Vísir - 28.08.1964, Síða 7

Vísir - 28.08.1964, Síða 7
7 VI S I R . Föstudagur 28. ágúst 1964. Rætt um Noregi og Harald kommgsefm Nokkur norsk blöð hafa að und- anförnu rætt þann möguleika, að Haraldur konungsefni, gangi að eiga stúrku í Osló af borgaraleg- um ættum. BlaðasKr'ifin leiddu til þess, að utanríkisráðuneytið birti tilkynningu um, að þetta mál hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnar innar. Það var jafnaðármannablaðið „Sönmöre Arbeideravis", sem varð til þess að koma skrifunum af stað. Stóð í því, að krónprinsinn, sem er 27 ára, hefði fengið leyfi Ólafs kon ungs til þess að ganga að eiga stúlkuna, en ríkisstjórn'in sett sig upp á móti því. Blaðið gat og um orðróm, sem talinn var frá hirðinni kominn, og var á þá leið, að Har- aldur ætlaði sér að „pipra“ ef hann fengi ekk'i leyfi til þess að eiga stúlkuna. „Dagbladet" í Qsló birti þar næst grein um málið og kemur þar fram efi varðandi neitun utanríkis ráðuneytisins. Blaðið segir það af- dráttarlaust skoðun stjórnmáta- manna, að ef krónprinsinn gangi að eiga stúlku, sem ekki er kon- unglegrar ættar, afsali hann sér þar með rík'iserfðaréttinum. Haraldur konungsefni og Sonja Haraldsen. Blaðið segir stjórnmálamönnum alveg ljóst, að af slíku hjónabandi I mundi ieiða afnám konungsveldis I í landinu og að málið hafi lengi verið á dagskrá meðal ráðherra og þingmanna. Það er staðreynd, segir blaðið að Haraldur Iírónprins — eft'ir að báðár systur hans giftust mönn- um borgaralegra ætta — er hinn eini sem hefir rétt til ríkiserfða í Noregi. Þar sem ekkert bendi til, að hann hafi í huga að ganga að eiga stúlku konunglegrar ættar, sé réttmætt að gera það ljóst þegar. að valið sé hans, þegar um framt’ð konungdæmisins í landinu sé að ræða. Velji hann sér fyrir konu | stúlku borgaralegra ætta, en eng- inn gæti verið því mótfallinn, yrði afle’iðingin sú, að konungdæmið legðist niður í Noregi. Vinstúlka Haralds konungsefnis heitir Sonja Haraldsen og er nú við nám í Genf. Þau hafa verið góð- vinir frá unglingsárum. Se’inustu fréttir í þessu máli eru. að samkvæmt tilkynningu frá kon- ungshöllinni í Osló ætlar Haraldur konungsefni ekki að taka sér Sonju Haraldsen fyrir konu. M.a. var sagt frá þessu í fréttum brezka útvarpsins á föstudagskvöld. Héraðsmót Sjólf- stæðismanna í A.-Húnavatnssýslu Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Austur-Húnavatnssýslu verður haldið á Blönduósi sunnudaginn 30. ágúst kl. 8.30 síðdegis. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra og Gunnar Gíslason, alþingismaður, flytja ræður. Til skemmtunar verður einsöng- ur og tvísöngur. Flytjendur verða óperusöngvararn'ir Guðmundur Guðjónsson og Sigurveig Hjalte- sted, undirleik annast Skúli Hall- dórsson, tónskáld. Ennfremur | skemmtir Brynjólfur Jóhannesson i leikari. ! Dansleikur verður um kvöldið. Héraðsmót Sjólf- stæðismaaaa á Hellissaadi Héraðsmót Sjálfstæðismanna 1 Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu verður haldið að Hellissandi laug- ardaginn 29. ágúst kl. 8,30 síðdeg- is. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra og Sigurður Ágústsson, alþingismaður flytja ræður. Leikararnir Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson, skemmta. Ennfremur syngur Guðinundur Jónsson, óperusöngvari, með und- irleik Carls Billich, píanóleikara. Dansleikur verður um kvöldið. SKOLA Já, því ekki það? Árleg opn- un hans mun nú standa fyrir dyrum — ef rökrétt er að segja að opnun standi fyrir dyrum. Annars skiptir nú ekki Iengur máli um rökrétta hugsun. Sú var að vísu tíð að um þetta gat íslenzk tunga keppt jafnvel við sjálfa latínuna, en sú tíð er nú liðin. Eftir því sem það, sem nú er talað og skrifað, er lengra frá rökréttri hugsun, eftir því er það ,,fínna“ eftir því sem hugsun og vit eru fjarlægari „skáldskapnum“ eftir því er hann betri enda förum við ekki lengur þangað til þess að leita þeirra hluta. Þegar Þorsteinn Er lingsson sat austur á Seyðis- firði, við „náðuga ritstjórrí, því næst sem í vist,“ og landsjóð- ur neitaði ekki hans „leikandi list“ um sex hundruð krónur (nú á útverpsku raunar „krón ur 600“), óraði hann víst ekki fyrir geimferðaöldinni, og ekki heldur hinu, að „skáldin“ kæm ust svo hátt upp í óskapnaðinn sem raun er á orðin. Þá varð þar eitt sinn tilrætt um að til- tekið skáld væri torskilið. Þor steinn hafði fátt til málanna lagt, en skaut nú inn orði: „Já, en þann skáldskap sem enginn skilur, kallar maður nú venju- lega vitleysu." Nei hann vissi sannarlega ekki, að innan hálfr ar aldar frá láti hans yrði það talið skáldunum til dýrðar að yrkja tóma vitleysu. En það var Svartiskóli sem ég ætlaði að minnast á. Hann er stór, hann er háskóli, og þvf að vonum f mörgum deild um. Og þarna er í rauninni ein þeirra,' þó að annarri ætlaði ég að vfkja máli mínu. En í Svarta skóla var (og er), eins og við vitum, kennt það sem miður var. Löngum þótti ekki minna ’.'ííx vert þá kennsluna, og sfzt þykir minna um hana vert nú á dögum. Home University Library nefn ist einn hinn frábærasti flokkur alþýðlegra fræðirita á enska tungu. Útgáfa hans var hafin árið 1911 og enn í dag er hann í hávegum hafður um víða ver- öld — ísland að sjálfsögðu und. anskilið — þessar baekur reynds >:: ■ ■ ist jnér gagnslaust á.8'fejðða líérl^j? i þá tvo áratugi sem ég nefndist „lítilmótlegur bóksali" og ekki var það neitt smámenni, er titl aði mig svo. Eftirmenn mínir, sem enginn mundi kalla lítilmót lega, segjast ekki geta selt þessar bækur, máske vegna þess, hve þær eru ódýrár, eða ef til vill af hinu ,að það er ekki virðulegri stofnun en Ox- ford-háskóli sem að baki þeim stendur. Andrés Önd (fer ég rétt með nafnið?) mun hafa <of urlítið virðulegri guðfeður. En ég nefndi þennan snjalla heildartitil því til sönnunar, að skólarnir eru fyrst og fremst heimilið og bækurnar. Nú skul um við sleppa því, að tala um | heimilin, því eins og svo margt annað, eru þau í þann veginn að hverfa út úr tilverunni, inn : í náttmyrkur sögunnar. En skól arnir halda áfram að vera til unz mannkynið sjálft er afmáð af jörðinni. Og ætli ekki að Svartiskóli verði þeirra langlíf- astur? Nú vænti ég að þú farir að átta þig, lesandi góður. Þú ferð að sjá hilla undir svörtu bæk- urnar sem senn fara að koma úr prentsmiðjunum. Og gáðu nú að hvort bókbindarar hafa ekki svartar hendur. En þeir afsaka sig í hvert sinn er ég minnist á þetta. Þeir segja: „Þetta er ekki okkur að kenna, það eru forleggjararnir sem hafa þetta blökkumannseðli og heimta að allt sé kolbiksvart — eins og hrúturinn hans Hálfsofanda." Ég hygg að þessir góðu menn fari með rétt mál. Þið munuð að öllum líkindum fá að sjá það, að allar nýju bækurnar í haust (eða öllu held- ur á jólaföstunni) verða kolbik svartar — eins og dorrinn sem bókbindararnir minntust á. En þú, lagsmaður, sem ætlar að kaupa eina af þessum vænt- anlegu bókum, er það í rauninni satt að þú krefjist þess, að ,hún.^é.bijíSVört? Já, líklega. Svo ■segin’að .minnsta kosti fprleggj ■ afrífflít.1 Þú ætlar að fara að ganga - í hjónaband og íbúðin er nálega tilbúin. Með eldhússkápana er allt í lagi, unga konan veit hvar þeir eiga að vera. Svarti skápurinn er vitanlega það sem áður var nefnt bókaskápur, en í skólanum voruð þið vanin af að tala um bækur, þar voru bara kver, og að nefna kvera- skáp, væri það viðfelldið? Nei, svarti skápur, eftir litnum á innihaldinu, var ágætt. Skelfing eru íslenzku bækurn ar óaðlaðandi sjón ennþá, þó að ofurlítið hafi um batnað síð ustu árin. En ekki er það svo, .að engin bók megi vera svört. Ég.tet .að svo eigi Biblían að vera, Sálmabókin og Passíusálm arnir. En ekki margar aðrar. Hvernig er það annars, má beinlínis ekki bæta úr þessu? Svo virðist sem helzt eigi þeir ekki að heyrast sem leiðbeint geta og leiðbeina vilja. Okkar fremsta bókagerðarmanni, Haf- steini Guðmundssyni, var í eitt skipti ófyrirsynju hleypt inn í útvarpið, en þess svo vandlega gætt, að ekki skyldi sú skyssa eiga sér stað aftur. En blöðin? Nei, við skulum ekki minnast á þau Svo er það registursleysið — enn ein þjóðarháðungin. En of- urlítið má sjá þess merki að nú séu forleggjarar og rithöfund- ar að rumska. Kvisazt hefur, að í haust sé von á sameiginlegu registri við allar Reykjavíkur- bækur Árna Óla. Reynist þetta rétt hermt, mun það margan gleðja Já, kannski þessum mál um þoki í rétta átt — þrátt fyr- ir alla svertingjana. Sn. J Minnzt fallinna Norðmanna Hinn 22. ágúst s. 1. lagði forseti borgarstjórnar Oslóborgar blómsveig við minnisvarða i Fossvogs- kirkjugarði um Norðmenn, sem féllu í stríðinu. Viðstaddir voru meðal annarra sendifulltrúi Noregs og borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.