Vísir - 10.07.1964, Qupperneq 7
7
Ung stúlka við hannyrðir sínar í „spánska þorpinu“ í Barcelona. Þar er sýndur heimilisiðnaður frá
ýmsum landshlutum og byggðarlöguin Spánar og vinnubrögðin sjálf einnig sýnd.
BARCELONA
eftir Þorstein Jósepssón
)»:• ■ v •$0»- . •, >-. y«$
Þorsteinn Jósepsson
blaðamaður hjá Vísi fór
fyrir nokkrum dögum,
ásamt tveim öðrum ís-
lenzkum blaðamönnum, í
boði Flugfélags íslands og
spánska flugfélagsins
Iberia tii Barcelona. Hér
birtist fyrsta grein hans
úr þeirri för, en sú grein
fjallar um Barcelonaborg
sjálfa.
Ferð til Spánar er talsvert æv-
intýri fyrir okkur Islendinga. Það
ber margt til. Landið er í senn
ólíkt okkur og líkt. Litafegurð er
þar meiri og fjölbreyttari heldur
en í flestum löndum sem ég þekki
í Evrópu. Þar er hægt að ganga
dögum saman um gróðurlausar
eyðimerkur, sem í sumu líkjast
undarlega mikið Sprengisandi.
Munurinn ,.r þó sá, að Sprengi-
sandur er grár á litinn, auðnin
á Spáni er rauðbrún, meira samt
rauð en brún.
Svo er það fólkið. Það er held-
ur ekkert líkt okkur í sjálfu sér,
en í aðra röndina er það nauða
líkt. Það er hlédrægt fólk næstum
'eimið, vingjarnlegt, greiðvikið og
gestrisið. Þessa eiginleika kann-
ast maður líka við hjá landan-
um, þótt við hins vegar þekkjum
minna til blóðhita Spánverjans
og viðbragða hans í gleði, reiði
eða sorg. Þau viðbrögð eru önnur
en hjá okkur.
Að ég geri Spán og Spánverja
að umtalsefni í þessari stuttu
grein er af sérstöku tilefni. Til-
efnið er þáð*;að ég er nýkouijpp
þaðan qg iíka hitt að mér þótti
svo gaman 1 þessari ferð að mér
fannst það ævintýri líkast. Ég
hef reyndar komið til Spánar áð-
ur og ferðazt þar nokkuð um.
Og venjan hefur verið sú að hafi
ég komið aftur eða ítrekað' til
einhvers lands, hefur mér þótt
minna til þess koma í seinni skipt
in. I þessu tilfelli var það öfugt.
Og meira að segja það sem ég
hef fordæmt Spánverja mest fyr-
ir — pautaatið — fyrirbæri sem
ég hét með sjálfum mér að horfa
aldrei framar á, fyrst þegar ég sá
það, varð mér nú að stórbrotn-
um leik. Að vísu níðingslegum
leik og ægilegum, en að hinu
leytinu svo listrænum, æsandi og
dirfskufullum, að maður stendur
hugfanginn og heillaður og bíður
með eftirvæntingu eftir hverju at-
riði og hverri smáhreyfingu jafnt
nautsins sem nautabanans.
í þetta skipti ætla ég ekki að
hafa fleiri orð um nautaat —
heldur um borgina þar sem ég
horfði á nautaatið á dögunum.
Sú borg heitir Barcelona.
Ég hafði einu sinni komið til
Barcelona áður og varð hrifinn
af henni og umhverfi hennar, en
hrifnari þó nú. Það verður að
vísu að hafa það í huga að
Barcelona er óspánskasta borg
Spánar. Hún er sú borgin sem
orðið hefur fyrir mestum utanað-
komandi áhrifum allra borga
Spánar, ekki aðeins I byggingar-
Stíl, heldur menningu allri.
Þetta er hafnarborg og verzlunar-
borg og hún ber blæ af því.
Um hana er mestur ferðamanna-
straumur allra borga Spánar og
það hefur ekki hvað minnst að
segja. fjrfeað mestiÉ4V.e&ir
þó um'^pSunfclf^unu.
hún er stóátiimt 'frá-ííaridíftiMrtÖri^!
og því tiltölulega auðvelt fyrir
íbúa hennar að tileinka sér menn
ingarstrauma framandi þjóða.
Barcelona er þýðingarmesta
borg Spánar. íbúafjöldinn áþekk-
ur og í höfuðborginni, Madrid.
Hún er auk þess hvort tveggja
í senn aðalhafnarborg landsins
og líka langstærsta iðnaðarborg-
in. Um hana streymir hið lang-
þráða gull inn í landið, gullið
sem Spánverjar hafa þráð allt
frá því löngu fyrir daga Kolum-
busar og allt fram á daginn í dag.
Viðhorfið er reyndar að Jjví leyti
breytt að nú fá þeir ekki lengur
gull án fyrirhafnar eins og í
gamla daga, heldur verða þeir að
vinna fyrir því í sveita síns and-
litis eins og aðrar þjóðir. Frá
Barcelona flytja Spánverjar iðn-
aðarvörur sínar til framandi
Ianda, svo og ávexti, vín og ann-
að það, sem þeir eru aflögufærir
með. Barcelona er öðrum borgum
fremur lífæð Spánar.
Ég játa það hreinskilnislega
að ég kveið því að koma til
Barcelona. Síðan ég kom í ensk-
ar hafnarborgir hafa hafnarbæir
jafnan farið í taugarnar á mér. Ég
ímynda mér þær allar svartar af
skít og kolareyk, fullar af skrölti
og hávaða — sannkallaðan ó
skapnað. Ég hélt að Barcelona
væri með sama marki brennd og
það voru I mér kvíðablandin
ónot síðustu kílómetrana áður en
ég kom til borgarinnar. Þeim mun
meiri varð undrun mín þegar ég
kom inn í hreina og fallega borg
— fulla af yndisþokka og öðrum
spönskum einkennum. Hún er að
vísu ekki skrautleg og nokkuð
þunglamalegri heldur en Madrid,
svo ég tali ekki um Sevilla eða
Granada. En þrátt fyrir allt er
hún falleg og umhverfis hana —
þar serti ekki er haf — rísa bratt-
ar hæðir sem gefa henni svip og
fegurð.
Barcelona er ekki ýkja gömul
borg og hún býr ekki yfir jafn
söguríkum minjum og ýmsar
aðrar borgir á Spáni. Það má
segja að hún beri á sér bernsku
blæ og henni hefur verið hrúgað
upp af ýmsum seinni tíma stíl-
' ~jrUK---ir A þesHari ftjd -.eignaðist
elona cinn sérvilraáta <>g un.d
íastáí^yggIrigáH»|is»rd ald-
arinnar. Hann heitir Gaudi og
hefur vakið á sér heimsathygli.
Höfuðeinkenni stílgerðar hans
felst í bogadregnum línum. Hann
er svarinn fjandmaður beinna lína
Framh. á bls. 2.
:■:•
i
.■•■
Þáttur úr Spánarferb I.
:■:■
■,*,
■:■:
•íii
:■:■
I
1
:■:■
.■.■
íí
1
Kirkjan á Tibidabofjallinu fyrir ofan Barcelona. Þangað leitar fólk í
hjónabandshugleiðingum og þykir sérstök gifta fylgja þeim hjóna-
böndum, ;em þar eru framkvæmd.
:v
i
^f skrifum Tímans síðustu
daga gæti maður haldið
að það væri stefna blaðsins að
Island ætti að slíta öllu sam-
bandi við vini sína og ná-
granna. Blaðið hefir ritað um
það dag eftir dag að stórhættu
legt væri að setja heimsókn
Philipusar prins í samband við
landhelgisdeilu Breta og Is-
lendinga á liðnum árum og full
ar sættir í þeim. Ekkert liggur
þó fremur í augum uppi en ein
mitt það að för forsetans til
London í vetur og koma prins-
ins undirstrikar þá staðreynd
að deilurnar milli þessara
tveggja grannþjóða eru nú úr
sögunni. Og heimsóknirnar
hefðu reyndar verið gjörsam-
lega óhugsandi fyrir 3 árum,
áður en ríkisstjórn Ólafs Thors
tókst að leysa vanda landhelg
ismálsins.
£ Milwood-málið.
En Tíminn lætur sér ekki
nægja að ónotast út í heim-
sókn Philipusar prins. Blaðið
notar hvert tækifæri til þess
að reisa uggana og Milwood-
málið hefir verið kærkominn
reki á þess fjörur. Reynt er því
dag eftir dag að blása haturs-
glóð í garð Breta vegna þess
máls. Tíminn veit þó mæta vel
að skipstjórinn á Milwood hef
ir verið dæmdur í háar fjár-
sektir og að kjlenzka ríkis-
stj&rnin hefir gert það sem í
herinar valdi stbtidur til þess
að fá hann framseldan. Engin
ríkisstjórn hefði getað gert
meira í málinu. En um það
fást ekki pólitískir skriffinnar
Tímans. Þeim nægir auvirði-
legt tilefni til þess að reyna að
skapa nýjar deilur milli Breta
og Islendinga, níða rlkisstjórn
ina og telja fólki trú um að
þjóðarmetnaðurinn sé stórlega
særður enn þann dag í dag
vegna Milwood-málsins. Iðja
slíkra skriffinna er stórhættu
leg — ef til vill vegna þess að
þeir vitna til lægstu hvata les-
enda sinna með ósönnum full
yrðingum og röngum ályktun
0 Sjónvarpshatur.
Sjónvarpsmálið er enn eitt
dæmið um það, hvernig stað
reyndum er brenglað og ósann
indi borin á borð til þess að
rægja aðra vinaþjóð okkar og
skapa hatur og óvild í garð
hennar. Allt frá því umræður
hófust um Keflavíkursjónvarp-
ið hefir Tíminn aldrei setið sig
úr færi til þess að koma höggi
á Bandaríkjamenn og rægja
varnarlið það, sem í Kefla-
vík situr og gætir skinna Fram
sóknar. Síðasta yfirlýsing
blaðsins I málinu er að sjón-
varpið sé djöfuls forsmán, og'
undrast lesendur þá miklu hátt
vísi I skrifum. Auðvelt hefði
verið að ræða sjónvarpsmálið
málefnalega. Það hafa aðrir
gert. En Framsóknarflokkur-
inn hlaut að nota tækifærið til
þess að telja sjónvarpið sýna
það hve óæskilegt væri að hafa
hér vamarlið.