Vísir - 27.05.1964, Qupperneq 11
VÍSIR . Miðvikudagur 27. maí 1964.
11
bók eftir Barböru Tuch-
mann, II.
Hersteinn Pálsson les.
22.30 Lög unga fólksins. Bergur
Guðnason kynnir
Sjónvarpið
Miðvikudagur 27. maí.
16.30 Captain Kangaroo
17.30 The Price Is Right
18.00 Sea Hunt
18.30 Biography
19.00 AFRTS NEWS
19.15 The Sacred Heart
19.30 The Dick Van Dyke Show
20.00 The Garry Moore Show
21.00 Navy Band Concert
21.30 The Untouchables
22.30 Jack Benny
23.00 AFRTS Final Edition News
23.15 The Tonight Show
Orðsending
Fyrrverandi nemendur Löngu-
mýrarskóla, sem áhuga hafa á
að komast í hópferð á afmælisr
mót skólans laugardaginn 30.
maí, eru beðnir að hringja í
slma 40682 eða 40591.
# # % STJÖRNUSP.Á
Átta nýir leikarar
Spáin gildir fyrir fimmtudag-
inn 28. maí.
Hrúturinn, 21. marz til 20.
aprll: Þú hefur nú tilhneigingu
til að tefla á tvísýnu, sem gæti
orðið persónulegum fjármunum
þínum og lífsorku dýrt spaug.
Reyndu að halda þig að þvl,
sem alltaf hefur reynzt vel.
Nautið, 21 apríl til 21. maí:
Dagurinn kynni að reynast þeim
nokkuð örðugur, sem standa í
hjúskapardeilum eða deilum við
félaga sfna. Það yrði öllum til
góðs að finna einhverja mála-
miðlunartillögu.
Tvíburarnir, 22. maí ti) 21
júní: Óheilbrigt sálarástand má
oft rekja til of mikillar ábyrgð-
ar eða rangra lifnaðarhátta.
Reyndu að fá tækifæri til að
slaka algjörlega á.
Krabbinn, 22 júni til 23. júlí:
Það er auðvelt að fara út I
öfgar í lífsgleðinni og skapa á
þann hátt deilur við nána félaga
sfna. Varaðu þig á þeim, sem
gefa stóru loforðin.
Ljónið, 24 júli til 23 ágúst
Vmis ágreiningur við skyldfólk
þitt gæti endað þér í óhag um
þetta leyti. Þú ættir að reyna
að ávinna þér traust og vináttu
þessara aðila.
Meyjan. 24 ágúst tii 23 sent
Tilraunir kynnu að vera gerðar
til að fá þig til að endurskoða
afstöðu þína til málanna. Það
kynni að verða þér í óhag að
láta undan með slíkt.
Vogin, 24 snpt til 23 okt..
Þú verður að reyna að telja þá,
sem eiga sameiginlega hnúta
að binda í fjármálunum með
þér á, að draga úr eyðslusemi
sinni.
Drekinn, 24. okt til 22 nóv..
Vera kann, að þú sért ekki eins
viss um sannleika og réttlæti
þess málstaðar sem þú heldur
fram við þá, sem þú deilir við.
Forðastu deilur við vinnufélaga.
Bogmaðurinn, 23 nóv til 21
des.: Þú ættir ekki að láta þér
sjást yfir þau einkenni, sem
stuðla að persónulegri vanlíðan
þinni. Gakktu úr skugga um,
að öll tæki og vélar séu í góðu
lagi.
Steingeitin. 22 des til 20
jan.: Einhver, sem kynni að vera
að reyna að hafa áhrif á þig
gegn betrj sannfæringu þinni,
kynni að gera svo í eig'ngjörn-
um tilgangi. Stattu fastur fyrir.
Vatnsberinn, 21 jan til 19
febr.: Það er sjálfsagt að gera
ráð fyrir nokkrum erfiðleikum
og misskilningi, þegar meTi hátt
ar breytingar eru framkvæmdar.
Slíkt stuðlar að öryggi þínu.
Fiskarnir 20 febr til 20
marz: Það gæti verið viturlegt
af þér að draga ferðalög á lang
inn þangað til í næsta mánuði,
þegar afstöðumar verða hag-
stæðari.
S1 laugardag var leiklistar-
skóla Þjóðleikhússins slitið og
brautskráðust þaðan 8 nemend-
ur eftir tveggja ára nám. Leik-
listarskóli Þjóðleikhússins er
tveggja ára skóli og útskrifast
leiklistarnemar þaðan annað
hvert ár. Þeir, sem útskrifuðust
að þessu sinni eru Arnar Jóns-
son, Anna Herskind, Bryndís
Schram, Jón Júlíusson, Leifurn
ívarsson, Oktavía Stefánsdóttir,
Sverrir Guðmundsson og Þórunn
Magnúsdóttir.
Þetta er 9. árgangurinn, sem
brautskráður hefur verið frá
leiklistarskóla Þjóðleikhússins, en
samtals hafa 55 nemendur lokið
prófi frá skólanum.
Kennarar við skólann í vetur
voru leikararnir Gunnar Eyjólfs-
son, Kristín Magnús, Klemenz
Jónsson, Benedikt Árnason og
Jón Sigurbjörnsson, sem kenndi
til áramóta. Elizabeth Hodghson
ballettmeistari kenndi sviðshreyf
ingar og ballett. Auk þess kenndu
prófessorarnir Steingrímur J.
Þorsteinsson og Símon Jóhann
Ágústsson við skólann, héldu
þar m.a. fyrirlestra um sálfræði
leiklistarsögu o.fl.
Skólastjóri er Guðlaugur Rós-
inkranz þjóðleikhússtjóri.
Þrír af nemendunum, sem út-
skrifuðust að þessu sinni, hafa
farið með stór hlutverk á leik-
sviði Þjóðleikhússins á sl. vetri.
Arnar Jónsson lék stórt hlutverk
í Glsl, Þórunn Magnúsdóttir lék
Ófelíu í Hamlet og Bryndís
Schram ; lék titilhlutverkið í
Mjallhvít og stórt hlutverk í
Táningaást.
Prófdómarar voru mjög ánægð
ir með frammistöðu nemenda á
prófinu og töldu þetta einn bezta
árganginn sem útskrifazt hefur
frá Leiklistarskóla Þjóðleikhúss-
ins.
Næsta haust fær Leiklistarskóli
Þjóðleikhússins nýtt og rúmgott
húsnæði til afnota í hinum reisu-
legu salarkynnum Dagsbrúnar og
Sjómannafélagsins við ,Lindar-
götu. Við það fær Leiklistarskól-
inn betri starfsskilyrði og mun
öll kennsla fara þar fram næsta
vetur.
Myndin er af hinum ungu leik-
urum, tekin við skólauppsögn sl.
laugardag.
— Talaðu ekki við mig um
hreyfingu, sagði Walt Disney
nýlega við einn kunningja
sinn. Ég fæ alveg nóg af henni
með því að vinna, eins og ég
geri.
Hvað segirðu? hváði vin-
urinn undrandi. Hefurðu aldr-
ei neina löngun tíl þess að
fara i Ieikfinii, skreppa á hest
bak eða spila tennis?
— Ojú, svaraði Disney. Það
kemur fyrir. En í hvert skipti
sem tilfinningin færist yfir
mig, ligg ég í sófanum mín-
um, og þaðan hreyfi ég míg
ekki fyrr en þetta er liðið hjá.
Þegar David Morris f New
York fann 21.259 dollara und-
ir lausri fjöl í herberginu sem
hann leigði, lét hann eíns og
grandvörum borgara sæmdi,
lögregluna vita. Og lögreglan
tók peningana f sfna vörzlu.
En nú hefur mikið vandamál
risið upp, því að húseigand-
inn krefst þess 'að fá penlng-
ana, þar sem hann hafi keypt
húsið með öllu sem í því var,
og eigandi peninganna hins
vegar kveðst hafa gleymt þeim
þarna og heimtar að fá þá aft
ur. Málið er komið fyrlr dóm-
stólana og senn munu fást end
anleg Iausn. Og David? Hann
vonar að þeir muni hvorugur
fá peningana, heldur verði
þeir afhentir finnandanum.
*. . -éít
m
Tálkynnmg
Frá Mæðrastyrksnefnd: Konur,
sem óska eftir að fá sumardvöl
fyrir sig og börn sfn í sumar að
heimili mæðrastyrksnefndar
Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit,
talið við skrifstofuna sem fyrst.
Skrifstofan er opin alla virka
daga nema laugardaga frá kl. 2-4
Sími 14349
í London hefur nú verið
stofnaður sérstakur klúbbur
fyrír sorgmætt fólk, sem ber
nafnið „The Misery Club“. Og
það er einkennandi fyrir klúbb
inn, að langflestir meðlimir
hans hafa eitthvað með bfla
að gera. Það eru menn sem
vinna í verksmiðjum sem fram
leiða bila, menn sem skoða
bíla, menn sem mála bíla,
menn sem gera við bíla, og
menn sem vinna hjá fyrirtækj
um sem tryggja bíla. Og þeir
síðastnefndu eru hvað verst
leiknir, því að þeir eru að
verða vitlausir af að hlusta á
hinar sífelldu kvartanir og
kröfur um tryggingagreiðslur
út af fáránlegustu hlutum.
Einu sinni á ári koma þess-
ir menn saman til miðdegis-
verðar, og yfir borðum er
skipzt á sögum um bjánaskap
viðskiptavinanna. Þeir halda
þvf fram, að það sé mikill
andlegur styrkur í þessu, en
margir halda því fram að
mesta styrkinn fái þeir frá
víninu og hinum Ijúffenga
mat.
R
I
P
K
8
R
B
Y
Það er nú það segir Rip við
Pennann. Leiknum er lokið hvað
Fern snertir. Ég býst við að ég
verði að taka því, svarar Penn-
I SUPPOSE I MUST FACE
n, MR. KIRBY. I KNEW IT
WOULP HAPPEN SOME PAY.,.
I AM TRULY FONPOF HER. TO
PROVE IT, LET ME GIVE HER A
LETTER ABSOLVINS HER
OFANY BLAME...
-x
inn, og þurrkar svitann af enn-
inu. Ég vissi að það hlaut að
koma að því. En mér þykir vænt
um hana, og til þess að sanna
það, skal ég skrifa bréf, sem
hreinsar hana af allri sekt. Hann
hefur ekkert vopn, segir Rip við
Fern, en athugaðu skrifborðið áð-
ur.
Frönsku læknamir eru al-
veg eins óánægðir með kjör
sín og hinir belgísku kollegar
þeirra, sem fóru í verkfall fyr
ir skömmu. En gagnstætt við
þá, óska Frakkarnir eftir því
að hafa sjúklingana sln meg-
in, svo að þeir hafa gripið til
allt annarra aðgerða. Lækn-
arnir hafa öðru hvoru „fría
daga“ og þarf þá sjúklingur-
inn ekkert að greiða fyrir
læknishjálpina. En hins vegar
fær hann, auk hennar, greinar-
góða Iýsingu á hinum bágu
kjörum velgerðarmanns síns.
Og sjúklingarnir hafa innilega
samúð með læknunum.