Vísir - 08.06.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 08.06.1964, Blaðsíða 16
SNÆFELUD KOMIÐ MED 5 ÞÚS. MÁL EFTIR FIMM DAGA Stefán Snæbjörnsson framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs á Ak ureyri afhendir Trausta skipstjóra á Snæfelii silfurstyttu af segí skipi. Á bak við standa Ottó Snæbjörnsson og Sverrir Valdimars son fulltrúar í Sjómannadagsráði. 613 nýir áskrifendur Áskrifendasöfnun Vísis á Akureyri, í Hafnarfirði og Kópa- vogi er Iokið. Árangurinn varð mjög góður. Samtals bætt- ust i hópinn 613 nýir áskrifendur. Þeim og öðrum skal bent á að umboðsmenn blaðsins á þessum stöðum eru: AKUREYRI: Jóhann Egilsson, sími 1840. HAFNARFJÖRÐUR: Frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 5-06-41 KÓPAVOGUR: Frú Birna Karlsdóttir, sími 4-11-68. Aðfaranótt miðvikudags helt aflaskipið Snæfell frá Akureyri á síldveiðar. í gærdag lagði Snæfell 1100 mál af síld upp í Krossanesi og hefur Snæfell þá fengið alls um 5000 mál af síld sl. fimm daga. Sfldin, sem Snæfellið lagði upp í Krossanesi, var eingöngu stór og fitumagnið var 17-20%. Vísjr átti í gær stutt viðtal við skipstjórann á Snæfellinu, Trausta Gestsson. Þess má geta að um leið og Snæfellið iagð- ist að bryggju í Krossanesi fór Trausti í land til þess að veita viðtöku líkani af seglskútu úr silfri er skipshöfnin af Snæ- fuglinum færði honum, sem þakklætisvott fyrir björgun á- hafnarinnar, er bátur þeirra sökk í fyrrasumar. Snæfellið hélt á síldveiðar að- faranótt miðviðudags og fékk þá um daginn 1700 mál. 1 ar.n- arri veiðiferðinni fékk skipið Framh. á bls. 5. Löndun síldar úr Snæfellinu í Krossanesi. Síldin erstór og falleg Þrjú slys um helgína Við afhendingu heiðursmerkja Sjómannadagsins. Taldir frá vinstri: Guðmundur Guðjónsson vélstjóri, Elísberg Pétursson bryti, Jósefína Jóhannesdóttir, sem tók við heiðursmerki fyrir mann sinn Frið- stein Friðsteinsson, sem var fjarverandi á siglingu með Brúarfossi, Þorvarður Björnsson, fyrrv. yfir- hafnsögumaður, sem hlaut sérstakt heiðursmerki úr gulli, Þorsteinn Guðlaugsson, er hefur lengi verið bátsmaður á ýmsum skipum og Ioks Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs. HÁ TÍDAHÖLDIN Á SJÓ- MANNADACINN Hátiðahöld Sjómannadagsins fóru fram I Reykjavík í gær með venjulegum hætti. Hófust þau um morguninn með hátíða- guðsþjónustu í Laugarásbíói. Séra Grímur Grimsson messaði. Voru forsetahjónin viðstödd og húsið fullt. Skömmu fyrir klukkan tvö síðdegis fór fólk að safnast sam- an á Austurvelli til hátiðahalds. Hófst það með því að fánaborg var mynduð með sjómannafé- lagsfánum og íslenzkum fánum á Austurvelli. Síðan flutti bisk- up ísiands Sigurbjörn Einarsson mtnningarræðu, þar sem hann minntist drukknaðra sjómanna. Framh, á bls. 5. Frá róðrarkeppninni í Reykjavíkurhöfn. Þeir, sem sigruðu, skips- höfnin á Guðmundi Þórðarsyni, nær, en fjær er áhöfnin af Sólrúnu. aði hún sveit frá Siglingar- klúbbnum. Róðrarkeppni Iand- manna vann sveit frá Slippn- stöðinni, en sveit Árskógs- strendinga sigraði í róðrar- keppni sjómanna. Snemma í Frs. á bls. 5. Scranton gef- ur kost á sér William Scranton, ríkisstjóri í Pennsylvaniu, flutti sjónvarpsræðu í gærkvöldi og lýsti yfir, að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni, en myndi ekki sjálfur taka þátt í baráttu fyrir að hann yrði kjörinn. Það er álit aðalflokksleiðtoganna, að forsetaefni flokksins verði að vera maður, sem þjóðin treysti að Ieitist við að feta'í fótspor fyrrver- andi republikanskra forseta, eins og Abrahams Lincolns, Theodore Framh. á 5. síðu Um kl. 5 í gærdag varð umferð- arslys á Klifvcgi, gegnt Borgar- sjúkrahúsinu. Þar var köna á ferð í bifreið með 2ja ára gamalli dóttur sinni. Af einhverjum ástæðum fipaðist henni aksturinn svo hún missti bifreiðina út af veginum og lenti á hliðina út i djúpan skurð. Konan hlaut skurð á enni og taugaáfall og var flutt í slysavarðstofuna. Barnið slapp við meiðsli. Eitthvað mun bifreiðin hafa laskazt. Um áttaieytið í gærkvöldi datt tveggja ára telpa út um glugga á húsi við Langholtsveg og datt 3—4 metra niður. Telpan var flutt í siysavarðstofuna og þaðan skömmu síðar í sjúkrahús. Blaðinu ' er ekki kunnugt um meiðsli henn- ar. Á laugardagskvöldið datt 9 ára gamall drengur af reiðhjóli á gatnamótum Barónsstígs og Njáls- götu. Drengurinn meiddist aðeins litillega. á Akureyrí 26. sjómannadagurinn var haldinn hátlðlegur á Akureyri í gær. 10 sveitir tóku þátt í róðrarkeppninni sem fram fór á Iaugardagskvöldið. Aðalhluti há tíðahaldanna var í gærdag. Þá var m. a. keppt í stakkasundi og boðsundi í Sundlauginni og þyrla af Keflavíkurflugvelli kom til Akureyrar og sýndu nokkrir hermenn úr björgunarsveit varn arliðsins björgun úr sjó. Þá kom einnig varðskipið Óðinn inn til Akureyrar, og Ienti þyrlan nokkrum sinnum á þilfari varð- skipsins. Hátíðahöld í sambandi við sjómannadaginn hófust á laug- ardagskvöldið. Var þá keppt í róðri. 10 sveitir tóku þátt í keppninni, 4 drengjasveitir, 4 sveitir skipaðar landmönnum og 2 sveitir frá sjómönnum. Drengjaróðurinn vann sveit frá Æskulýðsfélagi Akureyrar. Meðal þátttakenda í drengja- flokknum var sveit frá skelii- nöðruklúbb, sem starfræktur er á vegum Æskulýðsráðs og sigr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.