Vísir - 10.07.1964, Blaðsíða 6
>.90
Cjör rétf —
Þo! ai órétt
itstjórar: Gunnar Gunnarsson og Sverrir H
RÁÐSTEFNA í LUXEMBORG
Dagana 26. apríl til 6. maí var
haldin i Luxemborg ráðstefna,
er fjallaði um „hlutverk Evrópu
í bandalagi Atlantshafsþjóða“.
Ráðstefnuna sóttu þrír ungir ís-
Iendingar, þeir Gunnar Hólm-
steinsson, viðskiptafræðingur,
Hilmar Björgvinsson, stud. jur.
og Sveinn Jónsson, bæjarstjóri.
Fór síðan þess á leit við Hilmar,
að hann segði í stuttu máli frá
ferð þeirra félaga.
— Ráðstefnan var haldin á
vegum „Cercle Des Jeunesses
Politiques" sambands stjórn-
málafélaga ungs fólks. Þarna var
saman komið fólk frá ölium
lördum Atlantshafsbandalagsins,
og ég held mér sé óhætt að full-
yrða fyrir hönd okkar þriggja,
sem sóttum ráðstefnuna, að vera
okkar í Luxemborg hafi verið
sérstaklega ánægjuleg og fróð-
leg.
— Hafa ráðstefnur sem þessi
aldrei verið haldnar á íslandi?
— Jú, árið 1962 var ein slík
haldin að Bifröst í Borgarfirði
og sóttu hana um 50 manns og
það er e.t.v. sérstök ástæða til
að geta þess, að sú ráðstefna
þótti hafa tekizt mjög vel hvað
allt skipulag snerti.
— Hvernig fara þessar ráð-
stefnur fram?
Þrír ungir íslendingar
sækja ráöstefnu æsku-
lýðsfélaga Atlantshafs-
ríkjanna í Luxemborg
— Ræður og fyrirlestrar eru
haldnir um ýmis efni, en þátt-
takendum er skipt í umræðu-
hópa, sem ræða fyrirlestrana og
efni þeirra. Að þessu sinni var
fjallað um þau efni, sem hæst
hefur borið að undanförnu. Auk
þess, sem fluttir voru fyrirlestr-
ar um efnahags- og stjórnmál í
einstökum ríkjum, var fjallað
sérstaklega um Efnahags- og
samvinnustofnun Evrópu
(OECD), Kola- og stálsamsteyp-
una, svo og að sjálfsögðu um
Efnahagsbandalag Evrópu, kosti
þess og galla. Ég tel varla nauð-
syn að geta þess, að í.umræðu-
hópunum urðu deilur hvað harð-
astar, þegar rætt var um Efna-
hagsbandalagið, og bar oft mikið
á milli, sem von er.
— Hvert virðist þér vera mat
Luxemborgar á þátttöku þeirra '
Atlantshafsbandalaginu?
— Ég færist e.t.v. heldur mik-
ið i fang með því að reyna að
gera grein fyrir afstöðu Luxem-
borgar í smáatriðum, en í heild
virðist mér sem samvinna við
ríki Evrópu og Amerfku sé metin
{ réttu hlutfalli við nauðsyn
hennar. Luxemborgarar leggja
mikla áherzlu á að taka þátt í
H lmar Björgvinsson
fjölþjóðlegum samtökurli á sem
breiðustum grundvelli. Segja má,
að landið hafi miklu betri að-
stöðu til fjölþjóðlegrar sam-
vinnu en t.d. ísland, legu sinnar
vegna, og eftir þvi sem ég komst
að með viðræðum við innfædda
þátttakendur á ráðstefnunni, hef-
ur aukin þátttaka Luxemborgar í
ýmsum samtökum mjög stuðlað
að aukinni velmegun landsins og
fannst mér það vera álit manna,
að afkoman hefði aldrei verið
betri en nú.
— Þú segir, að Luxemborg
leggi mikla áherzlu á samstarf
við aðrar þjóðir á sviði stjórn-
mála og efnahagsmála. Hver er
þá t.d. afstaðan til fyrirtækja
eins og Loftleiðir, sený télja verð-
ur alþjóðlegt?
— Ég held mér sé óhætt að
fullyrða. að hvert mannsbarn í
landinu kannist við nafn Loft-
leiða. Loftleiðir njóta mjög mik-
ils álits í Luxemborg og gera
stjórnendur flugmála þar í landi
sér vel ljósa þá staðreynd, að
Loftleiðir tengja saman tvær
heimsálfur með flugleiðinni New
York—Luxemborg. Þessi leið,
sem er þekkt og vel kynnt í
Bandaríkjunum, hefur mikil og
góð áhrif á ferðamannastraum
til landsins. Auk þess sem ráða-
menn Luxemborgar hafa þetta í
huga, þá álít ég, að þeim þyki
það vel sæma að eiga góða sam-
vinnu við eitt af þeim löndum
Evrópu, sem fámennara er en
Luxemborg.
Fyrirhugabar eru i sumar kvöldferðir —
sunnudagsferðir — helgarferðir — veiðiferðir
Fyrir nokkru samþykkti
stjórn Heimdallar ferðaáætlun
félagsins í sumar en fyrir iá
tillaga ferðanefndar Heimdail
ar sem unnið hefur mikið og
gott starf að gerð áætlunarinn
ar. Formaður ferðanefndar er
Gylfi Þ. Magnússon.
Ferðirnar, sem ákveðnar
hafa verið eru miðaðar við
sem flestra hæfi. Þannig eru
ráðgerðar 3-4 klst. kvöldferð-
ir fyrir þá sem eiga erfitt með
að fara í Iengri ferðir. Fyrsta
kvöldferðin var einmitt farin
fyrir nokkru og heppnaðist hún
i alla staði mjög vel. Lagt var
af stað um kl. 20.00 og ekið
austur að Þingvallavatni en
rétt hjá er hellir er nefnist Gjá
bakkahellir Var gengið í gegn-
um hellinn og tók sú ferð um
klukkutíma Komið var aftur til
borgarinnar um miðnætti. Þess
ar kvöldferðir hafa orðið mjög
vinsælar á undanförnum árum
og heimsóttir hafa verið ýms-
ir fróðlegir staðir í nágrenni
Reykjavíkur m.a. Reykjanes-
skagi, Tröllafoss í Mosfells-
sveit og nýlega fór hópur
Sumarferðaáætlun
í heild er ferðaáætlun
in þannig:
Sunnudagur 12. júlí
Gönguferð á Botnssúlur
Laugardagur 18. og sunnu
dagur 19. júlí ferð í Kerl-
ingarfjöll og að Hvera-
dölum. — Laugardagur
15. ágúst og sunnu-
dagur 16. ágúst ferð í Eld-
gjá og Landmannalaugar.
Laugardagur 29. og
sunnudagur 30. ágúst
Ferðanefnd Heimdallar að störfum. Frá vinstri: Davíð Þorsteinsson, Jón Magnússon, Karl F. Garðars
son og Skarphéðinn Þórisgon. Á myndina vantar form. nefndarinnar Gylfa Þ. Magnússon.
Heimdellingar í gróðursetning-
arferð í Heiðmörk.
félagsins
veiðiferð í Hlíðarvatn í
Selvogi. Sunnudagur 6.
september Ferð í Raufar-
hólshelli. Laugardagur
12. og sunnudagur 13.
ágúst. Veiðiferð.
Auk kvöldferðanna býður
félagið einnig upp á nokkrar
eins dags ferðir, m. a.
gönguferð á Botnssúlur, en
þar mun vera eina v'ðsýnast í
góðu skyggni og ráðgerð er
ferð í Raufarhólshelli. Allar
þessar ferðir verða farnar á
unnudegi.
Fjórar helgarferðir eru einn
ig í ferðaáætlunini
í Kerlingarfjöll og að Hvera
völlum verður farið í lok júlí
og um miðjan ágúst er ráðgerð
ferð í Eldgjá með viðkomu í
Landmannalaugum. Veiðiferðir
félagsins sem ávallt hafa ver-
ið vel sóttar verða tvær sú
fyrri í Hlíðarvatn í Selvogi en
ákvörðun hefur ekki enn verið
tekin um hinn veiðistaðinn. í
helgarferðirnar verður ávallt
lagt af stað kl. 2 e.h. frá Val-
höll við Suðurgötu.
Gönguferð á Botnssúlur t
Heimdallur F.U.S. efnir til S
gönguferðar á Botnssúluf n.k. 1
sunnudag 12. júlí kl. 10.00 f.h. t
og verður lagt af stað frá Val- /
höll v/Suðurgötu. Þeir ungu }
sjálfstæðismenn sem áhuga hafa 1
fyrir ferðinni og vilja leita nán- i
ari upplýsinga, skal bent á að l
hringja í síma 17100. Ætlast er |
til að þátttakendur hafi með sér J
eigið nesti. I