Vísir - 08.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 08.06.1964, Blaðsíða 1
35 þús. mál til Raufarhafmr, þar BIs. 3 Frá opnun listsýn- ingar. —• 7 Afniælisgrein um Gunnlaug Scheving listmálara. 8 Um hótelskortinn. 9 I bók hans standa 20 þús. nöfn. Samtal við Björn Magnús- son prófessor. af helmingur sl. sólarhring Nú er heldur betur hug- ur í mönnum á Raufar- höfn, 35 þúsund mál síld- ar hafa borizt þangað og um helmingur þess magns s. 1. sólarhring. Fjögur skip biðu iöndunar í morgun. Síldin veiddist öll á svipuð- um slóðum, um 80 mílur norðaustur af Raufarhöfn, og er „mjög þokkaleg mið- að við árstíma“, eins og Steinar Steinarsson, verk- smiðjustjóri á Raufarhöfn komst að orði í viðtali við Vísi í morgun. Hann sagði að verksmiðjan þar hæfi vinnslu á morgun og skip- unum fjölgaði nú ört á miðunum. Síldin veður ekki og er stygg, skip in fá í sig yfirleitt í tveimur köst- um, ef köstin misheppnast ekki á annað borð, sem kemur æði oft fyrir ennþá. Einstaka skip hefi>- rifið og sprengt nætur sínar. Steinar gizkaði á að síldin væc': 16 — 17% feit, eins og hún var er hún var mæld fyrir nokkrum dög- um. Veiðin s. 1. sólarhring: Eftirtalin skip lönduðu á Raufarhöfn í gær Framh. á bls. 5. Þjóðsöngurinn leikinn við upphaf Listahátíðarinnar í Háskólabíói í gær. (Ljósm. Vísis: B. G.) HA m USTA HOTST / Snjöll hugvekjn Hulldórs Luxness „Þá er vel ef sú hátíð sem hér hefur verið sett ber þess nokkuð vitni að hér búi smáþjóð sem eldri er en tvævetur í menntun sinni og þó einkum ef þetta listaþing tjáir vilja okkar til að halda áfram sjálf- stæðu þjóðlífi við þann hlut sem okkur hefir verið kjörinn hér vestur í Þannig mælti Nóbelsskáldið HaUdór Laxncss við setningu Listahátíðarinnar í gær. Hann flutti aðalræðuna við þetta tæki færi .snjalla hugvekju um menn ingu þjóðarinnar i dag, bók- menntastarf liðinna alda, rækt- arsemi við fornar bækur og stöðu listamannsins á þessari öld breytinga og nýgilda. Meðal gesta voru forsetahjún- in og fjöldi listamanna þjóðar- innar. Má segja að listahátiðin hæfist með glæsibrag, Jón Þór- l“. arinsson, tónskáld, forseti Bandalags listamanna, setti há- tíðina með stuttri ræðu, nienntamálaráðherra og borgar- stjóri fluttu ávörp, Halldór Lax- ness flutti aðalræðu dagsins, síðan lásu þrjú önnur skáld upp úr verkum sínum, og að lokum voru flutt tónverk, eftir Jón Leifs og dr. Pál ísólfsson. Athöfnin hófst með því að Sinfóníuhljómsveitin og afar fjölmennur blandaður kór léku og sungu þjóðsönginn undir stjórn dr. Páis ísólfssonar, en síðan flutti forseti Bandalags Iistamanna, Jón Þórarinsson, á- varp og sagði listahátíðina setta. Hann gat þess sérstaklega, að Páll ísólfsson hefði verið upp- hafsmaður að hinu fyrsta lista-- mannaþingi og vitnaði til þeirra orða hans frá þeim tíma, að vaka þyrfti yfir því að frjáls hugsun og frjáls andi rikti í listunum. Jón Þórarinsson lagði áherzlu á nauðsyn þess að þjóð- in beitti dómgreind sinni og Ieit- aðist við að greina kjarnann frá hisminu í listum á hverjum tíma, annars erfiðuðu listamennirnir til einskis. Hann minntist þess, að í ár væru liðin 350 ár frá fæðingu séra Hallgríms Péturs- sonar, 100 ár frá fæðingu Ein- ars Benediktssonar og á þessu ári hefði Davíð Stefánsson, Framh. á bls. 5 Halldór Laxness flytur hátíðarræðuna við setningu Listahátíðar- innar. Geysir i Norrænu laganemamir, sem hér eru á þingi um þessar mundir fóru að Geysi og Gullfossi í gær og komu undrum af stað. Geysrr, sem annars liggur í dvala tók upp á því að gjósa. Útlend- ingarnir í hópnum voru með fing- uma I vatni hversins, til að mæla hitastigið, þegar jörð tók skyndi- Iega að skjálfa og drunur miklar ótHkvaddur kváðu við. Eftirlitsnienn hvera- svæðisins hrópuðu vamaðarorð og laganemar lögðu á flótta, og ekki seinna vænna, því þeir sluppu með naumindum frá áður en Geysir tók að spúa á að gizka 25-35 metra upp í loftið. Engar ráðstafanir höfðu verið gerðar til að koma Geysi af stað, en haft var að gamanmálum að hinum fræga hver hefði ekki líkað við puttana á Finnunum. Skömmu eftir Geysisgosið tók Strokkur við, en sá hver sem reynt hafði verið að vekja vildi ekki vakna Hvorki íslendingarnir né útlend- ingarnir höfðu séð Geysi gjó.sa fyrr, og þótti öllum sögulegur at- burður hafa gerzt. VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.