veiðisvæði á leigu: Ell-
iðaámar, Leirvogsá, Laxá og Bugðu
auk Meðalfellsvatns I Kjós, Norð-
urá I Borgarfirði, Stóru-Laxá I
Hreppum, og ítök I Grímsá, Víði-
dalsá, Laxá I Aðaldal, auk ýmissa
smærri svæða, sem sum eru sér-
staklega tekin til ræktunar.
Auk þess aðalverkefnis félagsins,
að útvega félögum sínum veiði-
daga, hefir félagið á undanförnum
árum rekið klakstarfsemi og á nú
gott klakhús að Stokkalæk á Rang-
árvöllum, þar sem framleidd eru
500—-700 þúsund laxaseiði árlega.
Þessum seiðum er aðallega dreift
í þau veiðisvæði, sem félagið hefir
á leigu, og' er með sjálft til rækt-
unar, auk þess sem reynt er að
hjálpa öðrum einstaklingum og fé-
lögum um seiði eftir því sem hægt
er hverju sinni. Félagið hefir mik-
inn áhuga á að koma einnig upp
eigin eldisstöð og er það mál I
undirbúningi.
Veiðihús á féiagið við flest þau
veiðisvæði, sem það hefir til lengri
tíma, og skal sérstaklega minnzt á
hús félagsins við Norðurá, sem auk
þess að vera staðsett á einhverjum
þeim fegursta stað, sem fyrirfinnst
I Borgarfirði, er mjög glæsilegt og
fullkominn dvalarstaður fyrir veiði
menn og konur þeirra.
Framh. ð bls. 6
AWðarþakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér
vinsemd, glöddu mig og heiðruðu með gjöfum,
blómum, bréfum, símskeytum og á annan hátt
á 75 ára afmæli mínu, en mun annars reyna að
ná til hvers einstaks, er tími vinnst til.
Gunnar Gunnarsson.
I