Vísir - 10.07.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 10.07.1964, Blaðsíða 16
Föstudagur 10. júlí 1964. ;la við stórslysi 0 Akronesi Litlu munaði að einn starfsmanna Sementsverksmiðjunnar léti lífið i | fyrradag er verið var að tæma leðjugeymi. Maður þessi heitir Guðmundur i Þórðarson og er vélstjóri. Hann hafði þurft að fara vegna bilunar á svokölluðum Manhól sem er und ir geyminum, niður i hann, en festist i Ieðju sem hrundi yfir Guð mund og gat hann enga björg sér veitt. Einhverjir vinnufélagar Guð- mundar höfðu séð hann fara niður í leðjugeyminn og tóku að furða sig á hversu lengi honum dvaldist þar niðri. Tóku þeir að svipast um eftir honum um það leyti sem hringt var til hádegisverðar. Sáu þeir þá hvernig komið var fyrir honum og tók það langan tíma að Iosa um hann. Var Guðmundur þá nær meðvitundarlaus orðinn og aðfram kominn. Hann var strax fluttur í sjúkrahús og kom þar í ljós að hann var höfuðkúpubrotinn —ekki þó aivarlega að því er lækn ar telja. Hann var ennfremur skrám aður í andliti og Iíklegt að hafi hlotið einhver innvortis meiðsl, því hann kvartaði undan þrautum fyrir brjósti og kviðarholi. Á að taka af honum röntgenmyndir í dag. Guð- mundi leið eftir vonum í morgun. ! Tóif hvalir dregnir á land í gær Tæplega 190 hvalir veiðzt i sumar í gær var blæjalogn í Hval- firði, og hver hvalurinn á fætur öðrum barst á land. Þetta var langbezti dagurinn á sumrinu enn sem komið er, hvað veður snertir, og all-göður afladagur. Alls voru 12 skepnur dregnar á land síðastliðinn sólarhring. Fréttamaður blaðsins heiin- sótti hvalstöðina upp úr hádegi. >á var verið að skera búrhval, sem er lýsishvalur, en kiötið af honum er, sem kunnugt er, ekki notað ti! manneldis. Milli nóns og miðaftans var svo langreyður dregin á land, en liana hafði Hvalur 7 fangað um 190 sjó- mílur frá hvalstöð eða nánar tiltekið beint út af Látrabjargi. Þetta var 181. hvalurinn í sum- ar og skytta var Friðbert EIí Gíslason. Langreyður sú var 62 fet á lengd (eða rúmir 20 metr- ar), 50 tonn að þyngd, en kjöt- magn 10 tonn. Síðasti báturinn Hvalur 8 kom að landi kl. 2 í nótt méð 3 hvali, og kl. 9 í rnorgun voru allir a birkjaðir í bunkum á planinu. Þegar síðast spurðist, var Hval- ur 5 lagður af stað frá miðum með tvær iangreyðir. Hvalur 6 og 7 eru nú báðir í Reykjavík vegna kctilbilunar Langreyður dregin upp á planið í Hvalstöðinni i gærdag. (Ljósm. stgr.) f Eigandinn, Bjarni a Laugarvatni, t&lur álög geta valdið Gulur vinnur kappreiðar Fáks Sá atburður varð austur á Laugarvatni í fyrrakvöld að einn frægasti og skjótasti veðhlaupa- hestur landsins, Gulur Bjarna fyrrverandi skólastjóra, datt dauður niður að loknum ætinga spretti Hann átti að keppá á fjórðungsmóti hestamanna á Þingvöllum á sunnudaginn og var talinn sigurstranglegasfi stökkhesturinn. Eigandi Guls, Bjarni Bjarnason, hefir misst marga stólpagripi með undar- legum og voveiflegum hætti á undanförnum árum og sagði tíð indamanni Vísis eftirfarandi sögu í því sambandi í morgun: Álagabletturinn: I túninu að Laugarvatni er hóll, sem Barn- hóll nefnist og er talið að þar sé barnsleiði. Þau álög hvíla á að ekki má slá hólinn og ligg ur það við að ábúandinn missi kostagrip. Böðvar á Laugarvatni lagði bann við að slá hólinn og eins gerði Bjarni, er hann fékk jörðina til ábúðar. En eitt sinn fær hann kaupamann, sem var ókunnugur öllu og gleym- ir að taka honum vara fyrir að slá hólinn og kaupamaður slær hann í fjarveru Bjarna. Daginn eftir finnur Bjarni langbeztu mjólkurkú sína dauða í fjósinu og veit ekki fyrr en eftir þann atburð að hóllinn hefir verið sleginn í ógáti. Síðan hefir Bjarni misst þó nokkra góð- hesta og stólpagripi með ótrú- lega slysalegum hætti, og nú dettur Gulur dauður niður rétt áður en hann á að keppa á Þingvöllum. Bjarni kvaðst ekki vera hjátrúarfullur maður en sér lægi við að setja öll þessi óhöpp i samband við þáð að Barnhóll var sleginn hér um áriö. Því fremur rifjast þetta nú upp íyr ir Bjarna er Gulur dettur dauð- ur niður einmitt nú er mikið rót er allt í kringum Barnahól vegna fyrirhugaðs landsmóts ung- mennafélaganna á Laugarvatni næsta sumar Malarvöllur er ,iú kominn austan við hólinn og grasvöllur suður af honum og verið er að gera upphækkuð á- horfendastæði upp af þeim velli alveg upp að Barnhól sem er f brekku. Hóliinn sjálfur er þó ósnertur. Gulur var einn bezti hlaupa- hestur landsins. Mikill skaði er að hesti beim, sem féll frá í fyrrakvöld. Hann var bleikur að lit, 13 vetra gam- all og vann flest mót sem hann tók þátt í. T.d. var hann fyrstur að marki í stökkkeppni á kanp Framhald á bls. 5. Gos á Laufásvegi Urn fimm-leytið í morgun sprakk ein af bremur aðalæðum Hitaveitunnar hér í borginni. Æðin liggur m. a. eftir Laufás- vegi og sprakk hún móts við Njarðargötu. Það var 12 tommu pípa, sem sprakk og var guíu- strókurinn milli 20 og 25 nt. hár, enda þrýstingurinn mikill, ca. 4 kg. á hvern fercrn. Samkvæmt upplýsingum frá Hitaveitu Reykjavíkur mátti búast við, að viðgerð á æðinni yrði lokið skömmu eftir hádegi í dag. Æðin sem sprakk er orðin all gömul. Hún liggur m. a. eftir Laufásvegi og kvíslast síðan vestur í bæ. Sjónarvottar segja, að gosið hafi verið líkast' þvi að kraftmikil borhola hefði ver- ið opnuð. Mikill þrýstingur var Framh á bls 5 Myndin er tekin á Laufásvegir.um, nukkru el'tir klukkan fimm í morgun. Strókurinn sést korna upp úr göt- [ mnj og vaínsúða leggur inn i garð Laufásborgar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.