Vísir - 15.06.1964, Blaðsíða 12

Vísir - 15.06.1964, Blaðsíða 12
VIMK Mánudagur 15. júní 1964. Þeir eru vinir þrátt fyrir Myndin tekin á flugvellinum í gær við komu Fragers. Ashken- asi <t. v.) tckur á móti honurn. 'andstæður austurs og vesturs Bandaríski píanóleikarinn Frager kom í gær og Ashkenasi bauð hann velkominn fil Islands Bandaríski. píanósniliingurinn Malcom Frager kom hingað í gærkvöldi, og var vinur hans, Ashkenasi, á flugvellinujn til að taka á móti honum. Þeir ætla m. a. að halda tónleika hér, þar sem þeir leika samleik á píanó. Klukkan ellefu í morgun ætluðu þeir að byrja að æfa sig. Rétt áður en æfingin skyldi byrja hitti fréttamaður Vísis Frager að máii. Hann er kornungur maður, mjög viðmótsþýður og greind- arlegur. Talið snerist brátt að kynnum þeirra Ashkenasis, en vinátta þessara tveggja pilta þvert yfir andstæður austurs og vesturs hefur vakið mikla at- hygli. — Við kynntumst fyrst, segir Frager, þegar Ashkenasi var í heimsókn í Bandaríkjunum fyrir átta árum. Þá vildi svo til, að ég hafði haft áhuga á að læra rússnesku og var orðihn sæmilega fær í henni. Vinkona mín ein kynntist Ashkenasi og fékk hún mig til að gerast eins konar leiðsögumaður hans í New York, þvf að ég gat talað rússnesku. Fór ég þá með hon- um fram og aftur um alla New York. Eftir þetta skrifuðumst við á vikulega, enda vorum við orðnir mjög góðir vinir. Síðan hittumst við ekki í mörg ár, en svo vildi til, að við unnum verðlaun í píanóleik í tónlistarkeppni f Brussel sitt hvort árið og þá fór okkur að detta í hug, að einhvern tíma skyldum við leika saman tvíleik á píanó. Svo fór ég til Rússlands í fyrra og bjóst við að hitta Ashkenasi þar, en þá kom þettá atvik fyrir í London og óttaðist ég þá, að hann myndi ekki koma aftur til Rússlands. En svo var ég staddur I Kiev, þegar Ashkenasi hringdi til min og bað mig um að vera viku lengur í Rússlandi, því að hann myndi koma aftur heim. Ég var að vísr vantrúaður á þetta, en svo kon hann og við lékum í fyrsta skipti samleik á píanó. Það var mjög.ánægjulegt. Og nú leikum við samleik hér á landi í annað sinn. — Það er óvenjulegt, að píanó leikarar komi fram f samleik? — Já, það er fremur óvenju- Iegt. Til þess að þeir geti það, verða þeir að vera mjög góð- ir vinir. Annars geðjast mér Framh. á bls. 5. 17. júní ■ hátíðahöldin kaupa á iungna skurðáhöldum r Alþingishótíðarkantata eftir Arna Björnsson flutt a hljómleikum ú Austurvelli Á 17. júní-hátíðahöldunum verð- ur það meðal nýmæla, að efnt verður til sérstakra hljómleika á Austurvelli kl. 16.30, þar sem Karlakórinn Fóstbræður og Karla- kór Reykjavíkur syngja bæði sinn í hvoru lagi og sameiginlega og sömuleiðis mun Lúðrasveit Reykja víkur leika nokkur lög. Að því er Ragnar Björnsson söngstjóri hefur tjáð Vísi mun Karlkórinn Fóstbræður flytja við þetta tækifæri Alþjngishátiðarkant- ötu eftir Árna Björnsson tónskáld, sem aldrei hefur verið flutt í Reykjavik áður, en hins vegar söng Karlkór Keflavikur hana á hljóm- leikum þar suðurfrá á s.l. vetri. Mun það hafa verið frumflutningur á henni. Tónskáldið samdi þessa hátíðarkantötu í tilefni af lýð- veldishátíðinni 1944 og er hún því a. m. k. jafngömul lýðveldinu ef ekki lítið eitt eldri. Kiwanis-klúbburinn hefur af- hent Hjalta Þórarinssyni yfir- lækni að gjöf 60 þúsund krónur til kaupa á áhöldum fyrir Iungna skurði. Visir hafði í morgun sam band við Einar A. Jónsson, sem sagði, að beim i klúbbnum hefði verið kunnugt um, að dr. Hjalti ynni við mjög erfiðar aðstæður og þar sem hann væri einstak- lega fær maður í sinni grein, hefði þeim þótt rétt að reyna að Iiðsinna honum á einhvern hátt. Kiwanis-klúbburinn safnar ekki í sjóði, heldur ráðstafar því fé, sem hann hefur yfir að ráða, á árlegum fundi. Og á þeim sið- asta var ákveðið að afhenda næstu árin dr. Hjalta féð til notkunar eins og honum þyki henta. Dr. Hjalti Þórarinsson bað blaðið að færa gefendunum beztu þakkir fyrir þessa höfð- inglegu gjöf og sagði, að hún kæmi sér áreiðanlega vel, því að húsrými og annar aðbúnaður væri mjög af skornum skammti. Kvað hann verið að gera áætl- anir um frekari framkvæmdir af hálfu Landsspitalans, en ekkert ákveðið ennþá. „PRÓFIN VORU ÞÆGI- LEGUR TÍMI" segir Jakob Ingvason sem varð hæstur á stúdentsprófi i M.R. i ár með 9.62 „Það eru ekki bara gáfur, sem þarf til að verða efstur á stúdents- prófi. Það þarf mikla vinnu til og góður náms- árangur er fyrst og fremst undir þeirri vinnu kominn, sem lögð hefur verið í námið“. Þannig fórust hinum unga „Dúxi“ Menntaskólans í Reykjavík orð í morgun, þegar Vísir ræddi stutt- lega við hann. Hann heit ir Jakob Yngvason og er sonur hjónanna Yngva Pálssonar og Katrínar Smára, Hjarðarhaga 62 í Reykjavík. Jakob hlaut mjög góða eink- unn í stærðfræðideild 9.62, en næstir komu 4 piltar úr stærð- fræðideild, þeir Sven Þórarinn Sigurðsson með 9.49, Tómas Tómasson með 9.22, Þórvaldur Ólafsson með 9.22 og Þorsteinn Þorsteinsson með 9.07. í mála- deild varð Sigurður Pétursson efstur með 8.90 og Brynjólfur Framh. á bls. 5. Jakob Ingvason Karlakór Reykjavikur flytur ann að efni á hljómleikunum, og mun syngja einstök lög, en þegar báðir kórarnir hafa sungið sitt í hvoru lagi syngja, þeir tvö Jög .sameig- inlega. Ragnar Björnsson stjórnar Fóstbræðrum, en Jón S. Jónsson Karlakór ' Reykjavíkur. Aðrir þættir karlakóranna i há- tíðarhöldunum verða m. a. í kirkjugarðinum fyrir hádegið og síðan aftur á Arnarhólstúni um um kvöldið. Eftir því sem Vísir hefur laus- lega hlerað verða flest hefðbundin dagskráratriði hátíðarhaldanna með áþekkum hætti og verið hefur, svo sem guðsþjónusta, athöfn við Alþingishúsið, dagskrá um kvöldið á Arnarhólstúni, barnadagskrá og dans á götum um kvöldið og fram á nótt. Komið hafði til mála að flytja dansinn að einhverju leyti yfir í’ úthverfin, en við það var hætt m. a. af tæknilegum ástæðum vegna erfiðrar aðstöðu við að koma há- talarakerfum fyrir. Auk þess var búizt við að fólkið myndi heldur vilja leita niður í miðbæinn. Enn- fremur hafði komið til tals að tví- skipta barnadagskránni, en horfið frá því af sömu ástæðu. Skuld Samvinnu- bankans vel tryggð í frétt hér í blaðinu á laugai-- daginn um að Ásbúðunum svo- nefndu hefði verið lokað vegna greiðsluvandræða, var þess getið, að stærsti kröfuhafinn mundi vera SÍS og Samvinnubankinn með kröfu upp á hátt á þriðju milljón. Bankastjóri Samvinnubankans, Einar Ágústsson, alþm. hefir beð- ið Vísi að geta þess, að Samvinnu bankinn eigi mjög lítinn hluta þess arar upphæðar hjá verzluninni og séu fullnægjandi tryggingar fyrir hendi fyrir þeirri skuld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.