Vísir - 01.08.1964, Side 7
V í S I R . Laugardagur 1. ágúst 1964
7
KVEÐJA
Hannes B. Árnason
Fæddur 9. ágúst 1917 - Dáinn 25. júlí 1964.
„Mjök erunik tregt
tungu at hræra“.
Hvernig er hægt að sætta sig
við þann skapadóm, að maður í
blóma lífs síns hverfur okkur jarðar
búum sjónum, maður sístarfandi
og sífellt sækjandi á brattann sífellt
vinnandi að heill og hamingju fjöl-
skyldu sinnar og vina? Það er hægt
með því einu móti að sættast við
guð sinn, alvizku hans, og leita
hans aðstoðar.
Hannes Árnason er horfinn sjón
um vorum langt um aldur fram.
Hans æðsta hugsjón var að búa
fjölskyldu sinni fullkomið skjól í
stormum lífsins. Hann batt þó ekki
þá hugsjón við fjölskylduna eina,
heldur var sífellt tilbúinn að hjálpa
beim, sem hjálpar þurftu. Heimili
hans og Hlífar Bjarnadóttur hinnar
myndarlegu eftirlifandi konu hans
stóð ættmennum og kunningjum
stöðugt opið. Þannig var það, er ég
■em þetta rita kom fyrst til Reykja-
víkur alls ókunnur unglingur úr
sveit að þangað leitaði ég og það
hef ég gert mjög oft síðan. Þar
var öll aðstoð sjálfsögð án þess að
lokkurn tíma væri ætlazt til endur
gjalds og þar var mér sem annað
heimili hvort sem dvalizt var Iengur
eða skemur. Þannig munu fleiri
geta mælt.
Hánnes Árnason var fæddur og
uppalinn að Krossgerði á Berufjarð
arströnd. Hann fór ungur að heim-
an og kom þá víða við á sió og
landi. Hann kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Hlíf Bjarnad. 13. maí
1939 og stofnuðu þau strax heimili
hér f Reykjavík. Þeim varð fimm
sona auðið en urðu fyrir þeim
mikla harmi að missa elzta son
sinn fyrir fáum árum. Hannes var
vel gefinn maður og vel menntaður
þótt hann ætti ekki kosí á lsngri
skólagöngu. Hann þyrsti í hvers
konar fróðleik og las mikið þrátt
fyrir langan vinnudag. Hann var
búinn að vera starfsmaður póst-
hússins í Reykjvík yfir 20 ár, er
bann lézt. Hann gekk að hverju
■tarfi með fullri einlægni og trú-
mennsku og atorku þótt hann gengi
'öngum ekki heill til skógar. Er
'lannes varð að hætta störfum
egna vanheilsu sinnar, tók hann
erfiðleikunum með aðdáanlegri still ■
ingu, þrátt fyrir áhyggjur af af-
komu og framtíð fjölskyldunnar. <
Honum var þó huggun og styrkur
í erfiðleikum að mannvænlegum
sonum góðri tengdadóttur og lítilli
sonardóttur og þó sérstaklega að
hinni góðu eiginkonu, sem var hon
um styrk stoð og sat nótt sem dag
við sjúkrabeð hafis síðasta mánuð
inn, sem hann lifði allt til hinztu
stundar. Hann lézt á Landakots-
spítala eftir þunga legu. Mikill
harmur er kveðinn að hinni hug-
prúðu eiginkonu, sonum og tengda
dóttur og öðrum ættingjum og vin
um, en minning hans lifir.
Kristján Sigurðsson.
riMBURIIREINSUNIN, sími 20614. >
Hreinsum fleka og mótatimbur
áherzlu á góða vinnu.
Leggjum
MERCEDES BENZ
180 -’58
innfluttur í úrvals-
standi. Ný dekk — út-
varp. Stólar. Til sýnis og
sölu.
Bíla- og bóvélasalan
við Miklubraut. Simi 23136.
Blömabúbin
Trisateig 1
amar 38420 & 34174
\ \'
u
wm
FLUGFAR STRAX - FAR GREiTT SÍÐAR
Loftleiðir. bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínum þriggja til
tólf mánaða greiðslufrest á allt að helmingi þeirra gjalda,
sem greidd eru fyrir flugför á áætlunarflugleiðum félagsins.
ÞÆGILEGAR HRAÐFERfllR HEIMAN OG HEIM
Vegna góðrar samvinnu við önnur flugfélög geta Loftleiðir
útvegað flugfarseðla til allra erlendra flugstöðva. Upplýs-
ingar eru gefnar í skrifstofum Loftleiða og fyrirgreiðsla
fúslega veitt. — TRYGGIÐ FAR MEÐ FYRIRVARA.
©
i
aomiwm