Vísir - 01.08.1964, Side 6

Vísir - 01.08.1964, Side 6
6 SIR . Laugardagur 1. ágúst 1964 • **JilP.HIWPIVfcrasWV Frábærar Ijósmyndir af tunglinu Bandarískir geimvísindamenn náðu mjög merkilegum árangri í gær þegar eldflaug þeirra Rang- er VTT hitti miðjuna á hinni upp- lýstu hlið tunglsins. Það merkasta við þennan at- burð er, að síðustu sextán mfn- útumar áður en eldflaugin féll niður á tunglið votu myndavél- ar hennar og sjónvarpssendi- I tæki í fullum gangi og sendu til jarðar yfir 4000 ljósmyndir sem teknar voru í mismunandi hæð, sumar rétt við yfirborð tungis ins. Yfirmaður tilrauna þessara í eldflaugastöðinni í Pasadena segist þegar hafa milli handanna nokkrar Ijósmyndir af tunglinu og segir að þær séu frábærpr að skýrleik og gæðum. Nokkr- ar þeirra verða birtar á laugar- dagskvöld. Þessar ljósmyndir munu veita miklar upplýsingar um tunglið, sem menn hafa ekki áður vitað. Hiálparsveit verður í Þórsmörk HjálpársVéit skáta í Reykja- vfk verður með sjúkrahjálp inni i Þórsmörk nú yfir verzlunar- mannahelgina. Myndin er tekin í gærdag, þegar nokkrir af með; limum sveitarinnar voru að|| ganga frá farangrinum. Sveitin hefur til umrúða nú yfir helgina; góðan Weaponbíl.búinn talstöð. ; Á myndinni má m. a. sjá saman brotið sjúkratjald, sjúkrabörur og hjúkrunargögn. Auðólfúr Gunnarsson læknir verður Þórsmörk yfir helgina og fórl hann með Hjálparsveit skáta í gær. ( Ljósm. Vísis B.G.) Auðólfur Gunnarsson, læknir, sést hér ganga frá hjúkrunar- vörunum, sem hann hafði með sér inn í Þórsmörk. ! i I I Lilja — •-ramnalr' at bls 9 fyrir. Viðskiptavinirnir eru yf- irleitt mjög elskulegir, og það kemur varla fyrir að nokkur þeirra sé frekur. En ef svo er, þá reynir maður bara að gera honum til hæfis, og þakkar svo guði fyrir að losna við hann — í bili á.m.k. — Lestu ekki mikið af því sem þú verzlar með? — Nei, því miður er ekki mik- ill tími til þess. Það er yfirleitt nokkuð stöðugur straumur af fólki. — Og hvert ætlar þú svo um verzlunarmannahelgina? — Tja, það er nú það. Ég er bara ekki búin að ákveða það ennþá. Ég hef hundrað staði í huga, en er með þeim ósköp- um fædd að taka aldrei ákvörð- un fyrr en á sfðustu stundu. Þá fleygi ég einhverju niður í bak- poka og þýt af stað. Theódóra — Framh. af bls. 9. urðarsýningu?“ „Það er svo þreytandi, ekki eins mikil sælutilfinning og margir ætla — ég ætla aldrei að keppa oftar.“ „Ætlið þér að leika í kvik- myndum — ég hef heyrt það?“ „Ég fékk mörg tilboð — ég veit það ■ ekki.“ „Hafið þér þá ástríðu að aka hratt?" „Ég viðurkenni það.“ „Er það nautn?" „Því fylgir sælutilfinning." „Hvemig?“ „Þegar hann er kominn yfir hundrað, þá .., „Eruð þér trúlofaðar?" „Nýlega ... og ég er mjög hamingjusöm." Þess má geta, að unnusti Theódóru er verzlunarmaður, Þorgeir Daníelsson. Ragnar — Framhald af bls. 9. V.R., en síðan hann gerðist ,,boss“ hefur hann skiljanlega ekki verið meðlimur). Hann talaði um gamla félagsheimilið og rifjaði upp góðar minningar ■ um það. — „Okkur vantar hús, þar sem við getum komið saman“. Kona kom og bað um enskt sultutau, góða tegund. Ragn- ar afgreiddi konuna á svipstundu og mælti með ákveðinni tegund, en hall- mælti annarri, sem konan hafði augastað á. Hún trúði kaup- manninum sfnum. „Hvernig á að laða að fólk- ið?“ Þessu vildi hann ekki svara beint (hann er hógvær og ó- grobbinn), en sagði, að hver kaupmaður yrði að leggja á- herzlu á að selja góða vöru, mæla með góðum vörum, en hiklaust að vara við lélegum, enda þótt þær væru á boðstól- um í verzlun hans. Nú var ekki smekklegt .að. tg|jf„I^gpar leiiguf. 'Fíann baö Visi um kveðju til stas gamla góða fé- lags, V.R., l' tílefni af helginni með óskum um gleðilega hátíð. „Ég vona að allt gangi vel nú um helgina". Fyrsti laxinn — Framh at bls 16 viðnámsþróttinn nokkra stund. 'Er þetta geft til að laxinn merj- ist ekki, en honum er mjög hætt við því, þegar hann gengur upp í árnar, spikfeitur og vel alinn. I Kollafirði er unnið mjög merkilegt starf á vegum ríkis- ins. Þarna er unnið að því að koma upp laxastofni, Iaxinn hreinlega ræktaður og síðan "sleppt að eldi loknu í stöðinni. Þessi lax var hinn fyrsti, sem heimsótti bernskustöðvarnar og færði heim sanninn um að starf ið er ekki unnið fyrir gýg. Það eru aðeins 3 ár sfðan byrjað var á þessu starfi í Kollafirðinum. Laxinn, sem nú náðist, var tvö ár f eldisstöðinni, en hefur ver- ið ár í burtu. Fyrsta stigið í þróuninni er klakstöðin, síðan aflangir stokkar, þar sem seiðin | hafast við í þúsundatali, en þá j koma eldistjarnir af mismun- : andi gerðum, sem hafa verið út- búnar fyrir 4—6 sm löng seiði I og venjulega er seiðunum sleppt eftir 2 ára veru í eldis- stöðinni. Starfið í Kollafirði hefur ver- ið nokkuð erfitt undanfarin 3 ár, bað hefur raunar verið tvö- falt, þannig að skipta hefur orð- ið fjárveitingunni f bygginga- framkvæmdir auk eldisins sjálfs. „Nú höfum við lokið öllum okk- ar byggingaframkvæmdu n í bili og munum á næstunni einungis snúa okkur að fiskeldinu sjálfu“, sagði veiðimálastjóri okkur. — Ekki kvaðst hann vera viss um, hvort fleiri fiskar mundu leita aftur á uppeldisstöðvar sínar í sumar, enda hefði aðeins litlu magni af seiðum verið sleppt í fyrra. Stöðyarstjóri í eldisstöðinni í Kollafirði er Erik Mogensen, en 4 menn starfa þarna við að fóðra laxaseiðin og við ýmsa vinnu aðra f þessu sambandi. Einn starfsmannanna f stöðinni, Höjby Christensen að nafni, fann laxinn í fyrradag, þar sem hann var að svipast um eftir fiski í skurðinum. Var auðvelt að háfa hann upp þar sem hann var og va£ þann síðan fluttur í einn eldiskássann.. . Sýaið tillitssemi — Framh. at bls. 1. reiðaeigenda. Slysavarnafélag- inu, Bindindisfélagi ökumanna, Flugbjörgunarsveitinni og frá öðrum félögum áhugamanna um slysavarnir. Þótt miklu megi áorka með sameiginlegum átökum framan greindra aðilja og góðri aðstoð blaða og útvarps, varðar þó mestu, að hver og einn borgari geri sitt til að vama slysum. — Það er því rfk ástæða, sagði lögreglustjóri, og sérstak- lega um þessa helgi að skora á alla ökumenn og aðra vegfarend ur að gæta þeirrar varúðar sem þeim er skylt, bæði sjálfs sín vegna og annarra. Vil ég beina beim tilmælum til ökumanna, að sýna tillitssemi og meta rétt umferðaraðstæður, þannig að ekki sé stofnað til umferðarhættu með of hröðum og gáleysislegum akstri. w Olympíumeistari — Framhald af bls. 16. inanna f borginni og keppir að auki vikulega eða meira allt ár- ið á skíðum. Bonlieu vann sem kunnugt er frækilegan sigur fyrir Frakka í sviginu á Olympiuleikunum í Austurrfki f vetur. Honum var spáð sigri nokkrum dögum síð- ar í stórsviginu og sjálfur seg- ist hann hafa búizt við að fá að heyra „Marseilles“, — franska þjóðsönginn — og fána lands síns dreginn að húni eftir þá keppni. Þetta brást þó, „.... og það var hroðalegt að finna það, að maður var að detta sem auðvitað þýddi, að sigurinn var útiIokaður“, sagði Bonlieu. „ég varð bara að hugga mig v!B að hafa unnið svigið“, sagði hann. Bonlieu sagðist hlakka miklð til að reyna sig í Kerlingarfjöll- um. Hann kvaðst aldrei hafa farið f skíðabrekkur svo fjarri mannabyggðum fyrr, en hér væri um sérlega skemmtilegt tækifæri að ræða. Ekið á dreng Um áttaleytið í gærkvöldi varð drengur fyrir bfl, móts við Frakka- stíg 22. Drengurinn var fluttur á Slysavarðstofuna, en sem bétur fer ! reyndist hann lítið meiddur. Bítlarnir í landsliðið Landsliðið í knattspyrnu gegn „pressuliði“ var valið f gær- kvöldi og eru aðalbreytingarnar þær, að „bítlarnir“ Rúnar og Karl koma I framlínu Iiðsins, I sem er þá þannig skipuð: Heimir Guðjónsson, KR, Hreiðar , Ársælsson, KR, Jón Stefánsson, Ákurevri, Sveinn Teitsson, Akra I nesi, Högni Gunnlaugsson, | Keflavík, Jón Leósson, Akra- , nesi, Eyleifur Hafsteinsson, Akranesi, Ríkarður Jónsson,1 Akranesi (fyrirliði), Rúnar Júlí-1 usson, Keflavík, Ellert Schram, ( KR, .Karl Hermannsson, Kefla- ( vík. Iþróttablaðamenn eiga eftir I að velja sitt Iið, en varamenn | fyrir liðin verða sameiginlegir. BIFREIÐASÝNING í DAG Gjörið svo vel og skoðið bílana. BIFREIÐASALAN Borgartúni 1. Símar 18085 og 19615

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.