Vísir - 05.08.1964, Side 4
I
V i S IR . Miðvikudagur 5. ágúst 1964.
★
Ljósmyndirnar af tungfinij,
sem geimflaugin Ranger VXI.
sjónvarpaði sl. föstudag til jarð
ar eru taldar fela í sér merk-
ustu uppgötvanir á sviði stjörnu
fræði og geimrannsókna um
iangt árabil. Þær gefa svo ná-
kvæmar og merkilegar upplýs-
ingar, afl nú er í fyrsta skipti
vitað með vissu að lending geim
fars á tunglinu er fullkomlega
og auðveldlega framkvæmanleg.
Það kemur í Ijós, að ótti
manna við þykkt sand- eða ryk
lag var ástæðulaus. Menn ótt-
uðust að slíkt ryklag kynni að
vera svo þykkt að geimskip
myndi sökkva í það. Nú sýna
myndimar að yfirborð tungls-
ins virðist vera fast, jafnvel
myndað úr grófu eða smágrýttu
efni, má vera að það líkist sums
staðar hrauni en þó með þunnu
ryklagi yfir og hingað og þang
að liggja örsmáar gígholur flest
ar þeirra aðeins um metri í
þvermál og um 30 cm. á dýpt.
Tjað eitt er stórmerk upp-
götvun, að hægt skyldi
vera að taka ljósmyndir, sem
sýna fyrirferðarlitla hluti sem
þessa litlu glga, sem eru aðeins
á stærð við lítil kringlótt kaffi
borð, því að fram til þessa hafa
allra stærstu stjörnukíkjar ekki
sýnt minni hluti en 200-300 m.
í þvermál.
Stjörnufræðingar voru komn-
ir á þá skoðun að þykkt ryk-
lag lægi yfir tunglinu og var
hugmynd þeirra sú, að þar sem
. ekkert andrúmsloft væri á tungl
inu myndu geimagnir smám
í saman mola allt berg og alla
steina á því og hlyti rykið sfð-
an að safnast saman á gígbotn-
um. En fyrst ljósmyndirnar geta
sýnt smágígi um 30 cm. djúpa,
þá getur ryklagið ekki verið
þykkt.
Oanger VII. tók og sendi
'■frá. sér 4316 ljósmyndir
og hálfa mynd til viðbótar, sem
geimflaugin hafði ekki lokið við
að senda þegar áreksturinn við
yfirborð tunglsins varð, en á
það rakst geimflaugin með 9600
km. hraða á klst.
Gerard Kuiber forstöðumaður
stjörnuathugunarstöðvarinnar í
Arizona, sem rannsakað hefur
nokkrar ljósmyndanna segir, að
ljóst sé af þeim, að sumir gíg-
imir á tunglinu hafi myndazt
fyrir eldsumbrot á tunglinu
sjálfu. Aðrir hafa hins vegar
„Allt
i
myndazt við það, að loftsteinar
hafa fallið á yfirborð þess, svo
að báðar kenningar um eldsum
brot og loftsteina virðast hafa
nokklið til síns máls.
Kunnur bandarískur jarðfræð
ingur, dr. Eugene Shoemaker,
sem rannsakaði myndimar frá
jarðfræðilegu sjónarmiði, kveðst
nú ekki vera hræddur við að
stökkva út úr geimskipi á tungl
inu og stíga á yfirborð þess.
Þó er aðeins eitt sem skortir
upplýsingar um, hver er styrk-
Ieiki steintegundanna í yfirborð-
inu. Eru þær nægilega sterk-
ar eða eru þær úr einhverju
efni álíka og vikur, sem getur
hrunið saman, þegar þungt
geimskip lendir þar.
T>andaríkjamenn ráðgera að
** senda enn tvær Ranger
Myndin sem hér birtist af hluta af yfirborði tungisins sýnir staöinn þar sem Ranger VII lenti. Hún var tekinn úr um 600
km fjarlægð frá yfirborði tunglsins og sjónvarpað til jarðar.
mei ai lenda á tunglim
geimflaugar til tunglsins, sem
þeir munu kalla Ranger VIII.
og Ranger IX. og verður hlut-
verk þeirra hið sama og þessar
ar geimflaugar að taka Ijós-
myndir af yfirborði tunglsins.
Þeim verður þó beint að öðrum
stöðum á tunglinu. Með þeirri
nákvæmni, sem Bandaríkja-
menn hafa nú öðlazt í notkun
Ranger-geimflauganna munu
þeir nú geta hafið nákvæma
rannsókn á yfirborði tunglsins
og kortlagt það margfalt ná-
kvæmar en áður hefur verið
hægt.
Á næsta ári munu þeir
senda fyrstu rannsóknarstöð-
ina, sem verður látin lenda með
iitlum hraða á tunglinu. Kallast
þær Surveyor. Þær verða mann
lausar en búnar margs konar
sjálfvirkum tækjum sem munu
taka jarðefnaprófanir og efna-
greina þær, bora niður í yfir-
borð tunglsins og jafnframt
munu Surveyor-tækin geta tek
ið nákvæmar landslagsmyndir á
tunglinu í eðlilegum litum, sem
þau sjónvarpa til jarðar.
Hitaveita um AÍaldal?
Líkur benda til þess
að nokkur liluti Aðal-
dalshrepps í Suður-Þing-
eyjarsýslu geti fengið
hitaveitu í hús sín á
næstunni. Jarðboranir
ríkisins hafa látið bora
í Hafralækjarlandi eftir
heitu vatni og bar þessi
borun skjótan og góðan
arangur.
Jarðylur hafði fundizt í landi
jarðarinnar, en ekki heit upp-
spretta. Þegar borað hafði verið
niður á 60 metra dýpi, síðast,
í gegn um basaltlag, spratt fram
75 stiga heitt vatn, 9 — 10 sek-
úndulftrar, segir blaðið lslend-
ingur á Akureyri. Borað var allt
niður á 100 metra dýpi en ár-
angur varð ekki meiri.
Þetta heita vatn mun fyrst og
fremst verða nýtt til upphitun-
ar á skóla og félagsheimili sem
ráðgert er að byggja í nágrenn-
inu, en væntanlega er vatns-
magnið nóg til þess að hita upp
íbúðarhús nokkurra jarða á
þessum slóðum.